Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 13 Meiming ASTARSOGURNAR VINSÆLU þjóðarsálarinnar Til forna var eitt helsta viöfangs- efni höfuðskálda að yrkja erfiljóð um látin mikilmenni. Slík ljóð mynduðu virðulega bókmennta- grein en lögðust þó smám saman af - nema hjá bókmenntaþjóðinni í Norðurhöfum, sem þróaði erfiljóð- in yfir í minningargreinar í dag- blöðum. En nú hefur verið vegið harkalega að þessari þj óðlegu venju með nýjustu bók Steinunnar Sig- urðardóttur, Síðasta orðinu, þar sem dregin er upp hæðileg mynd af minningargreinunum og þær af- bakaðar ad nauseam. Eintóna minningargreinar Safnahússfræðimaðurinn Lýting- ur Jónsson frá Veisu í Önguldal hefur um árabil haldið til haga minningargreinum um ættfólk Öldu 0. ívarsen sem lesendur Steinunn Sigurðardóttir. Steinunnar þekkja úr Tímaþjófin- um. í fjölskyldunni skrifar hver um annan en Friðþjófur ívarsen er þó manna mikilvirkastur á þessu sviði. Greinarnar ásamt formála útgefanda og ýmsu viðbótarefni sem bætist við í lokavinnslu verks- ins, m.a.s. eftir að Lýtingur sjálfur er fallinn frá, mynda allt lesefni bókarinnar sem verður því e.k. bréfaskáldsaga með minningar- greinum í stað bréfa. Enda þótt margir höfundar séu tilgreindir er allt skrifað í sama stílnum (nema hressileg prívatbréf kvenna í sögulok) þar sem menn vaða úr einu í annað, tala mest um sjálfan sig og koma ýmsu að undir því yfirskini að verið sé að skrifa um nýlátna manneskju. Slík ein- stefna í stíl fjölda fólks þyngir högg- ið sem hinar eiginlegu minningar- greinar veröa fyrir: þær eru alltaf eins, sama hver heldur á penna. í hermistíl af þessu tagi liggur þó sú hætta að hann verði of einhæfur því að grundvallarbrandarinn er eiginlega alltaf sá sami. Hinn hal- lærislegi, óskrifandi og sjálfum- glaði íslendingur birtist hér í hverri grein. Gegn þessari hættu er teflt ótrú- legri fjölbreytni og þverstæðum í þankagangi þeirra sem að Öldu standa og undir hallærislegu yfir- borðinu er sagan uppfull af mis- þungum skotum á hvaðeina í þjóð- lífinu og menningarumræðunni; oft í formi vísana eða innri mótsagna. Til dæmis er engu líkara en kynór- ar straumvatnsins frá fossafafia- og í lýsingu á útfararstjóra úr vest- urheimi sem bendir á rósa- og dal- iubeðin í garðinum sínum þar sem hann hefur dreift ösku einstæðing- anna og segir: „Sjáðu fimmtán- hundruð ánægða viðskiptavini." (56) Með vel útfærðum skyndi- myndum er þó oft varpað ljósi á lífshlaup fólks og raunverulegar aðstæður andspænis sjálfsblekk- ingu og orðavaðli. Þannig er sýnd sú gjá sem er á milli draums og veruleika, væntinga og þess hlut- skiptis sem fólk hreppir. Dæmi um þetta er hjá vestur-íslenskri konu sem flyst heim til gamla landsins með áðurnefndum útfararstjóra og fær svohljóðandi eftirmæh: „Fyrir henni var ísland Mekka og Paradís, land forfeðranna, hreina loftsins og hinnar ómenguðu tungu. En ég hugsa að hún hafi orðið fyrir von- brigðum og að henni hafi þótt vistin daufleg í Sundhöllinni og mikið af óþægum börnum í skólasundi sem gerðu gys að bjagaðri vestur-ís- lenskunni hennar.“ (58) Meginhugsun sögunnar liggur í afhjúpun af þessu tagi. Með aðstoð ættartrés fremst í bókinni getur les- andi byggt upp mynd af stórfjöl- skyldulífinu, eða öllu heldur við- horfum fólks til sjálfs sín innan stór- fjölskyldunnar og í samspili við um- hverfið. Eftir því sem líður á er þó flett ofan af yfirborðstengslum ætt- artrésins og hugmyndum fólksins. Hvert samband hefur tvær eða fleiri hliðar, einstaklingar breyta um hlut- verk, ástarþríhyrningar koma í ljós og hverfa aftur, og stundum er les- FÓRNFÚS IVLÓÐIR ELSE-MARIE NOHR Hún hefur aldrei verið mikið fyrir börn, en f fríi sínu verður hún ástfangin af manni nokkrum og kynnist lftilli dóttur hans, sem er hjartveik og bíður eftir því að komast undir læknishendur. f DAG HEFST LÍFIÐ ERIK NERLÖE Aðeins sautján ára gömul er hún að verða fræg og rík. Og margt er að gerast í lífi henn- ar. Hún fær tækifæri sem söngkona; hún verður ástfangin; hún hittir móður sína, sem hún hefur aldrei þekkt, en hefur svo oft dreymt um. HAMING JUH J ARTAÐ EVA STEEN Hún er rekin úr ballettskólanum og fer því til London, þar sem hún gerist þjónustu- stúlka hjá fjölskyldu einni, og gætir lítillar stúlkú. Á leiðinni til London kynnist hún ungum manni, sem sýnir henni mikinn á- huga. SKUGGSJA BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF táknfræðinni, sem opinberaðist landsmönnum fyrir nokkru, endu- rómi í minningum Friðþjófs um sinn fyrsta ástarfund: „Á meðan fór Sogið framhjá okkur, þykkt og seigt eins og tímafljótið, grængolandi eins og dauðinn. Og ég mundi að í Þingvallavatni sem fljótið rennur úr er lindarvatn sem sprettur und- an hrauni.“ Annað innlegg í með- ferð fræðimanna á bókmenntum er að finna í skrifum Ómars B. Ómars- sonar cand mag sem bendir á að „það væri verðugra verkefni fyrir sérfræðinga að sálgreina Jónas Hallgrímsson heldur en að skrifa endalausar ritgerðir um kveðskap hans.“ Margföld afhjúpun Sagan rambar alltaf á barmi af- káraskapar og hins ótrúlega eins Bókmenntir Gísli Sigurðsson andinn skilinn eftir án þess að vita fyrir víst hver hefur eiginlega verið hvað - og þá í augum hvers. Síðasta oröið heldur lengi áfram í mikilli kyrrstöðu, hrúgar upp mannlýsingum í sama hermistíln- um en tekst þó alltaf að flétta saman við sakleysislegan vaðalinn líkt og óvart beinskeyttum athugasemd- um um afturhald, nýjungagimi og vanahugsun landsmanna. Um miðja bók fer siðan að færast fjör í leikinn og helst stígandin allt til loka með óvæntum sjónarhornum í hreinskilnum játningagreinum og uppákomum í sambandi við bréfa- fundi innan fjölskyldunnar. Og sá vefur sem er framan af ofinn með hægð gengur loks glæsilega upp. Steinunn Sigurðardóttir Siðasta orðið (skáldsaga 182 bls.) Iðunn ÆVINTÝRI í MAROKKÓ BARBARA CARTLAND Nevada Van Arden var bæði mjög falleg og vellrík, og hún naut þess að kremja hjörtu ungu mannanna. Tyrone Strome varð æva- reiður, þegar hann komst að raun um, hvernig hún fór með aðdáendur sfna, og hve laus hún var við .alla tillitssemi og hjartahlýju. í SKUGGA FORTÍÐAR THERESA CHARLES Ilona var dularfull í augum samstarfsfólks síns. Engu þeirra datt íhug, að hún skrifaði spennusögur í frítíma sínum, eða að þessi „Nikulás" sem hún átti að vera trúlofuð, væri aðeins til í hugarheimi hennar. Stungið í kviku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.