Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 27 Svanborg fremst á miðri mynd ásamt bekkjarsystkinum sínum. DV-mynd Stefán Þór Sigurðsson Svanborg fer til Bandaríkjanna fær að bjóða bekkjarsystkinum sínum með í tilefni' 50 ára afmælis íslensk- ameríska félagsins í október sl. stóö félagið fyrir sérstökum getraunaleik fyrir grunnskólanemendur. Fjallaði getraunaleikurinn um Leif heppna Eiríksson og samskipti íslands og BandaríkjariQa. Alls bárus? rúmlega 6000 réttar lausnir frá grunnskólanemendum víðs vegar um landið. Dregiö var iir réttum lausnum og verðlaunin komu í hlut Svanborgar Kjartansdóttur á Setbergi í Eyrarsveif. Svanborg og bekkjarsystkini henn- ar í Grunnskólanum í Eyrarsveit fengu vegleg verðlaun. í janúar er þeim boðið í ferð til Bandaríkjanna en tilgangurinn er að kynna bornun- um sameiginlgga sögu • lantlanna tveggja og gera^eim kleiff að'kynn- ast af eigin raun sögulegum jtóttum sem þau hafa fjallað um í verkefnum sínum. Þá koma börnin til með að færa forsetafrú Bandaríkjanna ein- tak af afmælisbók Islensk-ameríska félagsins með kveðju frá frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands. Flogið verðúr með Flugleiðum til Baltimore en þar verður hið fræga sædýrasafn borgarinnar skoðað og heilsað upp á íslenSka hunda sem þar eiga heima. Þá lig^r leiðin til Wash- ington þar sem fyrirhuguð er heim- sókn í Hvíta húsið: Rokkgoðið George Michael: „Ég safnaði konum eins og frímerkjum" George Michael segir frá kvennafari, drykkju og pilluati í nýútkominni bók sinni. Rokkgoðið George Michael segir í nýútkominni bók sinni, „Nakinn", að hann hafi orðið algert kvenna- glingur þegar hann kom til Banda- rikjanna. Eftir að hann söng inn á plötu lagið I Want Your Sex, hafi konur orðið alveg óðar í hann og á tímabili hafi hann sængað með allt að þremur konum á nóttu. „Karlmenn eru ekki vanir því að vera veiddir og þegar ég gat allt í einu fengið hvaða dömu sem var upp í til mín fríkaði ég gjörsamlega út. Ég man eitt sinn er ég var búinn að fá mér aðeins of mikið neðan í því að kona ein hreinlega dró mig heim til sín og kom fram vilja sínum. Mér fannst þetta töff. Ég mældi ágæti þessa alls eftir magninu en ekki gæð- unum og safnaði konum eins og frí- merkjum," viöurkennir kvennagull- ið. „Þegar George kom til Bandaríkj- anna voru stúlkurnar eins og flugna- ger umhverfis ljós þegar George var annars vegar,“ segir Andros Georgi- ou, frændi'haris. í áðurnefndri bók er einnig sagt frá ótæpilegri áfengis- og lyfjaneyslu þessa fyrrum Wham-gæja. „Eg drakk allt sem rann og át lyf eins og brjóst- sykur. Þannig fannst mér allt vera svo dásamlegt, jafnvel þó svo hafi að sjáffsögðu alls ekki verið,“ segir Ge- orge. George var í sambúð með bresku söngkonunni Pat Fernandes í tjögur ár eða allt tif ársins 1985 er hann sparkaði henni. Pat var bakraddar- söngkona í Wham ásamt því að vera einkabílstjóri og ástkona Georges. „George elskaöi hversu skemmtileg og fyndin hún var en það var óum- flýjanlegt að þau hættu saman vegna þess hve George var skapmikill og geðvondur. Þau rifust oft og jafnvel slógust,“ segir sameiginlegur vinur þeirra beggja. George segir sjálfur að hann eigi mjög erfitt með að vera í föstu sam- bandi. Hann verði að finna frelsi til að geta látið sér líða vel. Undanfarið hefur hann af og til verið að dandal- ast með stúlku að nafni Tania Co- leridge sem er bresk fyrirsæta. Hún er þess þó ekki þess umkomin að hefta frelsi hans sem honum virðist vera svo mikil lífsnauðsyn. í bókinni er einnig drepið á sögu- sagnir sem skotið hafa upp kollinum af og til þess efnis að kyntröllið væri hommi. Um þetta segir George í bók sinni: „Ef fólk hefur nægilega fjörugt ímyndunarafl til aö sjá mig fyrir sér bröltandi í bólinu með A.rnold Schwarzenegger þá tími ég ekki að skemma það fyrir því.“ H.Guð. Sviðsljós Táningnum Susie tókst að veita sólskini inn i lif gamla mannsins á ný. Charles Bronson: Tekur gleði sína á ný - þökk sé kornungri förðunarstúlku Þegar Jill Ireland, eiginkona Charles Bronsons, lést úr krabba^ meini í maí á þessu ári lýsti Bron- son því yfir að hann ætlaði ekki að leika framar. Hann lagðist í þunglyndi og gekk um eins og vofa og vorkenndi sjálfum sér. Nýlega þáði hann þó hlutverk í nýrri mynd, Indian Runner, og mætti til æfinga jafnsúr að sjá og hans var vandi. En það stóö ekki lengi því að kornungri förðunar- stúlku, Susie Evans, tókst á einum sólarhring að „breyta gamla klaka- stykkinu í dúnmjúkan bangsa", eins og einn úr tökuliðinu orðaði það. „Þegar ég kom hingað var ég einn og einmana, en eftir að ég kynntist Susie er eins og sólin hafi brotist fram úr skýjunum. Kannski er það enskur framburöurinn, kannski æskufjörið og ákafmn: mér líöur a.m.k. mjög vel að hafa hana ná- lægt mér,“ segir Charles Bronson. „Þegar Bronson mætti á töku- staðinn var hann mjög niðurdreg- inn." segir einn úr hópnum. „Síðan kom þessi dramatíska kúvending. Aö kvöldi annars tökudags fór Bronson til kvöldverðar með lei- kurum og leikstjórum og meö í för- inni var förðunarstúlkan unga. Skyndilega birti yfir Bronson. rétt eins og Susie hefði kveikt á rofa. Hann brosti og gerði að gamni sínu og var aö öllu leyti eins og annar maður," sagði tökumaðurinn. „Næsta kvöld fóru þau aftur öll saman á veitingastað og Bronson lék á als oddi. Hann skálaði viö Susie og allir skemmtu sér konung- lega. Hún virðist hafa gert á honum einhvers konar kraftaverk." sagði hann. Susie vék ekki frá hlið Bronsons meðan á tökunum stóð. í pásum fundu þau sér skuggsælan stað og spjölluðu og hlógu. Ekki fór lijá því aö einhverjir færu að velta þvi fyr- ir sér hvort rómantík væri í spilinu hjá hinum 67 ára ekkjumanni og Susie, sem er innan við tvítugt. Því neitar stúlkan staðfastlega. „Við erum mjög góðir vinir en það er allt og sumt. Bronson er ljúfur og yndislegur maöur. virkilegur herramaður," segir Susie Evans. Eftir að leikkonan Jill Ireland, eiginkona Charles Bronsons, iést úr krabbameini fyrr á árinu var Bronson bugaður af sorg. En svo kom Susie Evans. Aðalsveitakeppni Bridge- félags Breiðfirðinga Nú er lokið 12 umferðum af 17 í aðalsveitakeppni BFB og hefur sveit Óskars Þráinssonar náð nokkru forskoti á aðrar sveitir. Baráttan stendur nú að mestu um annað sætið en þó er fyrsta sætið engan veginn tryggt. Staða efstu sveita er nú þannig: 1. Óskar Þráinsson 235 2. Ingibjörg Halldórsdóttir 212 3. Guðjón Bragason 207 4. Hans Nielsen 204 5. Sigrún Pétursdóttir 198 6. Haukur Harðarson 193 7. Guðlaugur Sveinsson 191 8. Ljósbrá Baldursdóttir 188 Spilaðar verða 13, og 14. umferð næstkomandi fimmtudag en 20. desember verður spilaður jólatvi- menningur og verða veitt verðlaun fyrir efsta sæti (sem hægt er að nota i jólaglögg). -ÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.