Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. Menning Ferð í fjörð milli fjalla Njöröur P. Njarðvík hefur fengist viö rit- störf í mörg ár og er hann kunnur bæði full- orðnum lesendum sem smákrílum. Hann hefur skrifað bækur fyrir yngstu lesend- urna, handbækur um bókmenntir til notkun- ar í skólum, skáldsögur, leikrit og ljóð. Nú er út komin hjá bókaforlaginu Iðunni ný ljóðabók eftir Njörð og nefnist hún Leitin að fjarskanum. Bókinni er skipt niður í tvo hluta og nefnist sá fyrri Gegnum hugann liggur leiðin en sá síðari, Fjörður milli íjalla. í athugasemd í bókarlok getur höfundur þess að í bók hans Lestin til Lundar sé að finna ílokk 12 ljóða undur heitinu Fjörður milli flalla og hafi þessi ljóðaflokkur að geyma ljóðmyndir frá æskustöðvum hans í Skutuls- firði. „Þessi flokkur birtist hér aftur endur- skoðaður og aukinn. Nú eru ljóðin orðin 19. Vel má vera að þeim fjölgi síðar, því að fjörð- urinn heldur áfram að fylgja mér,“ segir höfundur. Ljóðin í þessum seinni hluta hafa flest að geyma kyrrlátar náttúrulífsmyndir og lýsa hægfara breytingum landsins frá einni árstið til annarrar,- Þaö er greinilegt af lýsingum skáldsins að honum þykir ofurvænt um þennan blett á jarðkringlunni og dregur hann upp svo undrafallegar myndir af lífinu við fjörðinn að lesandinn getur ekki annað en hrifist með. Kyrrð og friöur einkenna andrúmsloft ljóðanna og gildir þá einu hvort sólin er við völd eða kuldinn sem „streymir niður milli fjallanna" (bls. 47). Manneskjan er partur af fullkominni náttúru og eymd og andstreymi víðs fjarri: Hér er landið nakið Ekkert skýlir lýtum þess ekkert skyggir á fegurð þess lóðrétt fjöll og lárétt haf og þar á milli manneskjan (Hér er landið nakið bls. 34) Ljóðabálkur þessi rennur áfram eins og hægfara kvikmynd. Sumar og vetur mætast eins og feimnir elskendur en átakalaust eins og ekkert sé eðlilegra. Meira að segja „sand- urinn í fjörunni er þolinmóður“: Á lygnum dögum bíður hann öldunnar í þurri mýkt lætur undan korn fyrir korn leysist upp í hrynföstu dunandi sogi skolast aftur í samfellda heild í votri mýkt sem leyfir iljum þínum að marka sig djúpum sporum Á dögum þjótandi vinda lætur hann brimið berja sig í strandlanga skel sem herðist við lamstur boðanna uns hann brotnar af eigin hörku Þegar aftur lygnir glúpnar hann í mildi og skolast hægt yfir spor þín (Sandurinn í fjörunni bls. 45) Ef til vill er höfundur að leggja á það áherslu að betur væri ef maðurinn tæki sér til fyrirmyndar náttúru og fyrirbæri lands- ins, tileinkaði sér eitthvað af eiginleikum þess. í lífl manneskjunnar skiptast á skin og skúrir líkt og í ríki náttúrunnar og ekki allt- af átaksins vert að streitast á móti örlögum sínum. Það er lífsins ómögulegt að snúa við framgangi náttúrunnar og jafnerfitt að snúa við framgangi lífsins. Það er einungis hægt að bíða þolinmóður, horfast í augu við eigin veikleika og gera betur næst. Þessi boðskapur birtist að vísu mun skýrar í fyrri hluta ljóðabókarinnar en mér finnst líkt og hlutarnir tveir tengist í þessu megin- þema. í fyrri hlutanum er að finna Ijóö til- einkuð nafnkunnum mönnum en flest ljóðin eru stuttar hugleiðingar um, annars vegar Njörður P. Njarðvík. Bókmeruitir Sigríður Albertsdóttir umkomuleysi mannsins og hins vegar mögu- leika hans: Af hverju kemur enginn? spyr einmana maður sem situr og hengir höfuð yfir hugarvíli sínu Athugasemdalaust gengur andráin framhjá án þess að virða hann viðlits Af hverju kemur enginn? Af hverju kemur þú ekki sjálfur? (Af hverju kemur enginn? bls. 24). í ljóðinu Sorg boðar höfundur auðmýkt, auðmýktin er það eina sem býður styrk í amstri dagsins: Þegar sorgin rís í hjarta þínu víkja heift þín og reiði og þú lamast af langri þreytu Ef þú reynir að ráðast gegn henni brýtur hún bugaðan vilja þinn Eina svarið er auðmýkt Ekkert veitir eins mikinn styrk og auðmýktin (bls 23). Það er óhjákvæmilegt að bregðast við kalli lífsins líkt og það er óhjákvæmilegt að hlýða boðorðum náttúrunnar. En það er hægt að bregðast við á ýmsan hátt og möguleikana höfum við í hendi okkar. Við getum klætt af okkur vetrarkuldann þó við náum ekki að afstýra honum, á eftir vetri kemur sumar og með sumrinu birtan: Hvaðan kemur þessi veika birta sem vekur augun? hægt hikandi leggst hún á augnalokin og lýkur upp nýrri veröld (Birta bls. 16). í Leitinni að ijarskanum ræður einfaldleik- inn ríkjum. Orðanotkun er, hnitmiðuð og skýr og ljóðin öll fjarskalega vel úr garði gerð. Við lestur þessara ljóða fór mér að þykja vænna um sjálfa mig, lífið og aðra menn og ég er þess fullviss að ég á oft eftir að lauma mér inn í fjörðinn hans Njarðar í leit að „þögn úr skínandi friði“ (bls. 29). Njörður P. Njarðvik, Leitin að fjarskanum, Iðunn 1990. Virðing fyrir natt- úru og umhverfi Það þarf talsvert hugmyndaflug til að skrifa sögu um lífið meðal fugla og smádýra í húsagarði í borg- inni. Fáum dettur slíkt og þvílíkt í hug. En það er raunverulega óþarfi að leita langt yfir skammt til að sjá fyrirbæri sem tilheyra náttúrunni. Lífheimurinn er allt í kringum okkur, jafnvel úti í garöi. Dýrin í garðinum er þriðja barnasaga Margrétar E Jónsdóttur. Margir þekkja hana sem fréttamann hjá Ríkisútvarpinu þar sem hún flytur fréttapistla um atburði á erlendum vettvangi. En á milli vakta sest Bókmenntir Sigurður Helgason hún við tölvuna og skrifar bækur fyrir börn. Fyrri bækur hennar tvær hef ég ekki lesið en hygg að þær fjalli um efni ekki ósvipað því sem er í Dýrunum í garðinum. Dýrunum eru gefnir ýmsir mannlegir eiginleikar. Þau ræða saman, rífast og hjálpast aö. Fuglarnir mynda samfylkingu til að verjast árásum heimiliskatt- arins í næsta húsi. Hann hefur ekki misst veiðináttúr- una og notar hvert tækifæri sem gefst til að veiða. Og samhjálpin er mikil. Þegar lóan finnst í næsta garði, nær dauða en lífi eftir langt flug af suðrænum slóðum, hjálpa hinir fuglarnir, starrinn, auönutittling- urinn og þrastahjónin, honum til að ná fullri heilsu. Og auðvitað tekst þaö. Dýrin í garðinum er skemmtilega skrifuð saga. Og þaö er sérstaklega skemmtilegt hvemig höfundi tekst að leiöa lesandann nær dýrunum og enda þótt ómögu- legt sé fyrir mannfólk að ímynda sér hvernig dýr og fuglar sjái heiminn eru hugmyndir Margrétar ekkert vitlausari en hvað annað. Og það er líka athyglisvert hvernig henni tekst að yfirfæra mannlega þekkingu og mannlega hugsun á dýrin. Ég held að þessi bók geti leitt til þess að lesendur hennar sjái sitt nánasta umhverfi með dálítið öðrum augum. Hún felur í sér virðingu fyrir náttúrunni og umhverfmu og víst er að börn sjá hari'á öðrum augum eftir en áður. Myndir Önnu Vilborgar Gunnarsdóttur falla vel að Margrét E. Jónsdóttir. sögunni. Þær eru teiknaðar út frá sjónarhóli dýranna. Útgefandi hefur gengið snyrtilega frá bókinni en von- andi virkar dþkk kápan ekki fráhrindandi á kaupend- ur. Margrét E. Jónsdóttir Dýrin i garöinum Reykjavik, Selfjall, 1990 Ævilöng undirgefni Fyrir röskum áratug var rússneska skáldkonan Nina Berberova nánast óþekkt stærð í bókmenntaheiminum, en í kjölfar sjálfsævisögu hennar, sem út kom árið 1969, fór nafn hennar að sjást æ oftar á síðum bók- menntatímarita, einkum í Frakklandi. Var Berberova þá ekkert ung- lamb, fædd í Pétursborg árið 1901. Sá sem þetta skrifar er samt svo illa upplýstur að hann hafði ekki af skáldkonunni spurnir fyrr en nýlega, og enga bók hennar hafði hann lesið fyrr en honum barst „Undirleikarinn", nóvella sem Mál og menning gefur út í bókaflokknum Syrtlur. Undirleikarinn kom út í Frakklandi árið 1985, gerist í Pétursborg og París um og eftir 1920, en ber með sér angan löngu liðinnar tíðar. Ef Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson ekki væri minnst á bíla og flugvélar öðru hvoru, gætum við allt eins verið staddir í ljúfsárri nóvellu eftir Tsjekov, þar sem misjafnlega van- sælt millistéttarfólk viðrar óhamingju sína í 19. aldar viðhafnarstofum. í samræmi við gamlar bókmenntahefðir lætur höfundur einnig líta svo út að söguna hafi hún fundið í gamalli stílabók á fornsölu. Leiksoppur Sögumaður, Sonja, er undirleikarinn sem bókin fjallar um. Hún leikur undir á píanó með glæsilegri og hæfileikamikilli söngkonu, og dáir hana mjög. En hún er „undirleikari" í víöafi skilningi, einn af þeim sem sökum uppruna síns, útlits og skapgerðar virðist ásköpuð ævilöng undirgefni við aðra. Sú vitund brennur ákaflega á Sonju og svo fer að ást hennar á söng- konunni, vinnuveitanda hennar, breytist í löngun til að auðmýkja hana og gerast þannig örlagavaldur. Til þess fær hún tækifæri er hún kemst að ástarsambandi söngkonunnar, giftrar konu, og ungs manns. En þegar kemur að því að fletta ofan af söngkonunni taka örlögin fram fyrir hend- ur Sonju. Hún virðist því dæmd til að vera leiksoppur. Þó gefur hún ekki upp alla von: „ ... það er óhugsandi að ég sé ein í heiminum, alein, án mannlegrar veru, án draums, án einhvers þess sem gerir það mögu- legt að lifa meðal ykkar...“ (bls. 83) Undirleikarinn er eftirminnileg lýsing á ásthatri og einsemd. Þýðing Árna Bergmann er þjál, blátt áfram og í alla staði læsileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.