Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. Helgarpopp ,.. í terlínbuxum teinóttum - Langi Seli og Skuggamir ræða nýju plötuna, Rottur og kettir Fáar hljómsveitir hafa veitt jafn- ferskum blæ inn í íslenskt tónlist- arlíf hin síöari ár og Langi Seli og Skuggarnir. Hljómsveitin hefur skapað sér sérstöðu . fyrir rokk- stemningar frá liðinni tíð og á fyrri verkum fóru fjórmenningarnir í smiðju meistara 6. áratugarins og námu þaðan rokkabillí. Nýlega er komin ámarkað fyrsta fullgilda (Lp) afurð Langa Sela og skugganna og opinberar hún efnis- tök á breiðari grundvelli en 'fyrr. Yrkisefnið er rokk og ról í víðasta skilningi hugtaksins. Reyndar opn- ast Rottur og kettir manni eins og konfektkassi. Molarnir eru ólíkir að lögun, gerð og innihaldi. Þeir gína við sem freistingar og áskor- unin um að fmna þann besta er yfirþyrmandi. Þegar kassinn er tómur er vonlaust að benda á mestu gómagæluna því konfekt- kassinn „harmónerar" sem heild og sem slíkur var hann lostæti. Og þar með líkur samlíkingunni á konfektkassa og hljómplötu. í stað vambarfylli af „gúmmelaði" er höf- uðið fullt af fantasíum. Langi Seli og Skuggarnir veita þeim sem vilja meðtaka fagnaðarerindið, hlut- deild í grátbroslegum ævintýra- heimi texta og tóna. Rottur og kett- ir verðskuldaði að hús væri tekið á hljómsveitinni og þeir Seli, Stein- grímur, Jón Skuggi og Kommi innt- ir eftir frekari leyndardómum hljómplötunnar sem var tæplega hálft annað ár í smíðum. Erbarniðtilberi? - Hvernig sjá meðlimirnir hljóm- sveitina fyrir sér ? Seli: „Langi Seli og Skuggarnir er apparat sem fór í gang í bílskúr. Það kom að því að fyrirbærið sætti sig ekki lengur við lífið innan veggja bílskúrsins og þróaði sig því upp í að verða aðeins meiri stærð. Vöxtur hljómsveitarinnar hefur aukið töluvert pressuna á einstakl- ingana í bandinu, það þarf að skila meiri vinnu inn í þetta dæmi allt." Steingrímur: „Skemmtilegt rokk og ról band.“ Skuggi: „Við erum hljómsveit sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt. Sú þrauta- og skemmtiganga hefur styrkt Langa Sela og skugg- ana." Kommi: „Ég held það ætti að lög- leiða tvíkvæni. Konan og hljóm- sveitin sitja báðar að manni og hvor þeirra fær meiri tíma get ég ómögulega sagt um.“ - Lengd vinnslutímans vekur at- hygli. „Já, það var vandað til verksins. Þaö fór ekki svo lítill tími í aö forða plötunni frá þvíað vera of “pródús- eruð“. Það er nefnilega töluverður vandi að fá vandaða plötu til að hljóma hráa. Við getum sagt að á miðju vinnsluferlinu heyrðum við hvernig Langi Seii og Skuggarnir myndu hljóma niðursoðnir. Það sem við heyrðum þá var ekki það sem við vildum. Það voru ekki Langi Seli og Skuggarnir eins og við þekktum þá.“ - Varð ekki til mikið af lögum á vinnslutímanum? „Eitthvað var um það og við not- uðum ekki öll þau lög sem við átt- um í pokahornin. Lögin fóru í gegn- um hreinsunareld, viö völdum úr. Sum hurfu þegjandi og hljóðalaust, önnur breyttust tvisvar þrisvar og hurfu svo.“ - Rottur og kettir er nýkomin út. Hvernig er tilfinningin? „Þetta er ótrúlegt barn, vpnandi að það fái ekki eyrnabólgu. Með- göngutíminn var afbrigðilegur og hvort barnið er þaó líka verða aðr- ir að dæma um. Það á eftir að koma DV-mynd S vinur vor á vit náttúrunnar, horfir upp í himininn og er hólpinn. Drengir reigið hnakkann. Þarfskáldió að þjást? í Minni heimsins veltum við okk- ur áfram upp úr náttúrunni þar sem niðurstaðan er Já, já, já, smæð okkar í óendanleikanum er óum- flýjanleg. Tónlistarlega hittumst við þarna allir á heimavelli. Breið- holtsóðurinn er gamall og tók þessa rökréttu stökkbreytingu eftir að við vorum búnir að spila lagið ca 300 sinnum. Undir súð er lag átaka og trega. ímyndin af skáldinu sem leigir undir súð. Þarna upplifum við einsemd hins skapandi manns sem kveikir spurninguna; þarf skáldið aö þjást? Ef svo er er gitar- inn eina huggunin. Orðið víkur fyr- ir strengjunum og listamaðurinn leggst til hvílu með gítarinn sinn. Lagið endar svo í dúr eftir að hafa verið í moll. Þetta er merki um að skáldinu var veitt lausn." Platan er á enda, tjórmenning- arnir taka niður lonníetturnar og ekki er laust viö að mynd plötunn- ar Rottur og kettir sé skýrari í huga manns en fyrr eftir þessa grafalver- legu og djúppældu yfirferð skapar- anna. Þeir segjast vona að fólk hætti að taka Langa Sela og skugg- ana sem hreinræktaða rokkabillí- sveit eftir að hafa hlustað á nýju plötuna því að það sé hljómsveitin hreint ekki. „Viö rusluðum í mús- íkkistunni og. mátuðum hvað færi vel. Auðvitað er rokkabillíið enn til staðar en það er fleira en áður sem leggst ofan á. Það er erfitt að gera rokkabihí í dag. ímyndið ykkur að labba út á götu og sjá ekkert nema Mözdur og Toyotur og ætla sér svo áð setja saman stemnigar frá 6. áratugnum sem fialla um „Heavy Chevy“. Það sér það hver maður að það gengur ekki upp.“ Við erum að reyna að bæta ímynd töffarans, gera hana jákvæðari og benda á að töffarinn er ekki svo slæmur. í ljós hvort þetta er tilberi. Að öllu gríni slepptu þá er nafnið á plöt- unni nokkuð symbólískt fyrir það sem er að gerast á plötunni. Ann- ars vegar eru mjúkir hlutir sem hægt er að strjúka og gæla við. Hins vegar er grimmur undirtónn sem getur bitið.“ Hvað vill lagiö segja? - Fjöldi instrumental laga vekur athygli. „Það hefur loðað við okkur alla tíð að hafa mikið af instrumental lögum á prógramm- inu okkar. Við höfum aldrei lagt sérlega mikið upp úr textum og auk þess spilar inn í að lögin verða til á undan og þá kemur oft í ljós að lagið stendur fullkomlega eitt og sér og þarf ekki aðstoð orðsins.“ - Hvert er gildi textanna þar sem þá er að finna? „Þegar við gerum texta þá leggj- um við okkur fram um að skilja hvað það er sem lagiö vill segja. Þar hefur stemningin í laginu allt að segja. Við getum verið lengur að semja texta en lag. Enginn okkar er yfirburða skáld þó hver okkar sé kannski skáld á sínu sviöi. Þegar við komum hins vegar fiórir saman og ætlum allir að vera skáld versn- ar i því. Þá eru alltaf þrír í því hlut- verki að gagnrýna og sú aðstaða veldur oft vissu harölífi. Metnaðurinn í hljómsveitinni liggur í ööru en því að binda saman orð. Orðin eru meira áhersluauki þar sem hans er þörf. Stemningin í lögunum er það sem öllu ræður og meö tilliti til þessarar stemning- ar má segja að Rottur og kettir bjóði upp á ferðalag með upphaf og endi.“ Þegar hér var komið sögu gleypti geislaspilarinn „Rottur og ketti“ og tónlistin fyllti kvisther- begið við Hverfisgötuna. Tónlistin sem hafði verið ær og kýr fjór- menninganna síðustu misseri virt- ist vekja upp góðar minningar. Þeir skeggræddu ýmis smáatriði sem komu og fóru án þess að leikmaöur tæki eftir þeim. Það urðu hálfgerð hamskipti í kvistherberginu og áð- Umsjón: Snorri Már Skúlason ur en blaðamaður missti af Langa Sela og skuggunum inn í ævintýra- heim plötunnar bað hann þá að veita sér hlutdeild í ferðalaginu. Þeirri bón var vel tekið. Kafað í kött og rotta reifuð „Nautið og vatnið er opnunarlag plötunnar. Kántrílag í Texas-stíl þar sem stemningarnar bera lagið uppi. Þaö má gjörla heyra í upphaf- inu óhamingju nautsins sem á end- anum kemst í tilfmningalegt upp- nám viö það að hitta vatnið. Spurn- ingunni um hvort hér hafi sænaut verið á ferö látum við ósvarað. Köttur í kadillakk er líklega ald- ursforsetinn' í lagasmiðju Langa Sela og skugganna en hefur breyst mikiö í áranna rás. Einn á ísjaka er lag eftir Steingrím. Það segir frá hreint ótrúlegum ævintýrum, svo fáránlegum að sjálfur Munchausen barón hefði roðnað. Textinn fiallar um mann sem fer beint af götunni og á isjaka. Ef menn vilja kafa dýpra í textann verða þeir fljótt varir við tilvísanir í landnám ís- lands, þegar menn sigldu í vestur- veg og lentu í hinum ýmsu ævin- týrum. Okkur líður vel í tímaleys- inu sem lagið endurspeglar. Tilvís- unin í Titanic segir okkur að hill- ingar eru ekki fyrirbrigði sem ein- skorðast við eyðimerkur. í Absinta bera fræðirannsóknir Langa Sela og skugganna árangur og má segja að lagið sé okkar skerf- ur til heimstónlistarinnar. Þarna bræðum við saman fiamingótónlist og rokkabillíi. Textinn er undir áhrifum frá bók Hemmingway’s „Hverjum klukkan glymur" og er óður til borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Absinta er nafn á kenjóttum drykk sem var bruggaður þar syðra og fólkið svolgraði við gín- andi byssukjafta. Það er rétt að vekja athygli á harmakveini Anda- lúsíuhundanna sem gefur laginu sérstakt yfirbragð." Ástarkall kondórsins „Frá Spáni liggur leiðin í dalverpi í Suður-Ameríku þar sem kondór- inn svífur yfir og segir hrú-hrú. Með gítarnum svífur „menningin” inn í þennan friðsama dal, það verða átök og við fylyjum aðalbóf- anum á flótta hans til Argentínu. Myndin sem stemningin skilur eft- ir sig er fiúkandi dollaraseðili sem man sinn fífil fegurri í búnti. Doll- araseðillinn sem fylgdi menning- unni í dalverpið er á þvælingi manna á milli og endar í 230% verð- bólgu í Argentínu í höndum sjúsk- aðrar skjækju. Já, Mammon fer víöa. Rabbi rotta er Reykjarvíkurlag Langa Sela og skugganna. Við gerð- um myndband við lagið sem skýrir innihald þess. Hér eru á ferð átök milli þess kvenlega og hrjúfa og karlmannlega og mjúka. Svik er fyrsta lagið sem við syngjum um konu. Örlög, ást og hatur. Þetta lag varð til með seinni skipunum nú í haust og eitt fárra sem varð að stór- um hluta til í hljóðveri. Við erum heldur meiri í þessu lagi eða kannski voru víxlarnir orðnir það háir að við neyddumst út á þessa braut. Alténd mælum við með því að ungir drengir í ástarsorg hækki og taki undir í laginu og leiti sér þannig fróunar. Það má gjörla heyra sálarflækjurnar túlkaðar í gítarspili þegar söguhetjan segir við sjálfan sig : „Ég er tuðra“. En í stað andlegs skipbrots hverfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.