Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 54
f f I 66 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. ÍK ‘5T ■rt\ KJÖRBÓK ...mikilvœgur liður íþjóðarskútuútgerð okkar litla lands L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Afmæli Hjörtur Hjartarson Hjörtur Hjartarson, sóknarprestur að Ásum í Vestur-Skaftafellssýslu, ersextugurídag. Starfsferill Hjörtur fæddist í Reykjavík en ólst upp á ísafirði. Hann lauk gagn- fræðaprófi á ísafirði 1947, hóf síðan prentnám í prentsmiðjunni Eddu í Reykjavík 1949 og lauk sveinsprófi í setningu-1953. Hjörtur stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Þorsteini Hannessyni og síðan hjá Einari Kristjánssyni og Sigurði Demetz. Hann var við nám í öldungadeild MH, lauk stúdents- prófi þaðan 1985, stundaði nám í guðfræði við HÍ og lauk embætt- isprófi í guöfræði 1989. Hjörtur starfaði við prentsmiðj- una Eddu og síðan við prentsmiðju Tímans á árunum 1949-70,4 prent- smiðju G. Benediktssonar 1970-72, var framkvæmdastjóri blaðaútgáfu SFV1972-76 og var aðalféhirðir Ferðaskrifstofu ríkisins 1976-88. Hjörtur var vígður að Ásum 24.6. 1990. Hjörtur hefur ætíð haft mikinn áhuga á söng en hann hefur sungið með Karlakórnum Fóstbræðrum síðan 1957. Þá var hann meðlimur í Fjórtán fóstbræðrum og í Dóm- kirkjukórnum undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Hjörtur var formaður Félags ungra framsóknarmanna í Kópa- vogi 1960-63, sat í fulltrúaráði Fram- sóknarfélaganna í Kópavogi og sat auk þess nokkur flokksþing. Hann var ritstjóri æskulýðssíðu SUF um skeið og ritstjóri kjördæmisblaða á ísafirði og í Kópavogi. Hann sat í bæjarstjórn Kópavogs á árunum 1974-78 og í bæjarráði og sat í stjórn Lista- og menningarsjóðs Kópavogs 1974-82. Þá sat Hjörtur á þingi Sam- einuðu þjóðanna 1975 og 76. Hjörtur var formaður Félags guðfræðinema við HÍ1988-89 og situr í stjórn ríkis- prentsmiðjunnar Guttenberg frá 1985. Fjölskylda Hjörtur kvæntist 20.5.1950 Unni Axelsdóttur, f. 31.5.1931, húsmóður og fulltrúa í félagsmálaráðuneytinu en hún er dóttir Axels Gunnarsson- ar, verkamanns í Reykjavík, og konu hans, Stefaniu Stefánsdóttur. Börn Hjartar og Unnar eru Stef- anía, f. 21.10.1950, húsmóðir í Hafn- arfiröi en hún á tvö börn; Sveinn Hjörtur, f. 15.10.1952, hagfræðingur LÍÚ, kvæntur Sigurveigu H. Sigurð- ardóttur og eiga þau þrjú börn; Þó- runn Ingibjörg, f. 17.4.1958, húsmóð- ir í Kópavogi, gift Sveini Larssyni símsmið og eiga þau þrjú börn, og Axel Garöar, f. 5.8.1959, deildar- stjóri hjá Scandinaviska Enskilda Bank í Gautaborg í Svíþjóð og á hann tvö börn. Systkini Hjartar: Hermann, f. 19.7. 1934, útgerðarmaður í Ólafsvík, kvæntur Eddu Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn; Kolbrún, f. 19.7. 1935, kennari; Sveinn, f. 10.8.1936, d. í janúar 1942; Finnbjörn, f. 19.10. 1937, prentari og framkvæmdastjóri Hagprents, kvæntur Helgu Guð- mundsdóttur og eiga þau fimm börn; Matthías, f. 5.8.1939, búsettur í Reykjavík; Elísabet, f. 23.9.1940, húsmóðir í Danmörku, gift Allan Rune tölvufræðing og eiga þau þrjú börn, og Sveingerður, f. 2.2.1942, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Guð- mundi Einarssyni húsasmið og eiga þau tvö börn. Hálfsystur Hjartar, samfeðra eru Nína og Margrét Hjartardætur. Foreldrar Hjartar: Jón Hjörtur, f. 15.9.1909, d. 1977, prentari og söngv- ari á ísafirði og síðar í Reykjavík, og kona hans, Jensína Sveinsdóttir, f. 23.11.1906, húsmóðir. Ætt og frændgarður Föðursystkini Hjartar eru Mar- grét, söngkona og húsmóðir í Reykjavík, Sigurður, múrarameist- Hjörtur Hjartarson. ari í Reykjavík og Ámi, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Jón Hjörtur var sonur Finnbjarn- ar, verslunarmanns á ísafirði, Her- mannssonar, b. á Læk í Aðaldal, Sigurðssonar, b. í Kjós og á Læk, Sigurðssonar, b. í Þverdal, Jónsson- ar. Móðir Finnbjarnar var Guðrún Finnbjörnsdóttir, b. í Sæbóli, Gests- sonar. Móöir Jóns Hjartar var Elísabet Guðný Jóelsdóttir, b. á Valshamri í Borgarfirði, Jónssonar. Móðir El- ísabetar var Margrét Snorradóttir, b. í Álftártungukoti á Mýrum, Árna- sonar. Jensína er dóttir Sveins, b. á Gilla- stöðum í Reykhólasveit, Sveinsson- ar frá Brjánslæk, Ólafssonar. Móöir Jensínu var Vaigerður Bjarnadóttir, af BeruQarðarætt, systir Eyjólfs „bóka“áísafirði. Símon Magnússon Símon Magnússon húsasmiður, Bakkahlíð 23, Akureyri, er fimm- tugurídag. Starfsferill Símon fæddist að Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi og ólst þar upp. Hann lauk prófi úr Reykholtsskóla vorið 1958 og stundaði ýmsa vinnu, t.d. á búi foreldra sinna og viðar. Símon hóf nám í húsasmíði hjá Tré- smiðjunni Akri á Akranesi haustið 1966 og lauk þaðan prófi vorið 1970. Hann vann síðan við smíöar hjá Trésmiðjunni Akri fram til ársins 1971 en flutti þá til Reykjavíkur og hóf þar störf hjá Lerki hf. Símon flutti til Akureyrar sumar- ið 1977 og hefur starfað hjá Niður- suðuverksmiðju K. Jónsson & Co síðan. Fjölskylda Símon kvæntist 4.3.1972 Kristínu Kristjánsdóttur, f. 15.3.1945, skrif- stofustúlku og húsmóður, en hún er dóttir Kristjáns Jónssonar, for- stjóra á Akureyri, og Sigþrúðar Helgadóttur húsmóður sem lést 24.3. 1985. Böm Símonar og Kristínar eru Helga María, f. 29.8.1973, nemi í Verkmenntaskóla Akureyrar; Magnús, f. 28.3.1976, grunnskóla- nemi, ogMikael, f. 12.3.1982. Systkini Símonar eru Sigurður, f. _ 3.8.1931, bifreiðarstjóri á Akureyri, kvæntur Ólöfu Sigursteinsdóttur og Símon Magnússon. eiga þau þrjá syni; Ingi Garðar, f. 30.12.1936, rafvirkjameistariá Húsavík, kvæntur Grétu Sigfús- dóttur og eiga þau tvö börn; Sigríð- ur, f. 3.5.1945, skrifstofustjóri í Reykjavík, gift Jóni Axel Egilssyni ogeigaþautvosyni. Foreldrar Símonar voru Magnús Símonarson, f. 12.10.1894, d. 12.10. 1981, b. á Stóru-Fellsöxl, og kona hans, Þórhildur Sigurðardóttir, f. 3.8.1900, d. 19.7.1986. Foreldrar Magnúsar voru Símon Jónsson og Sigríður Davíðsdóttir á Iðunnarstöðum. Foreldrar Þórhildar vom Sigurð- ur Einarsson, b. í Rauðholti í Hjalta- staðaþinghá, og Sigurbjörg Sigurð- ardóttir. Símon dvelur með konu sinni í Amsterdam á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 8. desember 95 ára 50 ára Helga Jónsdóttir, Hofteigi 18, Reykjavík. 90 ára Guðrún Sigurgeirsdóttir, Helluvaði 1, Skútustaðahreppi. Ragnar Guðmundsson, Hrauntúni 27, Vestmannaeyjum. Sveinn Gunnarsson, Melavegi 11, Hvammstanga. Viggó Sigfinnsson, Hlíðargötu25, Neskaupstaö. María Sigursteinsdóttir, Ljósalandi 9, Reykjavík. Jónína Friðfinnsdóttir, Starhólma 14, Kópavogí. Birgir Hermannsson, Háaleitisbraut 30, Reykjavík. 85 ára Sigurður Stefánsson, Norðurgötu 46, Akureyri. Guðmundur Torfason, Víðimel 50, Reykjavík. 40 ára 60ára Jóhannes Þorsteinsson, Hamrabergi 3, Reykjavík. Guðríður Stefánsdóttir, Reykholti, Reykholtsdalshreppi. Ragnar Þorvaldsson, Dvergholti 6, Mosfellsbæ. Ástríður Eyj ólfsdóttir, Grettisgotu 94, Reykjavík. Gunnar Jón Hilmarsson, Engihjalla 11, Kópavogi. Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir, Lítluhlíð 2F, Akureyri. Matthías Páll Ma tthiasson, Lönguhlíð 19, Akureyri. Gunnlaugur Bjarnason, Bröttugötu 4, Hólmavík. Róbert Arinbjömsson, Hrafnhólum 8, Reylqavík. Ólöf Helga Guðmundsdóttir, Víðimel 48, Reykjavík. Hjálmar Viggósson, Þangbakka 10, Reykjavík. Anna Inga Rögnvaldsdóttir, Kollsá, Bæjarhreppi. Alda Norðfjörð Guðmundsdóttir Alda Norðfjörð Guðmundsdóttir húsmóðir, Espigerði 2, Reykjavík, verður sextug á mánudaginn. Fjölskylda Alda fæddist á Neskaupstað og ólst þar upp. Hún og maður hennar hófu sinn búskap í Reykjavík en fluttu vestur á ísaflörö 1952 og áttu þar síðan sitt heimili, lengst af að Fjarðarstræti35. Eiginmann sinn missti Alda í sjó- slysi 4.5.1976. Hún flutti til Reykja- víkur vorið 1979 og hefur búið þar síðan. Eiginmaður Öldu var Leifur Jón- asson, f. 3.6.1924, d. 4.5.1976, sjó- maður. Alda og Leifur eignuðust níu böm. Þau eru Sigurður G. Leifsson, f. 20.1. 1950, stýrimaöur í Reykjavík, kvæntur Önnu Jónu Arnbjöms- dóttur húsmóður; Kolbrún, f. 14.6. 1951, kennari í Reykjavík, gift Jóni G. Óskarssyni verkfræðingi; Svan- hvít Leifsdóttir, f. 5.6.1952, húsmóð- ir í Hnífsdal, gift Sævari Birgissyni framkvæmdastjóra; Bryndís Leifs- dóttir, f. 20.6.1953, d. 26.12.1980, var búsett í Keflavík en sambýlismaður hennar var Ingólfur Helgi Matthías- son; Ómar Leifsson, f. 29.6.1954, sjó- maður í Reykjavík en sambýliskona hans er Hlíf Hjörleifsdóttir húsmóð- ir; Sigurrós Sigurðardóttir, f. 3.11. 1955, húsmóðir á ísafirði, gift Frið- riki Jóhannssyni sjómanni en hún var ættleidd; Haraldur Leifsson, f. 21.4.1958, rafmagnstæknifræðingur í Reykjavík en sambýliskona hans er Rósa Björk Barkardóttir sam- eindalíffræöingur; Hulda S. Leifs- dóttir, f. 20.3.1960, verkakona á ísafirði; Ágúst Leifsson, f. 13.10. 1961, trésmiður í Svíþjóð, kvæntur Guðnýju Ævarsdóttur námsmanni. Barnabörn Öldu og Leifs eru nú tuttugutalsins. Systkini Öldu: Ágúst Norðfjörð Guðmundsson, útgerðarmaður í Se- attle í Bandaríkjunum en hann er látinn; Bára Norðfiörð Guðmunds- dóttir, húsmóðir í Reykjavík; Jón Ægir Norðfiörð Guðmundsson, tré- smiður í Reykjavík, og Guðjón Norðfiörð Guðmundsson, útgeröar- maðuríSeattle. Foreldrar Öldu voru Guðmundur Eyjólfsson, f. 13.1.1905, d. 1967, út- gerðarmaður í Neskaupstaö og síðar kaupmaður í Reykjavík, og kona hans, Sigríður Guðjónsdóttir, f. 7.1. 1912, d. 1988, húsmóðir, dóttir Guð- Alda Norðfjörö Guðmundsdóttir. jóns Símonarsonar, útgerðarmanns í Neskaupstað, og Sigurveigar Sig- urðardóttur. Alda heldur upp á afmælið á heim- ili sínu þann 9.12. eftir klukkan 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.