Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 43 tegund sem laöast aö sjónvarpi og sviði, sannkallaöur senufíkill. Hún var óhrædd við aö láta skoðanir sín- ar í ljós og hafði einstakt lag á að einblína á jákvæðu hliðar hvers máls. Átti hún meiri þátt í því en nokkur annar hve greiðlega gekk að laða til okkar margt hæfasta sjón- varpsfólk landsins. Vala er ein mesta kjarnorkukona sem ég hef kynnst. í upphafi kunni hún best við sig að tjaldabaki, við að teikna, hanna, skipuleggja og betr- umbæta, en eftir að henni var kastað ófleygri fram af brún beinu útsend- inganna var hún áður en varði farin að gera það eins vel og allt annað og hafa gaman af. Vala minnti mig að mörgu leyti á Eddu. Þekki ég engan sem teygar í eins ríkum mæli þau menningar- verðmæti sem állir lofsyngja en fáir notfæra sér nema á tyllidögum. Þess vegna var hún kjörin í það verkefni að matreiða menningu og uppákom- ur úr þjóðlífinu ofan í landsmenn. Hún þrautþekkti glæsiveröld Hollywood löngu áður en hún kom þangað í fyrsta sinn. Ef við horfðum á bíómynd þekkti hún ekki einasta allar stjörnurnar og flesta aukaleik- arana heldur vissi hún allt um sam- bönd þeirra og einkalíf og síðast en ekki síst afrek þeirra á hvíta tjald- inu. Það var frá henni öðrum fremur sem ég fékk áhugann á öðrum kvik- myndum en þeim sem ég hafði svolgrað í mig í kvikmyndaklúbbum og bíóferðum skólaáranna meö Eddu. Öfugt við Elfu sem var einstæðing- ur var Vala hiuti af stórri og ótrúlega samhentri ijölskyldu sem stóð saman í blíðu og stríðu. Árekstrar á árshátíðum Fyrir mig voru þessar árshátíðir alltaf dálítið pínlegar 'uppákomur með þá fyrrverandi og núverandi - eða núverandi og fyrrverandi - undir sama þaki. Þar sem Vala og Elfa höfðu aldrei verið beinlínis nánar vinkonur var þetta oftast þannig að aðeins önnur þeirra mætti, og auð- vitað skapaði þetta oft á tíðum árekstra og vandræðalegar kring- umstæður. Mér fannst alltaf að Elfa ætti meö mér stóran hlut í draúmnum um Stöð 2, ekki síður en Vala. Við höfð- um þekkst lengur og innst inni fannst mér alltaf erfitt aö viðurkenna að samband okkar hefði beðið skip- brot. Undir niöri vildi ég trúa því að við gætum verið hamingjusöm sam- an, og þaö angraði mig aö sá draum- ur skyldi ekki ganga upp. Bermuda- þríhyrningur Það kom mér nú í koll að hafa boð- ið Elfu vinnu í fyrirtækinu. Að vísu vildi svo heppilega til að hún vann í Miíi*. „Elfa er ein fallegasta kona sem ég hef kynnst. Vegna þeirrar vanmetarkenndar, sem ég fann ávallt til gagnvart kvenlegri fegurð, var kannski ekkert skritið þó mér þætti með ólíkindum að svona glæsileg kona ætti eitthvað vantalað við mig,“ segir Jón Óttar meðal annars í bók sinni. :■ ■' annarri byggingu. Stundum hugsaði ég til þess að ef ekki hefði verið þann- ig í pottinn búið hefði þessi yfir- þyrmandi náíægð getað valdið því að þessi óþægilegi þríhyrningur yrði að Bermuda-þríhyrningi. Raunar dáist ég að þeim báðum fyrir aö að hafa sætt sig við þetta, en það kom kannski til af.því aö við vorum öll ástfangin af þessu starfi okkar og lík- lega hefði ekkert okkar getað hugsað þá hugsun til enda að þurfa að yfir- gefa slaginn í miðjum klíðum. Læt innsæi og eðlisávísun ráða í kvennamálum sem öðrum hjart- ans málum er ég einn þeirra sem læt innsæi og eðllsávísun stjörna ferð- inni, en ekki tilfinningar og enn síður rök. Þess vegna bar ég-þetta tvennt aldrei saman. Mér fannst Elfa ein- faldlega eiga það inni hjá mér og við hvort hjá öðru að gefast ekki úpp fyrr en í fulla hnefana og það var einmitt á þessum tíma sem ég þóttist eygja möguleika á að þennan hnút mætti leysa. Það var ekki fyrr en síðar sem ég áttaði mig á því hvað við Vala vorum í raun lík og áttum vel saman. Ég hélt alltaf að glýjan og glysið og ljósa- dýrðin ættu hug hennar allan, og kannski var það svo í upphafi, því hún haföi ekki eins og ég löngu verið bólusett fyrir þeim hégóma sem er órjufanlegur fylgifiskur rafeinda- miðlunar nútímans. Vala var kannski ívið lengur að átta sig á þessu en ég, sem hafði ver- ið dreginn tíu árum áður inn í veröld Sigrúnar Stefánsdóttur þar sem lof- tungur fjölmiðlanna villtu mér sýn og ég brotlenti í myrkrinu þegar glaumurinn var genginn um garð.“ Vala og Elfa nauðalíkar Heimildum DV ber saman um aö þrátt fyrir allt séu þessar tvær konur nauðalíkar að því leyti að smekkur þeirra sé svipaður eins og dæmin sýna. Þannig lenti Elfa í því að sér- panta sér bíl í ákveðnum lit og mætti Valgerði á götu á sams konar bíl viku síðar. Elfa hefur lent í því að velja sér sérstæð föt og hefur séð Valgerði á skjánum skömmu síðar i nákvæm- lega eins fötum. Þessar tvær konur eiga marga sameiginlega vini og þeim hefur verið líkt við sitt hvora hliðina á sama peningi. Af einhverjum ástæðum hefur nafn Elfu oft borið á góma í viðræðum meðal fólks að undanförnu.í flestum tilvikum hafa umræðurnar snúist um samband hennar við þekktan leikara og leikritaskáld. DV hefur heimildir fyrir því að umræddar sög- ur eru með öllu tilhæfulausar og í lífi Elfu er enginn karlmaður um þessar mundir. Elfa er sögð feimin og illa við sviðs- ljós fjölmiðla og umtal fólks. Bók Jóns Óttars Ragnarssonar mun eflaust vekjá slíkt umtal upp á nýjan leik og í jólaboðum og saumaklúbb- um verða nýjar útgáfur ástarþrí- hyrninga smíðaðar. Brúókaup aldarinnar í bók sinni líkir Jón Óttar Stöö 2 við Babýlon norðursins og telur and- rúmsloftið þar og i kringum þá sem þar unnu hafa verið svipaö því sem þekktist í Hollywood á þriðja ára- tugnum. Þá skinu stjörnurnar skær- ast og hvorki blettur né hrukka sást á glansáferð draumaveraldarinnar. Jón átti sinn þátt í að ýta undir ímyndina með brúðkaupi aldarinn- ar. Hann og Elfa Gísladóttir gengu í hjónaband 14. maí 1989 með slíkum fyrirgangi að eitt blaðanna kallaði atburðinn brúðkaup ársins en meðal almennings hefur það verið „brúð- kaup aldarinnar" og hefur sú nafn- gift þótt við hæfi. Stærstur hluti ís- lenska þotuliðsins var saman kom- inn í Skíðaskálanum í Hveradölum þar sem veislan fór fram og gátu þar baðað sig í sviðsljósi ijölmiðla. Jón gefur í skyn í bókinni að brúð- kaupið hafi veriö formsatriði á göll- uðu sambandi og sjálfsagt að nota athöfnina til þess að vekja athygli á Stöð 2. DV er kunnugt um að Elfa taldi brúðkaupið vera endanlega inn- siglun á sambandi þeirra og sá þaö ekki sem neitt formsatriði. Hjónabandinu, sem hófst með brúðkaupi aldarinnar, lauk tæpu ári síðar í maí 1990 þegar Elfa og Jón Óttar slitu samvistum. (millifyrirsagnir eru blaðsins)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.