Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. Myndbönd Það eru eins og fyrri daginn tals- verðar sviptingar á listanum. Sean Connery í hlutverki kafbátsfor- ingja í leitinni að Rauða október tekur forystuna. Fast á hæla hon- um fylgir Tom Selleck. í hlutverki sakleysingjans í An Innocent Man. Born on the Fourth of July hrapar niður í íjórða sæti en hún á örugg- lega eftir að vera talsvert lengiinni á listanum enn. Úrvalsmyndin Ste- el Magnolias er nú komin út á myndbandi og kemur inn á listann í sjötta sæti. Gamanmyndin Dow- ntown er ennfremur ný á listanum en annað er kunnuglegt. DV-listinn 1 (2) Hunt for Red October 2 (4) An Innocent Man 3 (1) Born on the Fourth of July 4 (3) See no Evil, Hear no Evil 5 (5) Ski Patrol 6 (-) Steel Magnolias 7 (7) Sea of Love 8 (6) Harlem Nights 9 (8) l’m Gonna Get You Sucka 10 (-) Downtown irk'A Haltu mér, slepptu mér SEE YOU IN THE MORNING Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Alan J. Pakula. Aóalhlutverk: Jeft Bridges, Alice Krige og Farrah Fawcett. Bandarísk, 1989 -sýningartimi 119 mín. Leyfó öllum aldurshópum. Nafn Alan J. Pakula hefur hingað til verið gæðastimpill á kvikmyndir og svo er enn þótt See You in the Morning teljist ekki til hans betri mynda. Á farsælum leikstjórnar- ferli hefur hann leikstýrt myndum á borð við All the President’s Men, Klute. Comes a Horseman og Sop- hies Choice. See You in the Morning er mjög í anda Pakula. Hér fæst hann á snyrtilegan hátt við vandamál sem tengjast skilnaði og dauða. Ekkert er verið að hlífa áhorfendum í byij- un. í fyrsta atriði myndarinnar til- kynnir Jo eiginmanni sínum, Larry Livingstone, að hún vilji skilnað. í næsta atriði fylgjumst við með Beth og hennar íjölskyldu. Maður hennar, sem er frægur píanóleikari, fremur sjálfsmorð. Leiðir Larry og Beth liggja saman í gegnum sameiginlega vini og tak- ast ástir með þeim, en fortíðin er sterk í þeim báðum og því verður sambúðin þeim erfiður skóli. Pakula tekst vel að sneiða fram hjá mýmörgum hættum sem liggja í handritinu og glæðir meira að segja myndina vissum húmor, en handritið sem hann skrifaði sjálfur er veikt og er ekki laust við að per- sónurnar verði væmnar. Jeff Bridges og Farah Fawcett sýna bæði góðan leik. Það er samt Alice Krige sem á hug og hjörtu áhorfenda og ekki að ástæðulausu. Hún sýnir næman og áhrifamikinn leikíerfiðuhlutverki. -HK Neðanjarðarmorð UNDERGROUND TERROR Útgefandl: Bergvík Leikstjóri: James McMalmont Aðalhlutverk: Doc Dougherty og Lennie Loftin Bönnuð börnum innan 16 ára Underground Terror fjallar um glæpagengi sem hefur sest að í af- kimum þar sem neðanjarðarlestir fara um. Þar drepa þeir hvern þann sem dirfist að koma inn á yfirráða- svæði þeirra. Það virðist aðeins hafa verið einn tilgangur með mynd þessari, að sýna nógu mikið ofbeldi. Það tekst. Annars er það fátt í myndinni sem gleður augað. Þó má geta þess að einstaka sinnum minntu sviðsetn- ingar á hina þekktu Subway en það var aðeins sviðsetningin. -HK Vl Dæmdur saklaus Útgefandi: Bergvik Leikstjórn: Peter Yates eftir handriti Larry Brothers Aöalhlutverk: Tom Selleck, F. Murray Abrahams og Laila Roblns Bandarísk - 1990 - sýningartiml 109 mínútur Jimmie Rainwood er heiðarlegur amerískur flugvirki sem stritar i sveita síns andlitis við sitt fag og unir tiltölulega glaður við sitt ásamt sinni heittelskuðu. En Adam er aldrei mjög lengi í paradís og allra síst í bíó. Spilltar löggur í leit að eiturlyfjum fara húsavillt og taka Jimmy fastan og ákæra hann fyrir smygl og sölu á dópi. Sönnun- argögnum er plantað um allt hús, Jimmy særist í skotbardaga við löggurnar og áður en hann nær að segja George Washington er búið að loka hann inni með rösklega 20 ára fangelsisdóm á bakinu. Nú eru góð ráð vissulega dýr. I [ , I VI / \ i\ K'ÖSW. fWrti x« PWTXÍRS :V L' SAitMíCm; * !TB! UTS5 f'n UUKX JfiMXi*" W Y f B5M* «$MkUI ft0e»6 •*m i> eicft x fM>ai=.a: Cí-fe&M' «i. hacks ÍHWtw !:««* Swff «>.*»» rntrí> UW 6ÍCTXÍ X.*MniTE5 Tfll vt, f08:v».cafll fyg txxvtimun.m Sláreo v Hvernig á heiðarlegur flugvirki að komast af í samfélagi glæpamann- anna innan múranna þar sem ★★ Saklaus skreytni WHITE LIES Útgefandi: Kvikmynd Leikstjóri: Anson Williams eftir handriti Jane Hirsch og Lynn Roth Aðalhlutverk: Ann Jillian og Tim Mathe- son Bandarísk - 1988 Sýningartimi 90 mínútur - leyfð fyrir alia aldurshópa Rómaborg er afar rómantískur staður og þar er auðvelt að verða ástfanginn upp fyrir haus eða lengra. Það er nákvæmlega það sem hendir Harry og Liz. Þau hitt- ast í sumarfríi í Róm og verða Wtafl’s a jiívr affsir viiitiáit ,i few... vvhilo fe?! óskaplega hrifin. í kjölfarið þarf áhorfandi að þola langar senur þar sem þau vafra hönd í hönd með þekkta túristastaði í baksýn og horfa þýðingarmiklu augnaráði hvort á annað. Harry er sjúkraliði á stóru sjúkrahúsi en Liz er framkvæmda- stjóri og eigandi lítillar fyrirtækj- akeðju. Þetta er það sem þau segja hvort öðru en sannleikurinn er sá að Harry er hjartaskurðlæknir en Liz er í rannsóknarlögreglunni. Þegar heim kemur þarf Liz að elt- ast við frægan gimsteinaræningja sem liggur einmitt á spítala. Þar hittir hún óhjákvæmilega Harry og þá er að vita hvort blekkingin getur gengið. Þetta er ósköp meinlaus farsi í hefðbundnum stíl sem er alveg hægt að hafa gaman af þó góðan vilja þurfi á köflum. Hér eru sæmi- legir leikarar á ferð og þokkalega fagmannleg vinnubrögð við gerð myndarinnar. Gallinn er sá að vegna ofuráherslu á grín og gaman verður ástin út undan. Samband Harry og Liz, sem á að vera stóra ástin í lffi beggja, verður aldrei ástríðufyllra en svo aö vel hefði sómt sér í bók eftir Jennu og Hreið- ar. i .ljósi þess að konur skrifa handritið er ótrúleg mikil kvenfyr- irlitning í viðhorfi til persónanna. En það er kannski ósanngjarnt að gera of iniklar kröfur til iðnaðar- framleiðslu af þessu tagi. Þaö eru margir sem spá þvi að á næsta ári verði aukning á útgáfú á myndböngum sem eihgöngu veröa til sölu. Til þessa hefur það aðallega veríð fræðsluefni sem þannig hefur verið nieðhöndlað ásamt efni fyrir börn. En bráðlega verða gefnar út klassískar kvikmyndir sem ein- göngu eru ætlaðar til sölu. Fyrir stuttu komu á markaðinn fimm barnaspólur sem eru aðeins til sölu. Eru þetta spólur með ævin- týrum Ástríks og Lukku Láka. Þrjár eru með Ástriki og heita þær Ástríkur og Kleópatra, Astríkur og þrautirnar 12 og Ástríkur galvaski. Lukku Láka spólurnar eru tvær Lukku Láki og hefnd Dalton-. bræðra og Lukku Láki í Fagurfífla- borg. Nú er það svo að Ástríkur hefur ávaUt verið í uppáhaldi hjá undir- rituðum og tel ég að þar sé á ferð- þannig að ekki er víst að öllum liki. inni einhver best heppnaða teikni- Ég var því ekki hissa að ég skyldi myndaserían þótt vitanlega sé hún skemmta mér vel yfir Ástríki og r7...c«T TM* hans kostulegu fólögum. Lukku Láka hef ég aftur á móti lítið kann- að og það kom mér á óvart hversu húmorinn í þessum myndaflokki er skemmtilegur. Það er óhætt að segja að þarna er á ferðinni sérstaklega vel heppn- uð útgáfa. Þa.ð sem gerir myndirn- ar góöar er ekki aðeins að persón- urnar eru skemmtilegar heldur einnig hversu vel hefur tekist til að tala inn íslenskuna fyrir þær. Leiklesturinn er undir stjórn Þórhalls Sigurðssonar (Ladda) og hefur hann sér til aðstoðar úrvals raddir þeirra Sigurðar Siguijóns- sonar, Magnúsar Ólafssonar og Erlu Rutar Harðardóttur. Og það er ekki svo lítö þeim að þakka hve vel hefur tekist til með útgáfu þessa sem sæmir sér vel í jólapökkum til barnanna. -HK frumskógalögmálið gildir? Lífstíð- arfangi, Virgil að nafni, vingast við Jimmy og hjálpar honum að kom- ast af án þess að tapa glórunni eða lífinu. En Jimmy er efst í huga að réttlætið nái fram að ganga og að hann nái fram hefndum. Þetta gæti verið dæmigerð hetju- mynd með blossandi skotbardög- um og tilheyrandi glæfraatriðum. Hún er það hins vegar alls ekki. Leikstjórinn Yates er hér að velta fyrir sér spurningum um rétt og rangt um siðferðisreglur samfé- lagsins og hvar þeim sleppir og frumskógalögmálið tekur við. Tom Selleck er ágætur leikari og skilar sínu hlutverki með prýði. Fangelsissenurnar eru margar hverjar mjög eftirminnilegar. Leik- stjómin er öguð og markviss og þrátt við klénan endi er athygli áhorfandans óskipt nær allan tím- ann. -Pá Legið á gægjum LOVE AND MURDER Útgefandi: Kvikmynd Leikstjórn: Steven Hilliard Stern Aóalhlutverk: Todd Waring, Kathleen Lasky, Roon White og Wayne Robson Amerisk - 1988 Bönnuð börnum innan 12 ára Aðalpersónan í þessu drama er ungur ljósmyndari sem býr í subbulegri blokk í New York. í húsinu beint á móti búa eingöngu ungar ógiftar stúlkur og Hal stund- ar það að gægjast á þær gegnum myndavél og taka myndir af þeim við gluggann. Auk þess rekur hann hjónabandsmiðlun og tekur mynd- ir í brúðkaupum. Þau tíðindi gerast helst að morð- ingi leikur lausum hala í hverflnu. Tvær smámellur hafa þegar verið drepnar þegar Hal garmurinn nær mynd af þriðja fórnarlambinu í þann mund sem því er hent út um glugga. Morðinginn hringir más- andi í Hal og segir að hann sé næst- ur. Þetta er óumdeilanlega vond mynd. Hvergi vottar fyrir frum- legri hugmynd og handritið er ein hrúga af lausum endum. Persón- urnar eru flestar illa skapaðar og ótrúverðugar. Það versta er þó leikararnir. Ekki veit ég hvar þeir hafa verið dregnir upp en það hefur ekki verið í leiklistarskóla. Metn- aðarleysið við gerð myndarinnar er algjört. Má þá hafa eitthvað gaman af þessu? Nokkrar senur eru nokkuð laglega gerðar og hægt að glotta að fyndnum tilsvörum á stöku stað. En í meginatriðum hlýtur svarið að verða: nei, það er ekki hægt að hafa nema mjög takmarkað gaman af þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.