Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGÚR 8. DESEMBER 1990. Fréttir Amór Sighvatsson, hagfræðingur Seðlabankans: Þessi afsökunarbeiðni skiptir mig engu máli - ég stend við alla útreikninga sem fram koma 1 áliti hagfræðideildar „Þessi afsökunarbeiðni skiptir ekki nokkru máli. Ég stend við mitt mat sem fram kemur í álitinu,“ sagði Arnór Sighvatsson við DV en það var hann sem vann þá skýrslu hagfræði- deildar Seðlabankans sem banka- stjórnin hefur nú beðist afsökunar á opinberlega. „Eg geri ráð fyrir að afsökunar- beiðnin sé send út af þeim sem höfðu fullan aðgang að álitsgerð minni all- an tímann. Eg stend við það sem ég sagði. Þetta er mitt álit, þetta er álit hagfræðideildar. Hins vegar má ef til vill afsaka ógætilegt orðalag sem auðvelt er að misskilja. Það er ein- hvers staðar í plagginu talað um loft- flmleika í útreikningum. Þeim orð- um var ekki beint gegn Þjóðhags- stofnun. Þaö voru engar aðdróttanir að henni þar. Við höfum bara komist að annarri niðurstöðu eins og fleiri raunar,“ sagöi Arnór Sighvatsson. Hann sagði ennfremur að ef þjóðar- sáttin sprundraðist færu af stað miklar launahækkanir. Á því máli væri ekki tekið í áUti hagfræðideild- ar. Heldur væri þar aöeins um að ræða hvað gerðist ef BHMR fengi 4,5 prósent launahækkun. -S.dór Bankastjóm Seölabankans: Baðst af sökunar - dregurútreiknlngahagfræðideildaríefa Útreikningar hagfræðideildar Seðlabanka íslands, sem gerðir voru að ósk forsætisráðherra, og orðalag í skýrslunni hafa valdið miklu íjaðrafoki. Nú hefur bankastjórn Seðlabankans beðist opinberlega af- sökunar á skýrslunni. í afsökunarbeiðni bankastjórnar- innar segir að skýrslan hafi ekki ver- ið send út í nafni bankastjómarinnar enda hafi ekki veriö ætlast til aö hún færi lengra. Aftur á móti láku upp- lýsingarnar út úr bankanum. Því hafi forstöðumaður hagfræðideildar, sem er Bjarni Bragí Jónsson, ekki talið hægt að synja alþingismanni um skýrsluna. Þá segir ennfremur að banka- stjórnin biðjist sérstaklega afsökun- ar á ógætilegu orðalagi í þessu áliti hagfræðideildar sem skilja megi sem ásakanir á hendur Þjóðhagsstofnun. Loks dregur stjórn Seðlabankans útreikninga hagfræðideildar i efa. Segir í bréfinu að ef bráðabirgðalögin verði felld telji bankastjórnin miklu meiri hættur framundan viö þær aðstæður en álit hagfræðideildar gef- ur í skyn. Segist bankastjórnin vera eindregið þeirrar skoðunar að um- talsverð kauphækkun nú mundi hafa í för með sér alvarlega röskun á verðlagsþróun á næstu mánuðum. Það mundi stefna langtímamarkmið- um um lækkun verðbólgu hér á landi íverulegahættu. -S.dór Þróun framfærsluvísitölu - þriggja mánaöa breyting miðað við heilt ár í % 40- 35 30 25 20- 15- 10- 5- 0- ■ Þjóðhagsstofnun § Hagdeild Seölab. Þjóöarsátt Dæmi 1 Dæmi 2 Dæmi 3 Eggert i Felli ásamt hinum aldna Háfeta sínum. DV-mynd Þórhallur 38 ára reiðhestur í Skagafiröi: Sá elsti á landinu og enn við hestaheilsu Þetta súlurit sýnir muninn sem er á þeim útreikningum hagfræöideildar Seðlabankans sem bankastjórnin dregur nú i efa og áætlunum Þjóðhags- stofnunar. Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: „Það hefur lengi staðið til að farga Háfeta en ég hef ekki tímt því hingað til því hesturinn er við hestaheilsu ennþá. Hófarnir í fínu lagi, þrekið og holdafarið ágætt, einungis tenn- urnar eru aöeins farnar að gefa sig,“ segir Eggert bóndi Jóhannsson í Felh í Sléttuhlíð um reiðhest sinn, Háfeta, sem er allra hrossa elstur á íslandi, 38 vetra. Þó Háfeti sé orðinn ansi gamall ber hann aldurinn bara nokkuð vel en hins vegar ber hann varla nafn með rentu því hann er fremur stuttfætt- ur. Það stóð til að nota hann í drætti á sínum tíma en klárinn tók það ekki í mál svo að ekkert varð úr þvi. Hann var seint taminn, lengi graður, og gat veriö svolítið stúrinn i skapi á stund- um. Þó var ekki annað að sjá en geðs- lagið væri þokkalegt þegar Eggert brá sér á bak. Minnsta kosti langt í frá að hann teljist forn í skapi þrátt fyrir aldurinn. Ávísanaíalsari: Fékktíumán- aða f angelsi Hæstiréttur hefur staðfest dóm yfir 24 ára manni sem dæmdur hafði verið í 10 mánaða fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur fyrir ávisanafals. Maðurinn áfrýjaði dóminum að eigin ósk til Hæsta- réttar. Maðurinn haföi áður hlotið þrjá skilorðsbundna og þrjá óskilorðs- bundna fangelsisdóraa. Honum var veitt reynslulausn í júlí 1989 á 270 daga eftirstöðvum refsingar samkvæmt fyrri dómum. í þessu máli var maðurinn í raun aðeins sakfelldur fyrir fóls- un á einum tékka að upphæð rúmum 17 þúsund krónum. Mað- urinn falsaði tékkann eftir að hann fékk reynslulausn úr fang- elsinu. Með tilliti til sakaferils og að maðurinn rauf skilyrði reynslulausnar var hann dæmd- ur til afplánunar 10 mánaða fang- elsisvistar. Honum var gert'að greiða allan sakarkostnað í hér- aði, svo og áfrýjunarkostnaö að meðtöldum 30þúsund krónum til bæði skipaðs veijanda síns og saksóknara. -ÓTT Melrakki: Kröfurnar 140 milljónir Þórhallur Asmunds., DV, Sauðárkróki: Kröfulýsingar í þrotabú Mel- rakka hf. eru samtals 140 millj. króna. Þar af er Stofnlánadeild landbúnaðarins með 80 milljónir, Byggðastofnun 23,5 og Búnaðar- banki með 13 millj. króna. Kröfulýsingafrestur í þrotabúið rann út í síðustu viku. Fyrsti skiptafundur i búinu verður 13. desember. í dag er allt á huldu með það hvort fóðurstöðin verð- ur rekin áfram eftir áramótin en Kaupfélag Skagfírðinga hefur reksturinn til leigu fram að þeim tíma. Styðja Guðmund Stjórn kjördæmisráðs Borgara- flokksins í Reykjavík lýsti á fundi sínum i vikunni yfír einhuga stuðningi við Guðmund Ágústs- son alþingismann og skilningi á þeirri afstöðu hans að hætta stúðningi við ríkisstjórnina. Tel- ur kjördæmisráöið að Borgara- flokkurinn hljóti að endurskoða afstöðu sína til stjórnarsam- starfsins náist ekki viðunandi ái-angur í baráttu flokksins fyrir afnámi lánskjaravísitölu og lækkun skattlagningar á matvæl- um. ,hlh Gylfi Gunnarsson, skipstjóri í Grímsey: Frekar að pakka saman strax en að láta svelta sig í burtu - óhressir Grímseyingar ræða við Halldór Ásgrímsson um helgina ,Menn hafa nú fengið gróft yfir r* KoA Pfrni CJ. „Það er eins hægt fyrir okkur að pakka saman strax og fara í land eins og að láta svelta sig í burtu úr eynni,“ segir Gylfi Gunnarsson, skipstjóri í Grímsey. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra mun funda með Grímseyingum á sunnudag og ræða við þá um smábátakvótann og útfærslur á honum. Hyggjast eyjarskeggjar fjölmenna á fundinn. Það er mikill hiti í mönnum í eynni yfir þeim kvótum sem smábátaeig- endum hefur verið úthlutað og telja margir íbúanna að á næstu mánuð- um stefni í atvinnuleysi og fólks- flótta. • ■ „Það heföi átt að miða smábáta- kvótann við árin 1980 til 1983 í stað þess að miða við árin 1987-1989, það hefði komið betur út fyrir okkur. Ástandið hér í Grímsey er að veröa slíkt að maður horfir fram á fólksflótta enda byggja nær allir íbúarnir afkomu sína á veiðum og fiskvinnslu. Við höfum ekki átt þess kost á undanfórnum árum að sanka að okkur kvótum þar sem obbinn af útgerðinni byggist á smá- bátum. Kvótaúthlutunin bitnar því harðar á okkur en mörgum öðrum. Nú stendur fyrir dyrum að héðan verða seldir tveir smábátar því það hefur enginn eyjarskeggi bolmagn til að kaupa þá. Þeir sem geta skrimt af þeim kvóta sem þeir fá munu hins vegar ekki hafa getu til að endurnýja báta sína eða sinna eðlilegu við- haldi á þeim,“ segir Gylfi. yfir það sem þeir fá að veiöa næsta ári og menn fara misilla i úrþessu. Sunúr eru með viðunam stöðu en aðrir eru verr settir E horfurnar eru ekki góðar,“ segi Þorlákur Sigurðsson, od’dviti Grímsey. -J.Ma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.