Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. 49 og gefið vísbendingu og lögreglubíll beið í nágrenninu því þjófabjallan í bankanum beint á móti hafði farið að hringja að ástæðulausu. Grunið þið líka Otto Möller um að hcifa reynt að ræna banka? spurði hún. Harald var ekki einu sinni hissa á því að hún skyldi þekkja nafnið. Nei, þetta voru samverkandi aðstæð- ur. Möller kom að gistihúsinu meðan vart varð þverfótað á Vestergade fyr- ir lögregluþjónum vegna hávaðans í þjófabjöllunni. Dyravörðurinn hljóp út á götu til að sjá hvað væri um að vera en konan viö skipiborðið sat kyrr á sínum stað og sá Möller koma og fara. Svo var hringt til okkar og sagt að maður hefði verið skotinn á Nordengistihúsinu. En nú er komið að mér að spyrja... hvað er það sem fékk þig til að koma hingað? Mig langar til aö ræöa viö Möller um leið og þið hafiö handtekið hann. Harald var í jólaskapi af því hann taldi aö málið yrði upplýst eftir skamman tima. Hringdu til mín á lögreglustööina á morgun. Þá verð- um við búnir að handtaka náungann. Á Þorláksmessukvöld lauk jóla- undirbúningi ungfrú Abilgraa með börnunum og þeim foreldrum sem komiö gátu. Vinkona hennar tók Mikkel að sér og ungfrú Abilgraa var komin á lögreglustöðina klukkan eitt eftir hádegi. Möller var eins öskugrár i framan og veggfóðrið. Skærliti vasaklútur- inn, sem var vanur að standa upp úr brjóstvasanum, lafði niður úr honum eins og visið blóm. Harald líktist gæslumanni réttlætisins þar sem hann stóð hjá honum og gaf honum leyfi til að fara á ný með skýr- ingu hans á handtökunni. Það er rétt að ég var í gistihúsinu síðdegis í gær, muldraði hann þegar ungfrú Abilgraa hafði fullvissað hann um að Mikkel væri í góðum höndum. Ég ætlaði að ræða við Brian um dálítið en hann svaraði ekki þeg- ar ég bankaði á hurðina. Þá tók ég í handfangið og það reyndist ekki vera læst. Mér brá afar mikið þegar ég sá að hann lá dauður á gólfinu... Tókstu á nokkru öðru en hand- fariginu? spuröi Harald. Nei... jú, það er að segja... ég lok- aði glugganum svo enginn gæti séð mig. Ég fór líka fram í baðherbergi til að fá mér vatnssopa... Hvers vegna fórstu ekki strax nið- ur til dyravarðarins og sagðir honum frá því sem gerst haföi? Ég var alveg utan við mig. Og úti ,á götunni var heill her af vesaling- um ... æ... lögregluþjónum því ein- hver hafði reynt að ræna bankann handan við götuna. Ég hlustaði á þá um stund meðan ég var að ná mér, drengurinn minn var jú aleinn heima og ég get lagt æruna að veði að ég var á leiðinni til að gefa mig fram þegar ég var handtekinn í morgun. Hver var verjandi þinn síðast þegar þú lentir í vandræðum? spurði ungfrú Abilgraa. Bo Nyberg lögfræðingur... en ég veit ekki hvort hann... Þér verður skipaður verjandi, sagði Harald og leit hvasst á frænku sína. Svo er þetta víst búið aö standa nógu lengi! Nyborg lögfræðingur var lágvax- ínn, íþróttamannslegur maður með hvítar tennur sem hann lét skína í þegar hann brosti og augun voru skærblá en köld. Það var eins og þau brostu aldrei meö öðrum hlutum andlitsins. Á gólfinu á skrifstofu hana voru þykk teppi og á veggjun- um héngu dýr málverk. Á bak við glerhuröir í veggskáp voru þungir silfurbikarar og báru með sér aö eig- andi þeirra var meistari í ýmsum íþróttagreinum. Við erum einmitt að fara að loka skrifstofunni fyrir jólin, sagði hann þégar ungfrú Abilgraa hafði fengið að heyra hjá einkaritaranum að lög- fræðingurinn væri á áríðandi fundi. Já, við vorum einnig að loka barna- heimilinu mínu í dag en dálítið skelfilegt hefur gerst, sagði hún og lét sig falla á stól sem ætlaður var viöskiptavinunum. Nyborg hnyklaði brýrnar. Hvað er það, frú... ? Ungfrú. Ungfrú Abilgraa. Það er vegna Brians Holm sem var skotinn í gær. Mig langar til að biöja þig að verja þann sem ákærður hefur verið fyrir morðið á honum. ísköld, blá augun herptust saman. „Hefur einhver verið handtekinn?" Lögreglan heldur því fram að sá seki sé Otto Möller, einn af þeim sem sátu með honum i fangelsinu eins og þú manst ábyggilega eftir. Þú varst víst verjandi þeirra beggja. Nú brosti Nyborg aftur. Kæra frú... ungfrú Abilgra- a... jafnvel réttlætið verður að virða jólahelgina. Hvað segirðu um að við hittumst aftur eftir áramótin? Brian Holm var illa flæktur i af- brot, sagði hún ákveöin. Nafn hans tengist ráninu í Iðnaðarbankanum. Lögfræðingurinn ræskti sig. Já, einmitt. Otto Möller getur hafa heim- sótt Brian Holm til að reyna að þvinga hann til að gefa sig fram vegna bankaránsins og síðan hefur komið til átaka milli mannanna tveggja. Holm hefur orðið bálreiður, það hefur komið til handalögmála og síðan hefur skotið hlaupið af fyrir slysni. Möller er hetja. Hann hefur flett ofan af bankaræningja, réttlæt- iskennd kviðdómenda og almenn- ings krefst vægs dóms, ef til vill að- eins skilorðsbundins. Ungfrú Abilgraa klappaði saman höndunum. Nyborg lögfræðingur. Þú ert á við jólasveininn! Þúsund þakkir. Þannig á verjandi einmitt að taka á málunum. Nyborg leit á úrið si'tt. En nú verð- urðu aö hafa mig afsakaöan. Það er jólamatur hjá okkur hér á skrifstof- unni í hádeginu. Hún stóð á fætur um leið og hann. Þótt það séu að koma jól er fundur á lögreglustöðinni í fyrramálið áður en lögbundið réttarhald fer fram. Geturðu komið á skrifstofu frænda míns klukkan tíu? Frænda þíns? Já, einmitt. Ég skal koma. Otto Möller var ekki sérstaklega glaður yfir því að fá heimsókn í mót- tökuherberginu, jafnvel þótt ungfrú Abilgraa kæmi með jólaköku og kaffi á hitabrúsa. Ég var búinn að biðja þig um aö blanda mér ekki í málið, sagði hann ergilega. Já, en þrátt fyrir þaö fórstu til Nordengistihússins og það áður en ég komst þangaö sjálf. Svo ,fór allt úr böndunum. Vertu ánægður yfir því að ég skuh vera búin að fá verj- anda fyrir þig. Hver er það? spurði hann fullur grunsemda. Bo Nyborg. Drekktu nú kaffið þitt og borðaðu jólakökuna meðan þú gefur mér skýringu á því hvers vegna þú fórst þangað. Möller leit út eins og hann væri þegar komin í röndóttan fangabún- ing og meö lóð hlekkjuö við fæturna. Þegar hann hafði verið kominn heim með Mikkel hafði hann fengið undar- lega símhringingu. Einhver maður sem gat ekki nafns síns sagði honum frá því að Brian Holm vildi ræða við hann nákvæmlega klukkan fimm. Hann hafði því lagt af stað; farið inn í gistihúsið og bankað á hurð- ina... og þá lá Brian á gólfinu, steindauður. Hvað gerðirðu svo? Lýstu því ná- kvæmlega. Ég er búinn að segja það. Ég hall- aöi mér út um gluggann til að fá mér ferskt Íoft en -gekk svo fram í bað- herbergið og fékk mér vatnssopa. Svo fór ég heim og var ekki farinn að hreyfa mig þegar þeir komu morg- uninn eftir og sóttu mig. Ungfrú Abilgraa andvarpáði. Þú hefur farið aulalega að, Otto Möller, en þú ert faðir Mikkels og það er aðfangadagskvöld á morgun. Áttu nokkra peninga til að kaupa gjafir handa honum fyrir? Á aðfangadag klukkan tíu hitti hpn á ný Nyborg lögfræðing á skrifstofu Haralds. Dyravöröurinn frá gistihús- inu var þar líka og Möiler sat á stól úti í horni en við hliö hans stóð lög- regluþjónn. Eg var búinn að lofa frænku minni því að hún fengi orðið því hún hefur fengiö athyglisverðar upplýsingar sem varpa nýju ljósi á máliö, sagði Harald í upphafi. Ungfrú Ábilgraa opnaði stóru handtöskuna sína og tók fram skál með piparhnetum. Fáið ykkur endi- lega af þeim meðan ég tala því þetta er dagur þegar allir eiga annríkt, sagði hún og byrjaði. Kúlunni sem varð honum að bana var skotið úr mikilli fjarlægð, ég fékk nefnilega spennandi hugmynd þegar faðir Mikkels sagði mér frá því að hann hefði hallað sér út um gluggann áður en hann lokaði honum. Hann var því opinn þegar morðiö var fram- ið! Nyborg brosti svo skein i tennurn- ar en augum voru jafnköld og áður. Ég sé ekki beinlínis hvaö það táknar, sagði hann. En það gerir hún frænka mín, sagði Harald. Haltu áfram. Hvað gerðist fáeinum mínútum áður en Möller gekk inn í gistihús- herbergið? Jú, þjófabjallan í bankan- um á horninu á móti fór að hringja. Brian Holm opnaði gluggann og í húsinu á móti sat morðingi hans og skaut hann með rifili. Skothvellur- inn heyrðist ekki vegna umferöar- innar og skarkalaiib a Vestergade. Nú brosti Nyborg ánægjulega. Þetta var skjótfengin ályktun en hef- ur þó vart mikið gildi í réttarsal. Ég fékk líka aðra skyndilega hug- mynd þegar ég sá bikarana á fínu skrifstofunni þinni, Nyborg. Þú varst meðal annars Danmerkurmeistari í skotfimi af löngu færi fyrir þremur árum. Ég get mér til um að þú lifir af því að kúga fé af viðskiptavinun- um sem þú færö sýknaða fyrir rétti. Brian Holm var einn þeirra. Það gengur um það orðrómur að hann hafi framið rániö í Iðnaðarbankan- um og sá orðrómur barst þér til eyrna. Þá var sem jörðin logaði und- ir fótum þér. Hvaö ef hann yrði hand- tekinn og játaöi allt... Nyborg stóð á fætur. Það gleður mig aö geta skýrt réttinum frá því að rannsóknarlögreglan er byrjuð að taka gamlar frænkur í þjónustu sína við rannsókn sakamála. Takk fyrir í dag og gleðileg jól. Sestu og þegiðu! sagði Harald skip- andi röddu. Þótt undarlegt megi virðast höíðu orð hans áhrif svo ungfrú Abilgraa gat haldið áfram. Þú fékkst dyra- vörðinn í gistihúsinu í lið með þér og hann sá til þess að Brian 'fékk herbergi beint á móti íbúöinni sem þú varst búinn að fá lánaða sérstak- lega til aö koma áætluninni í fram- kvæmd. Þú veist líka hvernig þjófa- bjalla virkar. Og það varst þú sem hringdir til Möllers og baðst hann um að koma til gistihússins klukkan fimm stundvíslega... Þetta er rugl í gamalli konu, sagði Nyborg reiðilega. Hún heyrði til hans. Þú gleymdir að láta mistilteininn sverja eiö, það er mig! Ég talaði við Brian tíu mínút- um áður en hann var skotinn. Ég sagði honum frá nafnlausa bréfinu og ráðlagði honum að fá sér lögfræð- ing. Hann var taugaóstyrkur og sagði að hann hefði einmitt séð þig í íbúð- inni á móti. Þá hélt hann þó ekki að hann væri í lífshættu þótt svona færi fyrir honum. Nyborg og dyravörðurinn skiptust á nokkrum orðum í lágum hljóðum. Það hafði lítið með jólin að gera. Svo tók Harald þá í sína vörslu. Þótt Mikkel hefði unnið möndlujöf- ina hafði hann vart átt von á því að eiga eftir að geta dansað í kringum jólatré. Eruð þið ekki bráðunm búin? spuröi hann. Jú, eftir augnablik, sagði Harald og leit á frænku sína. Þú hefðir vel getað sagt okkur að þú hefðir rætt við Holm rétt fyrir moröið. Hún skellti í góm og bætti svína- kjöti á diskana þeirra. Nei, þaö var dálítið sem mér kom fyrst til hugar í skrifstofunni þinni! Þið megiö alls ekki kalla konuna við skiptiborðið sem vitni, það gæti farið svo að Ny- borg tæki játningu sína til baka. Harald hristi höfuðiö. Þú ert ófor- betranleg. Hún er búin að bjarga Mikkel og tilveru minni, sagði herra Möller hátíðlega. Við tölum ekki meira um það, sagði ungfrú Abilgraa. Nú finnst mér að þið karlmennirnir tveir ættuð að þvo upp meðan við Mikkel kveikjum á jólatrénu. Hún hlakkaði líka til að heyra hvort Mikkel kynni allar vísurnar í „En sú umferð og skarkali." \ FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 - 108 Reykjavík - Sími 678500 VERKSTJÓRI í HEIMAÞJÓNUSTU Okkur vantar nú þegar verkstjóra í heimaþjónustu aö Aflagranda 40. Hér er um að ræða afleysingar í 8 mánuði í 100% starfi. Starfið er fólgið í daglegum rekstri heimilis- þjónustu og stjórnun starfsmanna. Æskilegt er því að umsækjandi hafi góða almenna menntun og helst einhverja reynslu í félagslegri þjónustu. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður, Sigrún Óskarsdóttir, í síma 622571. Umsóknarfrestur er til 14. desember nk. Umsóknum skal skila til Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla .39, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. LÝSANDI KROSSAR Á LEIÐI Fást fyrir 6-12-24 eða 32 volta straum. Sendum í póstkröfu LJÓS & ORKA Skeifunni 19 Sími 91-84488 AFSLATTUR AF STURTUKLEFUM, HREINLÆTIS- OG BLÖNDUNARTÆKJUM _ Opið í dag kl. 9-16 Sj? VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.