Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990. Reykjavík fyrr og nú Ættstórir smiðir og kaupmenn í Bankastræti Flestir Reykvíkingar muna vel þá götumynd sem hér er rifjuð upp af horni Bankastrætis og Skólavörðu- stígs en eldri myndin var tekin árla morguns í júlímánuði árið 1962. Stóra timburhúsið fyrir miðri mynd- inni og timburhúsið, sern sést í lengst til vinstri, heyra nú sögunni til en í þeirra stað er risið íjögurra hæða steinhús á horninu. Að öðru leyti er umiiverfi myndanna óbreytt. Miskunnsami sam- verjinn í Miðbýli Stóra timburhúsið er Bankastræti 14, byggt skömmu fyrir síöustu alda- mót í landi Miðbýlis en sá bær reis um 1840 og stóð nokkru ofar í lóð- inni. í Miðbýli bjó Skafti Skaftason, járnsmiður og bæjarfulltrúi, sem þó var þekktastur fyrir læknisgáfu sína og líknarstörf. Hvað svo rammt að læknislist þessa ófaglæröa en áhuga- sama læknis að hann var skipaður aðstoðarmaður landlæknis og var ugglaust vel að því kominn. Halldór Laxness greinir frá því að Skafti hafi haldið sjúkrahús á heimili sínu og sinnt þar alls konar sjúkling- um endurgjaldslaust, einkum þó þeim sem bágast voru staddir. Ömmusystir Halldórs, Guðrún Klængsdóttir, var ráðskona hjá Skafta eftir aö húsmóðirin féll frá en ílest bendir til þess aö líknarlund sú er einke'nndi heimilishaldið í Brekk- ukoti eigi sér þessa fyrirmynd. Sveinn Sveinsson trésmiður Skafti lést 1869 en Miðbýli, sem einnig var nefnt Skaftabær, var rifið um 1890. Skömmu áður hafði Sveinn Sveins- Gunnar R. Olafsson. son trésmiður keypt bæinn og lóðina en hann byggði á horninu húsiö Bankastræti 14. Sveinn var um skeið formaður Trésmiðafélagsins og í hópi atkvæðamestu húsasmiða bæj- arins á sinni tíð. Hann byggð m.a. upp á skólasetrinu í Ólafsdal og á Hvanneyri en meðal húsa eftir hann í Reykjavík má nefna íbúðarhús Jóns Baldvins og Bryndísar Schram á Vesturgötunni og Staðastaö, eitt feg- ursta húsið við Sóleyjargötu. Þaö hús byggði Sveinn fyrir systur sína og mág, Elísabetu og Björn Jónsson ráð- herra, foreldra Sveins forseta. Kristj- án Eldjárn forseti átti það hús um skeið en þar er nú Reykvísk endur- trygging. Bróðir Sveins smiðs var Hallgrím- ur biskup en hálfsystir þeirra var Sigríður, móðir Haraldar Níelssonar prófessors. Voru þau böm Sveins Níelssonar, prófasts á Staðastað. Eftir að Sveinn byggði í Banka- strætinu bjó hann þar til dauðadags en hann lést úr spænsku veikinni 1918. Tvær dætur hans komust til fullorðinsára. Önnur þeirra var Guð- rún Metta, kona Siguröar Jónssonar, prests í Lundi í Lundarreykjadal, og móðir Ágústs, dönskukennara og - Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson fyrsta skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur. Hin dóttirin var Hanna er ætíð bjó að Bankastræti 14, kona Jóns Zoéga, smiðs og kaupmanns. Verslanir í Bankastræti 14 Jón byggði kvistina á húsið að vest- anverðu og hann verslaði á jarð- hæðinni austan megin með járn- og byggingarvörur. Þá seldi Jón lengi jólatré fyrir jólin og flugelda fyrir áramót. Jón Zoéga lést á besta aídri árið 1927 en eftir hann var Jóhann Ármann úrsmiður með verslun í. austurhluta jarðhæðarinnar. Fyrir miðri jarðhæðinni var hannyrða- verslun Unnar Ólafsdóttur sem var systir Ásbjörns stórkaupmanns en í vesturendanum var um áratuga- skeið Litla blómabúðin í eigu Jó- hönnu Zoéga, systur Jóns. Þá var Valgeir Kristjánsson klæðskeri með saumastofu í húsinu í fjölda ára en hann var bróðir Eggerts stórkaup- manns. í fjölda ára var svo Hattabúð- in til húsa í austurhluta jarðhæðar- innar. Sveinn Zoéga Fyrir stríð var sund á milli Banka- strætis 14 og Bankastrætis 12 en eftir að byggt hafði verið yfir sundið var Sveinn, sonur Jóns Zoega, með rjómaíssölu þar á stríðsárunum og má vel vera að það sé fyrsta ísbúðin í Reykjavík. Sveinn rak einnig skó- verslunina Skóinn í húsinu á stríðs- árunum. Hann var annars forstjóri Hjólbarðans hf. og síðan Gúmmís hf. og loks framkvæmdastjóri Rúg- brauðsgerðarinnar hf. Sveinn lést á þessu ári, sjötíu og sex ára aö aldri, en ekkja hans, Sig- ríður Jónsdóttir, dóttir Jóns Brynj- ólfssonar, kaupmanns í Austur- stræti, og Guðrúnar Jósefsdóttur, býr enn á þessum stað í nýja húsinu. Böm Sveins og Sigríðar eru Hanna, húsmóöir í Garðabæ; Jón Gunnar hrl.; Anna Sigríður, hjúkrunarfræð- DV-mynd Gunnar V. Andrésson ingur á Seltjarnarnesi, og Nanna Guðrún, húsmóðir í Garðabæ. Sögufrægt norðausturhorn Þegar gamla'húsið var rifið árið 1971 myndaðist útsýni upp Skóla- vörðustíg að Hallgrímskirkju frá horni Bankastrætis og Ingólfsstræt- is. Þetta nýja sjónarhorn varð kveikj- an að miklum blaðaskrifum þar sem því var mótmælt að norðausturhorn nýja hússins yrði til þess að byrgja aftur fyrir þetta sjónarhorn. Veigamikil mótrök gegn þessari kröfu felast í þeirri staðreynd að skörp horn og krappar beygjur eru einmitt eitt af aðalsmerkjum gamalla borgarhverfa. En Sveinn Zoega kaus að verða við þeim óskum sem fram komu í blaöa- skrifunum og lét færa húsið í suð- ur, þó svo að búið væri að steypa undirstöðu nýja hússins. Þannig var svo nýja húsið byggt árið 1972 og því geta Reykvíkingar nú horft á Hall- grímskirkju þó að þeir standi í Bankastrætinu. ér nýja bœklinginn í nœstu matvörubúð ■P'f/ \ i, ■ Tsm Á-.ý 1 gjp'* ■>/ ^(\ •'‘f. - ftLt _! f L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.