Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Síða 6
ÚtLönd Tlferstíflóði a Indlandi Flóð og aurskriður urðu sjötíu og einum manni aö bana í norð- urhluta Indlands í gær þegar miklar rigmngar ollu því að ár og fljót flæ^du yfir bakka sína. Á meðal þeirra sem létust voru tólf hermenn sem drukknuðu þegar á flæddi yfir bakka sína og sökkti búðum þeirra. Lík þeirra fundust í Subansiri- héraðinu þar sem ílóðbylgja varð sautján manns að bana í síðustu viku. Allar samgöngur í norðurhluta landsins hafa lagst niöur og er þvi óttast að fólkiö þaðan nái ekki að kjósa í kosningunum sem fram eiga að fara í næstu viku. Nokkrir stærstu stjórnmála- flokkanna hafa krafist þess að kosningunum verði frestað á þeim stöðum sem hafa orðið hvað verst úti en 22 af 25 fylkjum Ind- lands munu taka þátt í kosning- unum. Ástralskirkarl- mennfáalnæmi ikynlífsferdum Ástralskir karlmenn, sem fara í auknum mæli í svokallaðar kynliísferðir til Suöaustur-Asíu þar sem þeir borga fyrir blíðu kvenna, koma þaðan æ oftar með. alnæmi. Samkvæmt nýjustu tölum hafa um 400 gagnkynhneigðir ein- staklingar smitast af alnæmi í Ástralíu en sú tala hefur farið ört hækkandi undanfama 18 mán- uði. „Það er er staöreynd að tölu- verður fjöldi ástralskra kari- manna fer til Tælands, Filipps- eyja eða annarra landa i Suðaust- ur-Asíu eingöngu í þessum til- gangi og því verða ferðaskrifstof- urnar aö vara þá viö því sem bíð- ur þeirra,“ er haft eftir íram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðv- ar í Sydney. „Við vitum um sjö tilfeili þar sem það er alveg öruggt að menn- irnir hafa smitast á þennan hátt og í tveimur þeirra höfðu þeir smitað rekkjufélaga hér í Ástral- iu,“ sagði framkvæmdastjórinn. Skóþjófurí Þýskalandi Lögreglan í borginni Kassel í Þýskalandi er nú aö vinna að mjög svo sérstöku máli sem varö- ar skóþjóf. Þjófurinn situr fyrirkonun sem fara út aö ganga í spariskónum sxnum, ræöst á þær og rænir af þeim skónum. Hann hefur þegar rænt skónum af tólf konum sem flestar eru á aldrinum tuttugu til fjörutíu ára. Sumar þeirra fengu taugaáfall en flestar voru þó fljótar að jafna sig. Engin þeirra meiddist og eng- ir peningar voru teknir. Aðskilnaður bætirhjóna- bandið Sarakvæmt kínverskum emb- ættismönnum I Zhuhai eru þau hjónabönd farsælust þar sem hjónin búa langt i burtu hvort frá öðru og hittast sjaldan. Zhuhai stærir sig af lægstu skilnaöarprósentunni en einung- is 1,6% af 4.500 bæjarbúum hafa fariö fram á skilnað undanfarin 12 ár. Mikið er um að þeir giftist „út- lendingum" frá Hong Kong eða Macu og hitta þvi makann ein- trngis um helgar. Reuter LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991. Viðræður Kúrda við íraksforseta: Lausn í sjónmáli - segir fulltrúi Kúrda í viðræðunum „Við höfum rutt öllum helstu •hindrununum úr veginum þótt enn hafi ekki náðst endanlegt samkomu- lag,“ sagði Massoud Barzani, fulltrúi Kúrda, eftir viðræður sínar við Sadd- am Hussein íraksforseta í gær. Barzani fór til Bagdad fyrir rúmri viku til viðræðna við Saddam Huss- ein í þeirri von aö hægt væri að finna lausn á deilum Kúrda og íraka svo hundruð þúsunda flóttamanna, sem flúið hafa írak, geti snúið heim. Kröfur Kúrda, sem nú eru um 20% írösku þjóöarinnar, eru að fá meiri sjálfstjórn og aö fá yfirráð yfir borg- inni Kirkuk í norðurhluta landsins. Einnig vilja þeir að tekið sé tillit til þeirra í íjárlögum ríkisins í samræmi við fjölda þeirra. í staðinn segjast Kúrdar geta sætt sig við að stjómvöld í írak hafi yfir- ráð yfir olíunni í landinu og ráðstafi tekjum af henni að vild. Barzani sagðist þess fullviss eftir viöræður sínar við Hussein að hann muni fallast á einhvers konar örygg- isgæslu friðarsveita Sameinuöu þjóðaima, SÞ, á landsvæði Kúrda í framtíðinni þótt írakar hafi áöur vís- að slíkum tfllögum á bug. Ríkisstjórnin í írak hefur ekki svo mikið sem tjáð sig um viöræðurnar að öðru leyti en því að hún segist líta á nærveru friðarsveita SÞ sem ógnun við sjálfstæöi íraka og íhlutun í inn- anríkismál landsins. Talið er að ósigur íraka í stríöinu og hin misheppnaða tilraun til að steypa Saddam Hussein af stóli að stríðinu loknu hafi greitt leiðina fyr- ir viðræðunum á milli íraka og Kúrda. Þegar hinir róttæku uppreisnar- menn Kúrda fundu inn á að staða íraksforseta var að veikjast sam- þykktu þeir aö hefja friðarviðræður byggðar á sjálfstjórnarsamkomulagi sem þeir gerðu við íraksforseta árið 1970 og töldu að hefði verið svikið. Hátt í ein milljón kúrdískra manna, kvenna og barna flúðu til Tyrklands og írans eftir hina misheppnuðu til- raun til stjórnarbyltingar og aðstað- an til aö taka við slíkum íjölda var lítil sem engin. Við landamæri íraks og Tyrklands, þar sem allt að 190 þúsund flótta- menn hafa leitað hælis, þjáist fólk ýmist af næringarskorti, sjúkdómum eða hvoru tveggja. í kringum 20 börn hafa látið lífið í nýliðinni viku vegna næringarskorts sem lamar mót- stöðuafl þeirra gagnvart hinum ýmsu sjúkdómum. Reuter . .................... Kúrdisk börn í flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands verja sig fyrir regninu með því að draga segldúk yfir höfuðið. Simamynd Reuter Breti sakaður um njósnir og dæmdur í líf stíðarf angelsi í írak „Þetta eru hörmuleg tíðindi, við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá hann lausan," sagði Douglas Hogg, utanríkisráö- herra Bretlands, um þann úrskurð dómstóla í írak að dæma rétt rúm- lega fimmtugan breskan verkfræð- ing í lífstíðarfangelsi.fyrir njósnir. Breski verkfræöingurinn, Douglas Brand, var handtekinn í september síðastliðnum þegar hann reyndi aö flýja frá írak í stríöinu. Fyrir stríð haföi hann unnið við að hreinsa skipaskurði í írak. „Brand var einn af þeim útlending- um sem írakar notuðu í mannlega varnargarða til að verjast árásum bandamanna í Persaflóastríðinu," sagði utanríkisráöherrann og benti á að þar af leiðandi væri það brot á ályktunum öryggisráös Sameinuðu þjóðanna, SÞ, að hafa hann enn í haldi. „Það er ýmislegt sem við getum gert,“ bætti Hogg við, „við getum t.d. hindraö íraka í að leysa út þá fjár- muni sem þeir eiga í Bretlandi og stuðlað að því aö efnahagsþvingun- um SÞ verði ekki aflétt. Enn sem komið er hafa stjórnvöld í írak engar upplýsingar gefið um hvar Brand er niðurkominn eða hver staða hans er. Talsmaður breska ut- anríkisráöuneytisins sagðist telja að í tilfelli Brands þýddi lífstíðarfang- elsi um það bil 20 ár en njósnarar hafa líka verið dæmdir til dauða í írak. í mars í fyrra var íranskur blaða- maður, sem vann fyrir breskt blað, hengdur í írak eftir aö hafa verið ákærður fyrir njósnir. Reuter Eg er forseti Júgóslavíu - segir Stipe Mesic, fulltrúi Króata 1 forsætisráðinu Skyndifundur forsætisráðs Júgó- slavíu, sem efnt var til með það fyrir augum að velja nýjan forseta, leystist upp áður en til atkvæðagreiðslu kom í gær. Stipe Mesic, fulltrúi Króata, og full- trúar Slóveníu og Makedóníu gengu af fundinum í hasti og er landið því formlega enn án forseta. „Ég lít á mig sem forseta lands- ins,“ sagði Mesic eftir fundinn, „ég var kosinn í mínu lýðveldi og sam- bandsþingið samþykkti kosning- una.“ Króatar, ásamt þremur öðrum lýð- veldum Júgóslavíu, sögðust fyrir fundinn ætla aö lýsa Króatann Stipe Mesic forseta landsins, jafnvel þó að forsætisráðinu takist ekki að komast að samkomulagi. Þeir hótuðu því einnig að verði Mesic ekki kosinn muni þeir hefjast handa við að sunda sambandslýðveldinu. Forsetaráðið er skipað átta fulltrú- um frá hveriu lýðveldi Júgóslavíu sem skiptast á aö gegna forsetaemb- ættinu í eitt ár í senn. Mesic átti að taka sjálíkrafa við embættinu síðast- liðinn miðvikudag en þá tóku fulltrú- ar Serbíu, Kosovo og Vojvodinu í ráöinu sig til og neituðu að sam- þykkja hann sem næsta forseta. Serbar segja ástæðuna vera þá að Mesic muni stuðla að því að Júgó- slavía leysist upp í sjálfstæð ríki, en Mesic yröi fyrsti forseti Júgóslavíu sem ekki er kommúnisti. Þetta er í annað sinn sem Serbar efna til deilna um stjórnarfar og stjórnarskrá landins á þessu ári, og er því óttast að herinn þurfi að taka völdin í sínar hendur en slíkt gæti komið af stað borgarastyrjöld í landinu. Reuter Prestur sækir um byssuleyfi ítalskur prestur, faðir Agostino Acireaie, hefur sótt um byssu- leyfi til að verjast glæpamöxmum eftir að brotist var inn i kirkjuna hans nokkrum sinnum i röð. „Bænimar duga ekki til, ég þarf byssu," sagði presturinn sem starfar í miðhluta Sikileyjar. Acireale, sem er 47 ára gamall, rekur dvalarheimili fyrir aldraöa í sókninni og fullyrðir að til þess að veijast þessum óaldalýð þurfi hann byssu sér til halds og trausts. Það eru ekki allir jafnhrifnir af hugmyndinni. Yflrmaður hans, biskupinn af Enna, hefúr fengið fjölmörg nafnlaus kvörtunarbréf íkjölfarið. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÓVERÐTR. Sparisjóðsbækurób. 4,5-5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6 mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar 4,5-5 Lb VlSITOLUB. REIKN. 6mán.uppsögn 2,5-3,0 Nema Ib 15-24 mán. 6-6,5 Ib.Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar i SDR6.8-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU 8,1 -9 Lb ÓBUNDNIR SÉRKJARAR. Visitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema Ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjor 5,25-5,75 Bb Óverðtr. kjör 12,25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 5-5,-25 Bb Sterlingspund 11-11,1 SP Vestur-þýsk mörk 7,75-7,8 Sp Danskarkrónur 8-8,6 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN ÖVERÐTR. Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLAN VERÐTR. 18,75-19 Bb Skuldabréf 7.75-8.25 Lb AFURÐALAN Isl. krónur 14,75-15,5 Lb SDR 9,75-9,9 Nema Sp Bandarikjadalir 8-8,5 Lb Sterlingspund 14-14,25 Lb Vestur-þýsk mörk 10,75-10,8 Lb.lb.Bb Húsnæðislán 4,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. apríl 91 / 15,5 Verðtr. apríl 91 7.9 VISITÖLUR Lánskjaravisitala mai 3070 stig Lánskjaravisitalaapril 3035 stig Byggingavisitala maí 581.1 stig Byggingavisitala maí 181,6 stig Framfærsluvísitala mai 152,8 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5.587 Einingabréf 2 3,011 Einingabréf 3 3,665 Skammtimabréf 1,868 Kjarabréf 5,488 Markbréf 2.932 Tekjubréf 2,104 Skyndibréf 1,627 Fjölþjóðabréf 1.270 Sjóðsbréf 1 2,676 Sjóðsbréf 2 1.873 Sjóðsbréf 3 1,856 Sjóðsbréf 4 1,612 Sjóðsbréf 5 1,119 Vaxtarbréf 1,8906 Valbréf 1,7663 Islandsbréf 1,162 Fjórðungsbréf 1,091 Þingbréf 1,160 öndvegisbréf 1,148 Sýslubréf 1.173 Reiöubréf 1,135 Heimsbréf 1,067 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA 6,10 6,40 5,45 5,67 2,30 2,39 1,75 1,85 1,58 1,66 2,32 2,40 1,62 1,70 4,00 4,20 1.55 1,60 1,73 1,80 5,45 5,70 2.55 2,65 1,00 1,05 5,77 6,00 2,38 2,50 1,35 1,42 4,00 4,20 2,15 2,25 1,00 1,05 1,05 1,09 0,995 1.047 1,06 1,11 2,52 2.65 Sjóvá-Almennar hf. Eimskip Flugleiðir Hampiöjan Hlutabréfasjóðurinn Eignfél. lönaöarb. Eignfél. Alþýðub. Skagstrendingur hf. Islandsbanki hf. Eignfél. Verslb. Oliufélagið hf. Grandi hf. Tollvörugeymslan hf. Skeljungur hf. Armannsfell hf. Fjárfestingarfélagið Útgerðarfélag Ak. Olis Hlutabréfasjóður VlB Almenni hlutabréfasj. Auðlindarbréf Islenski hlutabréfasj. Síldarvinnslan, Neskaup. (1) Við kaup á viöskiptavíxlum og viö- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðjs aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi/ kge.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.