Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 36
52 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. „íslendingar gætu smíðað Boeing-þotur" - segja flugvélasmiðimir Gunnar Jónsson og Kristinn Eggertsson Fyrsta raunverulega flugvélasmíðin á íslandi er hafin. Smíðin fer ekki fram í verksmiðju eins og einhverjir hefðu getað ímyndað sér heldur í blindkjallara undir málningar- og teppaverslun í Ingólfsstræti í Reykja- vík. Hún gæti allt eins farið fram í enn minna húsnæði. Það fullyrða aö minnsta kosti flugvélasmiðirnir, fé- lagarnir Gunnar Jónsson, doktor í lögfræði, og Kristinn Eggertsson kaupmaður. Báðir er þeir áhugamenn um flug og með einkaflugmannspróf. Þeir höföu keypt myndbandsspólu um smíði álflugvéla eftir teikningum VanGrunsvens, gamalreynds flug- manns í Oregon-fylki í Bandaríkjun- um. Það varð til þess að þeir ákváðu að riða á vaðið með smíði slíkra flug- véla á íslandi. Áhugi þeirra á flugi varð að alvöruástarsambandi þegar smíði á eigin vélum hófst, að því er þeir segja. Þeir benda á að TF-Ögn, sem blasir við þeim sem ferðast um flugstöð Leifs Eiríkssonar og smíðuð var á fjórða áratugnum af Gunnari Jónas- syni og félögum, sé stálgrind með striga. „Frá „agnar“-smíðinni hafa verið smíðaðar nokkrar flugvélar á íslandi en þær hafa allar verið stál- eða trégrindur með striga. Eftir að við hófum smíði RV-6 lágþekja um áramótin síðustu fylgdu Björn Thor- oddsen, Jóhannes Helgason og Árni Sigurbergsson flugstjórar í kjölfar- ið.“ Fræðingarnir frjósa á pappírsstiginu Helst segjast þeir félagarnir vilja að sem flestir hefji flugvélasmíði. „Það er mikiö atriði að fólk starfi með höndunum. Það er skelíilegt aö sjá ungt fólk í dag, það eru að rotna á því hendurnar af brúkunarleysi," segir Kristinn og bætir því við um leið og hann htur á félaga sinn að fáir hafi starfað jafnmikiö með hönd- unum og doktorinn. „En af hverju varð flugvélasmíði fyrir valinu?" „Af hverju ekki fyrr?“ spyr Gunnar á móti. „Við höfum byggt hús, skip og vélar. Hér er fjöldi fræðinga sem frýs á pappírsstiginu, þeir láta sér nægja aö lesa og íhuga í stað þess að framkvæma." Kristinn bendir á hinn mikla fjölda flugvirkja sem gengur um atvinnulaus. „Þetta væri kjörið verkefni fyrir þá.“ Félagamir viöurkenna að verkefn- ið sé óheyrilega stórt. Lágmarksáætl- un sé tvö þúsund vinnustundir. „Það er auðvitað þægilegt að gefast upp og svo sem allt í lagi ef menn standa upp aftur." Ótrúlegar hundakúnstir Sjálfir hafa þeir varið þrjú hundruð klukkustundum í smíðina og eru að ljúka við stélin. Þeir segjast vera búnir að vinna úr 2 kílóum af verk- lýsingum og 5 kílóum af teikningum. í upphafi pöntuðu þeir tíu kíló af verklýsingum, 15 kíló af teikningum, álþynnur og hnoð. Þeir höfðu reynd- ar aldrei hnoðað fyrr og leggja á það áherslu aö það sé betra að vera tveir RV-6 vélin á að þola álag sem svar- ar til nífaldrar eigin þyngdar. _ Kristinn Eggertsson og Gunnar Jónsson með stélin á RV-6 vélunum sinum semþeireruaðsmíða. DV-myndGVA Teikning að RV-6. við verkið en einn. Heildarkostnaður gæti orðiö tvær og hálf milljón króna. Aðspurðir um hvaða hluta vélanna þeir takist á við næst segja þeir að það verði vængirnir. Þeir leggja á það áherslu að verklýsingin stýri verk- inu frá hnoði númer 1 til hnoðs núm- er tólf þúsund. Ef farið er að huga að því hvað einmitt þessi vél hefur fram yfir aðrar þá benda Gunnar og Kristinn á myndbandsspóluna þar sem sýndar eru ótrúlegar hunda- kúnstir. Þetta er auk þess flugvél sem á að þola álag sem svarar til nífaldr- ar eigin þyngdar. Gætu smíðað þúsundirvéla Markaður fyrir slíkar vélar er tví- mælalaust fyrir hendi, að því er Gunnar og Kristinn fullyrða. „Það er ekkert til fyrirstöðu að Islendingar framleiði þúsundir slíkra véla á ári og meira að segja Boeing-þotur líka. Flugvélar í veröldinni eru ekki smíð- aðar í heilu lagi á sama stað eins og margir halda. Það er smíðaður bútur hér og bútur þar. Boeing-verksmiðj- an í Seattle í Bandaríkjunum eru samsetningarstöð frekar en flugvéla- verksmiðja.“ Þeir taka fram að þetta sé eins og með skipasmiðarnar undir stjórn Kaisers sem tekinn var úr bílaiðnað- inum í stríðinu og olli gjörbyltingu í skipasmíði. „Hann kunni ekki aö smíða skip en greip til samsetningar- aðferðar sinnar úr bílaiðnaðinum. Hann framleiddi Liberty-skipin svo- kölluðu sem meðal annars komu hingaö með hergögn. Gamlir skipa- smiðir fullyrtu að þessi skip væru ónýt og Kaiser sagði að það yrði að hafa það þó þau dygðu bara í 2 til 3 ferðir. Þessi skip reyndust vera sterk, samanber gamh Tröllafoss okkar. Línurnar eru skýrar. Það fá færri smáflugvélar en vilja. Framleiðsla þeirra er dottin út í verksmiöjum og maður sér það í bandaríska tímarit- inu „Trade a plane'* sem er biblían í kaupum og sölum á flugvélum og flugvélahlutum, að lítiö er til sölu.“ „Islendingar ættu í því iðnaðará- taki sem hlýtur að koma ef þessi þjóð ætlar ekki að fremja sjálfsmorð af vesalmennsku aö hefja flugvélasmíði til dæmis undir gæðaheitinu „Faber Islandicus“ sem er latína og þýðir íslenskur smiður. Það er miklu betra en að sletta ensku og skrifa „Made in Iceland". íslendingar notuðu lat- ínu jafnhliða íslensku í þúsund ár,“ segir að lokum þúsundþjalasmiður- inn Gunnar sem auk þess að smíða flugvél reisir hús og smíðar úr silfri afmiklumhagleik. -IBS Amsterdam á stórlækkuðu verði! Barajtjá Samvinnuferðum - Landsyn! Fimm dagar - fjórar nætur kr. 29.400 stgr. Sex dagar - fimm nætur kr. 31.640 stgr. flu/’vallarskattar og forfallatrygging ekki innifalin. Nú er rétt að grípa tækifærið á meðan það gefst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.