Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
Fréttir _________________________________________________J
Utandagskrárumræða vegna ummæla forsætisráðherra:
Dagur hinna stóru orða
í sölum Alþingis í gær
- Davíð Oddsson svaraði ekki Qórum spumingmn Steingríms J. Sigfússonar
í gær áttu sér enn einu sinni staö
umræður utan dagskrár á Alþingi
vegna ummæla sem Davíö Oddsson
forsætisráðherra hefur látið falla.
Nú var það Steingrímur J. Sigfússon
sem krafði forsætisráðherra svara
vegna þess sem hann sagði í útvarp
og sjónvarp um Alþingi, það væri
klúbbur, eins og gagnfræðaskóli, al-
þingismenn sem störfuöu illa og fyrr-
verandi ráðherrar með fráhvarfsein-
kenni. Steingrímur rakti ummæli
Davíðs og bar fram eftirfarandi flór-
ar spumingar tii hans.
Spurningar Steingríms
1. Lýsa þau ummæli, sem forsætis-
ráðherra hefur viðhaft utan þings,
raunveruiegum viðhorfum hans til
Alþingis?
2. Er forsætisráðherra reiðubúinn
til að staðfesta þessi ummæli hér,
innan veggja Alþingis, eða vill hann
draga þau tii baka og ef svo er, mun
hann þá biðjast velvirðingar á þeim?
3. Telur forsætisráöherra, sem setið
hefur á Alþingi samtais í rúmar tíu
vikur, sem aldrei hefur verið
óbreyttur þingmaður, sem aldrei hef-
ur starfað í þingnefnd, sig hafa næga
reynslu til að kveða upp dóma um
störf þingsins?
4. Hyggst forsætisráðherra
rökstyöja þau ummæli sín að fráfar-
andi ráðherrar geti ekki sinnt störf-
um sínum með eðliiegum hætti sök-
um fráhvarfseinkenna eöa vill hann
draga ummæli sín til baka og ef svo
er mun hann þá biðj'ast velvirðingar
á þeim?
Svar Davíðs
Davíð Oddsson forsætisráðherra
kom næstur í ræðustól og sagði: „Ég
held aö fyrirspyijanda sé ljóst að á
þeim tíma sem ég hef til umráða get
ég ekki svarað öllum þessum spum-
ingum. En ég vil segja almennt um
þetta tilefni. Eg hef lýst þeirri skoðun
minni, og stend við hana, að ég hef
á marga lund orðið fyrir vonbrigðum
með málatilbúnað og þá ekki síst
stjómarandstöðunnar hér á Alþingi.
Mér hefur fundist og kannski finnst
þessi atburður núna vera talandi
tákn um það með hvaða hætti menn
vilji, sumir hveijir, að þingstörf fari
fram. Fundardagar þingsins hafa
veriö 33 og þingfundatími alls 149
klukkustundir. Þar af þingskapa-
umræður, sem eöh málsins sam-
kvæmt athugasemdir við stjóm for-
seta eða annað þess háttar, staðið í 9
klukkustundir rúmar og utandag-
skrámmræður í næstum 35 klukku-
stundir á þessum tíma. Og það kemur
fram að stjómarandstaðan hefur
hafið utandagskrárumræður 14
sinnum á þessum tíma og þingskapa-
umræður 126 sinnum á þessum
skamma tíma. Stjórnarsinnar, utan-
dagskrárumræða tvisvar, þing-
skapaumræður 49 sinnum. Menn sjá
á þessu með hvaöa hætti þessi störf
hafa verið og ég get ekki sagt að ég
telji og ég hef lýst því að ég tel stjórn-
arandstöðuna í upphafi þessa þings
hafa farið með mjög ómálefnalegum
hætti. Þetta er mín skoðun og ég
held að flestir sem fylgjast með séu
þeirrar skoöunar. Það er rétt hjá
málshefjanda aö ég hef ekki setið
lengi á þingi. Ég var þó þingfrétta-
maður í eitt ár fyrir Morgunblaðiö
og þingsjármaður fyrir útvarpið um
tíma. Ég sé mikinn mun á málatil-
búnaði hér í haust frá því sem þá
var. Mér hefur ekki fundist sá mála-
tilbúnaður vera stjómarandstöðunni
til sóma.“
Stóru orðin taka að falla
í kjölfar þessa komu þingmenn
hver af öðrum í ræðustól og stóru
ingi Björn Albertsson svaraði Davið
um eitt eintak af þingskapalögunum.
orðin tóku að falla. Ólafur Þ. Þóröar-
son hafði það eftir Matthíasi Bjarna-
syni að forsætisráðherra hefði fengiö
högg í höfuðið og það væri alvarlegt
Oddssyni forsætisráðherra og gaf hon-
DV-mynd GVA
mál fyrir þingjð að búa viö afleiðing-
ar þess. Anna Ólafsdóttir Björnsson
sagði hvem mann tala út frá sínum
reynsluheimi og hjá forsætisráð-
herra væri hann gagnfræðaskóli,
klúbbur og fráhvarfseinkenni. Ami
Johnsen varði forsætisráðherra og
sagði óeðhlega stöðu á Alþingi. Guð-
mundur Bjamason sagði Davið hafa
misboðið sér með ummælum sínum
um þingið og þingmenn. Geir H.
Haarde sagði að sannleikanum yrði
hver sárreiðastur. Svavar Gestsson
sagði forsætisráðherra vera alvar-
legasta vandamál þingsins, honum
og ríkisstjóminni hefði mistekist allt.
Eiður Guðnason sagði þetta þarfa
umræðu en hann mótmælti orðum
Svavars Gestssonar. Jón Helgason
sagði forsætisráðherra hafa ráðist á
þingið og gert lítið úr því. Ingi Björn
Albertsson sagði engan hafa tafið
þingstörf jafnmikið og forsætisráð-
herra með ósönnum ummælum.
Hann sagði ummæli hans á rás 2 á
fimmtudag hafa veriö ódrengileg.
Hann benti forsætisráöherra á setn-
inguna „Sannleikurinn mun gera
yður fijálsa". Síðan gaf Ingi forsætis-
ráðherra eintak af þingskapalögum.
Sturla Böðvarsson varði Davíð og
sagði hann dreginn inn í umræðuna.
Ólafur Ragnar sagði forsætisráð-
herra engu svara spurningum
manna á þingi en þess í stað færi
hann í fjölmiðla og svívirti þingið og
þingmenn.
Að lokum kom Steingrímur J. upp
og sagðist ekki geta þakkað forsætis-
ráðherra svörin, þau hefðu engin
verið, aðeins enn frekari árásir á
þingmenn. Davíö sagöi fáein orð í
lokin, þar á meðal að hann hefði ekki
verið með neinar árásir. Hann skaut
þó á Ólaf Ragnar. Þá um leið urðu
menn enn reiðari og upphófst þá
þingskapaumræða sem lauk með því
að Olafur Ragnar bað forseta þings-
ins aö fresta fundi svo hægt væri að
koma ró á þingheim og var það gert.
-S.dór
Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis:
Endurskoða má ýmislegt
í þingskapalögunum
- margt hefur breyst viö þaö að Alþingi varö ein deild
„Þaö fer ekkert á milli mála að
ýmislegt hefur breyst við það að Al-
þingi var gert að einni deild. Nú erum
viö aUa daga og öllum stundum í
einxú málstofu. Áöur fóru utandag-
skrárumræður og þingskapaumræð-
ur fram í sameinuðu þingi. í deildun-
um vorum við að vinna á annan hátt.
Það heyrði til algerrar undantekn-
ingar að í deildum færu fram utan-
dagskrárumræður. Nú eru mun
fleiri tækifæri fyrir þingmenn að
fara fram á slíkar umræður, það
tækifæri er til staöar alla daga. Þessu
mega menn ekki gleyma, þetta er
bara staðreynd málsins. Áð auki er
hér sterk stjórnarandstaða sem nýtir
sér þessi tækifæri," sagði Salome
Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, um
þær miklu utandagskrár- og þing-
skapaumræður sem fram hafa farið
í haust.
Hún sagði að nú væri ekki hægt
að vinna á tveimur stöðum við að
koma málum til nefnda eins og var
meðan tvær deildir voru í þinginu.
Þá var skipt á milli deildanna að taka
frumvörpin fyrir. Það tæki lengri
tíma nú að koma málum til nefnda.
Aftur á móti tæki nú mun styttri tima
að afgreiða mál þegar það kemur til
baka úr nefndunum. Nú þarf ekki
aö senda málin á milli deilda eins og
var og þá fóru fram sex umræður
um hvert mál, nú eru þær bara þijár.
- Þykir þér, í ljósi þess hvernig gang-
urinn hefur verið í þinginu í haust,
að taka þurfi þingskapalögin til end-
urskoðunar vegna einnar þingdeild-
ar?
„í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við
það að menn endurskoöi þau ákvæði
þingskapalaganna sem var breytt
þegar þingið var gert að einni deild,
með tílliti reynslunnar eflir þennan
vetur.“
-S.dór
Einar Guðfíimsson hf.:
Beðið eftir úttekt Byggðastof nunar
„Við eigum von á að úttekt
Byggðastofnunar á stöðu Einars
Guðfinnssonar hf. liggi fyrir eftir
helgi. Það mun ekkert gerast í við-
ræðum bæjarins og EG fyrr en hún
liggur fyrir,“ segir Ólafur Kristj-
ánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.
„Ein af þeim hugmyndum, sem
ég hef reifað en hefur enn ekki ver-
ið rædd við forsvarsmenn EG, er
að bæjarsjóður taki yfir lán fyrir-
tækisins hjá Atvinnutrygginga-
sjóði sem er upp á rúmar 320 millj-
ónir króna. Að okkar mati er það
eðlilegra að breyta láninu í víkj-
andi lán fyrir byggðarlagið í heild
heldur en fyrir fjölskyldufyrirtæki.
Bærinn mun standa undir láninu
verði þaö veitt til margra ára og
ef við borgum enga vexti eða af-
borganir af því strax.“
Verði hugmyndin að veruleika
mun bæjarsjóðiu- eignast meiri-
hlutahlutafjáríEG. -J.Mar
ísafjördur
idárkn
Akufeýrí
Stykkishóli
Borgarnes
Reykjavík
'kjubæjarklaustur
ASTAND VEGA
- aðvörun frá Vegagerð ríkisins um ófærð á fáförpupi leiðum —
Höfn
Ettirl. desember má búast við að vegir innan svörtu línanna séu iiifærir eða
ófærir vegna snjóa. Eftirað teiðir á þessum svæðum lokast verða þær ekki
opnaðar attur fyrrenað vori.
Vegagerð ríkisins:
Varar við ófærð
á f áförnum vegum
Vegagerðin hefur sent frá sér kort
yfir illfæra vetrarvegi. í frétt sem
fylgir kortinu segir að eför að leiðir
á umræddum svæðum lokast verði
þær ekki opnaðar aftur fyrr en næsta
vor. Vegagerð ríkisins varar vegfar-
endur við að feröast um fáfarna vegi
yfir vetrarmánuðina. Hætt sé við að
þessir vegir séu illfærir eða ófærir
vegna snjóa.
Hjá Vegagerðinni í Reykjavík og
þjónustustöðvum hennar úti á landi
fást ætíö upplýsingar um færö á veg-
um landsins. Éru vegfarendur hvattir
til að kynna sér ástand vega áður.en
lagteruppítvísýnferðalög. -kaa