Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 68
Frjálst,ohaö dagblaö LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Selur hlut sinn í tog A W I ■ aranum noimanasi reynir að selja loðnuskip úr landi „Viö erum að selja hlut okkar í ; Hólmanesinu og kaupandinn er Kaupfélag Héraðsbúa en það og hraðfrystihúsið hafa átt skipið saman. heir yfirtaka okkar hlut en við skiptum 2200 tonna k vóta skips- ins á milli okkar,“ segir Aðalsteinn Jónsson, framkvæmdastióri Hrað- frystihúss EskiSarðar. „Það hefur ekki komið neitt ann- að til greina en aö kvótanum verði skipt. Kaupfélagið ætlar svo aö reyna að kaupa sér viðbótarkvóta. Þeir fá skipið ódýrt en heildarverð þess eru rúmar 100 milljónir.“ Loðnuskipið Hólmaborg er til sölu og á að reyna að selja það úr landi. Skipið hefur haft mestan loðnukvóta allra skipa í flotanum á undanförnum árum. Mestur hef- ur kvóti þess orðið 24 þúsund tonn af loönu. Ef af sölu Hólmaborgar- innar verður mun kvóti hennar færast yfir á Jón Kjartansson og Guðrúnu Þorkelsdóttur. Að undanfomu hafa hlutabréf að andvirði 30 milljónir króna í Hrað- frystihúsi Eskiöarðar verið til sölu hiá Landsbréfum. Hafa bréf fyrir um 10 mílljónír króna selst. Aðalsteinn kveður söluna á skíp- unum standa í beinu sambandi við minnkandi aflakvóta og hagræð- ingu i rekstri. „Það eru allir í vanda, ekki síst þeir sem eru með 50 til 60 prósent af rekstri sínum í loðnuveiöum og bræðslu. Það er bannað að veiða loðnu núna. Það geta þvi allir ímyndað sér hvort ekki er vandi á höndum hjá loðnuverksmiðjunum á meðan bannið er í gildi," segir Aðalsteinn. -.J.Mar Eignir þrota- búsins seld- ar á uppboði Það var kátur hópur sem kom í Háskólabíó í gær. Þar voru komin á annað þúsund börn úr fimmta og sjötta flokki i handknattleik á opnunarhátíð umfangsmikils handknattleiksmóts. Mótiö fer fram í íþróttahúsum Seljaskóla og Fjölbrautaskólans i Breiðholti dagana 29. nóvember til 1. desember. DV-mynd Brynjar Gauti Eignir Fiskeldis Grindavíkur hf. hafa verið seldar á uppboði. Stafni hf. var slegið seiðahús á Húsatóftum á 5,4 milljónir króna. Það fyrirtæki átti veð í eldishúsinu. Landsbankan- um var slegið einbýlishús á sama stað á eina milljón króna. Fram- kvæmdasjóður keypti síðan fisk- eldiskerin að Brunnum á 800 þúsund. Fiskeldi Grindavíkur var lýst gjaldþrota 24. júlí síðasthðinn. Fyrir- tækið var upphaflega tvær stöðvar, Eldi hf. á Húsatóftum og Fiskeldi Grindavíkur hf. við Brunna. Lýstar kröfur í búið námu samtals 277 milljónum króna. Stærstu veð- kröfurnar eiga Landsbankinn með tæpar 80 milljónir, Fiskveiðasjóður með 75,5 milljónir og framkvæmda- sjóður með rúmar 60 milljónir. -JSS Veðrið á sunnudag og mánudag: Víða rigning á morgun 4 4 4 4 4 4 4 4 Á morgun, sunnudag, verður hvöss sunnan- og suðaustanátt og rigning víða um land. Hiti verður á bilinu 3-7 stig. Á mánudag veröur vestlæg átt, nokkuð hvöss norðaustanlands, él á Vestur- og Norðurlandi en léttskýjað suðaustantil. Kólnandi veður. Hafir þú ábendinqu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Preifing: Simi 27022 LOKI Við treystum því að Alli ríki standi undirnafni. Bláfjöll: Ennvantar herslumuninn „Það vantar herslumuninn að við getum opnað í Bláfjöllum lun helg- ina,“ sagði Þorsteinn Hjaltason er DV spurði hann hvort opnað yrði um helgina. Þorsteinn sagöi að talsverður snjór hefði safnast í skjóh við hæðir. Fjall- ið væri hálfhulið snjó en „þunnt á því víða“. Því þýddi ekkert að opna lyfturfyriralmenningenn. -JSS Fiskeldi Grindavíkur hf. Sjóslysið við Grindavík: Fjórirafskipverj- ^ unumaf Eldhamri jarðsungnirídag Fjórir af skipverjunum fimm, sem fórust þegar Eldhamar GK13 strand- aði á fostudagf í síðustu viku, verða jarðsungnir í Grindavík og á Blöndu- ósi í dag. Fimmti skipverjinn sem fórst verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju á mánudag. í Grindavíkurkirkju verða þrír af mönmmum jarðsungnir í dag klukk- an 14.00. Það eru Ámi Bemharö Kristinsson, 32 ára skipstjóri, sem lætur eftir sig eiginkonu og tvö böm, Bjarni Guðbrandsson, 31 árs vél- stjóri, sem lætur eftir sig eiginkonu og þijú börn og Sigurður Kári Pálma- . son, 27 ára matsveinn, sem lætur eft- ir sig eiginkonu og tvö böm. Þessir menn vora allir búsettir í Grindavík. Hilmar Þór Davíðsson, 24 ára véla- vörður, verðm- jarðsunginn í Blönduóskirkju klukkan 14 í dag. Hann lætur efdr sig eiginkonu og eitt barn. Kristján Már Jósefsson, 25 ára há- seti, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju klukkan 13.30 á mánu- dag. Kristján Már var ókvæntur og bamlaus. -ÓTT miiflíiei Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14—17 TM-HUSGÖGN SÍÐUMl’JLA 30 SÍMÍ 686822
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.