Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Sérstæð sakamál í símaklefanum iö var að fjórtánda bíleigandanum fór málið að skýrast. Sá reyndist vera Raymond Beck- ett frá Dunstable í Bedfordshire. Beckett var tuttugu og eins árs og tæplega sexfetungur. Hann átti grænan skutbíl af þeirri gerð sem leitað var og hafði átt hann ári áð- ur, þegar morðið var framið. Bíllinn skoðaður Beckett var beðinn að vísa á bíl- inn og gerði hann það. Skráningar- númeriö kom heim og saman viö það sem tölva bifreiðaeftirlitsins hafði að geyma og reyndist platan vera snjáð. Það vakti hins vegar athygli að miðtalan, sú sem Mary hafði ekki getað nefnt, hafði nýlega verið endurnýjuð og stakk því mjög í stúf við hinar. Þá var beygla aftan á bílnum. Beckett var nú skýrt frá þvi að hann væri grunaöur um morð í Leighton Buzzard ári áður og tek- inn til yfirheyrslu. Hann neitaði að vita nokkuð um það sem gerst hafði í verslun frú Morgan og hélt því reyndar fram að hann hefði alls ekki verið í bænum á morðdaginn eða yfirleitt um það leyti sem ódæð- ið var framið. í fyrstu var ekki hægt að hrekja þessa fullyrðingu Becketts en svo kom einum rannsóknarlögreglu- mannanna í hug að ræða við stöðu- mælaeftirlitið. Kom þá í ljós að stööumælavörður hafði komið að bíl Becketts við verslunarmiðstöö í Leighton Buzzard á sjálfan morð- daginn. Var mælirinn útgenginn og skrifaði vörðurinn sektarmiða. Afrit hans hafði síðan farið í skjala- safn og kom nú að góðum notum. Saga hins seka Er fyrir lá að Beckett hafði sagt ósatt er hann sagðist ekki hafa ver- ið í Leighton Buzzard ágústdaginn örlagaríka þegar frú Morgan var myrt var sem hann félli saman. Svo gerði hann játningu sína. Hann sagðist hafa verið í inn- kaupaferð í bænum umræddan dag og rétt fyrir lokunartíma hefði hann komið inn í verslun frú Morg- an. Hún hefði þá staðið vð peninga- kassann með í höndunum þá pen- inga sem í honum hefðu verið. Þetta hefði virst álitleg fjárhæð og sagðist Beckett ekki hafa staðist freistinguna. Hann hefði slegið frú Morgan í höfuðið en höggið hefði orðið þyngra en hann hefði reiknað með. Sár hefði komið á höfuð henn- ar og blóð slest á fót sín. Hann hefði ekki viljað láta það sjást og því heföi hann þrifið regnfrakka sem var til sölu í versluninni, klætt sig í hann, tekið peningana og hlaupið út á götu. Rannsóknarlögreglumennimir skýrðu Raymond Beckett ekki frá þvf hvernig þeir hefðu haft upp á honum. Var honum það lengi vel mikið umhugsunarefni. Beckett fékk langan dóm en ekki þykir loku fyrir það skotiö að hann fái síðar reynslulausn. Morðið var framið skammt frá þar sem Mary stóð. Hún sá morð- ingjann flýja en gat þó aðeins gefið ófullkomna lýsingu á honum því hún sá hann í gegnum rúðu. Þótt rannsóknarlögreglan gerði sitt besta til að nýta sér framburðinn dugði hann ekki til að vísa á ódæð- ismanninn. En svo kom fram óvenjuleg hugmynd sem bar góðan árangur. í símaklefa Þetta hafði verið hlýr og sólríkur dagur í ágústbyrjun. Það var frið- sælt að vanda í bænum Leighton Buzzard á Englandi. Viðskiptavin- ur gekk inn í fataverslun frú Carol Morgan, fimmtíu og sex ára gam- allar konu, og varð gripinn skelf- ingu. Frú Morgan lá blóðug á gólf- inu. Peningakassinn stóð opinn og ekki var að sjá að í honúm væru. neinir peningar. Viðskiptavinurinn hringdi þegar í stað á sjúkrabíl og gerði lögreglu aðvart. Nokkrum mínútum síðar var frú Morgan flutt á sjúkrahús en hún var svo illa leikin að hún lést á leiðinni þangað. Hún hafði verið slegin í höfuðið og hafði kúp- an brotnað. Rannsóknarlögreglan tók málið þegar í sínar hendur og var allur tiltækur mannafli fenginn til að reyna að komast til botns í málinu. Blöðum, útvarpi og sjónvarpi var skýrt frá einstökum atriðum morðsins ef vera kynni að þaö yrði til að einhver sem orðið hafði vitni að morðinu eða séð eitthvað grun- samjegt gæfi sig fram. Aðeins ein manneskja lét í sér heyra. Þaö var Mary Wilkins, tuttugu og tveggja ára. Hún gat skýrt rannsóknarlög- reglufulltrúanum Brian Pickett frá því að hún hefði verið í símaklefa um fjögur hundruð metra frá versl- uninni um það leyti sem morðið var framið. Hún hefði staðið í hon- um á tali við vinkonu sína er hún hefði skyndilega séö ungan mann hlaupa út úr verslun frú Morgan. Hefði hann haldið á tveimur plast- pokum. Frásögn Mary Það sem vakti sérstaka athygli Mary, sagði hún, var að ungi maö- urinn var íklæddur regnfrakka þótt sól væri. Þetta fannst henni undarlegt. Þá var greinilegt að manninum, sem hún taldi á þrí- tugsaldri og tæplega sexfetung á hæð, lá mikið á. Hann hljóp að skutbíl sem lagt hafði verið skammt frá versluninni, kastaði plastpokunum í aftursætið en sett- ist síðan undir stýri og ók af stað á miklum hraða. Mary gat hins vegar ekki gefið þaö nákvæma lýs- ingu á skutbílnum að hún kæmi að nokkru gagni við aö fmna hann. Þrívegis enn var Mary yfirheyrð en í hvert sinn fór á sömu leið. Hún gat engu bætt viö upphaflega frá- sögn sína. Heilt ár leið nú án þess að lögreglan yrði nokkurs vísari. í raun mátti segja að hún stæði Dávaldurinn bað hana að leiða hugann að deginum er morðið var framið. Rannsóknarlögreglumenn- irnir sátu með minnisbækur sínar á hnjánum og penna í hendi. „Mary, ég bið þig um að segja mér allt sem þú getur um manninn sem þú sást hlaupa fram hjá þér þegar þú stóðst í símaklefanum og að bílnum sem stóð við gangstéttar- brúnina," sagði dávaldurinn. Hægt og rólega byrjaði Mary nú að segja frá. „Ég hringi til vinkonu minnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hennar. Skyndilega sé ég mann hlaupa hratt hjá. Þótt það sé hlýtt úti og sóhn skíni er hann í regnfrakka. Nokkra metra frá símaklefanum staðnæmist hann við bíl, opnar dymar...“ Ný atriði koma fram Er hér var komið var sem Mary gæti ekki haldið frásögn sinni áfram. Þá sagöi dávaldurinn: „Hugsaðu þig vandlega um. Hvað geturðu sagt mér um bílinn?" „Bíllinn er grænn,“ sagði Mary þá rólega. „Þaö er skutbíll. Grænn á lit. Ford Cortina." Nú þagnaöi hún aftur en hélt svo áfram. „Plat- an með númerinu er mjög snjáð og það vantar eina af tölunum. En Mary Wilkins. nokkurn veginn-í sömu sporum og í upphafi rannsóknarinnar. Voru ýmsir farnir að telja að málið yrði aldrei upplýst. Þetta var Brian Pickett áhyggjuefni og margoft íhugaði hann hvað til ráða væri. Loks fékk hann hugmynd sem var vægast sagt óvenjuleg en þegar hann hafði skýrt hana fyrir sam- starfsmönnum sínum kom þeim saman um að hún væri þess virði að reyna hana. Dáleiðslan Hugmynd Picketts var sú að fá Mary Wilkins til að gangast undir dáleiðslu ef vera kynni að undirvit- undin hefði greint fleiri atvik en fram höfðu komið hjá þessu eina vitni. Hún hafði séð morðingjann og bíl hans og vera mátti að ekki vantaði mikið á að frásögn hennar nægði til að vísa á hann. Mary féllst á hugmynd Picketts en þó með því skilyrði að hún yrði dáleidd heima hjá sér. Var nú leitað til manns sem hafði dáleiðslu að atvinnu. Var ákveöin stund og komu þá saman á heimili Mary, auk hennar sjálfrar, þrír rann- sóknarlögreglumenn og móöir hennar. Síðan var Mary dáleidd og áður en langt um leið var hún kom- in í djúpan dásvefn. Frú Carol Morgan. Raymond Beckett númerið er EKT 1-6L. Þaö er mið- talan sem vantar. Svo er beygla aftan á bílnum." Rannsóknarlögreglumennirnir voru mjög ánægðir með það sem fram kom hjá Mary í dáleiðslunni. Dávaldurinn vakti hana því. Hún virtist undrandi þegar hún vaknaöi og spurði: „Hvenær byrjum við?“ „Því er lokið, Mary,“ svaraði einn rannsóknarlögreglumannanna vingjamlega, „og þú hefur orðið okkur að miklu liði.“ Leitin að bílnum Þegar þremenningamir komu aftur á lögreglustöðina hófst leitin að bílnum. Byrjað var á að kanna tölvuskrá bifreiðaeftirlitsins og þegar gerður var samanburður á skráningarnúmerinu ófullkomna sem Mary hafði nefnt og grænum Ford Cortina-skutbílum sem vom meö númer sem svarað gátu til þess reyndust sautján bílar koma til greina. Var nú leitað til eigendanna, eins á eftir öðrum, og kannaður aldur þeirra, hveijir hefðu getað ekið bíl- unum á þeim tíma þegar morðið var framið og annað sem máli þótti skipta. Lengi vel bar þetta engan árangur annan en þann að útiloka þá sem rætt var við. En þegar kom-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 275. tölublað - Helgarblað (30.11.1991)
https://timarit.is/issue/193773

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

275. tölublað - Helgarblað (30.11.1991)

Aðgerðir: