Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 50
62
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
Trimm
Fimmtugurframhaldsskólakennari með svartabeltið í karate:
Held áfram eins
- segir Gérard Chinotti
í karate er maöur alltaf að læra Auövitað gerðu vinnufélagarnir Karate byggist í raun á tvennu.
eitthvað nýtt. DV-mynd JAK smá grín og gera enn. En það er Kata og Kumite. DV-mynd JAK
allt í góðu. DV-mynd GVA
„Eg byijaði fyrir sjö eða átta
árum í karate. Ég veit nú ekki ná-
kvæmlega af hverju ég fór af stað
en ég vildi allavega hreyfa mig eitt-
hvað og mér fannst leiðinlegt að
vera bara í leikfimi eða einhverju
þess háttar. Ég vildi jafnframt læra
eitthvað í leiðinni og í karate lærir
maður margt og er einnig alltaf að
læra eitthvað nýtt. Ég var aldrei
of þungur og það var því ekki
ástæðan heldur hitt að ég vildi gera
eitthvaö líkamlegt," sagði Gérard
Chinotti, karate-maður og fram-
haldsskólakénnari, í samtali við
DV.
Ekki bara
fyrir unga menn
Gérard er rólegur í fasi þegar
hann tekur á móti útsendurum DV
og leiðir þá til stofu í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ en þar hefur
starfsvettvangur hans veriö und-
anfarin tíu ár viö kennslu. Klæða-
burðurinn og framkoman er eins
og við er að búast hjá manni í hans
stöðu og þegar kappinn er sestur í
kennarastólinn og kominn með
kaffibolla í höndina er komin fram
ijóslifandi mynd af „dæmigerðum
kennara". Það er þó eins gott að
reita ekki þennan kennara til reiði
því hætt er við að nemendurnir
færu halloka í þeim viðskiptum
enda er Gérard vel að sér í karate
og hefur svarta beltið til vitnis um
þaö.
„Fólki fannst nú ekkert sérstakt
um það þó ég færi að æfa karate.
Sumir hugsuðu kannski að ég væri
eitthvað skrítinn og auðvitað geröu
vinnufélagarnir smá grín að mér
og gera enn. En það er allt í góðu
lagi. Reyndar hafa margir rangar
hugmyndir um karate og t.d. er
þetta ekki bara fyrir unga menn.
Karate byggist í raun á tvennu.
Annars vegar Kata sem eru ákveð-
in kerfi, högg og hreyfmgar o.s.frv.
Svo er náttúrlega Kumite sem er
bardaginn sjálfur."
S U Z U K I
Reykjavik: Suzuki bílar hf., Gym
80, Stúdíó Jónínu og Ágústu,
Ræktin og World Class.
Kópavogur: Alheimskraftur
Hafnarfjörður: Hress
Keflavík: Líkamsrækt Önnu Leu
og Bróa,
Æfingastúdíó og Perlan
Akureyri: Dansstúdíó Alice
ísafjörður: Studio Dan
Sjálfstraust
og jafnvægi
Gérard er greinilega á heimavelli
þegar karate er annars vegar og
ekki spillir að viðtalið á sér stað í
kennslustofunni hans. Japönsk orð
sem hljóma ókunnuglega í eyrum
blaðamanns eru rituð á töfluna og
ekki laust við að honum finnist sem
um einkatíma sé að ræða þar sem
setið er á fremsta bekk í gluggaröð-
inni.
Gérard er sjálfum ekkert voða-
lega mikiö gefið um keppni í grein-
inni og hann eyðir ekki miklum
tíma í að spjalla um það. Hann seg-
ir þetta alveg eins íþrótt fyrir aUa
og þá ekkert síður fyrir konur en
karla. Iðkun hans gerir það að
verkum að líkamsformið er gott og
einnig veitir þetta ákveðiö öryggi.
í því sambandi nefnir hann sjálfs-
traust og jafnvægi. Karate segir
hann vera ekkert síður andlega
íþrótt en líkamlega og það eigi
reyndar við um aðrar greinar líka.
Aö lemja
fólk meö stæl
„Karate er að læra að lemja fólk
með stæl en maður gerir það auð-
vitað ekki í raunveruleikanum. Ég
gæti t.d. afgreitt þig hér á fimm
sekúndum ef því væri að skipta,"
segir Gérard þegar hann er spurð-
ur hvort karate sé slagsmálaíþrótt.
Hann sýpur á kaífinu við svo búið
og blaðamanni léttir mikiö enda
ekki fýsilegur kostur að takast á
við mann sem hefur svarta beltið
í karate. Gérard er þó hógværðin
uppmáluð og virðist mikið ljúf-
menni og blaðamaður áræðir því
að halda viðtalinu áfram.
„Það er búin að vera ákveðin
stígandi í þessu hjá mér síðan ég
byrjaði. Ég er í mjög góðu formi
og get yfirleitt gert meira en unga
fólkið sem er að byrja. Strákarnir
sem eru um tvítugt eru þó auðvitað
sneggri en ég en það er bara eðli-
legt. Þolið hjá mér er þó tvímæla-
laust miklu betra en þegar ég byrj-
aði fyrir sjö eða átta árum og þá
var ég þó yngri sem því nemur.“
Innri ró og útrás
Gérard segist hafa fengið mikið
út úr karate og þá ekki síst innri
ró og þá geti þetta verið mjög hent-
ugt fyrir þá sem vilja fá útrás. Sjálf-
ur æfir hann þrisvar í viku með
karatedeild Fylkis og hefur eitt-
hvað fengist við þjálfun líka. Hann
segist alltaf reyna að æfa reglulega
og gildir þá einu hvort hann er
staddur í vinnu hérlendis eða er-
lendis en Gérard hefur starfað sem
fararstjóri á Spáni undanfarin
sumur.
„Þegar ég byrjaði hugsaði ég auð-
vitað ekkert út í svarta beltið. En
það var ánægjuleg tilfinning þegar
ég fékk það í síöasta mánuði enda
var maður búinn að leggja á sig
mikla vinnu og æfa lengi. Þetta er
eins og. allt annað, stundum er
gaman í þessu og stundum ekki.
Ég hef þó aldrei verið á því að gef-
ast upp og ég er ákveðinn í að halda
áfram eíns lengi og ég get.“
Afi í greininni
Gérard var ekki sá eini sem fékk
svarta beltið í karate í síðasta mán-
uði. Þorleikur Karlsson, leikmuna-
vörður hjá Leikfélagi Reykjavíkur,
fékk einnig svarta beltið í sína
vörslu en hann er íjórum árum
yngri en Gérard. Það er því greini-
legt á öllu að mönnum á „þessum
aldri“ eru ýmsir vegir færir í
íþróttaheiminum. Gérard veit ekki
um eldri menn sem eru í þessu og
segir sjálfur á léttum nótum aö
hann sé nokkurs konar afi í grein-
inni.
Nemendur Gérard vita flestir af
áhugamáli hans og sjálfsagt hafa
ýmsar glósur fengið að fljóta út í
loftið en hann segir þær á léttum
nótum og neitar alfarið að hafa tek-
ið nokkra syrpu fyrir nemendur
sína sem og að hafa beitt kunnáttu
sinni á þá þó stundum væri
kannski þörf á því!
-GRS