Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
15
Hafiö hefur löngum reynst íslend-
ingum gjöfult. Enda er velferö þjóð-
arinnar reist á þeim auði sem
finnst í sjávardjúpinu.
En Ægir er einnig miskunnar-
laus. Því fengu landsmenn enn
einu sinni að kynnast fyrir rúmri
viku þegar fimm sjómenn létu lífið
í hörmulegu sjóslysi við Grindavík.
Nánustu ættingjar sjómannanna,
vinir þeirra og kunningjar, kveðja
þá í dag hinstu kveðju. Og þjóðin
öll tekur þátt í sorg ástvinanna og
sendir þeim innilegar samúðar-
kveðjur. Þannig hlýtur það ávallt
að vera í þessu eyríki þar sem sam-
félagið byggir afkomu sína á því
sem dugmiklir sjómenn geta dregið
úr djúpi hafsins.
íslendingar lifa á fiski. En það er
langt í frá að ísland sé nú það fiski-
mannasamfélag sem áður var
vegna þeirrar grundvallarbreyt-
ingar sem orðið hefur á atvinnu-
háttum þjóðarinnar á þessari öld.
Áður fyrr héldu flestir ungir
menn, sem ekki voru bundnir við
bú sín, til útgerðarstaða á vertíðum
og sóttu sjóinn. Nú eru sjómenn
einungis lítill hluti þjóðarinnar,
fáein þúsund. Og varla mun þeim
fjölga í nánustu framtíð því nú
stefnir í enn minni afla og þar af
leiðandi, væntanlega, færri fiski-
skip.
Eitt hefur þó lítið breyst í tímans
rás. Þrátt fyrir miklar framfarir í
smíði og búnaði fiskiskipa er sjó-
mennskan enn sem fyrr hættulegt
starf. Ægir krefst fóma á hveiju
ári. Ekkert virðist geta komið í veg
fyrir einhver slys a sjó - frekar en
í umferðinni á landi eða í lofti.
Öflugustu
björgunartækin
Hins vegar er ljóst að með því að
bæta stöðugt öryggisbúnað um
borð í fiskiskipunum, og hjá björg-
unaraðilum í landi, er nú hægt aö
bjarga sjómönnum úr sjávarháska
við aðstæður sem áður fyrr voru
vonlausar.
í þessu felst sú mikla b'reyting
sem þrátt fyrir allt hefur orðið í
öryggismálum sjómanna á síðustu
áratugum - ekki síst fyrir forgöngu
og kröftuga baráttu þeirra sjálfra.
Og þar skipta þyrlurnar sköpum.
S^gfgÉ
■ ■
ittji
Þyrla Landhelgisgæslunnar við björgunaræfingu. Þyrlur eru öflugustu björgunartæki sem völ er á og hafa
bjargað fjölda mannslífa. DV-mynd
Þá koma líka andstæðurnar innan
flokksins glögglega í ljós.
Tveir flokkar?
Innan þingflokks sjálfstæðis-
manna eru tvö andstæð sjónarmiö
ríkjandi. Þar takast á fulltrúar höf-
uðborgarsvæðisins annars vegar
og landsbyggðarinnar hins vegar,
talsmenn markaðshyggju og fyrir-
greiðslu; já, „fijálshyggjumenn" og
„framsóknarmenn" ef málið er
rækilega einfaldað.
Þessa óliku arma innan flokksins
greinir á um ýmis grundvallaratr-
iði í landsstjórninni.
Dæmi:
Á að grípa til beinna aðgerða til
þess að aðstoða fyrirtæki, til dæmis
í sjávarútvegi, eða halda fast við
þá skoðun að timi „sértækra að-
gerða“, eins og það heitir á nýjasta
stofnanamálinu, sé liðinn?
Á að styöja byggðarlög úti á landi
áfram með fjárveitingum úr opin-
berum sjóðum, eða viðurkenna að
byggðastefna Uðinna ára sé gjald-
þrota, hætta sUkri lánastarfsemi
og draga byggðina saman?
Á að taka upp gjald fyrir veiði-
leyfi í sjávarútvegi eða halda fast í
núverandi fyrirkomulag?
Sumir fuUyrða að ágreiningurinn
um þessi stórmál sé svo alvarlegur
að rétt sé að tala um tvo flokka
innan þingflokks sjálfstæðis-
manna.
Persónugerð átök
Þótt einstakir þingmenn hafi lent
í hörðum átökum við formann
flokksins að undanfórnu út af til-
teknum málum - svo sem Matthías
Bjamason og Ingi Björn Albertsson
- þá er ljóst að andstaöan gegn
formanninum á sér einkum leið-
toga í Þorsteini Pálssyni, sem hefur
óneitanlega vaxið að margra áUti
af starfi sínu í ríkisstjórninni.
Þorsteinn hefur ekki hikað við
að boða stefnu í kvótamálum sem
er umdefid innan flokksins. Hann
hefur lagt fram tiUögur um beinar
aðgerðir til bjargar sjávarútvegs-
fyrirtækjum, þar á meðal frestun
afborgana af þeim mUljörðum sem
lánaðir voru tU fyrirtækjanna á
vegum síðustu ríkisstjórnar.
Ágreiningur þeirra á mUU kemur
Sorg allrar þjóðarinnar
Þær eru einfaldlega langöflugustu
björgunartækin sém völ er á.
Kaup á nýrri þyrlu fyrir Land-
helgisgæsluna hafa vafist fyrir
ráðamönnum nokkur undanfarin
ár. Nú síðast vegna hugmynda um
að semja um samnýtingu á þyrlum
vamarUðsins ef það gæti reynst
ódýrari kostur. Það er út af fyrir
sig góðra gjalda vert að reyna að
spara, en það má ekki verða til
þess aö draga þyrlukaup óeðlilega
á langinn.
Eins og margoft hefur komið
fram hafa stjórnvöld allar heimUd-
ir Alþingis sem þörf er á til kaup-
anna. Vafalaust verður þvi snar-
lega gengið tíl þess verks.
Virðing Alþingis
Alþingi íslendmga hefur að und-
anfómu ekki notiö þeirrar virðing-
ar sem margir telja æskUegt þegar
til þess er Utið að þingið er sú stofn-
un sem setur þjóðinni lög til að fara
eftir í daglegu lífi og starfi og ráð-
stafar sameiginlegum fjármunum
landsmanna.
Þeir sem ráða mestu um áUt þjóð-
arinnar á Alþingi og þingmönnum
á hveijum tíma eru að sjálfsögðu
alþingismennimir sjálfir. Ef sú
virðing sem þjóðin ber fyrir þing-
inu er í lágmarki þá er þar fyrsl
og fremst um sjálfskaparvíti að
ræða.
Með öðrum orðum; ef þingmenn
sækjast eftir virðingu samborgar-
anna verða þeir að ávinna sér hana
með hegðun sinni og gerðum.
Hvernig þá?
TU dæmis með því að fylgja sann-
færingu sinni við afgreiðslu máia
þótt það kunni að leiða til óþæginda
um stundarsakir. Að taka ábyrga
og málefnalega afstöðu í umræðum
og viö afgreiðslu mála í þinginu.
Að sýna ráðdeUd og hófsemi í fjár-
málalegum efnum. En kannski
fyrst og fremst með því að þora að
standa og faUa með orðum sínum
og gjörðum.
Því miður heyrir tíl undantekn-
inga að stjórnmálamenn hagi sér
með þessum hætti. Þess vegna er
virðing Alþingis í lágmarki meðal
þjóðarinnar um þessar mundir.
Sérkennilegt ástand
Síðustu vikumar hefur komið sí-
feUt betur í ljós að mjög sérkenni-
legt ástand ríkir innan stærsta
Laugardags-
pistill
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
stjómmálaflokks þjóðarinnar,
Sjálfstæðisflokksins.
í þeim efnum eru átök síðustu
daga milU Davíðs Oddssonar, form-
anns flokksins og forsætisráð-
herra, og Inga Björns Albertssonar
alþingismanns eiginlega aukaatr-
iði, þótt þau séu reyndar óvenju
Ulvíg og beri óneitanlega vott um
slíkan íjandskap að erfitt sé að
ímynda sér samstarf þeirra í miUi
í náinni framtíð.
Það sem skiptir máh fyrir framtíð
Sjálfstæðisflokksins, og getur haft
mikU áhrif á þróun íslenskra
stjórnmála næstu árin, er hins veg-
ar sá grundvaUarágreiningur um
leiðir sem augljós er í þingflokkn-
um. Gömlu keppinautarnir um for-
mennsku flokksins, Davíð Oddsson
og Þorsteinn Páísson, eru orðnir
eins konaT pólar þessara átaka.
Þegar harðnar á dalnum reynir á
mennina. Auðveldara er fyrir
flokksforystu að hafa tök á stjórn-
arflokki í góðæri, þegar atvinnulíf-
iö er 1 uppsveiflu og peningar flæða
um þjóðfélagið, heldur en á sam-
dráttartímum.
Nú, þegar útht er fyrir verulega
skerðingu þjóðartekna, vaxandi
erfiðleUia atvinnufyrirtækja og
aukið atvinnuleysi á næsta ári,
reynir verulega á þolrif foringja
stjórnarflokkanna - og þá alveg
sérstaklega Sjálfstæðisflokksins.
einnig fram í öðrum málum sem
skipta verulegu máli. Stundum er
einungis um ólíkar áherslur aö
ræða, en í öðrum tilvikum er
skoðanamunurinn djúpstæðari.
Það mun vafalaust koma enn frek-
ar í ljós á næstu mánuðum.
Að hluta tU er málefnaágreining-
ur eðhlegur í stórum flokki. Ekki
er hægt að ætlast til þess að tveir
stjórnmálaforingjar hafi sömu
skoðanir í öUum stórmálum.
En hér kemur einnig tU sögunnar
sú þekkta staðreynd, að þegar átök
í stjórnmálaflokki persónugerast
með þeim hætti sem verið hefur í
Sjálfstæðisflokknum frá því Davíð
lagði tíl atlögu við Þorstein um for-
mennskuna, verða flest mál að
ágreiningsefni.
Átökin innan Sjálfstæðisflokks-
ins eiga Ijóslega eftir að magnast
vegna þeirra erflðu ákvarðana sem
ríkisstjómin stendur frammi fyrir
á næstu vikum og mánuðum. Se-
mentið í flokknum er orðið harla
fúið eftir klofning og átök síðustu
ára. Því ríkir fullkomin óvissa um
til hvers síharðnandi reiptog Dav-
íðs og Þorsteins muni að lokum
leiða.
Elias Snæland Jónsson