Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjófi: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: Auglýsingar: (91 >626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SiMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Úrsögn er rökrétt Úrsögn íslendinga úr Alþjóða hvalveiðiráðinu er rök- rétt. Ráðið er ónýt stofnun. Þeir, sem þar ráða, hafa hundsað vísindalegar rannsóknir. Við eigum þar ekkert erindi lengur. Opinber nefnd hefur athugað málið og leggur til, að íslendingar segi sig úr ráðinu. Nefndin var skipuð í júní eftir ársfund Alþjóða hvalveiðiráðsins. Sendinefnd ís- lands á fundinum lagði tíl, að við gengjum úr ráðinu. Segja má, að þá hafi úrsögn okkar blasað við. Nú er tímabært að hvetja ríkisstjórnina til að fara eftir þessum ítrekuðu tillögum. íslendingar ættu að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu strax fyrir áramót- in til þess að úrsögnin taki gildi eftir fáa mánuði. Eftir það mætti fara að hyggja að því, hvenær hvalveiðar hæfust að nýju hér við land í einhverjum mæli. Nefndin kemst að þeirri niðurstcðu, að stefna og starfshættir Alþjóða hvalveiðiráðsins samræmist ekki sáttmála þess. Þar er tekið fram, að hvalvejðar í atvinnu- skyni séu heimilar á hvalastofnum, sem séu í jafnvægi, í samræmi við tillögur vísindanefndar ráðsins. í raun fer meirihluti ráðsins alls ekki eftir þessu ákvæði. Á ársfundinum var tillögum íslendinga skilyrðislaust hafnað, þótt þær byggðust á vísindalegum grunni. Þann- ig var um tillögu íslendinga um kvóta til bráðabirgða, sem var vísað frá. Tillaga íslendinga, Norðmanna og Japana um nýjar reglur um veiðistjórn var felld en sam- þykkt tillaga frá Áströlum og Bandaríkjamönnum um reglur, sem geta hindrað alla hvalveiði. Þessi hefur ver- ið reynslan af starfsemi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Til- fmningasemin tröllríður starfseminni, en vísindalegum rannsóknum er hafnað. íslenzkir vísindamenn telja sig hafa fært sönnur á, að stofnarnir, sem við veiðum af, séu yfirleitt ekki í hættu. Því mætti leyfa nokkra veiði. Öllu slíku hafnar ríkjandi meirihluti Alþjóða hvalveiði- ráðsins. Tilgangurinn með þessari stofnun var á sínum tíma allur annar. Vísindin áttu að -sitja í fyrirrúmi. Stofnunin hefur mistekizt. Úrsögn hefur auðvitað í för með sér, að við verðum að spjara okkur í áróðurskapphlaupinu, eigi grænfrið- ungum ekki að takast að spilla mörkuðum erlendis. Því er rétt, að íslendingar gefi sér góðan tíma, áður en farið yrði af stað með hvalveiðar að nýju. Fyrst er rétt að stíga það skref að komast úr hvalveiðiráðinu. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hér á landi munu yfir- leitt styðja, að íslendingar gangi úr ráðinu, þótt undan- tekningar séu frá því. Mikill meirihluti landsmanna hefur verið því sam- þykkur, að íslendingar hæfu hvalveiðar að nýju, hvað sem Alþjóða hvalveiðiráðið segði. Við ættum ekki að láta erlenda aðila beygja okkur í því efni. Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa ekki verið sammála í afstöðu og áherzlum í þessum efnum. Miklu skiptir, að ríkisstjórnin komi fram heilsteypt út í frá. Annað gerði ^kkur tortryggileg. Ef íslendingar gengju úr Alþjóða hvalveiðiráðinu, væri rökrétt, að við tækjum þátt í stofnun nýs hval- veiðiráðs með þeim, sem hafa svipaða stefnu. Með því uppfylltum við alþjóðlegar skuldbindingar, svo að ekki yrði um deilt. Haukur Helgason Shamir reynir að tefja vióræður Almennum umræöum á undir- búningsfundi friðarráðstefnu land- anna fyrir Miðjarðarhafsbotni lauk í Madríd með því að aðalfulltrúí Sýrlands hélt á loft mynd af eftir- lýstum sakamanni. Sá er Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, en fyrrum forustumaður Stern- hryðjuverkahópsins, sem meðal annars réð bana Moyne lávarði, aðalfulltrúa Bretlandsstjórnar í Austurlöndum nær, og Folke Bernadotte greifa, sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Bresk stjórnvöld í Palestínu lýstu eftir Shamir. Sýrlenski fulltrúinn var að svara ræðu Shamirs fyrr á ráðstefnunni. Þar réðst hann á Hafez Assad, ein- vald Sýrlands, fyrir að halda uppi hryðjuverkahópum og fremja blóð- bað á eigin þegnum. Var sú lýsing röksemdafærsla fyrir hvers vegna ísraelar væru nauðbeygðir til að sýna ýtrustu varkárni í skiptum við arabaríki. Bandaríkjastjórn hefur veg og vanda af að koma á fyrstu viðræð- um sem átt hafa sér stað augliti til auglitis milli ísraels, nágranna- ríkja þess og Palestínumanna. Því er ekki að furða að fyrsta efnislega framlag hennar til viðræðnanna er viðleitni til að koma orðaskiptum ísraela og Sýrlendinga af skítkasts- stiginu. Það er gert með uppá- stungu um að rætt verði að hve miklu leyti og með hverjum skil- málum Israel skili Sýrlandi her- teknum Golanhæðum. Sömuleiðis að rætt verði brotthvarf ísraels- hers í áfóngum af hernámssvæðinu í Suður-Líbanon samfara brottför Sýrlandshers úr öðrum hlutum landsins. En bersýnilega eru mörg ljón í veginum, einkum af hálfu ísraels- stjórnar, áður en þessi og önnur efnisatriði koma til alvarlegrar umræðu. í Madríd krafðist ísra- elska sendinefndin í lokin að næstu fundir yrðu til skiptis í höfuðborg- um aðila, þar á meðal Jerúsalem. Var það bein ögrun við arabísku fulltrúana því að eitt af því fáa sem Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson ríkjastjórn vilja til að gera ekki upp á milh deiluaðila og láta ekki ísra- elsstjórn segja sér fyrir verkum. ísraelsstjórn lítur á Sýrland und- ir stjórn Hafez Assads sem hættu- legasta andstæði'ng sinh. Stendur henni því stuggur af hversu sam- búð Bandaríkjanna og Sýrlands hefur skánað upp á síðkastið síðan Assad tók þátt í herferðinni gegn Saddam Hussein, erkifjanda sínum í arabaheiminum, við hlið Bush forseta. ísraelsk stjórnvöld gengu svo langt í síðustu viku að halda því fram að Bandaríkjamenn væru farnir að hylma yfir hryðjuverka- starfsemi á vegum Assads. Bera þau brigður á að rétt sé sú niður- staða bandarískra,. breskra og franskra rannsóknarmanna að hryðjuverkamenn gerðir út frá Líbýu hafl grandað farþegaflugvél- inni Pan Am flug 103 yfir Loc- kerbie á Skotlandi árið 1988 þar sem 270 manns fórust. ísraelsmenn vilja halda því fram að sprengju hafi verið komið fyrir í vélinni að frumkvæði íransstjórn- ar til að hefna fyrir að bandarískt herskip skaut niður íranska far- þegaflugvél yfir Persaflóa. Fram- kvæmdin hafi svo verið í höndum palestínsks hryðjuverkahóps í Damaskus með vitund sýrlenskra yfirvalda. Var meðferð þessa máls eitt af ágreiningsefnum Shamirs við bandaríska ráðamenn á ný- loknu ferðalagi. Enn eitt atriði, sem ýtir undir til- hneigingu ísraelsstjórnar til að drepa friðarviðræðunum á dreif, að minnsta kosti fyrst um sinn, er að fulltrúar Palestínumanna unnu ótvíræðan almannatengslasigur á fundinum í Madríd. Fulltrúarnir frá hernámssvæðunum vöktu at- hygli með málefnalegum ræðum á formlegum fundum. Talsmenn þeirra urðu eftirlæti fréttamanna fyrir greinargóð svör og alúðlega framkomu. Varð þetta tilefni til mikilla bolla- legginga fréttamahna um að fram væri kominn nýr, palestínskur for- ustuhópur sem bæri mjög af gömlu jöxlunum frá Frelsissamtökum Palestínumanna (PLO) í raunsæi, skilningi á viðbrögðum og viðhorf- um umheimsins og getu til að halda þannig á máli sínu að málstaðnum yrði til raunverulegs framdráttar. Er nú leitt getum að því að Jasser Arafat, leiðtogi PLO, sé farinn að óttast um sína stöðu og samtak- anna. Er skyndileg og óvænt heiin- sókn hans til Damaskus til að ving- ast á ný við Assad forseta skýrð með slíku viðhorfi. Assad og Arafat hafa verið erkiféndur árum saman og Sýrlandsforseti látið herja af mikilli grimmd á Palestínumenn holla PLO, bæði í Sýrlandi og Lí- banon. Tregða ísraelsstjórnar til að halda áfram friðarviðræðum að sinni á sér þá skýringu líklegasta að hún geri sér vonir um að því lengri bið 'sem verður á að mál þokist áfram þeim mun meiri líkur séu á að flokkadrættir magnist á ný i röðum Palestínumanna. _ ■ Magnús T. Ólafsson þeir eru allir sammála um er að viðurkenna ekki innlimun Aust- ur-Jerúsalem í ísrael. Bandaríkjastjóm reyndi í síðustu viku að höggva á hnútinn í staðarv- ali með því að bjóða aðilum að taka upp þráðinn frá Madríd í Washing- ton 4. desember. Þetta boð var látið út ganga meðan Shamir var í heim- sókn í Bandaríkjunum og hafði hann fyrstu spurnir af því í fréttum milli funda með James Baker utan- ríkisráðherra og George Bush for- seta. Tók Shamir þessi vinnubrögð sem örgustu móðgun við sig. Þegar þetta er ritað standa mál svo að Israelsstjórn kveöst ekki muni senda fulltrúa til Washington til fundar 4. desember og alls ekki fyrr en níunda dag mánaðarins og ber við trúarhátíð gyðinga. Þá set- ur hún aö auki skilmála fyrir þátt- töku, sér í lagi að í Washington verði eingöngu rætt um málsmeð- ferð og efnislegar viðræður bíði funda í löndum við Miðjarðarhafs- botn. Bandaríkjastjóm segir fyrir sitt leyti að þar sem aðrir viðræðuaðil- ar hafi þegiö boð um að koma til funda 4. desember verði því ekki haggað. Sömuleiðis verði ekki tekið neitt tillit til sérstakra skilmála fyrir því að koma til fundar. Stjóm Shamirs hefur því haldið þannig á málum að hún stendur uppi einangruð í taugastríðinu um forsendur friöarviðræðna og er sér í lagi komin út í ýfingar við Banda- ríkin, sinn helsta bandamann til þessa. Að sama skapi vex tiltrú araba á að í þetta skipti hafi Banda- Palestínumaður og ísraelsk kona við fundarstjóraborð á friðarfundi fólks af báðum þjóðum í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Sfmamynd-Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.