Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. 51 Gizur í Helgason, Kaupmannahö&i: Einn af þeim fjölmörgu íslending- um sem eru við nám í Danmörku er rithöfundurinn Páll Pálsson. Á dög- unum kom út eftir hann skáldsagan Á hjólum, en hún er þriðja bók höf- undarins. Páll er við nám í kvikmyndafræði og hefur verið í fimm ár. Hann lýkur því eftir u.þ.b. tvö ár. Hann býr hér ásamt eiginkonu sinni, Elsu Maríu Ólafsdóttur, ogþremur bömum. Elsa María er einnig við nám og útskrif- ast brátt sem handavinnukennari. Páll er fæddur í Reykjavík árið 1956 en alinn upp í Hafnarfirði. Hann lauk landsprófi í Flensborgarskóla. Var síðan 2 ár í Verslunarskólanum og tók þaðan verslunarpróf. Þá fór hann í Flensborgarskóla á nýjan leik og lauk stúdentsprófi af félagsfræði- sviði. Páll nam síðan við Háskóla ís- lands og las félagsfræði og bók- menntafræði. Páll var ákveðinn í því að verða rithöfundur strax um tvítugt og segir kvikmyndafræðina vera lið í að út- víkka starfssviö sitt. Erfitt er að lifa af því að skrifa skáldskap einan sam- an. Páll hefur komið víða við á ferli sínum, m.a. sem blaðamaður í um 14 ár og upplýsti undirritaðan um að blaðamennskan hefði verið prýð- isskóli fyrir rithöfundinn. Páll hefur skrifað fjöldann allan af viðtölum fyrir helgarblað Vísis, Helgarpóst- inn, Sam-útgáfuna, Morgunblaðið, Mannlíf o.fl. Hann hefur samt ætíö verið lausamaður í blaðamennsk- unni, aldrei fastráðinn. Var poppari Á táningaárunum og fram yfir tví- tugt var Páll poppari. Söng með hljómsveitinni Dögg svo og stúdíó- hljómsveitinni Fjörefni sem gerði tvær plötur. í dag saknar Páll þess að hafa aldrei lært að spila á neitt hljóðfæri. Því getur hann þó auðveld- lega kippt í liðinn enda á besta aldri. Reyndar hef ég aldrei getað skilið neitt í því þegar fólk á öllum aldri er að segja að það sjái eftir að hafa ekki lært þetta eða hitt á yngri árum: „Alveg eins og það sé komið með annan fótinn ofan í gröfina." Hann segir: „Að vera rithöfundur eða kvikmyndafræðingur á íslandi er ekki leiðin til auðs og valda.“ En hann valdi þessa braut vegna þess að þetta er það skemmtilegasta sem hann getur hugsað sér að fást við. „Maður á fyrst og fremst að gera það sem mann langar til,“ segir rithöf- undurinn og verðandi kvikmynda- fræðingurinn. „Fái ég brennandi áhuga á einhverju þá verð ég að spreyta mig á því sjálfur. Mér nægir ekki bara að lesa bækur og hlusta á popp.“ ísland - barnfjand- samlegtþjóðfélag Líta má á veru Páls hér í Dan- mörku sem þátt í þroskaferli hans sem rithöfundur. Enda hefur hann talið nauðsynlegt að dveljast fjarri heimahögum í nokkur ár. Ná áttum, eins og hann segir. Enda þótt hjónin séu bæði í skóla, og eigi þrjú lítil börn, er aíkoma þeirra góð. Þegar Páll er að bera saman muninn á fé- lagslegum aðstæðum þessara frænd- þjóða segir hann: „Það versta við ís- lenskt þjóðfélag er hversu barnfjand- samlegt það er. Almenningur kemst ekki af nema vinna 14 tíma á sólar- hring. Því er lítill sem enginn tími aflögu fyrir börnin. Einnig er erfitt fyrir fólk að fá dagvistun fyrir börn á íslandi. Hér er undantekning ef unnið er meira en 8 tima á dag og lítill sem enginn biðtimi varðandi kaffibollanum, þegar ég spurði hvort jafnlangt yrði í næstu bók. Hann sagðist iítið vera farinn að hugsa í þá veru. Það er þó draumur hans að geta varið mun lengri tíma í skriftir að námi loknu og er heim til íslands væri komið. Þau hjónin eru farin að hlakka til heimkomúnnar þótt tvö ár séu til stefnu. Greinilegt var á Páli að það væri ekkert metnaðarmál hjá honum aö gefa út margar bækur. Aftur á móti vildi hann gjarnan að bækur sínar væru góðar og þá skipti það ekki meginmáli hversu langan tíma það tæki að skrifa þær. Páll þarf reyndar ekki aö kvarta yfir viðtökum fyrstu bóka sinna. Þær voru með ágætum. Aðspurður sagðist Páll ekki hika við að halda áfram að skrifa enda þótt nýjasta bók hans fengi ekki sömu viðtökur. ■Tvær fyrstu bækur Páls hafa fjall- að um vandamál unglinga, drykkju, eiturlyfjanotkun og útigang m.m. Nýja bókin fjallar einnig um þjóðfé- íagsvandamál, þ.e. aðstöðu og mál- efni fatlaðra í nútíma þjóðfélagi. Þjóðfélagi sem fram að þessu hefur vart tekið þaö með í reikninginn að sumir komast ekki ferða sinna á tveimur jafnfljótum. Málefni fatlaðra Við hér í Danmörku erum orðin því vön að sjá þar til gerðar skábraut- ir fyrir hjólastóla upp og inn í opin- berar byggingar, gististaði, veitinga- hús og verslanir. Einnig sérstök sal- erni fyrir þá sem eru bundnir hjóla- stólum. Þá er breidd dyra og dyra- búnaður allur hannaður með það fyrir augum að fatlaðir í hjólastól eigi greiðan aðgang. Við Páll sendum samúðarkveðjur til allra lamaðra og fatlaðra á íslandi og hörmum þann seinagang sem enn er varðandi um- bætur á þessu sviði. Bókin í ljótu kápunni Sjálf bókin er bæði auðlesin og skjótlesin. Söguþráðurinn er einfald- ur. Bókin fiallar um ungan mann, kominn af ríku foreldri, lífið er gleði, glens og gaman, eða þar til óhappið gerist. Söguhetjan dettur aftur yfir sig ofurölvi og niður kjallaratröppur. Hann kemst ekki aftur til fullrar meðvitundar fyrr en tæpum mánuði síðar og er þá lamaður frá mitti og niður úr. Á afskaplega trúverðugan hátt seg- ir höfundur okkur frá örvæntingu söguhetjunnar. Allt frá afneitun hans, þegar hann neitar einfaldlega að trúa því að lömunin sé staðreynd, sorg hans yfir því að geta ekki kom- ist ferða sinna án hjólastjóls og allra þeirra óþæginda sem því fylgir, reiöi, ótta og vanmætti. Að lokum sjálfs- morðstilrauninni þegar eiginkonan kallar hann aumingja. Hún ætlaði að náð sér í eiginmann sem hlypist ekki frá henni eins og fyrri eiginmað- ur hennar hafði gert. Við fáum skyggnst inn í heim ríka fólksins í höfuðborginni, þar sem allt virðist fást fyrir peninga - nema eitt - heilsuna er ekki hægt að kaupa í lömunartilfelh söguhetjunnar, Jóns Sigurðssonar. Endir bókarinnar er nokkuð óvæntur og lætur lesandann eftir, þenkjandi hvort þetta hafi allt saman verið draumur frá upphafi til enda. Hér gæti verið að áhrifa frá kvik- myndagerðarnáminu gæti á höfund- inn. Það er ekki óalgengt hér í landi að maður sitji í einn til tvo tíma yfir spennandi kvikmynd sem síðan fær óvæntan endi. Það getur orðið gaman að fylgjast með Páli í framtíðinni og mér finnst allt í lagi að eyða einni kvöldstund yfir bók hans, Á hjólum. Páll Pálsson, rithöfundur og nemandi í kvikmyndagerð, er að senda frá sér þriðju bók sína. Hún fjallar um ungan mann sem dettur niður stiga og iamast. dagvistun. Fjölmargir aðrir þættir spila hér einnig inn í en þeir eru flest- ir íslendingum í óhag hvað þetta varðar.“ Greinarhöfundur hefur ekki neina þekkingu á ofangreindu en við lestur nýjustu bókar Páls, Á hjólum, kemur fram hnífskörp, og að mínu mati rétt- mæt, ádeila á hversu htið er gert fyr- ir fatlaða á íslandi. Borið saman við málefni fatlaðra á Norðurlöndum ættum við að blygðast okkar fyrir frammistöðuna. Vandamál unglinga Páll og Elsa María ásamt börnum sinum Ólafi Sölva, 7 ára, og Margri Kristinu, 6 ára. í fyrstu skáldsögu Páls, Hallæris- planið, sem út kom 1982, benti hann á flótta unghnga heiman frá, m.a. vegna samskiptaleysis hinna full- orðnu, drykkjuskapar eldri kynslóð- arinnar svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur oftar en einu sinni lýst yfir þeirri skoðun sinni að mikilvægara sé að þéna örlítið færri krónur og að geta eytt örhtið meiri tíma með börn- um sínum en aö þessu sé öfugt farið. Hahærisplanið fékk frábærar und- irtektir og er undirrituðum kunnugt um að fiölmargir skólar notuðu bók- ina við kennslu um hríð. Hvort svo er enn veit ég ekki enda langt síðan ég hef verið í tengslum við hið ís- lenska framhaldsskólakerfi. Áhjólum Önnur bók Páls Pálssonar, Beðið eftir strætó, kom út-T983, eða ári eft- ir að fyrsta bókin kom á götuna. Síð- an eru hðin 8 ár og nú gefur Forlag- ið út skáldsöguna Á hjólum, bók upp á 194 blaðsíður með, að mínu mati, forljótri kápusíðu sem gæti hugsan- lega vakið athygli íslenskra bóka- búðarápara vegna ljótleika. Ég á þó von á að bókin seljist vegna inni- haldsins en ekki umbúðanna. Páll var þöguh sem gröfin, yfir Ný bók, Á hjólum: Skyggnst í heim fatlaðra - Páll Pálsson rithöfundur fjallar um lamaðan mann í nýrri bók sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.