Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 17
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. 17 vera glöð og brosa þegar maður fær slæm spil á höndina. Nú tekur mamma síðustu gjöf- ina úr körfunni og ég get séð á löguninni að það er bók. En auð- vitað er hún ekki til mín. Þau hafa orðið sammála um að gefa mérekkibók. En pakkinn er til mín og þegar ég er búin að fá hann í hendurnar sé ég strax að það er bók. Ég roðna af gleði og bið strax í ákafa mínum um skæri til að klippa bandið utan af pakkanum. Ég ríf síðan pappírinn af í skyndi og fyrir augum mér er alveg yndis- leg bók, ævintýrabók. Það sé ég strax af myndinni á kápunni. Mér flnnst allir við borðið horfa á mig. Þau vita auðvitað að þama er komin besta jólagjöfin mín, sú eina sem ég er í raun glöð yfir. - Hvaða bók er það sem þú fékkst? spyr Daníel og hallar sér fram til mín. Ég lít á titilblaðið og stari og stari. Ég skil ekki eitt einastaorð. - Leyfðu mér að sjá! segir hann ogfersvoaðlesa: Nouveaux contes de fées pour les petits enfents par Mme la comtesse de Ségur: Ný ævintýri um álfa fyrir smábörn eftir greif- ynjunadeSégur. Hann lokar bókinni og réttir mérhanaaftur. - Það eru ævintýri á frönsku, segir hann. - Nú hefurðu eitthvað til að skemmta þér við. Ég er búin að læra frönsku í hálft ár hjá Aline Laurell en nú, þegar ég tek bókina og blaða í henni, skil ég ekki eitt einsta orð. Að fá bók á frönsku er næstum því verra en að fá enga. Það er erfitt að beijast við grátinn en sem betur fer kem ég auga á mynd á einni síðunni. Þar sést ákaflega falleg prins- essa aka í vagni sem er dreginn af tveimur strútum og á bakinu á öðrum þeirra situr lítill hirð- sveinn með flaðraskreyttan hatt ogí jakka með ísaumuðu skjald- armerki. Prinsessan er í kápu með pokaermum og pípukraga. Strútarnir eru með stóra fjaðra- búska á hausnum og aktygin eru úr breiðum gullkeðjum. Það er ekki hægt að ímynda sér neitt fallegra. Þegar ég held áfram að blaða finn ég mikið af myndum af stolt- um furstafrúm, glæsilegum kóngum, göfugum riddurum, brosandi álfum, hræðilegu trölla- hyski og fallegum ævintýrahöll- um. Það er engin ástæða til að gráta yfir þessari bók, jafnvel þótt hún sé á frönsku. Alla jólanóttina ligg ég og skoða myndirnar, einkum þær fremstu, af strútunum. Það veitir mér ánægju í margar klukkustundir. Þegar við erum búin að hlýða á predikunina á jóladagsmorgun tek ég fram litlu frönsku mál- fræðibókina og fer að lesa frönsku. Það er erfitt. Ég er jú bara búin að læra undirstöðuatriði í frönsku. Væri í ævintýrunum sagt frá „litla hatti stóra manns- ins“ eða „grænu regnhlíf góða trésmiðsins" myndi ég skilja það en hvernig á ég að skilja samfelld- anfranskantexta? Ævintýrabókin hefst þannig: II y avait un roi. Hvað þýðir það? Klukkutími líður þar til ég fæ skilið að í þýðingu er það: Það var einu sinni kóngur. En teikningæ'nar hafa mikið aðdráttarafl. Ég verð að komast að því hvað þær tákna. Ég get mér þess til og fer að leita í frönsku orðabókinni og málfræð- inni og kemst þannig fram úr einni línunni eftir aðra. Og þegar jólaleyfiö er á enda hefur fallega litla franska bókin kennt mér meiri frönsku en ég hefði lært á mörgum árum með aðferðinni hennar Aline Laurell. Þýð.: ÁSG STÓLAR Eitt mesta úrval landsins af stökum stólum - áklæði eftir vali Opið mánudaga-laugardaga kl. 10-19, sunnudaga kl. 13-19 Húsgagnaverslun sem kemur á óvart GARÐSHORN Si v/Fossvogskirkjugarð, Húsgagnadeild símar 16541 og 40500 —Kátt erá jólunum - koma þau senn! VerkstæÖi jóias\ anna í Kringltttttt Nú er Kringlan komin í jólafötin og jólasveinarnir búnir ,að opna verkstæðið slt ■ Glæsilegar jólaskreytingar og mikið úrval af jólavo Laugardaginn 7. desember er opið til W- Opið til kl. 19, mánudaga til föstHdflfifJ1* Veitingastaðirnir eru opnir fram a k ^ ÍKringlunni er alltafbjart og hlýtt • Meira en 2000 bllaS!^— /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.