Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
49
Helgarpopp
Ópera er heimur þar sem tvö list-
form, leiklist og tónlist, eru leidd í
eina sæng. Ópera er heillandi heimur
ævintýra þar sem mögulegir og
ómögulegir hlutir gerast. Ópera er
heiti nýjustu plötu Todmobile,
hljómsveitarinnar sem skaut upp á
himinfestinguna áriö 1989 og hefur í
tvö ár skinið skærar flestum íslensk-
um hljómsveitum.
Af hverju Ópera?
„Á nýju plötunni erum viö nær því
að segja sögu,“ segir Eyþór Arnalds
meðan hann og blaðamaður biðu
hjónaleysanna Andreu Gylfadóttur
og Þorvalds B. Þorvaldssonar. „Án
þess að fólk megi taka það of bókstaf-
lega þá er þema plötunnar lífshlaup-
ið sem við erum öll þátttakendur í.
Fyrsta lagið, sem heitir Byrjun, er
til að mynda tilraun til að túlka svif
í tómi fyrir tilvist, ástandið fyrir fæð-
ingu. Annað lagið er Naíli sem er til-
vísun til fæðingarinnar, Sofðu vært
er vögguvísa og íjórða lagið, Uppi á
þaki, lýsir barnabrölti þar sem heim-
urinn er skoðaður ofan af húsþaki.
Þannig rekur hvert lagið annað plöt-
una á enda og við setjum punktinn
yfir i-ið með laginu Bæn.
Það að búa til svona plötu er
kannski afsökun hjá okkur fyrir því
að geta leyft okkur ólík stílbrigði.
Ópera var á sínum tíma helsta vigi
tónlistarinnar og í því formi leyfðist
mönnum frekar að gera tilraunir en
í öðru tónlistarformi. Á sama tíma
og Tolstoj og fleiri voru að skrifa
raunsannar sögur gat Verdi samið
skrautlegar aríur. Til að geta leyft
sér það samdi hann óperur um brjál-
aðar konur eða fársjúkar eins og La
Traviata er til vitnis um. Óperuform-
ið er það fjölbreytt að þetta var ger-
legt.
Á sama hátt má segja að plötuform-
ið sé yflrleitt ekkert sérlega fjöl-
breytt. Reyndar ólumst við upp við
albúm eins og Sgt. Peppers og verk
Pink Floyd og Genesis sem voru ann-
að og meira en safn af lögum. Óperu-
platan okkar er viðleitni til að gera
slíkt albúm.“
Vinsældir
tvíeggjað vopn
Eftir að Andrea og Þorvaldur stigu
inn úr gætt og þrenningin var full-
komnuð hringuðu hljómsveitin og
blaðamaður sig utan um rókókóborð
með fínlegt postulín í hönd. Umgjörð
sem átti vel við krufningu á nýjasta
verki Todmobile þar sem vandað
handbragð og nostur er aðalsmerki.
- Ef frá er skilið söguformið, á hvaða
hátt er Ópera frábrugðin fyrri plöt-
um Todmobile?
„Hún er fjölbreyttari. Við hoppum
út úr Todmobile stílnum í lögum eins
og Stopp og Uppi á þaki. í öðrum lög-
um þróum við það sem við höfum
verið að gera á eldri plötum. Lagið í
tígulega dal er þannig byggt á svipuð-
um hugmyndum og voru að geijast
í Eldlaginu á síðustu plötu. Uppröð-
un laga miðast við atburðarásina á
„Nei, þetta er ekki hræðsla. Öðru
nær þá er það stórhættulegt að vera
með tilraunastarfsemi í þessum
geira tónlistar. Það er áhugi á því
sem tnaður ekki þekkir eða hefur
rejmt sem rekur okkur til þess að
feta nýjar slóðir. Auk þess er það
mjög leiðinlegt að ganga að hlutun-
um vísum. Það væri mjög ódýr leið
að pikka út vinsælustu lögin af síð-
ustu plötu og gera ný eftir sömu for-
skrift. ísland er lltið land með tak-
markaðan markað og það góða sem
leiðir af því er að maður getur leyft
sér stílbreytingar. í sumum tilfellum
eru þær nauðsynlegar svo að hljóm-
sveit verði hreinlega ekki hafnað.
Okkur hefur líka vegnað ágætlega
og komist upp með það, allt frá fyrstu
plötu, að vera með tilraunastarf-
semi. Það verður engin breyting þar
á.“
Todmobile
og Óperan
- Eyþór, Andrea og Þorvaldur ræða nýja plötu hljómsveitarinnar
albúminu og er því markvissari en
fyrrum. Það sama gildir um textana,
við fjöllum minna um dauðann en
við höfum gert.
- Velgengni Todmobile hefur verið
mikil frá fyrstu plötu. Plagar sú vel-
gengni þegar unnið er að nýrri plötu?
„Velgengnin er tvíeggjað vopn.
Fyrsta platan var jaðarplata og
margir urðu mjög hrifnir og fannst
þeir hafa höndlað eitthvað nýtt og
spennandi. Þegar við komum með
léttari lög, sem höfðuðu frekar til
fjöldans, voru þeir sem tóku fyrstir
við sér kannski ekki allir eins ánægð-
ir.
Frægt dæmi um þetta er David
Bowie sem flestir elskuðu þegar við
vorum unglingar. Þegar hann svo
sendi frá sér plötuna Lets Dance og
sló almennilega í gegn þóttust gömlu
aðdáendurnir hafa veriö sviknir og
fóru að úthúða þessum fyrrum
Umsjón:
Snorri Már Skúlason
meistara sínum. Svo hefur komið í
ljós að júdasarkossinn, Lets Dance,
er þrælgóð plata.
Orðspor Todmobile hefur góðu
heilli verið jákvætt en um leið er
búist við miklu af plötunum okkar.
Ef við gerum mistök verða þau stór.
Það er helst að við finnum pressunni
þannig að menn bíði eftir að hljóm-
sveitin misstígi sig. Þetta plagar okk-
ur hins vegar lítt. Á Óperu er hljóm-
sveitin samstilltari en áður. Þó ægi
saman ólíkum stílum á henni, sem
er meðvitað, þá er heildarsvipur yfir
henni sem var t.d. ekki á síðustu
plötu.
Hljóðfærin njóta sín betur á nýju
plötunni en á þeim fyrri. Áheyrand-
inn heyrir hvar gítar eða selló eru á
ferð. Að því leyti kveður við annan
tón. Við vorum dulítið sinfónísk á
fyrstu plötunni en nú má segja að
það sé meiri kammermúsík í gangi.“
Kanna hið óþekkta
- Það bregður fyrir afró-arabískum
takti í Kamival lífsins. Er heimstón-
hst ykkur hugleikin?
„Þetta er nú ekki beint meðvitað.
Við settumst ekki niður og sögðum:
Nú gerum við afró-bít. Það er frekar
að þetta séu gamlar pæhngar sem
komu upp í hugann í þessum bún-
ingi. Enda verða þessi fjarlægu áhrif
aldrei áberandi, þau krauma frekar
undir.“
- Fjölbreytnin,' sprettur hún af
hræðslu við að verða mónótónísk?
Myndbanda-
vinnan áhugaverð
Eyþór, Andrea og Þorvaldur voru
sammála um að vinna við myndbönd
væri skemmtileg viðbót við plötu-
gerðina. Hljómsveitin hefur þegar
lokið við gerð tveggja slíkra. Annað
er við a la Zeppelin lagið Stopp og
er rokkað myndband tekið á tónleik-
um á Akureyri en Todmobile hefur
einmitt nýlokið þeysireið um landið
þar sem 13 staðir voru heimsóttir á
þremur vikum. Hitt myndbandið er
við sýrulagið í tígulega dal og er tek-
ið á 8 mm filmu, unnið mikið ramma
fyrir ramma. Það má því segja að
Todmobile fari nýjar leiðir við mynd-
bandagerðina eins og á plötunni. En
flestum er enn í fersku minni mynd-
bandið við Eldlagið frá því í fyrra
sem vakti athygli fyrir frumleik og
nýja tækni.
Todmobile hefur undanfarin tvö ár
haldið útgáfutónleika í Óperunni og
það verður engin breyting þar á í ár.
Fimmtudaginn 5. desember mun
hljómsveitin ljúka hringferðinni um
landið i Óperunni og segir þrenning-
in að mikið spiUrí á undanfórnum
vikum hafi þétt hljómsveitina þannig
að fólk megi búast við Todmobile í
hörkuformi.
- Hljómsveitin hefur alla tíð lagt
mikið upp úr sjónarspiU á tónleikum.
Er það kannski önnur tilvísun í
óperutitil plötunnar? „Það má alveg
segja það. Við höfum einmitt lagt
áherslu á það í myndböndunum að
bjóða upp á veislu fyrir augað. Það
sama hefur átt við sviðsupptroðslur.
Þar blöndum við saman leikrænum
farsa og tónlist.“
Todmobile er í dag orðin fóst sjö
manna hljómsveit að því leyti að
þeir íjórir menn sem eru með Ey-
þóri, Andreu og Þorvaldi á tónleikum
ætla að einbeita sér að því næstu
mánuði og verða ekki í öðru. Aðstoð-
armennirnir eru Matthias Hemstock
á trommur, Eiður Arnarson bassi,
Kjartan Valdimarsson á hljómborð
og Jóhann Hjörleifsson slagverk.
Þessi hópur mun troða upp sem
hljómsveitin Todmobile á næstu
mánuðum.
Keltneskur undraseiður
Enya hin írska hefur í tæp tvö ár unnið að gerð nýrrar
plötu sem var opinberuð á dögunum undir heitinu Shepherd
Moons. Árið 1988 eignaðist Enya fjölmarga aðdáendur með
hinni frábæru plötu Watermark og á nýju plötunni rær hún
á svipuð mið með góðum árangri.
Enya hóf feril sinn með því að semja kvikmyndatónlist
árið 1985 og ári síðar gerði hún tónlist við þáttaröð fyrir sjón-
varp. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því tvö eldri
systkin á hún í þjóðlagasveitinni Clannad. Watermark árið
1988 var afrakstur samstarfs Enyu og útsetjarans Nicky
Ryan og konu hans Roma Ryan sem samið hefur marga af
textum Enyu. Watermark sló í gegn svo um munaði og hefur
nú selst í meira en fjórum milljónum eintaka.
Nýja platan iimiheldur sömu draumóratónlistina og Water-
mark. Tónlist sem á sér djúpar rætur í keltneskri menn-
ingu. Enya er í hlutverki galdramannsins sem magnar upp
heillandi seið sem grípur áheyrandann og hrífur hann með
sér inn í ljúfsáran heim fortíðar. Þeir sem heilluðust af fyrri
plötunni fmna góðan vin í Shepherd Moons. Þó efnistökin
séu svipuð verður Enya seint sökuð um endurtekningu af
þeirri einfóldu ástæðu að hún skilar hlutunum hnökralaus-
um.
Sjálf segir listakonan að þó nokkrir mánuðir séu liðnir frá
því að hún lauk gerð plötunnar hafi hún ekki enn fengið sig
til að setjast niður og hlusta á hana. „Mér hefur aldrei Uðið
eins illa og eftir aö ég kláraði plötuna," segir Enya. „Það
helgast af hræðilegum ótta sem ég ber til plötunnar. Ég ótt-
ast allar þær tilfinningar og ást sem ég hef gefið í verkið, á
þann hátt þá aö þegar ég heyri plötuna þá standi hún engan
veginn undir þeim væntingum sem ég ber til hennar.“
AlUr þeir sem hlusta á plötuna skilja hvað tónlistarmaður-
inn er að fara. Til að skapa jafn magnþrungið verk og Shep-
herd Moons er hefur þurft að færa miklar fórnir. Enya held-
ur áfram: „Þaö urðu oft árekstrar milU mín og Nicky Ryan.
Það kom fyrir aö við vorum búin að vinna að tilteknu verki
í tvo mánuði þegar Nicky sá að við vorum á rangri braut,
hann sá að ég gat gert hlutina betur og þess vegna yrði að
byrja upp á nýtt. Ég veit að ég er erfið í samvinnu, íhpldssöm
og þver. Ég vona hins vegar að neistaflugið í sambandi okk-
ar hafi gert gott sem komi fram í heilsteyptari plötu. Þrumu-
veðrið hreinsaði loftið og gaf okkur tækifæri til að greina
veilur. Eftir slíka storma gátu menn brett upp ermar og
helgað sig efninu."