Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
f slenski hesturinn andlega
skyldur þeim arabíska
■ PáD Asgeirason, DV, Þýskalandi:
„Aö mínu viti er margt líkt meö
arabískum hestum og íslenskum.
Það má segja að um andlegan skyld-
leika sé að ræða fyrst og fremst því
að stærðarmunurinn er umtalsverð-
ur,‘‘ segir Ines Dreyer, þýskur hesta-
bóndi og tamningamaður, í samtali
við DV.
„Báðar tegundirnar eru aldar upp
og ræktaöar viö harðneskjulegar að-
stæður í hijóstrugu landslagi, sá
arabíski í miklum hita en sá íslenski
í miklum kulda. Skapferli þeirra og
sálarlíf er þvi á margan hátt mjög
líkt, þetta eru hvort tveggja fjölhæfir
hestar, oft skapstórir og sérvitrir."
Kynntistræktun
í Sýrlandi
Ines hefur umtalsverða reynslu af
umgengni við bæði umrædd hrossá-
kyn. Hún hefur stundað hesta-
mennsku frá unga aldri og keppt 1
mörgum greinum hestaiþrótta á ís-
lenskum og arabískum hestum og
fleiri tegundum. Hún dvaldist um
árabil í Sýrlandi og kynntist þar
umgengni araba við hesta og ræktun
þar. Reyndar var ein ástæða Sýr-
landsdvalarinnar sú að Ines lagði
lengi stund á nám í fornleifafræði en
Sýrland er gósenland fyrir áhuga-
menn á því sviði. Hestamennska náði
þó að lokum yfirhöndinni og Ines
hefur aldrei starfað við fomleifa-
fræði í eiginlegum skilningi. Hún
rekur ásamt vinkonu sinni og við-
skiptafélaga, Bárbel Vollberg,
hestabúgarð og reiðskóla þar sem
heitir Auenhof, rétt utan við smá-
þorpið Gogh í Norður-Þýskalandi.
Gogh er rétt um 100 km í norður og
austur frá Dusseldorf, rétt við hol-
lensku landamærin.
Einkennileg
hestskepna
Á Auenhof fer fram fjölbreytt starf-
semi. Auk reiðskólans starfrækja
þær stöllur myndbandagerð tengda
hestaíþróttum, vérslum með hnakka
og vörur tengdar hestamennsku og
fást við tamningu og hrossarækt. Þar
eru t.d. í uppvexti 2 folöld íslensk og
einn arabískur og íslenskur blend-
ingur sem er satt best að segja ein-
hver einkennilegasta hestskepna
sem undirritaður hefur nokkru sinni
séð. Hestaeign þeirra Ines og Barbel
er 10 íslenskir hesta, þrír arabískir,
þar á meðal stóðhesturinn Khayam,
sem hefur blandað blóði við íslenska,
og einn shetland pony sem sannar
og sýnir að hestar þurfa ekki að vera
stórir til að vera varasamir. Þessi
dvergsmáa skepna er slæg, hrekkjótt
og geðvond svo umgangast þarf hana
með sérstakri varúð.
Allir íslensku hestamir heita ís-
lenskum nöfum og Tandri heitir sá
hálfarabíski sem hefur reyndar þeg-
ar verið skráður í ættbók og verður
notaöur til frekara undaneldis þegar
á næsta ári.
Sjónvarpssjúkur
hundur
Enn er ótahð af skepnum á bænum
nokkrar hænur, fimm eða sex kettir
á ýmsum aldri og tveir hundar. Ann-
ar heitir Tinna upp á íslensku og er
sögð með gáfaðri dýrum af sinni teg-
und, mjósleginn veiöihundur. Til
marks um vitsmuni hennar er áhugi
- DV í heimsókn á þýskum hrossabúgarði
málið frekar, segir aö það fari fyrir
dómstóla.
Tilgangslaus ræktun
- En telur Ines það rétta stefnu aö
blanda íslenska hestinn öðrum teg-
undum?
„í rauninni alls ekki. Arabíski hest-
urinn og sá íslenski em báöir hrein-
ræktaðir og blöndun á þessum
tveimur verður sennilega aldrei góð.
Tandri, minn blendingur, varð til
fyrir slysni. Hann erfði fætur og höf-
uð frá arabískum föður sínum en
skrokkiim og fjórar gangtegundir frá
íslenskri móður sinni,“ segir Ines.
„Hitt er svo annað mál að fyrst
Tandri varð til er sjálfsagt að vita
hvemig hann reynist til undaneldis,
t.d. með öðrum blendingum. Mér er
kunnugt um að hér í Þýskalandi hafa
verið gerðar talsverðar tilraunir með
að blanda íslenska hestinn öðrum
tegundum, aðallega þýskum. Að
mínu viti er slík ræktun í sjálfu sér
tilgangslaus. Hreinræktaður hestur,
eins og sá íslenski, batnar aldrei við
Ines Dreyer með hundinn Tinnu i fanginu. Við hlið hennar Bárbel Vollberg.
eftir þriggja ára dvöl á Auenhof er
starfsemin búin að sprengja aðstöð-
una utan af sér og þær stöllur famar
að svipast um eftir öðram og stærri
búgarði á leigu.
Ástæða þess að þær vilja koma til
íslands og kaupa hesta sjálfar er, fyr-
ir utan áhuga þeirra á landinu, frek-
ar slæm reynsla þeirra af viðskiptum
við íslenska hestasölumenn í Þýska-
landi. Þær telja sannað að ónefndur
hrossaprangari, íslenskur, hafi selt
þeim hest sem var mörgum áram
eldri en pappirar gáfu til kynna og
að auki haldinn einhveijum sjúk-
dómi sem blaðamaður kann ekki að
nefna a íslensku.
„Þetta var lærdómsrík reynsla og
að vissu leyti nauðsynleg svona einu
sinni," segir Ines en neitar að ræða
Blaðamaður DV á baki Khayam, hreinræktuðum arabískum stóöhesti.
hennar á fjölmiölum en hún horfir á
sjónvarp af meiri áhuga og eftirtekt
en himdar almennt gera. Þó kemst
hún í mikinn hugaræsing ef hún sér
sjálfa sig í sjónvarpinu á mynd-
bandi. Þá geltir greyiö óskaplega og
vælir. Eigandinn, Ines, segir að það
sé vegna þess að hún hafi ekki nógu
þroskaö „sjálf* til þess að greina
mílli sjónvarpsins og raunveruleik-
ans.
Hinn hundurinn er risastór, lura-
legur og skottlaus, einn af þessum
hundum sem er nógu loðnir og
lubbalegir til þess að óvanir sjá ekki
í fljótu bragði hvað snýr fram og aft-
ur. Sá heitir Lohengrin og bætir
gáfnaskort upp með listrænum hæfi-
leikum því að hann getur bæði sung-
ið og dansað. Með aðstoð forsöngvara
ræður hann. við að spangóla einfalda
lagstúfa og er furðu djúpur bassi.
Þegar vel liggur á Lohengrin stjáklar
hann nokkur létt dansspor með.
Slæm reynsla
af íslenskum
sölumönnum
Bæði Ines og Bárbel, auk nokkurra
fastagesta á Auenhof sem blaðamað-
ur DV hitti, tilheyra þeim hópi út-
lendinga sem venjulega eru kallaöir
„íslandsvinir“. Þær hafa aldrei kom-
ið til íslands en þekkja það gegnum
hestana og vilja allt um landið vita.
Draumur þeirra er að fara til íslands
og kaupa hross þar beint af bændum.
Reiðskólinn nýtur mikilla vinsælda,
bæði hjá bömum og fullorðnum, og