Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 60
72 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Myndgáta Nissan double cab, árg. '90, til söíu, ljósblár að lit, 33" dekk, klæddur pall- ur, verð kr. 1.350.000. Upplýsingar í síma 91-624160 og 91-76240. Til sölu Volvo F 610, árg. ’84, með nýrri vörulyftu og hugsanlega akstursleyfi. Uppl. í síma 91-642067 og 985-27229. Toyota 4Runner EFi SR5, árg. '85, til sölu, skipti möguleg á ódýrari seljan- legum eða dýrari Toyotajeppa. Uppl. í síma 92-37776 eftir ki. 18. - Toyota Corolla Touring XLi 4x4 ’90, ekinn 17 þús. km. Uppl. í síma 92-13019. Ford Econoline Club Wagon 250 XL, árg. '91, með öllu, vél 7,31 dísil. Uppl. hjá BOasölu Reykjavíkur í síma 91- 678888. Honda Civic GL, árg. '86, 3 dyra, rauð- ur, fallegur og vel með farinn bíll. Staðgreiðsluverð 350 þús., athuga skipti á ódýrari bíl. Upplýsingar í síma 91-677556. 86 þús. mílur, rafmagn í öllu, T topp- ur, nýtt lakk, verð 1 millj., góður stað- greiðsluafsláttur. Upplýsingar í síma - 91-623070. BMW 728i, árg. '84, til sölu, ekinn 82 þús. km, verð 1200 þúsund, góður staðgreiðsluafsláttur. Upplýsingar í símá 91-650797. MMC Colt turbo, árgerð '88, til sölu, rauður, sóllúga, rafmagn í öllu, litað gler, áifelgur, ný sumar- og vetrar- dekk, útv/segulb., ekinn 58 þúsund km, verð 880 þúsund eða 740 þúsund staðgreitt. Uppl. í síma 91-79969. Buick Le Sabre, árg. '79, ekinn aðeins 76 þús. mílur, 8 cyl., sjálfskiptur, rafmagn, þarfnast smáaðhlynningar, fæst á mjög góðu verði ef samið er strax, aðeins kr. 190.000 staðgreitt. Uppl. í síma 98-75838 og 985-25837. Til sölu Willys CJ-5. Upplýsingar í síma 91-72798. Nissan Sunny SGX, árg. '88, til sölu, álfelgur, útvarp/segulband, ath. skipti og skuldabréf. Uppl. í síma 91-31878. Range Rover Vogue EFi, árg. '88, til sölu, sjáifskiptur, með öllu, ekinn 70 þús. km, sérlega vel farinn bíll. Verð kr. 2,9 millj., skipti athugandi á ódýrari. Uppl. í síma 91-679945. Volvo 245 GL '82, góður bíll, gott lakk, sjálfskiptur, vökvastýri, útvarp/segul- band, 4 hátalarar. Uppl. í sima 91-42930 eða 985-35107. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar í Reykjavik, skiptaréttar Reykjavíkur, H/F Eimskips, ýmissa lögmanna og stofnana fer fram opin- bert uppboð í uppboðssal tollstjóra í Tollhúsinu (hafnarmegin) laugardag- inn 7. desember nk. og hefst það kl. 13.30. Eftir kröfu tollstjóra alls konar fatnaður, listar 7500 kg, vírar og lásar, timbur- afgangur, ca 27.500 kg þakefni, stálplötur, eldhúsáhöld, alls konar hús- gögn, pokar, timbur, 45.000 kg hjólbarðar, skófatnaður, hljómtæki, sjón- varpstæki, rafhlöður, íþróttafatnaður, íþróttatöskur, lampar, vefnaðarvara, alls konar varahlutir, kaplar, tölvur, bílsæti, hljómplötur, belti, byggingar- efni, 2.645 kg, stálrör, leikföng, vír, klæðning, spónaplötur, ca 7.800 kg . \ garn, bómullargarn, 5.480 kg, ýmsar upptækar vörur og tæki og margt fleira. Eftir kröfu H/F Eimskips bílsæti, höfuðpúðar, hillur, eldhúshlutir m.m. og margt fleira. Eftir kröfu skiptaréttar, Gjaldheimtunnar, ýmissa lögmanna og banka lög- teknir og fjárnumdir og ýmsir munir úr db. og þrotabúum, svo sem: sjón- varpstæki, hljómtæki, ýmis heimilistæki, saumavélar, skrifstofubúnaður, málverk, Sony DMX videomyndavélar, líkamsræktartæki (flott form), sim- tæki, faxtæki, búðarkassar, eldhúsáhöld, pottar, alls konar fatnaður, bifr. G-23640, Ford Sierra '85, R-4144, Honda '85, og margt fleira. Ávisanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki gjaldkera eða uppþoðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. UPPBOÐSHALDARINN í REVKJAVÍK ■ Þjónusta Teikna eftir Ijósmyndum. Vmsar stærð ir, meðalverð kr 4700. Sími 91-17087. Andlát Gyða Ásgeirsdóttir, Dalalandi 1, lést í Landspítalanum 28. nóvember. Ágúst Guðlaugsson, fyrrverandi skrifstofustjóri, andaðist í Land- spítalanum 27. nóvember. Þórdís Eyjólfsdóttir, Hjúkrunar- heimilinu Skjóli, andaðist 28. des- ember. Marta Kristín Eggertsdóttir, Blöndu- hlíð 27, lést í Landspítalanum 28. nóvember. Tórúeikar Lúðrasveitartónleikar í Háskólabíói Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins munu halda sameiginlega tónleika í Háskólabíói laugardaginn 30. nóvember kl. 14.00 og er þetta í fyrsta skipti sem þessar tvær stóru lúðrarsveit- ir halda sameiginlega tónleika. Hvor um sig munu þær spila nokkur lög en síðan sameinast þær í eina stóra sveit. Á efnis- skrá eru m.a. Myndir á sýningu eftir Mússorgsky, Flugeldasvítuna eftir Hánd- el og Simpsonlagið. Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Lausngátu nr. 194: Bera saman bækur sínar ______________________Merming Bjartar von- ir vakna _ - Karólína Lárusdóttir í Gallerí Borg Það nkir sannkölluð sumarstemning á sýningu Ka- rólínu Lárusdóttur í Gallerí Borg þessa dagana. Hvergi dregur ský fyrir sólu í málverkum Karólínu enda eru þau í eðli sínu fegraðar minningar en ekki grár hvunndagur. Sögusviðið virðist vera uppgangstími eft- irstríðsáranna; þeir gömlu og góðu dagar þegar karl- menn fóru í svört jakkafót á sunnudögum og konur í rósótta og litríka kjóla og ailir greiddu sér og puntuðu af minnsta tilefni. Heiti myndanna gefa rækiíega til kynna að sviðið er Reykjavík og nágrenni - og hvort sem það er með vilja gert eða ekki þá gefur það sýning- unni aukið gildi að a.m.k. sex myndanna eru sviðsettar í sama húsi og sýningarsalurinn, Hótel Borg. Sérstaða myndanna er þó e.t.v. fyrst og fremst fólgin í alþýðleik þeirra; þarna er venjulegt fólk og óvenjulegt, hvers- dagsklætt og uppábúið, við störf og í leik. Og þótt hvunndagurinn sé ekki grár þá er hann trúverðugur. Alþýðleiki Álþýðleiki mynda Karólínu sver sig að sumu leyti í ætt við verk alþýðumálara, sem eru hvarvetna í skúmaskotum, en þó mest áberandi í Austur-Evrópu - einkum Júgóslavíu - og Mið- og Suður-Ameríku. Karólína erþó enginn nævisti eins og margir alþýðu- málarar en kannski á hún meira sameiginlegt með veggjamálurum eins og t.d. Diego Rivera hinum mex- íkanska, sem var úthrópaður á McCarthy-tímanum fyrir að mála myndir af venjulegu, vinnandi fólki. Henni er í mun að ná andrúmslofti fiskmáltíðar í eld- húskytru og fiskkaupum húsmóður í búðarholunni á horninu, sem og vinnubrögðum starfsfólks á stórhótel- inu Borg. Þetta eru innimyndir með takmarkaðri og dempaðri birtu og nokkuð annars eðlis en skærlitar og glaðar útimyndimar. Þarna togast á viðleitnin til að kalla fram sannferðugt andrúm liðinnár tíðar á trúverðugan hátt og tilhneigingin til að ýkja fegurð sama andrúms. Mótsagnakennd frásögn Þessi sýning Karólínu er þrátt fyrir ofangreinda tog- Straukonan á Laugarvatni, ein af myndum Karóltnu á sýningunni. Myndlist Ólafur Engilbertsson streitu heilsteypt og jafnframt meinfyndin. Þótt úti- myndir eins og „Straukonan á Laugarvatni" og „Kon- ur skoða ítalskar efnaprufur í garðinum hjá hár- greiðslukonunni" virki helst til útlenskar hjá dempuö- um innimyndunum þá er gáskinn og útsjónarsöm myndbyggingin ætíð á sömu nótunum. Gleðin skín þó ekki beinlínis út úr ásjónum persónanna á myndum Karólínu; þær eru allar fremur drungalegar á svip, þótt úti sé sumar og sól. En það er bara hluti af mót- sagnakenndri frásögn listakonunnar, sem gengur víð- ast hvar mjög skemmtilega upp. Það verður gaman að fylgjast með framvindunni í söguskoðun Karólínu Lárusdóttur. Sýning hennar í Gallerí Borg stendur til 3. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.