Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Side 60
72
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Myndgáta
Nissan double cab, árg. '90, til söíu,
ljósblár að lit, 33" dekk, klæddur pall-
ur, verð kr. 1.350.000. Upplýsingar í
síma 91-624160 og 91-76240.
Til sölu Volvo F 610, árg. ’84, með nýrri
vörulyftu og hugsanlega akstursleyfi.
Uppl. í síma 91-642067 og 985-27229.
Toyota 4Runner EFi SR5, árg. '85, til
sölu, skipti möguleg á ódýrari seljan-
legum eða dýrari Toyotajeppa. Uppl.
í síma 92-37776 eftir ki. 18.
- Toyota Corolla Touring XLi 4x4 ’90,
ekinn 17 þús. km. Uppl. í síma
92-13019.
Ford Econoline Club Wagon 250 XL,
árg. '91, með öllu, vél 7,31 dísil. Uppl.
hjá BOasölu Reykjavíkur í síma 91-
678888.
Honda Civic GL, árg. '86, 3 dyra, rauð-
ur, fallegur og vel með farinn bíll.
Staðgreiðsluverð 350 þús., athuga
skipti á ódýrari bíl. Upplýsingar í síma
91-677556.
86 þús. mílur, rafmagn í öllu, T topp-
ur, nýtt lakk, verð 1 millj., góður stað-
greiðsluafsláttur. Upplýsingar í síma
- 91-623070.
BMW 728i, árg. '84, til sölu, ekinn
82 þús. km, verð 1200 þúsund, góður
staðgreiðsluafsláttur. Upplýsingar í
símá 91-650797.
MMC Colt turbo, árgerð '88, til sölu,
rauður, sóllúga, rafmagn í öllu, litað
gler, áifelgur, ný sumar- og vetrar-
dekk, útv/segulb., ekinn 58 þúsund
km, verð 880 þúsund eða 740 þúsund
staðgreitt. Uppl. í síma 91-79969.
Buick Le Sabre, árg. '79, ekinn aðeins
76 þús. mílur, 8 cyl., sjálfskiptur,
rafmagn, þarfnast smáaðhlynningar,
fæst á mjög góðu verði ef samið er
strax, aðeins kr. 190.000 staðgreitt.
Uppl. í síma 98-75838 og 985-25837.
Til sölu Willys CJ-5. Upplýsingar í síma
91-72798.
Nissan Sunny SGX, árg. '88, til sölu,
álfelgur, útvarp/segulband, ath. skipti
og skuldabréf. Uppl. í síma 91-31878.
Range Rover Vogue EFi, árg. '88, til
sölu, sjáifskiptur, með öllu, ekinn 70
þús. km, sérlega vel farinn bíll. Verð
kr. 2,9 millj., skipti athugandi á
ódýrari. Uppl. í síma 91-679945.
Volvo 245 GL '82, góður bíll, gott lakk,
sjálfskiptur, vökvastýri, útvarp/segul-
band, 4 hátalarar. Uppl. í sima
91-42930 eða 985-35107.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar í Reykjavik, skiptaréttar
Reykjavíkur, H/F Eimskips, ýmissa lögmanna og stofnana fer fram opin-
bert uppboð í uppboðssal tollstjóra í Tollhúsinu (hafnarmegin) laugardag-
inn 7. desember nk. og hefst það kl. 13.30.
Eftir kröfu tollstjóra alls konar fatnaður, listar 7500 kg, vírar og lásar, timbur-
afgangur, ca 27.500 kg þakefni, stálplötur, eldhúsáhöld, alls konar hús-
gögn, pokar, timbur, 45.000 kg hjólbarðar, skófatnaður, hljómtæki, sjón-
varpstæki, rafhlöður, íþróttafatnaður, íþróttatöskur, lampar, vefnaðarvara,
alls konar varahlutir, kaplar, tölvur, bílsæti, hljómplötur, belti, byggingar-
efni, 2.645 kg, stálrör, leikföng, vír, klæðning, spónaplötur, ca 7.800 kg
. \ garn, bómullargarn, 5.480 kg, ýmsar upptækar vörur og tæki og margt fleira.
Eftir kröfu H/F Eimskips bílsæti, höfuðpúðar, hillur, eldhúshlutir m.m. og
margt fleira.
Eftir kröfu skiptaréttar, Gjaldheimtunnar, ýmissa lögmanna og banka lög-
teknir og fjárnumdir og ýmsir munir úr db. og þrotabúum, svo sem: sjón-
varpstæki, hljómtæki, ýmis heimilistæki, saumavélar, skrifstofubúnaður,
málverk, Sony DMX videomyndavélar, líkamsræktartæki (flott form), sim-
tæki, faxtæki, búðarkassar, eldhúsáhöld, pottar, alls konar fatnaður, bifr.
G-23640, Ford Sierra '85, R-4144, Honda '85, og margt fleira.
Ávisanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki gjaldkera eða
uppþoðshaldara. Greiðsla við hamarshögg.
UPPBOÐSHALDARINN í REVKJAVÍK
■ Þjónusta
Teikna eftir Ijósmyndum. Vmsar stærð
ir, meðalverð kr 4700. Sími 91-17087.
Andlát
Gyða Ásgeirsdóttir, Dalalandi 1, lést
í Landspítalanum 28. nóvember.
Ágúst Guðlaugsson, fyrrverandi
skrifstofustjóri, andaðist í Land-
spítalanum 27. nóvember.
Þórdís Eyjólfsdóttir, Hjúkrunar-
heimilinu Skjóli, andaðist 28. des-
ember.
Marta Kristín Eggertsdóttir, Blöndu-
hlíð 27, lést í Landspítalanum 28.
nóvember.
Tórúeikar
Lúðrasveitartónleikar
í Háskólabíói
Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit
verkalýðsins munu halda sameiginlega
tónleika í Háskólabíói laugardaginn 30.
nóvember kl. 14.00 og er þetta í fyrsta
skipti sem þessar tvær stóru lúðrarsveit-
ir halda sameiginlega tónleika. Hvor um
sig munu þær spila nokkur lög en síðan
sameinast þær í eina stóra sveit. Á efnis-
skrá eru m.a. Myndir á sýningu eftir
Mússorgsky, Flugeldasvítuna eftir Hánd-
el og Simpsonlagið.
Myndgátan hér að ofan
lýsir orðasambandi.
Lausngátu nr. 194:
Bera saman
bækur sínar
______________________Merming
Bjartar von-
ir vakna
_ - Karólína Lárusdóttir í Gallerí Borg
Það nkir sannkölluð sumarstemning á sýningu Ka-
rólínu Lárusdóttur í Gallerí Borg þessa dagana. Hvergi
dregur ský fyrir sólu í málverkum Karólínu enda eru
þau í eðli sínu fegraðar minningar en ekki grár
hvunndagur. Sögusviðið virðist vera uppgangstími eft-
irstríðsáranna; þeir gömlu og góðu dagar þegar karl-
menn fóru í svört jakkafót á sunnudögum og konur í
rósótta og litríka kjóla og ailir greiddu sér og puntuðu
af minnsta tilefni. Heiti myndanna gefa rækiíega til
kynna að sviðið er Reykjavík og nágrenni - og hvort
sem það er með vilja gert eða ekki þá gefur það sýning-
unni aukið gildi að a.m.k. sex myndanna eru sviðsettar
í sama húsi og sýningarsalurinn, Hótel Borg. Sérstaða
myndanna er þó e.t.v. fyrst og fremst fólgin í alþýðleik
þeirra; þarna er venjulegt fólk og óvenjulegt, hvers-
dagsklætt og uppábúið, við störf og í leik. Og þótt
hvunndagurinn sé ekki grár þá er hann trúverðugur.
Alþýðleiki
Álþýðleiki mynda Karólínu sver sig að sumu leyti í
ætt við verk alþýðumálara, sem eru hvarvetna í
skúmaskotum, en þó mest áberandi í Austur-Evrópu
- einkum Júgóslavíu - og Mið- og Suður-Ameríku.
Karólína erþó enginn nævisti eins og margir alþýðu-
málarar en kannski á hún meira sameiginlegt með
veggjamálurum eins og t.d. Diego Rivera hinum mex-
íkanska, sem var úthrópaður á McCarthy-tímanum
fyrir að mála myndir af venjulegu, vinnandi fólki.
Henni er í mun að ná andrúmslofti fiskmáltíðar í eld-
húskytru og fiskkaupum húsmóður í búðarholunni á
horninu, sem og vinnubrögðum starfsfólks á stórhótel-
inu Borg. Þetta eru innimyndir með takmarkaðri og
dempaðri birtu og nokkuð annars eðlis en skærlitar
og glaðar útimyndimar. Þarna togast á viðleitnin til
að kalla fram sannferðugt andrúm liðinnár tíðar á
trúverðugan hátt og tilhneigingin til að ýkja fegurð
sama andrúms.
Mótsagnakennd frásögn
Þessi sýning Karólínu er þrátt fyrir ofangreinda tog-
Straukonan á Laugarvatni, ein af myndum Karóltnu
á sýningunni.
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
streitu heilsteypt og jafnframt meinfyndin. Þótt úti-
myndir eins og „Straukonan á Laugarvatni" og „Kon-
ur skoða ítalskar efnaprufur í garðinum hjá hár-
greiðslukonunni" virki helst til útlenskar hjá dempuö-
um innimyndunum þá er gáskinn og útsjónarsöm
myndbyggingin ætíð á sömu nótunum. Gleðin skín þó
ekki beinlínis út úr ásjónum persónanna á myndum
Karólínu; þær eru allar fremur drungalegar á svip,
þótt úti sé sumar og sól. En það er bara hluti af mót-
sagnakenndri frásögn listakonunnar, sem gengur víð-
ast hvar mjög skemmtilega upp. Það verður gaman
að fylgjast með framvindunni í söguskoðun Karólínu
Lárusdóttur. Sýning hennar í Gallerí Borg stendur til
3. desember.