Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 32
32
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
Menning
Að skrifa sig frá
þungbærri reynslu
Áður en útvarp og sjónvarp komu til voru
ferðabækur meðal þess vinsælasta sem gefið
var út. Þrá manna eftir fróðleik um ókunn
lönd og álfur var skiljanleg. Einmitt vegna
þessa er reisubók Jóns Indíafara ein af þekkt-
ari bókum sem gefnar hafa verið út á ís-
landi. Og lengi eftir útkomu þeirrar bókar
voru ferðabækur og ferðafrásagnir vinsælt
lesefni á íslandi. Þeir eru líka til enn þann
dag í dag sem standa í þeirri trú að frásagn-
ir manna af ferðalögum í fjarlægum löndum
eigi fullan rétt á sér. Ég er hins vegar einn
af þeim sem efast stórlega um að svo sé.
Kvikmyndir og sjónvarp sendir okkur heim
lifandi myndir frá fjarlægum löndum, lífi,
menningu, hstum og ekki síst hörmungum
fólks frá hinum ýmsu þjóðlöndum.
Stefán Jón Hafstein útvarpsmaður hefur
sent frá sér reisubók sem hann kallar Guð-
irnir eru geggjaðir. Hún á að segja okkur frá
því sem hann sá og upplifði sem starfsmaður
Rauða krossins í Eþíópíu og Súdan um miðj-
an síðasta áratug. í raun bætir Stefán Jón
engu við það sem okkur hefur verið sýnt í
sjónvarpi af hungur- og fátæktarhörmung-
um fólks í þessum löndum. Hitt er Ijóst aö
starf hans í þessum löndum hefur haft slík
áhrif á hann að honum hefur þótt hann verða
að skrifa sig frá því. Ekkert annað getur rétt-
lætt útgáfu bókarinnar. Stefán Jón er ein-
mitt að skrifa sig frá þungbærri lífsreysnlu.
Ég hefði viljað fá öðruvísi bók frá höfundi
um það sem hann sá og upphfði í Afríku.
Bókin er nefnilega fjarri því að vera bein
ferðasaga, bein lýsing á því sem hann var
að gera þarna og því sem hann upplifði. Hún
er að litlum hluta ferða- og starfssaga en að
mestum hluta stílæfmg og heimspekilegar
vangaveltur. Því miður er stíll Stefáns Jóns
oftast nær svo uppskrúfaður aö það verður'
ekki gaman að lesa hann. Dæmi um það er
þessi klausa, sem getur verið samnefnari
fyrir ýmsar hugrenningar höfundar í bók-
inni.
„ ... Loks steypti ég mér á kaf í djúp sálar-
innar staðráðinn í að endurheimta boðskap-
inn sem mér var glataður. En því lengra sem
ég kafaði varð mér óhægara um vik. Úr
leyndum hugarfylgsnum skutust vondar
hugsanir eins og morðóðir ránfiskar, mann-
ætufiskatorfur rógburðar, kolkrabbar
BókmenntLr
Sigurdór Sigurdórsson
græögi, hákarlar aíbrýði, öfund í hki bein-
gadda og eiturugga og loks sædjöflar af
versta tagi, fulltrúar heiftyrða. Ógnin óx við
rauða skímu í slýgrænu þykkni þar sem ég
kafaði dýpra í myrkur og óræða skelf-
ingu...“
Enda þótt Stefán Jón kunni ágætlega ís-
lenskt mál og skrifi lipran texta er of mikið
af því góða að vera með uppskrúfaðar sthæf-
ingar út í gegn í heihi ferðabók um hörmung-
arlönd Afríku. Ég hefði vhjað fá miklu meira
að heyra frá fólkinu sjálfu í þessum guðsvol-
uðu löndum en hugrenningum um heim-
speki höfundarins. Bókin er nefnilega kynnt
sem ferðasaga.
Ég opnaði bókina með thhlökkun en ég
verð að játa að ég varð fyrir vonbrigðum.
Ef frá er talin þörf höfundar að skrifa sig frá
erfiðu tímabhi í Afríku, skil ég eiginlega ekki
thganginn með útgáfu bókarinnar.
Stefán Jón Hafstein 0
Guðirnir eru geggjaöir
Mál og menning 1991
160 blaðsiður
Stefán Jón Hafstein lýsir feröalagi til Afríku
Eitthvað óljóst um skýin
Nýjasta ljóðabók Sjóns hefst á tveimur text-
um sem koma svo aftur í öfugri röð í lokin.
Það gefur th kynna að bókin sé ein hehd, en
að öðru leyti er það ekki auðséð. Enginn
þráður er sjáanlegur efnislega, né í persón-
um, orðalagi eða myndmáh. Það væri þá
helst í mótsagnaaðferöinni, sem brátt skal
rætt um, og í því að á líkan hátt og sjálf bók-
in hafa einstakir textar lok sem spegla upp-
hafið, gjaman umsnúið, svo sem í eftirfar-
andi dæmi (bls. 9);
(vetrarprinsinn horíir á hérann)
ég er í djúpinu
með djúpverðinum
smokkfiskar skjótast
um líkamann
við leitum að mannshjörtum
hann veit hvar þau eru
en hér eru engin lyfjagrös
(hérinn horfir á vetrarprinsinn)
Það er nýmæh Sjóns að hafa tith ljóðs í
svigum á undan ljóði og eftir, gjarnan skipt
á mhh þeirra. Hér eins og víða í bókinni eru
einstakar málsgreinar gerðar eftir aðferð
súrreahsta, að tengja ósamrýmanlega hluti.
Útkoman getur orðið dularfull og vakið
ímyndunarafl lesenda, t.d.: „smokkfiskar
skjótast um hkamann“. En eitt sér nær þetta
heldur skammt, og önnur atriði textans sé
ég ekki að tengist þessu, hvorki beint né
óbeint. Það virðist engin leið að sjá th hvers
orðið „djúpvörður" gæti vísað. En þó virðist
eðhlegt að hann viti hvar mannshjörtun eru
þar sem þau eru djúpt í mannslíkömum.
Hitt er vandséðara hvernig þau tengist lyfja-
grösum, héra eða vetrarprins, hvað svo sem
það orð táknar. í stuttu máli sagt, mér virð-
ist þessi texti of fátæklegur th að geta gefið
neitt. Og þó eru margir hthvægari í þessari
bók, t.d. sá næstfyrsti (og þar með næstsíð-
asti):
(hallgrímsson)
Sjón - hefur hæfileikana en hefur tekist
betur upp áður.
Bókmenntir
Örn Ólafsson
:eina krónu fyrir lóuna!
Oónas)
Þama er vísað th skáldsins sem orti:
„Snemma lóan htla í“, og gefið th kynna að
það ljóð sé ekki upp á marga fiska, en hvað
svo? Þyrfti ekki eitthvað meira, a.m.k. óbeínt,
annars staðar í bókinni? Þetta segir lítið og
svona tómlegir eru fleiri textar, t.d.:
(þrjár stjömur)
ágúst
(þrjár stjömur)
Og ekki batnar það endilega þótt textamir
séu lengri. Textinn: „(í fylgd með glæpa-
manni)“ er 13 línur, þar af þessi tvítekin, og
sex sinnum mótsögnin: „vindlar handa htl-
um stúlkum!" í samræmi við síðari hð henn-
ar er barnamál:
sú litlasta fær þann stórasta
hahaha!hahaha!hahaha!
af því að hún er minnstustust
en jafnvel þótt viö ímyndum okkur t.d. að
þarna sé kynferðislglæpamaður með dulmál
þá sé ég ekki thgang með þessu, hvorki í
textanum né í bókinni sem heild. Barnamál
er einnig á öðrum texta, og þar er sthlt sam-
an einföldustu andstæðum, að því er virðist
af hreinu handahófi, þetta segir ekkert (bls.
34):
(sumir em góðir)
núllmilljón
pabbi minn er vitlausari
en pabbi þinn
neiveljáilla
nema núna
jáillaneivel
núna nema ^
(sumir em góðir)
Nú má vissulega sjá rækt lagða við upp-
byggingu texta, t.d. „(úr rauðu - í grænt)“
(bls. 16-19). Þessi langi texti er fléttaður sam-
an úr runu htarheita annars vegar, en hins
vegar einhverri spennu í sviðsmynd sem
ekki er útskýrð. Litimir ganga frá rauðu um
ofurhvitt, blátt, svart, hvítt, gult og grænt.
Þetta er mjög áberandi í sviðsmynd sem er
þannig að blóð er umhverfis rúm, sem mæ-
landi situr uppréttur í með pappaspjald í
kjöltu, penni stendur á oddinum á því, úr
honum streymir svart blek. Mælandi vhl
drekka blekið en „hún“ opnar dymar, stelur
blóðinu og ljósið streymir út th hennar. Ljóö-
inu lýkur hins vegar í bamslegri sátt og sam-
lyndi:
góða nótt pabbi!
á morgun fæ ég gula+gulan+gult
og flá kemur vori>
góða nótt!
(í grænt)
í þessum texta er ekki sjáanlegt neitt sam-
hengi á yfirborðinu, og því finnst mér að þar
ætti að vera að finna einhvern undirstraum,
sem gæfi a.m.k. í skyn í hverju þetta drama
felst, t.d. með hugrenningatengslum við ást,
dauðaógn, trú eða eitthvað álíka mikhvægt.
En hér virðist mér hreint ekkert shkt að
finna, engin togstreita andstæðna sem gefið
gætu ljóðinu spennu. Andstæðumar eru
bara á yfirborðinu, og þá finnst mér þetta
vera „bara stælar“.
Textamir hér að framan finnst mér ein-
kennandi fyrir bókina, mest ber á þvílíku.
Hins vegar bregður fyrir betra og einna best
finnst mér skáldinu nú takast upp í beinni
frásögn, myndrænni (bls. 20):
(nótt)
glitrandi
mistur af hafi
götuljósin stækkuðu
eitt ijósker skein í hveijum dropa
á gleraugunum mínum
við sátum úti á svölum
og skárum sítrónur
köstuðum sneiðunum fram af
svo flær flöktu götuna
glitrandi
augu og augu
í nóttinni
(sítrónunnar)
Þarna birtast „augu sítrónunnar", mót-
sögn, sem skýrist í þessum verknaði, sem
virðist thgangslaus, en er þá það eitt að skapa
fegurð. Og vel er hér spunninn þráðurinn:
„ghtrandi-ljósker í dropa á gleraugunum-
ghtrandi augu sítrónunnar."
Ekki vantar hæfileikana, en eitthvað er að.
Miklu betur finnst mér skáldinu oft hafa tek-
ist vel upp á árum áður. Það em margir
heihandi dularfullir textar í safnriti hans frá
1986: Drengurinn með röntgenaugun.
Sjón:
ég man ekki eitthvaö um skýin.
Mál og menning 1991,
43 bls.