Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991. Matgæðingur vikunnar iérhver starfsmaður ó rétt ó að anda að sér lofti ómenguðu af tóbaksreyk ó vinnustað sínum. Púrrufiskur ■ TÓBAKSVARNANEFND ■ Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtalinni eign: Melaheiði 17, þingl. eigandi Rafnar Karlsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 3. desember 1991 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Magnús Norðdal hdl. og skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi. BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI Á GEISLADISK OG SNÆLDU ÞRÁÐLAUS SÍMI SEM HÆFIR LÍFSSTÍL ÞEIRRA, SEM KJÓSA ÞAÐ ÞÆGILEGASTA. Verð fcr. fÁ stgr. SIÐUMULA 37 SIMI 687570 VIÐURKENNDIR AF FJARSKIPTAEFTIRLITINU Kolbrún Stefánsdóttir, matgæðingur vikunnar. DV-mynd GVA „Ég hef mjög gaman af að prófa nýja rétti og finna upp sjálf. Þessa uppskrift sá ég einhvem tíma og breytti síðan eftir mínu höfði. Allt sem í hana fer nota ég eftir smekk þannig að hver og einn finnur hvað hentar," segir Kolbrún Stetansdótt- ir, húsmóðir og matgæöingur vik- unnar. Kolbrún segir að þegar hún nefni fisk við bömin biðji þau gjarnan um púrrufiskinn þannig að þessi uppskrift er mjög vinsæl á hennar heimili. Kolbrún á þijú böm og væntaniega em þau sönnun þess hversu rétturinn er góður. Böm eru oft matvönd. „Ég er mjög hrifin af fiskréttum og er því oft með fisk,“ segir Kolbrún. „Þessi réttur er líka mjög einfaldur og fljótlagaö- ur,“ segir hún. Uppskriftin hljóðar svo: 6-800 g ýsu- eða smálúðuflök 1 góður blaðlaukur 1 bolli rifinn ostur (óðals eða 26%) 1 peh rjómi 2 msk. sveppasmurostur (má sleppa) 'A-l sítróna 1-1 'A tsk. aromat Kreistiö sítrónu yfir fiskflökin og kryddið með aromatkryddinu, látið síðan bíða um stund. Skerið fiskinn í bita og raðið í eldfast mót. Sneiðið blaölaukinn (líka græna hlutann) og mýkið í olíu á pönnu, takið af og steikið sveppina smástund. Hell- ið þá rjómanum yfir, setjið rifna ostinn út í ásamt sveppasmurostin- um og látið sjóða þar tii hann er bráðinn. Bætið loks blaðlauknum á pönnuna og kryddið með aromat- kryddi eftir smekk. Helhð þessu síðan yfir fiskinn og bakið í 190° C heitum ofni í 15-20 mínútur. Rétturinn er borinn fram með hrísgijónum og heitu smábrauði. Kolbrún segist yfirleitt nota ýsu í þennan rétt en nota má þann fisk sem fólk kýs. Hún segir engan vafa á að þetta sé með vinsælustu rétt- um á hennar heimili. Kolbrún ætl- ar síðan að skora á svilkonu sína og listakokkinn, Regínu Sveins- dóttur lyfiatækni, að verða mat- gæðingur næstu viku. „Hún er frá- bær kokkur," segir Kolbrún. -ELA Hinhliöin Skemmtilegast að leika golf - segir Pétur Pétursson knattspyrnumaður Það vakti talsverða athygli fyrr í vikunni þegar Pétur Pétursson, fyrrum fyrirliði landsliðsins í knattspymu, ákvað að hætta í KR og ganga í Tindastól á Sauðárkróki sem er í 3. deild. Ástæðuna segir Pétur vera þá að hann ætli að leggja stund á nám í ljósmyndun í Ejöl- brautaskólanum á Sauðárkróki og því hafi legið beint við að skipta um félag. Hann segir það leggjast vel í sig að flytja til Sauðárkróks og fara að leika með Tindastóli. Annars nefndi Pétur, sem hefur verið í toppfótbolta í fimmtán ár, meðal annars í Hollandi, Belgíu og á Spáni, fyrst golf er hann var spurð- ur um áhugamál því það skemmti- legasta sem hann gerir er að leika golf. Fullt nafn: Guðlaugur Pétur Pét- ursson. Fæðingardagur og ár: 27. júní 1959. Maki: Dagmar Haraldsdóttir. Böm: íris Dögg, 11 ára, Tara, 6 ára, og Pétur Mar, 6 ára. Bifreið: Mitsubishi Galant, árgerð ’87. Starf: Nemi í ljósmyndun. Laun: Nemalaun og námslán. Áhugamál: Golf, ijósmyndun, fót- bolti og músík. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef tvisvar feng- ið fjórar réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að spila golf. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ekkert sérstakt. Uppáhaldsmatur: Hollenskir réttir. Það er mikið kál og annaö græn- meti í þeim og kryddið er sérstak- lega gott. Uppáhaldsdrykkur: Seltzer. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur i dag? Vinur minn og félagi, Arnór Guðjohnsen. Uppáhaldstimarit: Interview. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Dætur mínar. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég held ég sleppi að svara þessari. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Ragnar Reykás. Uppáhaldsleikari: Siggi Siguijóns- son. Uppáhaldsleikkona: Jessica Lange. Uppáhaldssöngvari: Bubbi og Meg- as. Uppáhaldsstjómmálamaður: Vil- mundur heitinn Gylfason. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Skemmti- þættir. Ertu hlynntur eða andvígur vem varnarliðsins hér á landi? Ég svara ekki þessari. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Þær eru allar fínar, ég geri ekki upp á milli þeirra. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eiríkur Jónsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Eg horfi nokkuð jafnt á stöðvamar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Emir Rúnarsson og Heim- ir Karlsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn sérstakur, ég fer lítið á skemmti- staði. Uppáhaldsfélag í iþróttum? KR. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Aö láta mér líða vel með fjölskyldunni. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fékk ekkert sumarfrí því að ég var að spila fótbolta. -IBS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 275. tölublað - Helgarblað (30.11.1991)
https://timarit.is/issue/193773

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

275. tölublað - Helgarblað (30.11.1991)

Aðgerðir: