Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991.
25
blöndun, þó auövitaö geti komið
fram athyglisverðir einstaklingar."
30 þúsund íslenskir
hestar í Þýskalandi
í Þýskalandi er talið að séu nú um
30 þúsund íslenskir hestar, ýmist
fæddir á íslandi eða af annarri kyn-
slóö innfluttra. Sérstakt félag eig-
enda íslandshestá er starfandi í land-
inu og sérstakar keppnir eru haldn-
ar.
- Er íslenski hesturinn orðinn
heimavanur í Þýskalandi?
„Um þetta mætti halda langan fyr-
irlestur," segir Ines.
„Það hafa verið vandamál meö
hross sem koma beint frá íslandi,
bæði hvað varðar húðsjúkdóma og
aðra kvilla. Hestar sem eru fæddir
hér virðast þola loftslagiö heldur
betur. Hitt er svo annað mál að fleiri
hestakyn en það íslenska þjást í vax-
andi mæh af húðsjúkdómum. Þá
vaknar sú spuming hvort um sé að
kenna aukinni mengun á síöari árum
fremur en beinlínis uppruna dýr-
anna.
Hvaö varðar síðan sambúð ís-
lenska hestsins og þýskra eigenda
hans þá er ég persónulega ekki alveg
sátt við margt sem þar fer fram. Ég
tel að þýsk ögun í reiðmennsku og
tamningu sé oft of harkaleg fyrir
skapgerð íslenska hestsins og gangi
á köflum gegn eðh hans. Eitt af því
sem er mest heillandi við íslenska
hestinn er nefniiega hin sjálfstæða
skapgerð hans og slíkt er hægt að
bijóta niður og skemma meö of mik-
ilii ögun,“ segir Ines og er nú tölu-
vert niðri fyrir.
„Það er hægt að fá hvaða hest sem
er með brellum til þess að lyfta fótun-
um í reið til þess að ganga í augun á
dómurum á sýningum. En ég er á
móti slíku nema það sé hestinum
eðlilegt."
Auglýstu eftir
íslenskum
unglingum
Ines og Bárbel auglýstu í haust í
DV eftir 2 íslenskum „au pair“ ungl-
ingum til þess að dvelja á búgarðin-
um og vinna. Svörin létu ekki á sér
standa því rösklega 50 umsóknir bár-
ust - strax í fyrstu vikunni.
„Það eykur tengslin við landið og
svo höfum við grum um að íslenskir
unglingar séu duglegri að vinna en
þeir þýsku,“ sögðu þær stöllur að-
spurðar um ástæöur þessa.
Helgina, sem blaðamaður DV
dvaldi á Auenhof, voru að meðaltali
12-14 manns þar, ýmist við nám eða
í heimsókn. Þaö gafst því sjaldan
róleg stund til formlegra viðtala því
öfugt við þaö sem þýskir eru orðlagð-
ir fyrir, nefnilega „Ordnung" og röð
og reglu, einkenndist heimilshaldið
af léttlyndi og hæfilegri óreiðu sem
jaöraði viö galgopahátt á köflum.
Hápunktur heimsóknarinnar var
svo auðvitað tveggja tima útreiðar-
túr um nágrennið. Islensku hestam-
ir voru þar í félagsskap með aröbum,
að ógleymdum shetlandhestinum
Ines og Fjörður, hennar eftirlætis-
hestur.
smáa og skapvonda. Nægir skeiðvell-
ir voru í nágrenninu því landið þama
er eins flatt og flatneskja getur orðið.
Ines sagði að í Þýskalandi þætti slík-
ur tveggja stunda reiðtúr án hvíldar
ekki tiltökumál þar sem haldnar
væm allt að 100 km þolreiðir með
íslenskum hestum.
Fyrir blaðamann DV, sem alls ekki
er vanur hestum, var það eftirminni-
leg reynsla að setjast á bak Khayam,
arabískum stóðhesti, og hleypa hon-
um um stund. Á íslandi er ekki van-
inn að nota stóðhesta mikið til reið-
ar, allra síst þegar útlendir viðvan-
ingar eiga í hlut. Khayam var hins
vegar svo vel taminn að honum var
riðið við teymingsbeisli og hlýddi
auðsveipur minnstu bendingum.
En þeir íslensku eru ólíkt mikið
þýðari og því var að minnsta kosti
annar endi undirritaðs afar feginn
að skipta.
Tandri, rúmlega tvævetur blendingur íslensks og arabísks hests.
SPAÐISTJORNURNAR
Allt sem þarf til að búa til stjörnukort
Gerið stjömukortin sjálf! Handhæg bókaaskja sem hefur að geyma allt til að þið getið sjálf
búið til nákvæmt stjömukort á tíu til fimmtán mínútum og sagt ótrúlega margt um
persónuleika manna og hegðun. Reynið stjömuspána á sjálfum ykkur, fjölskyldu og vinum!
Verðkr. 3.390.-
BETRA KYNLÍF
eftir bandaríksa sálfræðinginn Barböru Keesling.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur þýddi og ritar
einnig formála.
Bókin leiðbeinir fólki að glæða unað kynlífsins.
Fjallað er á faglegan hátt um algenga kynlífsvanda
og sett framinákvæmt æfingakerfi sem einstaklingar
og pör geta nýtt sér til að draga úr spennu um
kvíða í kynlífi.
ÖRN OG
ÖRLYGUR
Síðumúli 11 -108 Reykjavík - Sími: 684866
v/s unova uan