Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1991, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1991 9 DV Vísnaþáttur Magnús prúði og Pontusrímur Segia ma aö þeir sem heima sitja flesta daga séu í minni hættu en aðrir. En þeir sem hafa tamið sér að tala og skrifa og láta prenta eft- ir sig greinar og jafnvel bækur mega gera því skóna að þeir mis- stigi sig öðru hvoru. Þar geta kom- ið við sögu nokkrir illvígir draug- ar: ritvilla, prentvilla og misminni. Nú á ég um sárt að binda. Eina ráðið er að biðjast afsökunar. í síðasta vísnaþætti mínum var sagt frá ástamálum og kvonbænum Staðarhóls-Páls, sem lifði lungann úr sextándu öldinni og kom mjög við sögu þjóðarinnar sem skáld og yfirvald. Hann fékk fyrir konu Helgu, dóttur Ara Jónssonar Hóla- biskups og höggvinn var ásamt föð- ur sínum og bróður, eins og alhr vita. Ástir þeirra hjóna voru heitar í fyrstu, eins og rétt er skýrt frá í fyrra þætti. Samt varð hjónaband Páls og Helgu ekki farsælt til ævi- loka. Sonardóttir Jóns Arasonar var viljasterk og skapmikil, Staðar- hóls-Páll sérlundaður og ráðríkur. Hvorugu þeirra var í kot vísað og hættu að búa undir sama þaki. Páll lögmaður gerðist aldraður, en vildi engu að síður eignast yngri konu. Þá var skörungurinn Guð- brandur Þorláksson orðinn Hóla- biskup og elsta dóttir hans, Hall- dóra, mikill kvenkostur, ógefin. Um kvonbænir og ástarljóð Stað- arhóls-Páls til biskupsdóttur fjall- aði þattur minn. Eg misritaði nafn Hóla-biskups, sem hafnaði bónorði hinnar gömlu, ríku og nafntoguðu skáldkempu. Nafnavillan leiðrétt- ist hér með. Nú snúum við okkur að yngri bróður Staðarhóls-Páls. Ártíðir hans eru 1531-91, fæddur einu ári síðar en Páll og deyr sjö árum fyrr. Hann hét Magnús Jónsson og „prúði“ var viðurnefni hans. Báðir sýslumenn og skáld. Með honum ríður rímnaskáldskapurinn í garð á íslandi. Um ástamál hans né önn- ur einkamál verður hér ekki rætt. Rétt er að nefna merka foreldra þeirra Páls og Magnúsar og þriðja lögmannsins, sem hér kemur ekki við sögu, hjónin Jón og Ragnheiði á höfuðbýlinu Svalbarði við Eyja- flörð, sem á þeirra tíð og lengur var eitt af mestu höfuðbólum landsins að ríkidómi og ítökum víðs vegar um land. Jón og Ragnheiður áttu saman ellefu börn. En um þessa kunnu ættmóöur var ort vísa í æsku sem varðveist hefur. Hún er svona: Ragnheiður á rauðum sokkum rekur hesta. Enga vill hún utan presta auðarlín sig láta festa. Hún var af ætt Orms ríka Lofts- sonar og var gefin vel efnuðum bónda, eins og áður segir. Synir þeirra voru settir til mennta bæði hérlendis og í Þýskalandi. Þeir Vísnaþáttur urðu meðal ríkustu og valdamestu manna landsins um sína daga, Páll og Magnús, énnfremur nafnkunnir enn sem skáld og fræðimenn. Á sextándu öldinni, og raunar fyrr, komust danskvæði í tísku í helstu Evrópulöndum. Fjölluðu um hetjur og ævintýramenn og auðvit- að ástkonur þeirra. Hinir siða- vöndu biskupar okkar, sem réðu yfir prentverki landsins, voru ekki meðmæltir shkum kveðskap. Hann keppti við sálmana. En nýjungar í skáldskap ná fyrr eða síðar vin- sældum með alþýðu. Prentbanniö varð þeim nokkur fjötur um fót. Skáldin á íslandi fóru að yrkja rímnaflokka eftir erlendum ævin- týrasögum, auk einstakra dans- kvæða. Það varö upphaf rímna- kveðskapar. Rímur lærði fólk og þær gengu í uppskriftum milh manna. Varð þetta mjög vinsælt efni, eins og allir vita. Rímvinir búa að þessu enn og mega helst ekki af hinum dýru háttum sjá. Um þessi efni eru íslendingar íhalds- samari og oft rómantískari en aðr- ar þjóðir. Magnús Jónsson prúði er fræg- astur fyrir Pontusrímur sínar, sem ortar voru út af þýskri bardaga- og ástarsögu, sem ekki er hægt að lýsa hér frekar. Fleiri skáld en hann unnu að þessu verki, en hér birtast aðeins vísur sem öruggt er talið að hann hafi ort. Þeir sem á annað borð hafa áhuga á bókmenntum vita hvernig háttar með rímurnar. Þar skiptast á frá- sögn og mansöngvar. Þá geta sér- lega góðar vísur orðið viðskila við sitt upphaflega sæti og orðið að höf- undarlausum flækingum, stundum misfeðraðar, eins og gengur, eða orðið lausaleiksbörn. Eg mun nú fylla það pláss, sem eftir er, með slíkum vísum, er geta staðið einar sér, þó upphaflega hafi verið eins og steinar í byggingu. En böm síns tíma em þessar vísur, sumar aðrar snjahari um rím og efni. Rímnafé- lagið gaf Pontusrímur út 1961, sá Grímur M. Helgason um það verk. Dauði er vegur, leið til lífs, af löstum hjálpar sönnum, upphaf góðs, en einnig kífs öllum kristnum mönnum. Enginn má hér ósköp nein af sér nokkur kaupa, ekki heldur gæfugrein gjöra á mis við hlaupa. Tveir eru menn í hvörjum hér, heilög skrift það kennir mér, ytri bæði og innri er, eflaust geym í minni þér. Hjartans góss er haldið stærst, hér með fylgir líkam næst, auðlegð heyrir og þar til með öðru því eg greina vil. Hef eg nú þaö næst var ár nokkuð mótkast fengið, oftast lygar, fals og fár, fátt að óskum gengið. Alltaf skal eg angur og þrá fyrir utan hjartað byrgja. Sjaldan stöðvast hamingja hjá hinum er jafnan syrgja. Þá veitir blítt, má vænta strítt vefji oss sorgarböndum. í dag er mér, á morgun þér misgjörð vís fyrir höndum. Enginn drengja yrkir par, sem er með þanka sárum. Hugurinn reikar hér og þar sem hafskip eitt á bárum. Þetta verður að duga að sinni. Jón úr Vör Fannborg 7 Kópavogi V * ' . /' ' Polarlite” útivistarpeysur, verð frá kr. 6.700 Höfum mjög mikið úrval af svefnpok- um. Verð frá kr. 2.800, t.d. -7°C á kr. 4.570. Vinsælu göngu- skómir frá Demon, verð frá kr. 4.800 með „sympatexi", verð frá kr. 7.900. — flglgl Vandaður Protex-fatnaður, vatnsheldur með útöndun. MiKið úrval af bakpok- um á góðu verði. T.d. 35 I dag- poki á kr. 2.300. SEGLAGERÐIN EYJARSLOÐ 7, SIMI 621780 Mihið úrval af vörum fyrir lla- og ferðafólk á góöu verði Klifurvörur frá Besti nærfatn- aður á fjöllin, Polyprop- line, stingur ekki. Langerma- bolur, kr. 2.480. Sið- ar buxur, kr. 2.300. Stutterma- bolur, kr. 1.680. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.