Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Side 9
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992.
9
Vísnaþáttur
„Klónni slaka
eg aldrei á"
„Daginn í dag átt þú. Þú hefur
misst tökin á gærdeginum, hann
verður þér aldrei annað en það sem
þú gerðir úr honum. Morgundag-
urinn er þér engin trygging, þú
veist ekki hvort þú færð hann til
ráðstöfunar. En daginn í dag átt
þú. Þú getur ráðstafað honum að
vild þinni. Notaðu hann vel. í dag
getur þú gert einhvern hamingju-
saman. í dag getur þú liðsinnt fólki
sem á vegi þínum verður. í dag
getur þú neytt allrar orku þinnar
til að lifa því lífi sem ætlast má til
með réttu að náungi manns lifi.
Þessi dagur er þýðingarmikill og
hann er þinn dagur. Leiddu hug-
ann að því hvernig væri ef við
gætum lifað lífinu þannig að ein-
hver þakkaði okkur að kvöldi fyrir
það eitt að vera til. Það er til gam-
alt orðtæki sem hljóðar svo: „Það
er alltaf áliðnara en þú heldur“.
Það er vert að gefa þeim orðum
gaum.“
Ekki veit ég um höfund þessara
orða en hann hefur trúlega vitað
hvað hann söng, að minnsta kosti
væri ómaksins vert að íhuga
hvernig þau koma heim og saman
við daglegt líf okkar, hvers og eins.
Færum við að ráði hans væri ekki
fráleitt að hugsa sér að fyrirheit
Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum
í stökunni sem fer hér á eftir gætu
ræst:
Allra happa hljóttu stig.
Hamingjan þig leiði.
Árið nýja yfir þig
armana sína breiði.
Og ljóð og stökur reynast sumum
„líkn í þrauf ‘ og það hefur Þórdísi
Jónasdóttur sennilega fundist þeg-
ar hún kvað:
Hingað berast eyrum að
ómar liðins tíma.
Sit ég ein með bók og blað,
• basla við að ríma.
Þegar harmur opnar und
og aftur sárin blæða,
ekkert getur yljað lund
eins og hljómur kvæða.
Okkur tíðum svíða sár,
svo er mörgu kviðið.
Þakkir fyrir þetta ár,
það er bráðum liðið.
Hjörtur Kristmundsson skóla-
stjóri orti til Jóns Pálmasonar, al-
þingismanns og bónda á Akri í A-
Hún., á afmælisdegi hans:
Sterkar eikur stormi fagna,
standa keikar veðrum í.
Þeim er leikur mál að magna
mæta reyk og vopnagný.
Árin tifa, öldin rennur,
elhn rifar seglin hljóð.
Fennir yfir orðasennur,
eftir lifir minning góð.
„Skráðu það í hjarta þér að sér-
hver dagur sé besti dagur ársins.
Enginn maður hefur lært neitt á
réttan hátt fyrr en honum verður
ljóst að sérhver dagur er dómsdag-
ur“. Þetta eru orð ameríska heim-
spekingsins Ralphs Waldo Emer-
sons, sem alhr skyldu hafa í huga,
en vona jafnframt að eftirfarandi
heillaspá Eyjólfs Jóhannessonar
frá Svignaskarði rætist á þeim
sjálfum:
Allt sem getur mæðu mýkt
mund þér rétti hlýja,
og þér gefi unaðsríkt
árið það hið nýja.
Skírskotun til þess hve lífið er
fallvalt kemur fram í stöku Þor-
steins Magnússonar frá Gilhaga:
Vika líður, ár og öld,
eina stund þess nýtur.
Allir dagar eiga kvöld,
allt sem byrjar þrýtur.
Og í því sambandi mætti leiða
hugann að því sem fram kemur í
eftirfarandi stöku Snæbjarnar
Jónssonar:
Sjálfa oss ef sæjum vér
í sama ljósi og hinir,
margt af því sem miður fer
mundi lagað, vinir.
Efnahagsástandið, ekki aðeins
hér heima heldur og erlendis, varð
Guðmundi Sigurðssyni gaman-
Vísnaþáttur
lært af nýliðnu ári og getum því
tekið undir með þeim sem sagði:
Útlitið er ekki bjart,
oft á taugar reynir.
En árin kenna okkur margt
sem enginn dagur greinir.
Torfi Jónsson
vísnahöfundi að yrkisefni fyrir
margt löngu. Og ekki hefur ástand-
ið batnaö síðan:
Víða er í veröld hart,
verslun illa gengur
styrkum fótum stendur vart
sterlingspundið lengur.
Margur virðist miður rétt
meta gengi þjóða
og engin takmörk eru sett'
illa fengnum gróða.
Oft hefur landinn erlendis
eftir gleðifundi v
fyrir duft og fánýtt glys
fargað sínu pundi.
En glati menn trúnni á sjálfa sig
verður fátt til bjargar. Sveinn
Hannesson frá Elivogum:
Ef að týnist eigið traust
ekkert bjargað getur,
manni sýnist sólarlaust
■ sumar bæði og vetur.
Hvað er þá til bjargar? Eigum við
kannske að taka undir með Jóni
S. Bermann:
Klónni slaka eg aldrei á
undan blaki af hrinu,
þótt mig hrakið hafi frá
hæsta takmarkinu.
Og ef til vill höfum við eitthvað
POW'200
200 WATT INVERTER
FRAMLEITT I
BRETLANDI AF
SÖRENSEN
(Samþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisins)
12-240 V - 50 rið - 200 W
Mál 173 x 66 x
43 520 GRM
Þegar rafmagn fer af - í sumarbústaðn-
um - á vinnustað þegar rafmagn er
ekki fyrir hendi.
Dæmi um notkun: sjónvarp, útvarp, video, vinnuljós, rakvél,
tölvur, hleðslutæki, fax og farsími
Upplýsingar hjá D.E.B. þjónustan, Jaðarsbraut 7, Akranesi, sími: 93-13220.
Frístund: Reykjavík og Keflavík
FRÁ MENNTASKÓLANUM VIÐ HAMRAHLIÐ
ÖLDUNGADEILD MH
FRUMKVÖÐULL FULLORÐINSFRÆÐSLU
Öldungadeild MH var stofnuð 1972 og síðan þá hafa þúsundir karla og kvenna
stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúdentsprófi.
Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám?
í öldungadeild MH er kennt til stúdentsprófs á málabraut, félagsfræðabraut, náttúru-
fræðabraut, eðlisfræðibraut og tónlistarbraut (í samvinnu við tónlistarskóla).
Þú getur stundað nám í mörgum greinum eða fáum eftir því sem þér hentar.
Vakin er athygli á að hægt er að stunda nám í einstökum greinum án þess að stefna
að lokaprófi. Eins er algengt að stúdentar bæti við sig einstökum námsáföngum.
Þú getur lært:
Tungumál: Raungreinar: Félagsgreinar:
Ensku Stærðfræði Félagsfræði
Dönsku Eðlisfræði Trúfræði
Norsku Efnafræði Stjórnmálafræði
Sænsku Liffræði Hagfræði
Þýsku Frönsku Spænsku ítölsku Rússnesku Esperantó Jarðfræði <
Auk þess er í boði fjölbreytt nám í tölvunotkun, bæði grunnnám og fyrir lengra
komna (nýr og fullkominn tölvubúnaður, PC-tölvur).
Boðið er upp á nám í leiklist og myndlist.
Völ er á námi í íslensku, ritþjálfun og bókmenntalestri, almennum bókmenntum,
heimspeki, trúfræði, o.m.fl.
Er þetta eitthvað fyrir þig?
Ef svo er þá stendur innritun yfir í skólanum 6.-8. janúar kl. 16-19. Brýnt er að allir
sem hyggjast stunda nám á vorönn 1992 komi til innritunar á ofangreindum tíma.
Skólagjald er kr. 15.000 fyrir önnina.
REKTOR