Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 33 „Það er ofsalega gaman að vera kastað svona beint inn í, hringiðu leikhússins eftir skóla og mjög gott fyrir mann. Leikarastarfið er hins vegar eins og framhald á skólan- um; maður er stöðugt að læra. Nú er ég að vinna við tvær fullskapað- ar persónur, nokkuð sem ég hef aldrei gert áður, og þá er ég einnig að æfa þriðja leikritið. Kæru Jel- enu er búið að sýna um fjörutíu sinnum og það er nokkuð sem ég hef aldrei tekið þátt í áður. Það er virkilega góð tilfinning þegar mað- ur fær eitthvað til baka eftir fjögur ár í leiklistarskóla en ég gaf mig alia í skólanum og geri það náttúr- lega einnig í vinnunni. Þá er svo mikilvægt að vinna að verki sem skiptir mann sjálfan og áhorfendur máli, eins og til dæmis í Kæru Jel- enu. Þar flnnur maður að persón- urnar skipta áhorfendur mjög miklu máh, koma þeim mikið við, enda er nálægðin svo mikil á Litla sviðinu,“ segir Halldóra Björns- dóttir, 25 ára leikari, sem vakið hefur athygh fyrir hlutverk sín í Þjóðleikhúsinu að undanfórnu. Hahdóra útskrifaðist úr Leikhst- arskóla íslands í maí í fyrra en hefur þegar vakið athygh fyrir hlutverk í tveimur leiksýningum Þjóðleikhússins, Kæru Jelenu, sem sýnd hefur verið 40 sinnum fyrir fuhu húsi, og hinu klassíska leik- verki Wilhams Shakespeares, Rómeó og Júlíu. Þá er Halldóra aö æfa í nýju íslensku leikriti eftir Þórunni Sigurðardóttur sem ber nafnið Elín, Helga, Guðríður. Kæra Jelena er mikið átakaverk og allt annað en auðvelt að ghma við Júlíu í bundnum texta Shake- speares. Ólíkverkefni „Það sem mér fmnst skemmtilegt Halldóra Björnsdóttir leikur Júlíu í Rómeó og Júlíu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Henni finnst ofsalega gaman að vera kastað beint inn í hringiðu leikhússins strax eftir leiklistarskóla. DV-mynd GVA Halldóra Bjömsdóttir sem leikur Júlíu í Rómeó og Júlíu: í leiklistinni felst stöðug ögrun við þau verkefni, sem ég er að vinna í núna, er hversu ólík þau eru. Kæra Jelena er rússneskt leik- rit sem skrifað er fyrir áratug. í því er fjallaö um unga krakka sem eru óánægðir með þá aðstöðu sem þeir eru í og eins kemur fyrir mikil ádeila á kerfið. Þetta er átakaverk en textinn er mjög hversdagslegur og lifandi. í Rómeó og Júlíu er hins vegar á ferðinni hömlulaus ást í bundnum texta eftir Shakespeare. Það er geyshega gaman að takast á við hann og það er ekki á hveijum degi sem maður fæst við slíkt hlut- verk og hreina og tæra ást. í nýja leikritinu er sögusviðið hins vegar ísland fyrr á öldum. Það fjallar um ástir og örlög og byggist að mörgu leytí. á sönnum atburðum. í því leik- riti eru þijú titilhlutverk en ég leik eina persónuna, Elínu, á unga aldri." Halldóra hóf nám í Leikhstarskóla íslands eftir að hafa tekið sér ársfrí eftir stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Reykjavík. Fríið notaði hún til að vinna og ferðaðst um Evrópu en um veturinn var hún í Söngskólan- um í Reykjavík. „Mér fannst mikhl sigur að kom- ast inn í Leikhstarskólann þar sem það er mjög erfitt. Ég gaf allt sem ég átti í námið og útskrifaðist í maí í fyrra. í haust komst ég á árssamn- ing hjá Þjóðleikhúsinu og fékk mitt fyrsta hlutverk í Kæru Jelenu.“ Fórtvisvar á sýningar Þegar rætt er við Hahdóru verður smám saman ljóst aö það hefur eiginlega alltaf átt fyrir henni að hggja að verða leikari. „Ég fór mikiö í leikhús þegar ég var yngri og fór alltaf tvisvar á sýningar. Fyrst sat ég fremst th að horfa á leikarana og síðan sat ég aftar th að horfa á sýninguna. Ég sá mörg leikrit og hafði sérstaklega gaman af að fara í Iðnó. Ég var í kór í Melaskóla og lærði á orgel í fimm ár. Svo var ég í leik- hst í Hagaskóla þar sem Guðjón Pedersen var með okkur á nám- skeiði. Þar settum við einmitt upp Rómeó og Júhu. Þar lék ég kjafta- kerlingu. í Hagaskóla spunnum við sjálf upp úr leikritinu og vorum öh í grænum nærfotum. Það var síðan mjög skemmheg thvhjun að hitta Guðjón aftur seinna og vinna með honum að Rómeó og Júlíu í Þjóð- leikhúsinu. Það skiptir einmitt miklu máh í leikhúsinu að fólk þekkist. Þannig þekki ég Baltasar, meðleikara minn í Rómeó og Júhu og Kæru Jelenu, mjög vel. Við lék- um saman í Herranótt í MR, í söng- leiknum Oklahóma og Náðarskot- inu (They shoot horses, don’t they?).“ Hahdóra sagðist oft hafa verið með leikrit og ýmsar uppákomur á samkomum hjá fjölskyldu og vin- um þegar hún var krakki. Setti hún upp tveggja tíma prógramm í af- mælum, gerði leikskrá og lagði mikið á sig. Þá las hún upphátt hjá foreldrum sínum á kvöldin. „Við héldum í þennan ágæta sið. Það voru dregnar fram einhveijar skemmthegar bækur og ég las upp- hátt þegar allir voru komnir upp í rúm. Það fannst mér mjög skemmthegt." Hverfull heimur Þó leiklist hafi alltaf staðið Hah- dóru mjög nærri segir hún af og frá að fólk geti ákveðið aht í einu að gerast leikari. „Það er ekkert sem þú gerir svona einn tveir og þrír. Annað- hvort er þetta í manni eða ekki. Leikhst er hehmikh og erfið vinna og á sér langan aðdraganda." - Þú mátt teljast heppin að komast strax inn í hringiðu leikhússlífsins eftir skólann: „Það er mjög mikilvægt að kom- ast á flug strax eftir skólann en ég er mér meðvitandi um að leiklistar- heimurinn er mjög hverfuh. Þú getur verið vinsæh í dag og óþol- andi á morgun. Það þýðir lítið að vera hræddur við mistök en því er ekki að neita að í leikhstinni felst stöðug ögrun. Maður veit aldrei hvað gerist næst.“ Enn sem komið er hefur Halldóru verið thtölulega vel tekið af gagn- rýnendum. Hún gerir sér þó grein fyrir að neikvæð gagnrýni eða vondir dómar eigi eflaust eftir að birtast. „Maður á eflaust eftir að fá skell einhvern tíma og það kemur að því að maður verður að takast á við það. En hvað gagnrýni varðar al- mennt þá horfir maður stundum upp á leikara sem fá alls ekki þá gagnrýni sem manni finnst þeir verðskulda." Vill hafa áhrif Hahdóra er 25 ára og býr með unnusta sínum. Hún á 15 mánaða gamla dóttur, Ragnheiði. Hún segir fjölskylduna hafa hjálpað sér geysi- lega mikið en hún eignaðist dóttur sína meðan hún var enn í Leikhst- arskólanum. „Það var erfitt en maður lagar sig að aðstæðum hveiju sinni. Ég ráð- legg hins vegar engum með börn að fara í Leiklistarskólann." Halldóra segist hafa nóg á sinni könnu þessa dagana og hafi vart tíma th að hugsa um annað en leik- sviðið. Samningur hennar við Þjóð- leikhúsið ghdir til 1. september. „Það er mjög gaman að vinna í Þjóðleikhúsinu og ég vonast th að geta unnið þar áfram. Verkefnaval- ið í ár er þannig að yngri leikarar fá tækifæri. Ég hef hugsað mér að taka virkan þátt í þeim breyting- um, sem eiga sér stað, og reyna að hafa áhrif á þróunina. Mér finnst leikhúsið þurfa á vissum breyting- um að halda og ég held að mögu- leikarnir séu einmnitt fyrir hendi þar sem ný kynslóð er smám sam- an að ryðja sér til rúms í Þjóðleik- húsinu. Við yngri leikaramir erum af öðrum skóla en þeir eldri og ég held að það afl, sem við höfum í farteskinu, skih sér í leikhúsinu en auðvitað er það þannig að margar kynslóðir verða að vinna saman. Það koma góðir straumar frá eldri og reyndari leikurum. En við unga fólkið viljum hafa áhrif. Við ætlum okkur stórt hlutverk í íslensku leikhúslífi." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.