Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Qupperneq 28
36
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992.
Iþróttir ungliriga_________________________________________pv
Fríða Rún Þórðardóttir, nemi og frjálsíþróttakona í Bandaríkjunum:
Það fóru allir að
skellihlæja þegar ég
yar boðuð í lyfjapróf
Um þessar mundir er stödd hér í
jólafríi Fríöa Rún Þórðardóttir, hin
þekkta hlaupadrottning úr Aftureld-
ingu. Hún er viö nám í Bandaríkjun-
um, nánar tiltekið við háskólann í
Georgia. Skólabærinn, sem heitir
Athens, er í námunda viö Atlanta,
höfuðborg fylkisins. Fríða, sem er 21
árs, er að læra næringarráðgjöf.
Með náminu leggur hún sig alla
fram á hlaupabrautinni og var í skól-
aliðinu sem keppti sl. 2 ár á banda-
ríska meistaramótinu sem er með
stærri íþróttaviðburðum í Banda-
ríkjunum. Fríða Rún og hennar fé-
lagar höfnuðu í 9. sæti 1990 sem verð-
ur að teljast mjög góður árangur. Að
sögn Fríðu er fjöldi námsmanna í
þessum skólabæ svipaður íbúaíjölda
Reykjavíkur.
Til að fræðast nánar um hina ungu
íþróttakonu brá DV sér upp í íþrótta-
hús Mosfellsbæjar þar sem Fríða var
að æfa upp þrekiö.
Gengurvel
„Það hefur gengið mjög vel hjá
mér, bæði í námi og í íþróttunum. í
800 m hlaupinu var ég með næst-
besta tímann í hittifyrra, í 1500 m
Umsjón
Halldór Halldórsson
hlaupinu var ég með besta tímann
og í 3.000 m hlaupi var ég með næstb-
esta tímann. Ég set, að sjálfsögðu,
takmarkið hátt og hef tekið miklum
framförum. Til að mynda bætti ég
mig um 8 sekúndur í 1500 m hlaupinu
á síðasta ári.
Ég fer aftur út um miðjan janúar
en skólaárinu lýkur um mánaðamót-
in maí/júní. Ég á tvö ár eftir af nám-
inu sem tekur fjögur ár.
Með mér í skólanum núna er
Margrét Brynjólfsdóttir, hlauparinn
úr UMSB. En 1990 voru 10 íslending-
ar þarna við nám.
Keppnistímabilið hjá okkur er
þannig uppbyggt að viö erum í víða-
vangshlaupum frá því í september
og fram í nóvember og síðan tekur
við innanhússtímabil í janúar til
mars. Eftir það er utanhússkeppnin
þar til í lok mai en það er mest spenn-
andi tímabilið og lögð mesta áherslan
á það. Að undanfórnu höfum við því
verið mikið í víðavangshlaupum,
sem eru 5 kílómetrar, og erum búin
að ferðast mikið og sjá margt. Þjálf-
ari minn heitir John Mitchell. Hann
kom frá Alabama þar sem hann hef-
ur þjálfað íslenska íþróttamenn
árum saman, þar á meðal Ragnheiði
Ólafsdóttur; islandsmethafa í milli-
vegalengdahlaupum. Hann sagði
mér rétt áður en ég fór heim í jóla-
friið að hann hefði áhuga á að koma
tU íslands í sumar.“
Meistaramótið
minnisstæðast
„Við kepptum á bandaríska há-
- Fríða stundar nám við háskólann í Georgia í USA
Fríða Rún á mörg áhugamál, fyrir utan íþróttir. Henni þykir t.d. gaman að ferðast, lesa bækur og dansa. Einnig
hefur hún mjög mikinn áhuga á músík. Hér tekur hún lagið á gamalt orgel sem er heimilisgripur.
DV-myndir Hson
skólameistaramótinu í fyrra og hitti-
fyrra og er mér það mjög minnis-
stætt. Okkar Uð hafnaði í 9. sæti 1990
sem er mjög góður árangur.
Svo er annað minna mót en árlegt
sem kaUast Spec-Town sem mig lang-
ar að minnast örUtið á af því að ís-
lensku fijálsíþróttakrakkamir frá
Alabamaháskólanum keppa alltaf á
þvi móti og þar er stemmningin alveg
æðisleg. Nærvera þeirra og hin sí-
feUdu hróp, „áfram ísland", voru
mér mikU hvatning og ég bætti mig
mikið, bæði í 1500 og 800 metra
hlaupunum.
Þetta mót verður aftúr 2. maí næst-
komandi og er ég ákveðin í að standa
mig því að það er afmæUsdagurinn
hans pabba og ég ætla að reyna að
gefa honum góða afmæUsgjöf."
Mikil
íþróttafjölskylda
í minni fjölskyldu snýst allt um
frjálsar íþróttir og er samstaðan mik-
U. Systkini mín, þau Eiríkur og Auð-
ur, æfa bæði frjálsar íþróttir í Aftur-
eldingu. Foreldrar mínir hlaupa
einnig mjög mikið og er endalaust
talað um íþróttir við matborðið. Við
mamma höfum þann daglega sið að
Fríða hefur tvisvar verið
kjörin besti frjálsíþrótta-
maður Aftureldingar.
Fríða Rún í góðum félagsskap
í Georgia. Frá vinstri: Keli
Bert aðstoðarþjálfari og til
hægri er John Mitchell
aðalþjálfari.
við athugum fyrst af öllu íþróttasíður
blaðanna og gáum hvort eitthvað
nýtt hafi gerst í heimi íþróttanna.
Enda hafa foreldrar mínir stutt mig
rosalega mikið og hvöttu mig ein-
dregið tíl að fara út tU Bandaríkjanna
á sínum tíma.“
Reyni alltaf að brosa
„Það segja margir að ég brosi aUtaf
þegar ég sé að hlaupa.. Það getur
meira en verið. Kannski er þetta
vani, ég veit það ekki. Þegar ég mæti
fólki og er að hlaupa þá bara heilsa
ég því brosandi og kannski finnst
fólki ég eitthvað skrítin en mér fmnst
það svo viðeigandi og eðlilegt.
Mér finnst nefnUega svo gaman að
hlaupa og er svo þakklát þegar ég
get það. Mínir verstu dagar eru þegar
ég er meidd og verð að halda kyrru
fynr.
Ég hugsa mjög mikið þegar ég
hleyp og þá helst um skemmtUega
hluti. Maður er að plana ýmislegt og
því ekki að reyna að taka þessu létt.
Það þýðir ekki að gera þetta með
hangandi hendi og láta sér leiðast.
Svo er ekki laust við aö mér finnist
brosið gefa aukna orku og þar sem
ég er mikU keppnismanneskja reyni