Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Page 15
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. 15 Það er nánast eins og að detta í gegnum gat í tímanum að koma aftur til íslands eftir tveggja mán- 'aða algjöra hvíld frá íslenskum málefnum í útlöndum. Við fyrstu sýn virðist eiginiega ekkert hafa breyst. Umræðuefni fólks og fjöl- miðla er mikið til það sama og var í vor. Allt virðist snúast um þorsk og rigningu. Rigningin er auðvitað ekkert einkamál íslendinga. Hún er að vísu mun algengari hér en víða annars staðar í Evrópu, en engu að síður alþjóðlegt umræðuefni. Á tveggja mánaða ferð minni um Evrópu heyrði ég hins vegar aldrei minnst á þorsk - guði sé lof! Ólíkar þjóðir Fyrir ekki svo mörgum árum þótti það merkilegur hður í mennt- un og þroska manna að fara til annarra landa að kynna sér líf og starf annarra þjóða. Nú eru slík ferðalög árviss hluti af lifi flöl- margra vegna byltingar í samgöng- um og efnahag. Það á samt sem áður enn viö að margt má læra af nágrannaþjóðum - bæði gott og vont. í leiðinni átta ferðamenn sig gjaman betur á kostum og gölium eigin lands og þjóðar. Á undanfomum áratugum hefur efnahagsleg samvinna í Vestur- Evrópu aukist mjög, ekki síst innan Evrópubandalagsins. Forystu- menn bandalagsins, og margra að- ildarríkja þess, keppast nú við að koma á hliðstæðri samvinnu á stjómmálasviðinu - við misjafnar undirtektir aimennings sem óttast dauöa hönd skrifræðibáknsins í Brassel. En þegar ferðast er um lönd eins og Bretland, Beneluxlöndin, Frakkland, Ítalíu, Þýskaiand og Alparíkin Sviss og Austurríki sést gjörla að þrátt fyrir samstarf og samrana eru þjóðirnar að ýmsu leyti jafn ólíkar og landslagið. Það þarf til dæmis engar landa- mærastöðvar til að athugull ferða- maður átti sig á því að hann er kominn frá Þýskalandi til Frakk- lands. Eða frá Frakklandi yfir í Sviss. Hann sér strax mikinn mun til dæmis á híbýlum fólks og um- gengni. Þjóðir eins og Þjóðverjar, Svisslendingar og Austurríkis- Verður paradís svissnesku Alpanna menguninni að bráð? ég ekki að tala um blessaðan þorsk- inn í sjónum, þótt hann sé þjóðar- búskapnum mikilvægur, heldur landið, loftið og vatnið. Náttúrulega hreint vatn er vart til lengur víðast hvar í Evrópu. Hreint loft ekki heldur. Mikil mengunarský liggja yfir sveitum jafnt sem borgum - nema þá helst þegar komið er ofarlega í Alpana. Vatn úr krana er yfirleitt ódrekk- andi, ýmist vegna mengunar eða ógeöfelldra hreinsiefna. Þetta eru víti til varnaðar fyrir okkur íslendinga sem þurfum að ganga af mun meiri varfæmi um þessar auðlindir íslands. Mengunarvandi meginlandsins er fyrst og fremst sjálfskaparvíti fyrirhyggjulausra manna. Sama á við hjá okkur. Ef við eyðileggjum þessar mikilvægu auðhndir okkar er við enga að sakast nema okkur sjálf. Meðferð okkar á sorpi og öðrum úrgangi er mjög ábótavant þrátt fyrir ýmsar úrbætur hin síðari ár. Umgengnin um landið er okkur einnig til vansa. Þegar hagsmunir atvinnurekstr- ar og vemdunar rekast á fer fram- takið svokahaða yfirleitt með sigur af hólmi. Landið tapar - og þar með viö öh þegar til lengri tíma er htiö. Þannig hefur það einnig verið á meginlandinu undanfama áratugi. Afleiðingin er sú hryllilega meng- un sem víðast blasir við og er þeim mun verri sem austar dregur. ís- lendingar ættu aö læra af þeirri reynslu. Við höfum enn tíma og tækifæri til þess. Það er einungis spuming um vhja. Paradís í hættu Það er engu öðru líkt að ferðast um Alpabyggðirnar um hásumar. Háir fjahstindar þar sem sums staðar glampar enn á snjó og ís í sólinni, þröngir og djúpir gróður- sæhr dalir þar sem lækir renna í spegilslétt stöðuvötn, sérstæð timburhúsin sem eru eins konar einkenni þess hluta Alpanna sem kenndur er við Tíról, litadýrð blómaskrúðs á húsum og í görðum, hljómur bjallanna sem bændur hengja á búfénað sinn. Saman myndar þetta allt sannkahaða fjallaparadis. En jafnvel þessir miklu, fjöl- Eitur í paradís menn eru þannig í fararbroddi að þvi er varðar snyrtilegan frágang og umgengni jafnt í borgum og bæjum sem í sveitunum. Umferðarmenning Sumir íslendingar mikla fyrir sér vanda þess að aka um þjóðvegi í Evrópu, ekki síst í Bretiandi þar sem vinstri handar akstur er enn við lýði. Það er ástæðulaust. Sá sem kemst klakklaust í gegn- um íslenska umferðarómenningu þarf ekkert að óttast á meginland- inu eða í Bretiandi. Þar kemur margt til. Vegimir þar em yfirleitt í mjög góðu ástandi. Undantekningar frá því eru einna helst suðræn lönd eins og Ítalía. Þar, eins og í Frakk- landi og reyndar víðar í Evrópu, em hraðbrautir þó fjármagnaðar að hluta til með allháum vegatoh- um. Ahar umferðarmerkingar em th fyrirmyndar. Það á bæði við um merkingar á vegunum sjálfum og vegaskiltum. Mestu máh skiptir þó að í um- ferðinni á meginlandinu er al- mennt hægt að ganga út frá því sem gefnu að ökumenn virði umferðar- reglurnar. Því er ekki að heilsa hér á landi, enda umferðarslysin ahtof tíð. Vafalaust em slys á vegum ahtof algeng á meginlandinu líka en samt er það svo að þrátt fyrir hátt í tólf þúsund khómetra akstur á hrað- brautum, jafnt sem sveita- og fjall- vegum margra Evrópulanda í sum- ar, varð ég einungis einu sinni var við árekstur. Ævintýraland Nýtt aðdráttarafl fyrir ferða- menn kom til sögunnar í Evrópu á þessu sumri. Bandaríski skemmti- garðurinn Euro Disney sem risiö hefur á skömmum tíma rétt fyrir utan París. Disney-fyrirtækið hefur mikla reynslu í gerð slíkra skemmtigarða - bæði í Bandaríkjunum og Japan - þar sem stefnt er að því að öh fjöl- skyldan geti skemmt sér saman á einum stað. Laugardags- pistHl Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri Þetta hefur tekist bærilega í Euro Disney. Þar er aht á einum stað: ævintýralegir skemmtistaðir þar sem fyrirmyndir era sóttar í heimsþekktar sögur og ævintýri, nokkur mismunandi dýr hótel, tug- ir veitingastaða og fjöldi verslana. Byggt er á minnum úr Grimmsæv- intýrum, vihta vestrinu, sjóræn- ingjaslóðum Karibahafsins og stjömustríðskvikmyndum George Lucas, svo dæmi séu tekin. Margir Frakkar óttuðust þessa bandarísku innrás og töluðu um „plastskrímsh“ og „menningarlegt Tsjemóbýlslys". Þær raddir em nú að mestu þagnaðar. Verðlag er í hærri kantinum í Euro Disney, eins og reyndar víðar á vinsælum ferðamannastöðum í Frakklandi, og hækkar umtalsvert í meðfomm ferðaskrifstofa. Nokk- urra daga dvöl í ævintýralandinu er þó vissulega peninganna virði, sérstaklega.fyrir barnafjölskyldur. Loftið, vatnið, landið Ferð um meginland Evrópu hlýt- ur að auka skilning ahra íslend- inga á því hvílíkar auðlindir viö eigum að veija hér heima. Þá er breythegu fjallgarðar, sem teygja sig th Frakklands, Sviss, ítahu, Austurríkis og Þýskalands, eru í hættu vegna yfirgangs mannsins. Ásókn ferðamanna er að sjálf- sögðu gífurleg, einkum þó aö vetri th. Flutningar á landi em einnig vaxandi vandamál vegna mengun- ar frá risastórum vöruflutningabíl- um. Hraðbrautir hggja nú þvers og kmss um Alpana og á sumum þeirra er umferðarþunginn ógn- vænlegur. Stjómvöld, ekki síst í Austurríki og Sviss, hafa verulegar áhyggjur af vaxandi mengun í Ölpunum og reyna að spyma við fótum. Það kom meðal annars fram í viðræð- unum um EES-samninginn þar sem þessar þjóðir reyndu að tak- marka sem mest flutninga um Alp- ana, yfirleitt við htinn skhning þeirra sem telja enn í skammsýni sinni að efnahagslegar þarfir eigi ávaht að sitja í fyrirrúmi. Slíkur hugsunarháttur á einfaldlega að vera hðin tíð, enda glæpur gagn- vart landinu og komandi kynslóð- um. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.