Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1992, Side 46
58 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992. Afmæli Ingimar Ingimarsson Ingimar Ingimarsson, fréttamaður hjá Sjónvarpinu, Fálkagötu 28, Reykjavík, varð fertugur í gær. Starfsferill Ingimar er fæddur á Akureyri. Hann lauk BA-prófi í heimspeki frá HÍ1977 og tók magisterpróf í heim- speki við Kaþólska háskólann í Leu- ven í Belgíu en þar stundaði Ingi- marnám 1977-83. Ingimar var stundakennari við Kaþólska háskólanum í Leuven 1981-82, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Amsterdam 1983-84, upplýsinga- fulltrúi hjá Eimskip 1984-85, frétta- maður RÚV1985-87, aðstoðarfram- kvæmdatjóri Sjónvarpsins 1987-88 og fréttamaður Sjónvarpsins frá 1988. Ingimar er einn stofnenda Félags áhugamanna um heimspeki og var fyrsti forseti þess 1975-77. Fjölskylda Ingimar kvæntist 24.8.1973 Hólm- fríði Svavarsdóttur, fídO.l. 1953, heimspekingi. Foreldrar hennar: Svavar Júlíusson, kaupmaður í Hafnarfirði, og Unnur Kr. Sveins- dóttir, rannsóknarmaður á Rann- sóknastofnun iðnarins. Böm Ingimars og Hólmfríðar: Ingimar, f. 26.9.1973; Brynhildur, f. 21.1.1984; Róbert, f. 4.1.1986. Systkini Ingimars: Þorkell skóla- stjóri, maki Gunnþóra Önundar- dóttir deildarstj.; Bjöm forstjóri; maki Helga Rolfsdóttir félagsráð- gjafi; Sigurgísli tannlæknir, maki Kristín Guðjónsdóttir hjúkrunar- fræðingur; Hrafnhildur fóstra, maki Bjarni Óskarsson veitingamaður. Foreldrar Ingimars: Ingimar Ingi- marsson, prestur á Þórshöfn, og kona hans, Sigríður Sigurgísladótt- ir. Ætt Ingimar er sonur Ingimars, b. og útgerðarmanns á Þórshöfn, Bald- vinssonar, b. á Fagranesi á Langa- nesi, Metúsalemssonar, b. í Hamra- gerði, Sigurðssonar, umboðsmanns á.Eyjólfsstöðum á Völlum, Guð- mundssonar, bróður Páls, langafa Móeiðar, ömmu Helga Skúlasonar leikara. Móðir Ingimars Baldvins- sonar var Hólmfríður, systir Ing- unnar, ömmu Gylfa Þ. Gíslasonar og Gunnlaugs Schevings listmálara. Móðir Ingimars Ingimarssonar var Oddný Árnadóttir, pósts á Vopna- firði, Sigbjamarsonar, prests á Kálfafellsstað, Sigfússonar. Móðir Sigbjamar var Ingveldur Jónsdótt- ir, prests í Þingmúla, Hallgrímsson- ar, bróður Þorsteins, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Árna var Oddný Pálsdóttir Thorarensen, prófasts í Sandfelli, Magnússonar, klausturhaldara á Munkaþverá, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund, Jónssonar, ættföður Thor- arensenættarinnar. Sigríður er dóttir Sigurgísla, skó- smiðs og síðar sjómanns í Reykja- vík, Jónssonar, b. á Skaganesi í Mýrdal, Jónssonar, b. í Skammadal, Tómassonar. Móðir Sigríðar var Ingimar Ingimarsson. Hólmfríður, móðir Jóns G. Sólnes alþingismanns. Hólmfríður var dóttir Jóns, pósts á ísaflrði, Þorkels- sonar, prófasts á Staðastað, Eyjólfs- sonar. Móðir Jóns var Ragnheiður Pálsdóttir, prófasts í Hörgsdal, Páls- sonar, bróöir Karítasar, langömmu Guðfmns, fóður Péturs, fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins. Júiíus Sigurðsson Júlíus Sigurðsson, fv. skipstjóri, Hrauntungu 16, Hafnarfirði, er sjö- tugurídag. Starfsferill Júlíus er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann tók próf frá Stýri- mannaskölanum í Reykjavík 1948. Júlíus fór ungur til sjós. Að loknu námi var hann stýrimaður og skip- stjóri á togurum og bátum frá Hafn- arfirði til 1971. Júlíus starfaði sem verkstjóri hjá Hreifa hf. og síðar hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Hann hóf störf sem lagerstjóri í Áhalda- húsi Hafnarfjarðar 1985 og hefur starfaðþarsíðan. Fjölskylda Júlíus kvæntist 12.1.1945 Ástu Sig- urhildi Magnúsdóttur, f. 3.11.1924, starfsmanni á Hrafnistu í Hafnar- firði. Foreldrar hennar: Magnús Magnússon, útvegsbóndi í Móakoti í Staðarhverfi, og Helga Ásmunds- dóttirhúsfreyja. Börn Júlíusar og Sigurhildar eru: Guðrún E., f. 8.9.1944, fóstra, maki Finnur Siguröarson sölumaður og eiga þau þrjú böm; Bára A., f. 23.7. 1946, starfsstúlka á gæsluvelli, maki Geir Sigurðsson prentmyndasmið- ur og eiga þau tvö böm; Magnús Már, f. 17.5.1949, kennari, maki Hildur Sigurbjömsdóttir fóstra og eiga þau tvö böm; Ólöf Helga, f. 29.2. 1952, hárgreiðslukona, maki Berg- mundur Elli Sigurðsson trésmiður og eiga þau tvö böm; Hafrún Dóra, f. 5.8.1957, skrifstofustúlka, maki Þórður Sverrisson markaðsstjóri og eigaþauþijúbörn. Systkini Júlíusar: Gústaf, f. 16.3. 1921, d. 23.11.1980, verkamaður í Hafnarfirði; Þorlákur, f. 29.8.1923, netagerðarmaður í Hafnarfirði; Rósmundur, f. 3.9.1924, verkamaður í Hafnarfirði; Inga, f. 25.12.1925, starfsmaður á Hrafnistu í Hafnar- firði; Ragnar, f. 7.5.1927, húsvörður í Flensborgarskóla í Hafnarfirði; Anna, f. 13.11.1931, starfsmaður á Júlíus Sigurðsson. Sólvangi í Hafnarfirði; Ragnheiður, f. 4.12.1932, starfsmaður við Sund- höll Hafnarfjarðar. Foreldrar Júlíusar: Sigurður Gunnlaugur Þorláksson, f. 24.3. 1891, d. 10.5.1974, trésmiður og Ólöf Sesselja Rósmundsdóttir, f. 14.11. 1896, d. 31.1.1975, húsfreyja. Þau vora búsett í Hafnarfirði. Júlíus er staddur ásamt fjölskyldu sinni að Knappstöðum í Fljótum. Sviðsljós Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Annar tveggja kraftmestu ísbrjóta heims, sem ekki eru kjamorkuknúnir, kom nýlega til Keflavíkurhafnar öðra sinni. Var hann hér áður 1990. Skipið heitir Polar See og er eign bandarísku strandgæslunnar. Aðalhlut- verk þess er að bijóta ís og veita banda- rískum rannsóknarhópum á Suður- heimsskautslandinu, Alaska og Græn- landi stuðning og aðstoð. í ferðum um heimsskautin sinnir áhöfnin einnig rannsóknum og gagnasöfnun. Skipið er sjálft úbúið sem vísindastöð í fremstu röð. Fimm rannsóknarstofur, skrifstofur og svefnskálar geta hýst 20 vísinda- og tæknimenn. Einnig tekur skipið virkan þátt í björgunarstörfum og löggæslu. Skipið er búið 75 þúsund hestafla vél og í áhöfn þess era 170 manns, jafnt konur sem karlar. Polar See kom hingað til aö ná í vísindamenn en skipið mun sigla til norðausturstrandar Grænlands og vera þar í mánuð við rannsóknir. Um borð era 2 þyrlur af Dolphin-gerð. ísbrjóturinn í Keflavikurhöfn - gestir að skoða skipið og þyrluna. "" DV-myndir Ægir Már ísbrjótur í Keflavík: Vísindastöð í fremstu röð afmælið 8. ágúst 90 ára 60ára ÁgústaS. Guðmundsdóttir, Óðinsvöllum 16, Keflavik. Þórarinn Alexandersson, Stigahlíð 20, Reykjavík. Ólafur Guðmundsson, HellatúniII, Ásahreppi. FriðrikJ.Eyfjörð, Viðihlíð 14, Reykjavík. Kristinn Tryggvason, Rjúpufelli 29, Reykjavík. Jón Gíslason, Lyngmóum 11, Garöabæ. Jón verður að heiman. Ásta Óiafsdóttir, Höfðavegi 27, Vestmannaeyjum. Guðjón Hermann Hannesson, Aðalstræti 84, Patreksfirði. HalldórV. Viihjálmsson, Hverafold 146, Reykjavík. 50 ára Ólafur Guðlaugsson, Hólmgarði49, Reykjavík. Ágústa Jónsdóttir, Kirkjubraut 13, Akranesi. Ruth Guðmundsdóttir, Ölduslóð 18, Haíharfirði. Ruth er ekkja Ólafs Arnlaugssonar slökkviliðs- stjóra. Húntekurá mótigestumí Haukahúsinu v. Flatahraun í Haíharflrðikl, 14-17 áaftnæl- isdaginn. Þóra Jóhannesdóttir, Hagamel 53, Reykjavík. Guðmundur I. Eiríksson, Blöndubakka 20, Reykjavík. Ingólfur Karlsson, Borgarhrauni 11, Grindavík. Ágústa Snorradóttir, Yrsufelli 5, Reykjavfk. Björgvin Jóhannsson, Ötkaupstaðarbraut3a, Eskifirði. Ásta Kristinsdóttir, Hátúrú2, Vestmannaeyjum. Heiga Sigurðardóttir, Árkvörn 2a, Reykjavík. Guðj ón H. Hj altason, Strandgötu 79a, Eskifiröi. 40ára Guðjón Heimir Sigurðsson, Hiarðarlundi 6, Akureyri. Brynjólfur Sigurðsson, Næfurási 17, Reykjavík. Halldór grillar Hér hellir Halldór Ásgrímsson alþingismaður olfu á eldinn. Tilefniö er sumarferð framsóknarmanna á Austurlandi á dögunum. í ferðinni var áð við Snæfell og grillað. Yfirgrillmeistari ásamt Halldóri var vitaskuld Jón Kristjánsson alþingismaður. Á leiöinni upp aö Snæfelii gróðursettu framsóknarmenn 3000 trjáplöntur í landi Ekkjufells í Fellahreppi. DV-mynd Emil Thorarensen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.