Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1992, Page 31
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1992. 43 Allar manneskjur óttast dauöann innst inni. A banastundinni er haldiö til móts við hiö óþekkta og eiginlegri tilvist er lokið. Eftir því sem sjálfsmynd einstaklingsins er sterkari þeim mun betur gengur að mæta og sætta sig viö þá óvissu sem fylgir dauðanum. í nútímasamfélagi hefur báðum andlitum dauðans hins vegar verið úthýst. Menn reyna að forðast alla nálægð við andlátjð. Tvö andlit dauðans Janus var einhver elsti guð Róm- veija. Hann gætti dyra og innganga og hafði tvö andlit svo að ekkert færi fram hjá vökulum sjónum hans. í augum flestra hefur Than- atos, þjónn og sendiboði dauðans, líka tvær ásjónur. Annars vegar ber hann andstyggilega ásýnd ræn- ingjans sem sviptir fjörlegt fólk líf- inu í bílslysi eða með snöggum ill- kynja veikindum og bindur þannig vondan endi á allar framtíðaráætl- anir og lífshamingju. Hins vegar er blíðlegt, jákvætt andht lausnar- ans sem lýkur þjáningum og byrð- umlífsins. Vonda andlitið Auðvelt er að skilja þá neikvæöu mynd sem margir gera sér af dauð- anum. Flestir hræðast eigin enda- lok. Dauðinn er sláttumaðurinn slyngi sem heggur á lífsblómið og slær allt hvað fyrir er. Hann er raunveruleg og skelfileg ógnun við mannlegatilveru. Margir telja því að beijast skuh gegn dauðaiium með öUum tiltæk- um ráðum. Þetta þekkja læknar sem einhvem tíma hafa kynnst fjölskyldu sem skyndhega horfist í augu við alvarlegan sjúkdóm. Krabbameinið verður eins og hamslaust dýr sem læsir klóm sín- um í þann sjúka og reynir að hrífa hann með sér ofan í djúp hins óþekkta. Dauðinn tekst á við lífsorku, kraft og sálarþrek sjúklingsins og ættingja hans. Þau fyUast ótta gagnvart því ofurefh sem dauðinn er. Sjúklingurinn deyr fuUur af beislgu og angist. Hann berst fram í síðasta andvarpið og heldur krampakenndu taki í lífið þar til yfir lýkur. Aðrir deyja undrandi og reiðir á svip eins og bam sem týnt hefur frá sér uppáhaldsleik- fanginu. Góða andlitiö Allir þekkja dauðann sem leysir frá kvöl. Margir sem lifað hafa góða ævi en horfast í augu við alvarlega sjúkdóma, eUi og bjargarleysi hta á dauöann sem frelsara. Læknar sjá þetta hjá þeim sem Utur um öxl á ævi sína og ber hana samæi viö það ástand sem viö blasir. Hann skhur að engin leið er fær til þess lífs sem eitt sinn var og þess vegna kýs hann að deyjaog fá þannig ei- lífa ró og hvUd. Eg hef séð fólk deyja með bros á vör eins og það væri að leggja upp í langferð sem lengi hefði veriö tilhlökkunarefni. Sigmund Freud lýsti oft dauðan- um sem blíðlyndum frelsara. Sjálf- ur hafði hann lengi þjáðst af iU- kynja krabbameini sem olh honum miklum sársauka. Hann lýsti lífi sínu einu sinni eins og „eyju af sársauka í úthafi þar sem allir létu sér fátt um finnast". Hann vUdi feg- inn komast frá þessu eylandi þján- ingarinnar. Þessar tvær ásjónur dauðans búa saman í sálarlífi aUra. AUar mann- eskjur óttast dauðann innst inni. Á banastundinni er haldið til móts við hið óþekkta og eigiiUegri tilvist er lokið. Eftir því sem sjálfsmynd einstaklingsins er sterkari þeim mun betur gengur að mæta og sætta sig við þær ógnir sem lífið hefur í för með sér og þá óvissu sem fylgir dauðanum. Þeir sem hafa Álæknavaktiimi ólj ósa mynd af eigin persónu, styrkleika og veikleika eiga erfitt með að takast á við þá angist sem dauðanum er samfara. Dauðinn í samfélaginu í nútímasamfélagi hefur báðum andhtum dauðans veriö úthýst. Menn reyna að foröast aUa nálægð við andlátið. Fólk deyr á sjúkra- húsum og ættingjar sjá vart líkið. Dauðinn er þó daglegur gestur í fréttum sjónvarps og ótal þáttum ,en þar er hann fjarlægur, stundum skoplegur og mjög óraunhæfur. Fæstir hafa raunverulega tilfinn- ingu fyrir eigin endalokum. Eðh- legur og eðhslægur kvíði fyrir dauðann verður óljós og fljótandi. Margir mannvinir, s.s. Tjörvi læknir, telja að sá mikh ótti og kvíði sem tröUríöur nútímamönn- um eigi rætur að rekja til þessa dauðaótta sem fæstir geta þó skU- greint. Önnur afleiðing þessa eru ahar sjálfsmorðstilraunir sem gerðar eru. Fólk tekur of stóra skammta af lyfjum til að komast frá hvers- dagsleikanum. Margir gera sér grein fyrir því sem þeir eru að flýja en fæstir vita hvert þeir ætla sér að fara. Dauðinn verður óraun- verulegur og fólk htur á hann sem skamma hvUd frá dagsins önn og amstri. Dauðinn í íslendingasögum Höfundar íslendingasagna gerðu sér góða grein fyrir dauöanum enda var hann þeim bæði raun- verulegur og endanlegur. Þeir lögðu á þaö ríka áherslu að menn brygðust vel við banastundinni. I Islendingasögum er urmuU af frásögnum um dauödaga söguhetj- anna og því lýst hvemig þær deyja með hreystiyrði á vörum og glotta við tönn eöa gera að gamni sínu fram í andlátiö. En höfimdur Njálu vissi líka að banastundin væri eng- inn leikur. Þegar Ath húskarl Bergþóru hittir fyrir Víga-Kol, vinnumann Hahgerðar Höskulds- dóttur, og leggur hann með spjóti segir hann þessi fleygu orð: „Það átt þú eftir er erfiðast er, en það erað deyja.“ Hvemigerbest að hjálpa fólki? Þeir sem lengi bíða dauðans, bæði óttast hann og þrá. Sú mynd sem einstaklingurinn gerir af sjálfum sér ráeður miklu um afstöðu hans tileiginlífs. Þeir sem lifa í stöðugri eftirsjá og ófuhnægju eiga erfitt með að sætta sig við þá tilhugsun að lífinu sé skyndUega lokiö. Þeir gleymdu að lifa í núinu en heUluðust af óhamingju gærdagsins. Þeir sem fulhr eru sjálfstrausts og lifa í deginum í dag eiga mun auöveldara með að sætta sig við þá óvissu sem fram undan er. Þeir sem lifðu í sátt og samlyndi við guð og menn deyja venjulega sáttir. Hinir sem höfðu aht á homum sér og fundu aldrei neina fullnægju eða sálarró skhjast við þetta jarðlif bæði beiskir og bitrir. Allir finna þó fyrir einhverriang- ist og kvíöa gagnvart dauðanum. Ástvinir þurfa að átta sig á þessum kvíða til að geta aðstoöað sjúkling- inn. Best er að geta talað um dauð- ann og þá skilnaðarstund sem fram undan er. Dauöinn er alltaf erfiður en skhningur og samhugur ástvina getur létt mörgum þessi síðustu erfiðu skref að ánni Styx til fundar við Karon feijumann. Uppboð Upppboði á mb. Herái HF-227, skipaskránúmer 1626, þinglýst eign Skelja- kletts hf„ verður framhaldið á skrifstofu sýslumannsins í Hafnarfirði, Strand- götu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 10.11. 1992 kl. 16.00. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði LEITIN ENDAR HJÁ OKKUR SALAN ER ÖRUGG HJÁ OKKUR m JNIff BRAIIT HF. SÍMAR 681510 OG 681502 á næsta sölustað • Áskriftarsími 63-27-00 TÍVOLÍ Við höfum lokað í vetur. Þökkum öllum sem heimsóttu okkur á árinu. |____Sjáumst heil á árinu 1993._ Tívolí, Hveragerði í . £I_ANTRA ...þessi með betri hUðamar - bíllinn sem ber af • 4 dyra stallbakur • 114 hestafla vél. • 16 ventla. ) sjálfskipting. -- * * drifhar rúður og samlaising á hurðum. VGTO ITa • Hvar&kútur. 1.059.000,-kr. HYUnöRi .til framtídar !£i BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SfMI: §8 12 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.