Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. 25 Kolaportið er einn aðalsamkomustaður borgarinnar um helgar: Hitti alltaf ein- hvem sem ég þekki „Ég hitti alltaf einhvem sem ég þekki, fólk úr borginni eða utan af landi. Þetta er frábaer samkomustað- ur, einn aðalsamkomustaður borgar- innar um helgar. Portið er skemmti- leg upplyfting í bæjarlííinu," sagði Ingólfur Viktorsson þegar DV hitti hann í Kolaportinu einn laugardags- morgun fyrir skömmu. Kolaportið hefur unnið sér fastan sess í verslunarlífi Reykjavíkur og er þar kjaftfullt af fólki um nær hverja helgi. En fólk kemur ekki ein- ungis í Kolaportið til að versla, Port- ið laðar einnig til sín mikið af fólki sem kemur til þess eins að sýna sig og sjá aðra og spjalla. DV var á ferðinni í Kolaportinu milli tíu og tólf á laugardagsmorgni og var þar slangur af fólki. í hásun- um vom viðskiptin smám saman að komast í gang, kaupmenn vom aö kallast á eða fá sér bita fyrir tömina. Töluvert var af fólki en greinilegt var að aðalösin var enn ekki byijuð. Verslunin keyrði á hægagangmum. Fólk annaðhvort stóð og spjallaði eða rölti um. Beðið allavikuna Ingólfur Viktorsson tjáði okkvu- að hann kæmi í Kolaportið hverja helgi sem gæfist og það væri undantekn- ing ef hann þekkti engan þar á ferli. „Ég er mjög hrifinn af framtaks- semi borgarinnar og þeirra sem reka markaðinn. Hann hefur mikla þýð- ingu félagslega þar sem hér kemur mikið af eldra fólki. Margt hefur beð- ið alla vikuna eftir að Portið verði opnað,“ sagði Ingólfur. Til hægri við innganginn frá Kalk- ofnsveginum er kaffistofa með nokkrum borðum. Blaðamaður veitti því athygh að ófáir skunduðu rak- leiðis þangað um leið og þeir komu inn eða eftir stuttan rúnt milli sölu- básanna. Við rákumst þar á hjónin Magneu Hjálmarsdóttur og Friðrik Hjálmarsson, fyrrum kennara. „Við komum hingað nokkuð oft til að skoða mannlífið og hittum yfir- leitt eitthvað af fólki sem við þekkj- um. Það er svo skemmtilegt að hér hittum við fólk sem við annars mundum aldrei hitta, það er eins og það hafi vantað rétta vettvanginn fyrir slíkt. Nú, ef vel liggur á okkur fáum við okkur síðan kaffisopa," segja þau og bæta við brosandi: „Við hefðum aldrei trúað því að íslending- ar væru svona miklir markaðs- menn.“ En það er ekki aðeins eldra fólkið sem sækir Kolaportið, þó það sé í meirihluta frameftir morgninum. Guðmundur og Fjóla voru með son- inn Ara með sér og tjáðu blaðamanni að þau kæmu endrum og eins í Kolaportið. Líka skemmtun fyrirþáyngri „Það er ekki alltaf sem hlutirnir eru ódýrari hér en annars staðar en það skiptir ekki meginmáli. Við kom- um ekki til að versla heldur aðallega til að skoða mannlífið. Við þekkjum kannski ekki marga héma en finnst þó gaman að taka daginn snemma og taka þann stutta með okkur. Krakkamir hafa jafn gaman af mannlífinu hér og þeir fullorðnu.“ Guili er einn af elstu kaupmönnum Kolaportsins, selur meðal annars postulín og skrautmuni. „Fólk kem- ur ekki endilega til að kaupa. Það kemur inn í básana og spjallar aðeins við mann, forvitnast og skoðar. Það er svo mikið og skemmtilegt líf héma að ég ætla að halda versluninni áfram svo lengi sem ég hef eitthvað að selja.“ Þegar við yfirgáfum Kolaportið var heldur betur að færast líf í tuskumar og alls kyns hlutir hófu að skipta um eigendur. Orð einnar sölukonunnar bergmáluðu í huganum þegar norð- annæðingurinn mætti manni á gang- stéttinni: „Kolaportið er aðalleikhús- iðíbænum." -hlh „Krakkarnir hafa jafn gaman af mannlífinu hér og þeir fullorðnu," segja Guðmundur og Fjóla með son- inn Ara. „Portið er skemmtileg upplyfting i bæjarlífinu," sagði Ingólfur Viktors- son sem mætir þar nánast um hverja helgi. „Hér hittum við fólk sem við annars mundum aldrei hitta, það er eins og það hafi vantað rétta vettvanginn fyrir slíkt. Nú, ef vel liggur á okkur fáum við okkur síðan kaffisopa," segja hjónin Magnea Hjálmarsdóttir og Friðrik Hjálmarsson. Menn gefa sér tima til að skrafa og skeggræða þegar þeir koma i Kolaportið. Hér á einn orðastað við allsherjargoðann. Fólk kemur ekki einungis í Kolaportið til að versla, Portið laðar einnig til sín mikið af fólki sem kemur til þess eins að sýna sig og sjá aðra. DV-myndir ÞÖK r KRAKKAR! AMJNÍÐ Af) BURSTA JENNURNAR Öll Lionsdagatöl eru merkt. Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur óskiptur til líknarmála. eru komin á alla útsölustaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.