Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992.
Ásmundur Stefánsson, fráfarandi forseti ASÍ:
Skapstór og
þrjóskur
vinnuþj ar kur
- segja samferðamenn - umber lítt þá sem eru á öndverðum meiði
„Það hefur löngum verið haft á
móti Ásmundi að hann kæmi inn í
starfið sem starfsmaður sambands-
ins og í skjóh sinnar þekkingar og
menntunar sem hagfræðingur. En
það er nauösynlegt fyrir verkalýðs-
hreyfinguna og stjórnvöld á hverium
tíma að hafa menn með viti við
stjórnvölinn og borga þeim almenni-
lega. Þau sjónarmið að það væri
verra að hafa einhverja skólamennt-
un hafa verið furðu lífseig í verka-
lýöshreyfingunni og þessi viðhorf
hafa aíltaf bitnað svolítið á Ás-
mundi. Því hefur meðal annars verið
haldið fram að hann þekkti ekki
nægilega vandræði þeirra sem hann
væri að vinna fyrir. Menn eru alltaf
að reyna að finna ailan skollan í
þessa veruna en hann á það ekki
skilið, hann hefur verið heiðvirður
allan sinn tíma sem forseti," segir
fyrrum samstarfsmaður Ásmundar
Stefánssonar, forseta ASÍ, um Ás-
mund.
Ásmundur Stefánsson lýkur störf-
um sem forseti ASÍ á Álþýðusam-
bandsþinginu í næstu viku, eftir 12
ára veru í því embætti. Þennan tíma
hefur Ásmundur verið mjög áber-
andi í þjóðmálaumræðunni, ekki síst
í kringum kjarasamninga. Nú síðast
hefur Ásmuiidur verið í fréttum
vegna starfa í atvinnumálanefnd sem
hefur verið að reyna að móta tillögur
til lausnar efnahagsvandanum.
Hér verður reynt aö varpa öðru
ljósi á Ásmund en venja er, í nær-
mynd sem byggist á samtölum við
bæði fyrrum og núverandi samferða-
menn.
Vel liðtækur í fótbolta
Ásmundur er fæddur 21. mars 1945.
Hann er sonur Stefáns Odds Magn-
ússonar, leigubílstjóra og fram-
kvæmdastjóra Hreyfils, og konu
hans, Áslaugar Ásmundsdóttur. Ás-
mundur á tvö yngri systkini, Þór
Stefánsson kennara, sem nú vinnur
að fransk-íslenskri orðabók hjá Emi
og Örlygi, og Ásu sem er fóstra í
Danmörku og gift þarlendum manni.
Ásmundur sleit bamsskónum í
Hlíðunum en fjölskyldan bjó að
Blönduhlíð 4 allt þar til Ásmundur
var byriaður í Menntaskólanum í
Reykjavík. Þá flutti fjölskyldan í
Brekkugerði.
Hann æfði fótbolta með Fram í
stuttan tíma en hafði meiri áhuga á
fóboltafélagi sem leikfélagamir í
hverfinu stofnuðu, Voninni. Þeir
fengu nafniö lánað frá félagi sem
hafði verið í gangi á Njálsgötunni
löngu áður og blandaðist síðar Fram.
í Voninni vora auk Ásmundar bræð-
umir úr næsta húsi, númer 2, Jón
Steinar og Grettir Gunnlaugssynir,
en Gunnlaugur, faðir þeirra, var
þekktur Framari.
„Ásmundur þótti vel liðtækur í fót-
bolta á þessum árum. Hann kom mér
fyrir sjónir sem staöfastur baráttu-
jaxl,“ segir Grettir Gunnlaugsson,
„Hann er ákaflega ósérhlifinn, mikill vinnuhestur og lítið fyrir að koma vinnu yfir á aðra. Hann hefur lagt gífur-
lega orku í formannsstarfið og ég hef ekki reynt af honum neinn ódrengskap. Hann er hins vegar nokkuð viðkvæm-
ur og sár gagnvart sjálfum sér. Ef eitthvað er borið upp á hann tekur hann því afar illa,“ segir Guðmundur Jaki
um Ásmund Stefánsson. DV-mynd JAK
jafnaldri Ásmundar. Vonin æfði á
Valsvelhnum og spilaði við önnur
drengjafélög.
Mjög stríóinn
Ásmundur gekk í bamaskóla Aust-
urbæjar og síðar í Gaggó Aust, var
þar í A-bekk, besta bekk.
Viðmælendur lýsa Ásmundi sem
þéttum og kubbslegum þegar hann
var í barna- og gagnfræðaskóla. í
bekk með Ásmundi vom meðal ann-
arra Guðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur og Georg Ólafsson verðlags-
stjóri. Asmundur og Guðjón urðu
Austurbæjarskólameistarar i hand-
bolta í 12 ára bekk en kappsemi Ás-
mundar nýttist hðinu vel.
„Við vorum mikhr vinir í skóla,
lékum okkur saman og buðum hvor
öðrum í afmæh. Ásmundur var alltaf
ákaflega stríðinn en án þess þó að
vera hrekkjóttur. Hann var glað-
lyndur en skaphundur mikill og fylg-
inn sér. Þannig hefur hann ahtaf
verið þó nú beri kannski minna á
glaðlyndinu," segir Guðjón Friðriks-
son.
Hugrakkur kommi
Ásmundur þótti enginn félags-
málagarpur í menntaskóla, var held-
ur htið áberandi, en sat þó í stjórn
málfundafélagsins Framtíðarinnar
um tíma og kom við sögu í starfi
Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda-
lagsins og síðar Fylkingarinnar.
„Hann hefur aha tíð haft áhuga á
póhtík. Pabbi var virkur í Sósíalista-
flokknum þegar hann var og hét. Þó
einhverjum kunni að þykja Ásmund-
ur virka hlédrægur þá var hann það
ahs ekki sem unglingur, hann var
virkur í félagahópnum. Ég er reynd-
ar yngri en hann og fannst hann því
ahtaf í flokki foringjanna," segir Þór,
bróðir Ásmundar, og lýsir honum
þannig:
„Hann er mjög rökfastur og stund-
um svolítið einstrengingslegur, fast-
ur á sínu. Hann er líka mjög raunsær
og ætti vel heima í póhtík þar sem
það er eitthvað að marka það sem
hann segir og gerir."
Guðjón Friðriksson segir Ásmund
aldrei hafa verið hræddan við að
standa upp og segja sína skoðun
umbúðalaust. „Kalda stríðið var í
hámarki þegar við voram í bama-
skóla. Umræðan htaðist mikið af
heimhunum en mikih hluti bam-
anna kom frá sjálfstæðisheimhum.
Böm frá kommaheimilum fóra held-
ur leynt með sín sjónarmið og völdu
helst að þegja vegna hörkimnar sem
einkenndi þennan tíma - nema Ás-
mundur. Hann var hvergi hræddur
við að segja að hann væri kommi og
þurfti oftar en ekki að svara fyrir
sig. Þetta sýnir best hugrekki hans
og hörku. Þijóskan var líka óskap-
lega ríkur þáttur í fari Ásmundar,"
segir Guðjón.
1965 kvæntist Ásmundur Guðrúnu
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992.
39
Guðmundsdóttur, viðskiptafræðingi
og fyrrum framkvæmdastjóra á
Þjóðvhjanum. Þau eiga tvö böm,
Gyðu, 21 árs, og Stefán, 19 ára.
Ósérhlíflnn
Eftir stúdentspróf hélt Ásmundur
utan th Kaupmannahafnar þar sem
hann lauk hagfræðiprófi 1972. Hann
var hagfræðilegur ráðgjafi hjá Hag-
vangi fyrstu tvö árin heima og síðan
hagfræðingur ASÍ fjögur ár þar á
eftir, th 1978. Hann var fram-
kvæmdastjóri ASÍ 1979-1988 og
stundakennari við MH og Háskólann
1972-1978. Á ASÍ-þingi 1980 var hann
síðan kosinn forseti. Ásmundur tók
við embættinu af Snorra Jónssyni,
sem er kvæntur foðursystur Ás-
mundar. Snorri gekk hart eftir því
að Ásmundur yrði kosinn og það
gerði Guðmundur J. Guðmundsson
einnig.
„Ásmundur er uppalinn á róttæku
heimih og hefur fengið gott vega-
nesti frá foreldrum sínum. Hann er
eðlisgreindur og hefur góða menntun
sem hagfræðingur. Hann er ákaflega
ósérhlífinn, mikih vinnuhestur og
htið fyrir að koma vinnu yfir á aðra.
Hann hefur lagt gífurlega orku í
formannsstarfið og ég hef ekki reynt
af honum neinn ódrengskap. Hann
er hins vegar nokkuð viðkvæmur og
sár gagnvart sjálfum sér. Ef eitthvað
er borið upp á hann tekur hann því
afar iha,“ segir Guðmundur Jaki.
Við kaupiim
hagfræðinga
Guðmundur segir sögu frá þinginu
þegar Ásmundur var kosinn. Þá var
hér staddur forseti danska Alþýðu-
sambandsins (LO), stór og mikih.
„Hann fylgdist með þinginu af mik-
ihi innlifun en þaö fór ekki fram hjá
neinum að hann var nokkuð sár þeg-
ar Ásmundur var kosinn forseti.
Menn forvitnuðust um þessi við-
brögð hans og spurðu hvort honum
þætti ekki rétt að kjósa hagfræðing
sem forseta ASÍ. Hann svaraði með
nokkram þjósti: „Nej, vi köber dem
(nei, við kaupum þá). Þetta svar
hneykslaði mig en ég neita því ekki
að það hefur nokkuð leitað á mig í
seinni tíð,“ segir Guðmundur.
Ofstækisfullur
jafnréttissinni
Hugur Ásmundar stefndi á þing en
hann tók þátt í prófkjöri hjá Álþýðu-
bandalaginu rétt fyrir jól 1986. Hann
varð undir í baráttu við Svavar
Gestsson og Guðrúnu Helgadóttur,
lenti í 3. sæti. í kosningunum sumar-
ið eftir munaði ekki nema 60-70 at-
kvæðum á landsvísu að Ásmundur
kæmist á þing. Hann var varaþing-
maður og sat á þingi sem slíkur í
hálfan mánuð haustiö 1987.
Svavar Gestsson er ekki í vafa þeg-
ar hann er beðinn um að tjá sig um
Ásmund.
„Ég tel aðalkost Ásmundar vera
hreinskiptni. Það er mikih kostur nú
th dags, á þessum síðustu og verstu
tímum. Hins vegar má segja að hans
helstu gahar séu fólgnir í þessu
sama. Hann segir hlutina oft með
þeim hætti að það hrekur fólk frekar
frá. Menn eiga misjafnlega auðvelt
meö að heyra þaö sem er kannski
hið sanna og rétta um þá eða það
þeir sem standa fyrir. „Diplómatía"
er ekki einn af höfuðkostum Ás-
mundar Stefánssonar. En hann er
jafnréttíssinni, nánast ofstækisfuh-
ur, og tílbúinn að ganga mjög langt
í þeim efnum. Þá hefur hann yfir-
burðahæfni th að gegna'póhtískum
trúnaöarstörfum."
Vinnusemi og greind era hugtök sem
oft koma upp í samtölum við sam-
ferðamenn Ásmundar en nær ahir
þeirra sögðu að hann ætti erfitt með
að umgangast fólk sem hefði ekki
sömu skoðun og hann sjálfur. Hann
væri óvæginn í þess garð og léti kné
fylgja kviði þegar því væri svarað.
„Hann er býsna miskunnarlaus í
að svara fólki þegar th þess kemur
og lentí í talsverðum sviptingum í
Alþýðubandalaginu á sínum tíma,“
segir Svavar.
Þjóðviljastríð
En það er ekki aðeins í Alþýðu-
bandalaginu að Ásmundur hefur lent
í rimmum. Á Þjóðviljanum og utan
hans var um tíma mikið stríö sem
stóð á mihi hans og ritstjómarfull-
trúa og ritstjóra. Gekk ekki títið á.
Það stríð er ekki th umfjöllunar hér
en máttí meðal annars rekja tíl þess
fyrir hvem Þjóðvhjinn ætti að vera
og hverjir ættu að ráða. Var Ás-
mundur sakaður um að ganga erinda
flokksgæðinga en hugsa ekki aö
sama skapi um það sem væri að gerj-
ast í verkalýðshreyfingunni. Gagn-
rýni á verkalýðsforystuna, frá reið-
um ungum mönnum, var ekki vel séð
hjá Ásmundi. Við höfðum samband
við Óskar Guðmundsson.
„Mér fannst hann harðvítugur og
óbilgjam og smásálarlegur á köflum.
í þá tíð fannst mér hann ekki ná
neinu máli sem leiðtogi launa-
mannahreyfingar. Ég var honum
mjög reiður. Afstaða mín th málsins
hefur hins vegar breyst. Við Þjóð-
vhjamenn vorum auðvitað líka óbh-
gjamir. Sumt af því sem ég gagn-
rýndi hann fyrir þá tel ég í dag vera
hluta af verkefnum hans sem forseta
ASÍ. Ég óska honum bara ahs hins
besta,“ segir Óskar.
Annar maður, sem tengdist Þjóð-
vhjanum og Ásmundur þekkti áður,
kom ekkert við sögu í þessu stríði
en varð engu að síður mjög var við
skærumar. „Þetta ristí svo djúpt að
Ásmundur virtí mig ekki viðlits þeg-
ar við hittumst á fomum vegi. Það
kom mér verulega á óvart og ég
móðgaðist satt að segja.“
Samferðamaður úr verkalýðsbar-
áttunni síðastliðin 8 ár segir: „Hann
er mjög hæfileikaríkur, afburða-
greindur og vinnusamur. Hann hef-
ur ótrúlegt vinnuþrek og er mjög
fylginn sér. Helstu gahamir era þeir
að hann vhl sthla mönnum upp sem
ekki era sömu skoðunar og þvi geta
þeir átt mjög erfitt uppdráttar í ná-
lægð við hann. Þá verða átök sem
alveg má komast hjá, öhum að skað-
lausu.“
Kann við sig í átökum
Lára V. Jútíusdóttir, framkvæmdá-
stjóri ASÍ og samstarfsmaður í ára-
tug, segir: „Hann er góður félagi sem
á þaö th að vera mjög skemmthegur.
Við höfum ferðast mikið saman og
þá getur hann endalaust haldið
manni uppi á snakki. Hann er ótrú-
lega víðlesinn og óhætt að segja að
hans aðaláhugamál sé lestur. Hann
hefur mikla sögulega þekkingu og
áhuga á ótrúlegustu hlutum.
Hann undirbýr sig mjög vel fyrir
aha hluti, veður ekki óundirbúinn í
sjónvarpsviðtal og heldur ekki ræðu
án þess að hafa hugsað hana í þaula
áður. Þú hittír hann aldrei óundirbú-
inn. Maður á ekki von á stíkum
vinnubrögðum hjá fólki sem hefur
jafn mikið að gera og hann en hann
er mikill vinnuhestur."
Lára segir pólitík vel geta átt við
Ásmund. „Hann getur vel staðið sig
í þeim hanaslag. Hann telur sig
gjaman vera í algerri andstöðu við
þann sem síðastur átti orðið og er
mjög upptekinn af því aö gagnrýna
það eða koma sínum andstæðu sjón-
armiðum á framfæri. Átök eiga mjög
vel við hann og hann stillir málunum
mjög gjaman þannig upp. Það vinnur
kannski gegn honum í pólitík því
fólk getur fengið á tilfinninguna aö
hann sé þessi eilífi þrasari. En þetta
er ákveðin leið til að nálgast vanda-
málin, hann fær fólk til að skerpa
þær hugmyndir sem þaö hefur.“
Smart í tweed-jakka
Fólki hefur stundum orðið tíðrætt
um framkomu og útlit Ásmundar og
því leituðum við til Heiðars Jónsson-
ar snyrtís.
„Ásmundur er akkúrat þessi týpa
sem blasir við fólki. Ef hann fer í
elegant fínstrokin föt verður hann
hreinlega ekki Ásmundur Stefáns-
son. Ég sé hann sjaldan en hann er
afskaplega mismunandi, virðist
stundum heldur hafa gleymt sér. Ég
held að Ásmundur sé dæmi um
blóraböggul íyrir þetta stíltal allt
saman. Sumt fólk títur bara þannig
út, er með þetta háralag og vaxtar-
lag. Ásmundur verður alltaf frekar
gróf týpa. En ég hef séð hann mjög
sportí og smart, í grófum tweed-jakka
og skyrtu úr grófu efni. Heföbundin
stjórafót passa honum ekki en það
gerði hins vegar ekkert til þó hann
notaði hárblásarann af og ttí,“ segir
Heiöar. un.
Guðrún Pétursdóttir 1 húsmóðir í Rvk Pétur Kristinsson útvb. í Engey h Guðrún Pétursdóttir húsfr. Skildinganesi *
Asmundur Jónsson
b. í Miðvogi
Ingveldur Narfad.
húsfr. Miðvogi
Ólöf Snorradóttir
húsfr. í Engey
Sigurður Sigurðsson 1 b. i Karlsbrekku h Sigurður Jónsson 1 b. í Sanddalstungu |
Ástriður Elíasdóttir 1 húsfr. i Karlsbrekku | h Elías Magnússon | b. á Háreksstöðum |
Gísli Einarsson b. í Hliði á Akranesi |
Guðbjörg Oddsdóttir 1 húsm. í Hliði Oddur Snorrason | b. í Engey
Sigurður Jónsson
Margrét Ólafsdóttir |
1
Haukur Morthens 1 dægurlagasöngvari (
m .11 Tolli /I myndiistarmaður | wwftk . j Kristinn Morthens 1 listmálari
Rósa Guðbrandsd
húsm. í Rvk
Guðbrandur
Sæmundsson