Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1992, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992. Endurminningar Lydiu Einarsson komnar út: Giftist eiginmanni móöur sinnar - móðirin neitaði í 20 ár að skilja en bjó engu að síður undir sama þaki Lydia Pálsdóttir Einarsson hefur brotist um ótroðnar slóöir 1 lífinu. Hún hefur orðið fyrir margs kyns mótlæti, reynt ýmislegt en ekki látið neitt stöðva sig - hvort sem það eru jökulár, bamamissir eða últ umtal. Lydia ólst upp í heimsborginni Múnchen á umbrotatímum á fyrri hluta aldarinnar en flutti árið 1929 til íslands í fásinnið með móður sinni og Guðmundi frá Miðdal sem þá voru hjón. Lydia og Guðmundur felldu : nokkru síðar hugi saman en sú ást var forboðin og vakti mikla athygli. í síðari heimsstyrjöldinni voru þau undir stöðugu eftirliti breskra og bandarískra hermanna - og vina - vegna gruns um fylgispekt við nas- ista. Þau fóru heldur ekki varhluta af miskunnarleysi lífsins - af átta börnum komust fimm á legg. Helgar- blaðiö fékk leyfi höfundar til að birta úr köflum í bókinni. Fyrst segir Ly- dia frá hvernig þau felldu hugi sam- an, hún og stjúpi hennar. Mamma var vond við hann „Ég sá strax að ekki var allt með felldu í hjónabandi móður minnar og Guðmundar. Það bar ekki mikið á ósætti þeirra út á við en þar sem ég bjó inni á heimilinu sá ég hvemig ástandið var. Þeim tókst ekki að glæða hjónabandið lífi, þvert á móti fór samband þeirra stöðugt versn- andi. Móðir mín var mjög gagnrýnin á allt sem Guðmundur gerði og var auk þess ákaflega afbrýðisöm. Hann mátti nánast ekkert fara eöa gera án *' þess aö hún gerði við það athuga- semdir. Ég tók nærri mér að sjá hvert stefndi og spurði mömmu oft hvort hún þyrfti að láta svona við mann- inn, hvort hún gæti ekki tekið tillit f til annarra á heimilinu. Þegar ég kynntist honum betur sá ég að þama fór góður maður og mér fannst hann ekki eiga skihð harkalega framkomu móður minnar. Tilflnningar mínar í garð Guðmundur einkenndust fyrst og fremst af vorkunnsemi. Ég var ekkert spennt fyrir honum. Mér fannst hann myndarlegur, það vant- aði ekki, en í fyrstu var ekki um ást eða hrifhingu að ræða. En ástandið á heimilinu versnaði stöðugt og smám saman fór vorkunn mín í garð i - Guðmundar aö breytast í eitthvað annað. Mamma og hann rifust stöö- ugt og eftir rimmurnar var hann oft svo dapur að ég kenndi veralega í brjósti um hann. Þá átti ég það til að taka utan um axlir hans í huggun- arskyni og þá spurði hann stundum hvers vegna móðir mín gæti ekki sýnt sér sömu hlýju og ég. Ástinspyr ekki um aðstæður Allt í einu gerðum við okkur ljóst að samband okkar hafði breyst. Þá var ég búin að vera hér í um það bil eitt og hálft ár. Við fóram í ferð ásamt góðum vinum okkar inn í Land- mannalaugar, inn aö Laka, yfir Ör- æfasveit og víðar. Ég hafði aldrei Guðmundur frá Miðdal, Lydia og Theresia, móðir hennar, á pallinum við sumarbústað fjölskyldunnar ásamt þremur barna Lydiú og Guð- mundar, Auði, Agli og Ara Trausta. komið á þessar slóðir og þvílík nátt- úrufegurð. Það hefur líklega verið fyrir áhrif þeirra töfra sem íslensk náttúra býr yfir, þegar sá er gállinn á henni, að okkur Guðmundi varð ljóst að annað og meira en vinskapur og vorkunnsemi bjó í brjóstum okk- ar. Umlukin stórbrotnu landslagi öfganna fóra hjörtu okkar að slá í takt. Ástin kemur ekki eftir hentug- leikum. Hún spyr ekki um aðstæður eða ástæður. Hún er bara. Og við gátum ekki hafnað henni, hversu illa sem á stóð. Það varö ekki aftur snú- ið. Þetta var fyrsta og eina ástin í lífi mínu. Ástin þarf að eiga stekar rætur ef hún á aö standast allt það mólæti sem lífið getur boðið upp á. Auðvitað umtumaði samband okkar öllum Leirmunagerð i Listvinahúsinu. Guðmundur mótaði stytturnar en Lydia renndi leirinn. högum heimilisins og ekki síst stöðu móður minnar. Það þýddi ekki fyrir okkur að leyna sambandinu og fljót- lega varð henni ljóst hvað var að gerast. Hún tók þessu illa en ekki af því að hún skildi ekki að hjónaband hennar og Guðmundar var búið að vera. Það var löngu ljóst að það hlaut að taka enda. Hún var eiginlega mest hissa í fyrstu. En hún átti líka bágt með aö sætta sig við það að hún réði ekki lengur öllu sem fram fór á heim- ilinu. Þaö tók tíma að aðlagast breytt- um aðstæðum - fyrir okkur öll. Hneykslunarhella Fyrsta bamið eignuðumst viö Guð- mundur í ágúst 1932. Það var Einar. Við vissum að samband okkar var mörgum hneykslunarhella svo við afréðum að halda til Þýskalands til að ég gæti átt barnið í friði fyrir umtali,“ segir Lydia í bókinni og stuttu seinna kemur fram: „Rétt um mánuði áður en ég átti bamið varð ég fyrir áfalli. Guðmund- ur fékk skeyti til Múnchen þar sem stóð að hann væri orðinn Pabhi. Ég skildi hvorki upp né niður í þessum fréttum enda taldi ég mig ganga með fyrsta bamið hans. Þá kom í ljós að árið áður hafði Guðmundur átt lítið ástarævintýri án þess að ég vissi um það. Hann hafði farið inn í Land- mannalaugar ásamt tveimur þýsk- um vinum sínum síðla sumars en ég varð eftir í bænum til að vinna við leirkerasmíðina. Á ferðalaginu höfðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.