Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 Fréttir Sighvatur Björgvinsson viöskipta- og iðnaðarráðherra: Uppsögn búvörusamn- ings mikið fagnaðarefni - segir nauðsynlegt að taka á öllu kerfinu, ekki síst milliliðunum „Ég er hinn ánægðasti með að Halldór Blöndal skuli vilja opna bú- vörusamninginn. Verði samningn- um sagt upp þarf að sjálfsögðu að endurskoða alla þætti hans. Það hlýt- ur allt að vera undir. Þetta er því hið besta mál þjá landbúnaðarráð- herra,“ segir Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra lét þá skoðun í ljós á aðalfundi Stéttarsambands bænda í vikunni að forsendur búvörusamningsins væru brostnar. Samningurinn tryggði ekki lengur afkomuöryggi bænda. Á hinn bóginn sagðist hann eiga erfitt um vik varðandi breytingar á samningn- um þar sem landbúnaðarmál væru helsti núningsflötur stjómarsam- starfsins. Að sögn Sighvats hafa kratar um tveggja ára skeið verið þeirrar skoð- unar að endurskoöa þurfi búvöm- samninginn. Reynslan sýni að nær allur spamaðurinn, sem komiö hafi fram í kjölfar samningsins, hafi kom- ið fram í greiðslum til bænda. Milli- liðakerfið hafi hins vegar haldið sínu nánast að öllu leyti. „ AUt þetta volduga kerfi, sem hefur verið byggt upp í kringum fram- leiðslu bænda, hefur haldið sínu. Ég fæ ekki séö að þetta kerfi eigi neinn frumburðarrétt. Það segir sig sjálft að ef við förum að færast inn í aukna samkeppni við innflutning frá út- löndum þá verður að sjálfsögðu hka að leysa íslenska bændur úr viðjum óeðlilegra viðskipta- og framleiðslu- fjötra." Að sögn Sighvats er mjög aðkall- andi aö taka á svokölluðu milliliða- kerfi í landbúnaðinum. Ekki einasta er það dýrt og óhagkvæmt heldur er þar einnig að finna dæmi um óráðsíu og bein svik. í því sambandi bendir hann á að afurðastöðvar hafi stundað það að svíkja út vaxta- og geymslu- gjöld úr ríkissjóði vegna kjöts sem þegar hefur verið selt og étið. „Þessir aöilar fara ekki að reglum og nú er þetta að koma fram. Þeir hafa haft sitt á þuru en skattgreið- endur hafa borið kostnaðinn." -kaa Stuttar fréttir SamstarfíSmugunni Hópur íslenskra útvegsmanna íhugar að skipuleggja veiöar 2ja til 3ja togara í Smugunni og hafa með sér verkaskiptingu. RIIV greindi frá þessu. Marei i góðum máium Marel hf. hefur fengiö pöntun frá Þýskalandi á 90 skipavogum. Þetta er stærsta pöntun til fyrir- tækisins til þessa, sarokvæmt frétt RÚV, Halimskrópaði íníundasinn Ilalim A1 lét ekki á sér kræia í gær í Tyrklandi með dætur sínar og Sophiu Hansen. Þetta er í níunda sinn sem Halim'brýtur síðasta úrskurð dómara um um- gengnisrétt Sophiu. Rifist í útvarpsráði Harðar deilur urðu á fundi út- varpsráðs í gær milli Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur og Hrafns Gunnlaugssonar í tilefni greina- skrifa Hrafns og Svavars Gests- sonar. Hrafn sagöi að málið kæmi Ástu ekkert við, samkvæmt frétt Bylgjunnar. Sjö verkefhi eru í gangi í sér- stöku átaksverkefni nokkurra sveitarfélaga við Eyjafjörð, sam- ; kvæmt frétt í Degi á Akureyri. Rúmlega 4 þúsund böm munu hefla nám f grunnskólum lands- ins í fyrsta sinn f haust, þar af 1200 í Reykjavík, eftir því sem fram kom á Bylgjunni. Fyrirtækjaflutningar Fjöldi fyrirtækja í fiskvinnslu og öðrum greinum hafa sett sig í samband við bæjaryfirvöid í Keflavík til að kanna möguleika á flutningi fyrirtækjanna þangað, samkvæmt frétt Víkurfrétta í Keflavík. léttur sigur á Lettum Ísienska unglingalandsliðiö i körfuknattleik vann auðveldan sigur á Lettlandi í gær, 99-07, í undanúrslitariöli Evrópukeppn- innar í Þýskalandi. Þetta var fyrsti sigur liðsins í riölinum. Skdjungur í skógrækt Skeljungur hf. hefúr ákveðið að styrkja skógræktarfélögin í land- inu um 2 milljónir króna á ári. Gunnlaugur Jósefsson hjá Fjarhönnun hf. með Newton handtölvuna í ann- arri hendi og stílinn í hinni en þar á bæ sem víðar hugleiða menn nú notk- unarmöguleika tölvunnar. Heppnir ferðalangar fra Solheimum: Ókunnugtfólk vildi greiða reikninginn - skrifuðum þakkarbréf í danskt blað, segir starfsmaður „Við forum á veitingastað sem heitir Perlan í Tívolí í Kaupmanna- höfn og pöntuöum okkur góðan mat. Þegar við vorum búin að borða og kölluðum á þjónustu- stúlkuna til að fá reikninginn kom hún og sagði að fólk á nærliggjandi borði hefði óskað eftir því að fá að borga reikninginn. Við tókum boð- inu og báöum stúlkuna að skila kæru þakklæti til fólksins sem ekki vildi láta nafns síns getið,“ segir Erla Björg Rúnarsdóttir, starfs- maður á Sólheimum. Starfsmenn og heimilismenn á Sólheimum í Grímsnesi urðu fyrir þeirri skemmtilegu reynslu í vik- unni að ókunnugt fólk bauðst til að greiða matarreikning þeirra á dýrum og fínum veitingastaö í Kaupmannahöfn. „Reikningurinn var örugglega yfir 20 þúsund krónur. Þau vildu ekki segja frá nafni sínu en okkur fannst þetta svo yndislegt að við báðum konuna á gistiheimilinu að aðstoða okkur við að skrifa þakkar- bréf sem átti aö birtast í dönsku blaði,“ segir Erla Björg. Flugleiðir hafa í sumar boðið starfsmönnum og heimilismönn- um á Sólheimum í stuttar ferðir til Kaupmannahafnar. Ferðalangam- ir hafa haft bílaleigubíla til umráða og ekið um Kaupmannahöfn. Ferðalangamir, sem vom svona heppnir í Kaupmannahöfn, flugu utan á mánudaginn var og komu á fimmtudag en áður höfðu nokkrir aðrir hópar verið á ferð um Kaup- mannahöfn. -GHS Tölvur: Byltingarkennd handtölva frá Apple Bandaríska tölvufyrirtækið Apple hefur löngum verið brautryðjandi í tölvuheiminum og nægir að minna á Macintosh-tölvuna í því sambandi. Nú hefur fyrirtækið enn á ný kvatt sér hljóðs með handtölvunni Newton sem vafalaust á eftir að hafa jafnvíð- tæk áhrif á tölvunotkun og Macint- osh-tölvan á sínum tíma ef ekki enn meiri. Salan undanfarnar fjórar vik- ur hefur farið fram úr öllum vonum og anna verksmiðjur Apple ekki eft- irspuminni sem er kannski ekki að undra þegar haft er í huga að tölvan er seld á jafnviröi 60-100.000 króna. Newton er svipuð að stærð og venjuleg pappírskilja. Tölvan þykir falleg og stílhrein. Én þaö er þó ekki úthtið sem mesta athygli hefur vakið heldur innihaldið og notkunarmögu- leikamir sem virðast nánast ótak- markaðir. Það fyrsta sem athygh vekur við Newton er aö hún hefur ekkert lykla- borð heldur beitir notandinn stíl til þess að skrifa á skjáinn sem þekur mestallt yfirborð hans. Með þessum hætti stýrir notandinn allri vinnslu en ef í harðbakkann slær getur hann kallað fram lyklaborð á skjáinn og slegiö inn með þeim hætti. Newton skilur skrift notandans en þó veitir ekki af klukkustund til þess að New- ton „læri á“ skriftarvenjur notand- ans og öfugt. Newton byggir á orða- safni til þess að skiija skriftina og er þess vegna öruggari í skilningi sín- um á skrift en fyrri tölvur sem feng- ist hafa við lestur á skrift. í upphafi er gert ráð fyrir því að Newton verði mest notaður eins og menn hafa notað dagbókarmöppum- ar til þessa, til aö halda utan um nöfn, símanúmer, fundi og annað slíkt. Þráðlaus mótöld til gagnaflutn- inga og samskiptahugbúnaður gera mönnum kleift að vera í sambandi við skrifstofuna, senda tölvupóst eða símbréf hvar í heimi sem er, óháð rafmagnsinnstungum eða símatengj- um. Þær geta líka skipst á gögnum viö Macintosh-tölvur jafnt og PC- tölvur. Tölvusérfræðingar vestanhafs hafa fundið ýmislegt aö þessari fyrstu útgáfu Newton en þeir eru jafnframt flestir sammála um að hér sé ný tölvukynslóð fram komin, sem muni bæta við nýrri vídd í upplýs- ingaþjóðfélaginu. A.M. Viðbrögð við tillögum félagsmálaráðherra: Húsaleigubæt- ureruáokkar óskalista - segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagðist styðja tiilögu félagsmálaráð- herra um húsaleigubætur því að mikilvægt væri að hugmyndir um húsaleigubætur næðu fram að ganga. Hann sagðist ennfremur vita til þess að Jóhanna hefði lagt ríka áherslu á þær við tillögugerð um fjárlögin. Sagöist Benedikt þó ekki enn hafa séð þau gögn sem félagsmálaráö- herra lagöi fyrir ríkisstjórnina. „Ég er þó í grundvallaratriðum fylgjandi húsaleigubótum og á fastlega von á að það viðhorf ríki almennt innan verkalýðshreyfingarinnar,“ sagöi Benedikt. Hugmyndir um húsaleigubætur voru uppi við gerð síöustu kjara- samninga. Samkvæmt heimildum DV ríkti þó ekki alger eixúng um þær í verkalýðsforystunni. Andstaða við- semjenda og stjómvalda segir Bene- dikt þó að hafi gert út af viö þær hugmyndir. „Húsaleigubætumar hafa verið á okkar óskalistum." „Ég styð Jóhönnu af heilum hug og harla glaður," sagði Guðmundur J. Guömundsson, formaður Dags- brúnar, er DV leitaði álits hans á til- lögum félagsmálaráðherra. „Mér virðist leiga þó ekki hafa hækkað og framboð á húsnæði hefur heldur aukist. En fjölskylda, sem hefur 60 þúsund á mánuði og borgar 30 til 35 þúsund á mánuði, er alveg glötuð, sagöiGuðmundur J.“ -DBE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.