Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Side 3
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 3 Fréttir Hrunadans á pitsumarkaðnum: Dæmi um umferðar- óhöpp og hraðakstur hjá pitsusendlum - lögreglan hefur vakandi auga meö þeim í starfi „Viö vitum af tveimur arekstrum þar sem pitsusendlar frá sama staön- um lentu í óhöppum. Ástæðan var vegna hraöa við afhendingu vörunn- ar en við höfum lýst yfir áhyggjum vegna þessa,“ sagöi Ómar Smári Ár- mannsson aöstoöaryfirlögreglu- þjónn aðspurður hvort hann kann- aðist við að svokallaðir pitsusendlar hefðu lent í umferðaróhöppum. í kjölfar mikillar samkeppni á pitsumarkaðnum hafa veitingastað- ir, sem bjóða heimsendingarþjón- ustu, auglýst ókeypis pitsu ef hún er ekki komin í hendur neytanda hálf- tíma eftir að hún er pöntuð. Nokkrir aðrir veitingastaðir auglýsa stuttan afgreiðslutíma. Ómar segir að lög- reglan hafi þurft að hafa afskipti af sendliun vegna hraðakstur og þeir hafi haft vakandi auga með þessum þætti. „Við óttumst að það kerfi, sem virð- ist vera sums staðar, að menn fái borgað fyrir hverja pitsu sem þeir keyra út, ýti undir óvarkárni," segir Ómar og bætir við að þeir sem tekn- ir hafi verið fyrir hraðakstur við útakstur pitsu hafi ekki endilega unnið á þeim stöðum þar sem fyrr- nefndar tímatakmarkanir eru í gildi. Nýlega varð óhapp í Bandaríkjun- um þar sem pitsusendill varð gang- andi vegfaranda að bana og segir Ómar að með það í huga óttist lög- reglan þróun mála hér, sérstaklega með tíUiti til þess að í flestum tilfell- um virðist um unga karlkyns öku- menn að ræða með litla reynslu. Lögreglan veit til þess að sum fyrir- tæki, sem bjóða upp á heimsending- arþjónustu á þessum markaði, leggi ríka áherslu á það við sendla sína að virða lög og hraðatakmarkanir en svo virðist sem það gleymist oft þeg- ar á hólminn er komiö. „Við höfum ákveðið að fylgjast með þessu núna og í þeim tilgangi höfum við beðið menn okkar að hafa vak- andi auga með þessu og haldi sú þró- un áfram sem verið hefur sjáum við okkur ekki annað fært en að kalla forsvarsmenn þessara fyrirtækja á okkar fund,“ segir Ómar Smári. -PP Herdís Einarsdóttir húsnæðisfulltrúi, Martha Ó. Jensdóttir, formaöur hús- næðisnefndar Kópavogs, og Kristján Haraldsson, húsnæðisnefndarmaður og eftirlitsmaður með byggingunum, á svölum eins fjölbýlishússins við Lautasmára. Kópavogur: Félagslegum íbúðum fjölgar um fjórðung Félagslegum íbúðum fjölgar um 80 í Kópavogi á næstu vikum og eru þær allar við Lautasmára í Kópavogsdal. Um helgina afhenda bæjaryfirvöld nýjum íbúum 28 íbúðir í félagslega kerfinu og í byrjun september geta 30 fjölskyldur til viðbótar flutt inn í nýjar íbúðir. Auk þessa verða 22 íbúðir afhentar í september. Þannig eykst íbúðareign í félagslega kerfinu í Kópavogi um 26 prósent í einum áfanga eða um rúman fjórðung. Stærð nýju íbúðanna er á bilinu 105 til 130 fermetrar að meðtalinni sam- eign. Helmingur íbúðanna er þriggja herbergja, 25 eru tveggja herbergja og 15 íbúðir eru fimm herbergja. All- ar íbúðimar verða afhentar fullfrá- gengnar með frágenginni lóð og bíla- stæðum. Hafin er bygging tveggja fjölbýlis- húsa með samtals 36 íbúðum til við- bótar þessum 80 við Lindasmára og Amarsmára. íbúðimar verða af- hentar í vor. Þá hefur verið auglýst eftir 24 íbúðum þannig að fyrirhugað er að samtals 60 fiölskyldum til við- bótar verði séð fyrir félagslegu hús- næði í bænum. Þegar þessar íbúðir verða komnar í gagnið verða um 440 félagslegar eignaríbúöir og kaup- leiguíbúðir í Kópavogi. A laugardaginn gefst Kópavogsbú- um kostur á að kynna sér skipulag nýju byggðarinnar í Kópavogsdal og nýju íbúðirnar sem afhentar verða næstu vikur en gert er ráð fyrir að í framtíðiniú verði um fiögur þúsund manna byggð í dalnum auk þjón- ustustofnana og ýmissa fyrirtækja. Kynningin fer fram á bílstæðunum við Lautasmára og verða skemmtiat- riði og veitingar á boðstólum. -GHS og vinningarnir verða fleiri. Heppni er ekki bara tilviljun - það er hægt að auka líkurnar á því að detta í lukkupottinn með skipulagi. KerfisseSlar eru kjörin leiö til að skipuleggja heppnina, tilvaiin fyrir kunningjahópa, vinnufélaga, saumaklúbba, fjölskyldur, skipshafnir, þingflokka, ráSherra og hvers vegna ekki ríkisstjórnir. • Dæmi um 10 talna kerfisval áðu þér miða á sölustað íslenskrar getspár \ irtw \ \ |t»w lölurnar eru valdar úr leikröSinni á miSanum, - þá er búiS aS velja 10 tölur. rú staSfestir fjölda talna meS striki í reitinn (lOTölur U) tmTS Kú getur skipulagt heppnina 2, 5 eSa 10 vikur fram í tímann ifhentu síSan útfyllta miSann til söluaSila íslenskrar getspár. S sjálfsögSu er einnig hægt aS biSja um kerfissjálfval. LÍTIL SAGA ÚR KERFINU: Það var 10 manna hópur úr Keflavík sem valdi 10 tölur á kerfisseöli í laugardagslottóinu Þeir duttu heldur betur í lukkupottinn því (oeir fengu 5 réttar aðaltölur. HÓPURINN VANN 1.736.424.- 1. 1 röð meS 5 réttum = 1.585.299.- 2. 25 raðir með 4 réttum = 116.425.- 3. 100 raðir með 3 réttum = 34.700,- Þeir fengu því 151.125 krónum hærri vinning en þeir hefðu fengið á venjulegan seðil. Náðu þér í upplýsingabækling um kerfisseðla í Lottá 5/38 og Víkingalottói á næsta sölustað. - gott íierfi fyrir alla *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.