Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 9 Stöð 2 sýnir Dr. Quinn: Læknir í stórræðum Næstkomandi fimmtudag hefur Stöö 2 sýningu á hinum geysivinsælu framhaldsþáttum Dr. Quinn. Þessir þættir eru geröir af CBS sjónvarpsstöðinni og hafa verið sýndir hjá henni. Samkvæmt könnun, sem gerð var á vinsældum sjónvarpsefnis þar, náðu þeir miklum vinsældum á ótnilega skömmum tíma. Joe Lando leikur hinn dularfulla Byron Sully. En hver er þessi dr. Quinn sem alit snýst um? Jú, það er læknir sem leikinn er af Jane Seymour. Dr. Michaela „Mike“ Quinn er ein af íyrstu konunum sem starfa sem læknar í Ameríku þegar sagan gerist í kringum 1860. Hún er búsett í Boston og ákveður að yfirgefa borgina þegar faðir hennar, sem einnig er samstarfsmaður hennar, deyr. Förinni er heitið til Colorado Springs en þar er þörf fyrir nýjan bæjar- lækni. Það er ekki laust við að bæjarbúum bregði í brún þegar þeir komast að raun um að nýi læknirinn, „Mike“, er kona. Dr. Quinn lætur það þó ekki á sig fá en hefst þegar handa við læknisstörfin og tekur fljót- lega að sér þrjú munaðarlaus systkin sem hafa nýlega misst móður sína. Byron SuUy, sem einkum hefur fé- lagsskap af Cheyenne indíánum og úlfi, er með dular- fyllri mönnum sem læknirinn hefur hitt. Það kemur þó ekki í veg fyrir að með þeim takist vinátta sem verður „Mike“ óneitanlega styrkur í baráttu hennar gegn karlrembuþjóðfélagi fyrir nýju lífi á nýjum stað. Brautallarreglur Eins og fram kemur að framan er það hin fræga Jane Seymour sem fer með aðalhlutverkiö í fram- haldsþáttunum. Það kom mörgum á óvart þegar til- kynnt var að hún hefði tekiö aö sér hlutverk í þáttum sem virtust ofan á allt annað vonlausir. Hún hefur sagt að með þessu hafi hún brotið reglu sem hún hef- ur lifað eftir síðastliðin 16 ár. En hvort sem það er henni að þakka eða einhveijum öðrum þá hafa þessir þættir náð slíkum roknavinsældum að leitun er á öðru eins. Þeir hafa verið sýndir á CBS á laugardagskvöld- um, sem er einnig undantekning frá reglunni á því heimilinu, því efni af þessu tagi þykir ekki laða áhorf- endur nóg að skjánum um helgar. Auk Jane Seymour fara með stór hlutverk Joe Lando, Chad Allen, Erika Flores og Shawn Toovey. Að auki koma fram frægar gestastjömur í hverjum þætti. Jane Seymour fer með hlutverk dr. Quinn i samnefndum þætti. Loksins alvöru 4x4 vörubíll á Islandi! Kynnum Volvo FL-10 4X4 vörubílinn sem beðið hefur verið eftir og HIAB 125-4 vörubílskrana með aukahlutum. Þú getur reynsluekið Volvo FL-10 4x4 á eftirtöldum stöðum: Volvo - mest seldi vörubíll á Islandi. BRIMBORG FAXAFENI8 • SIMI91 - 68 58 70 30.8. Akureyri 31.8. Dalvík Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós 1.9. Sauðárkrókur Skagaströnd Blönduós Hvammstangi 2.9 . Borgarnes Akranes 3.9. Grindavík Keflavík 6.9. Hvolsvöllur Hella 7.9. Selfoss Hveragerði Þorlákshöfn 8.9. Reykjavík 9.9. Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær 10.9. Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær QeV10'0 _ augWs,n9Un3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.