Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 11 Um leið og við hjá Pizza Hut á Islandi fögnum 5 ára afmæli, fagnar Pizza Hut veitingahúsakeöjan 35 ára afmæli. Við erum stolt af því að tilheyra stærstu pizzukeðju í heimi með yfir 9.000 veitingastaði. Starfsmenn bakarísins eru sextán en synir Ruthar, dóttir og tengda- dóttir vinna öll í fyrirtækinu. Bakaríið sendir brauð og kökur á hótel og í verslanir á Vestfjörðum en við- skiptavinirnir úr sveitunum í kring koma til að kaupa brauð og frysta. svéikalegt að koma hingað frá Kaup- mannahöfn og geta ekki keypt stóla eða borð svo að við stofnuðum hús- gagnaverslun og rákum hana í 35 ár,“ segir hún. Stríðsárin voru erfið Styrjaldarárin í Kaupmannahöfn voru erfið og öryggisleysið var mik- ið. Ruth segir að fólk hafl borið stöð- ugan ótta í brjósti enda ýmislegt gerst meðan Þjóðverjar voru í Dan- mörku. „Þetta var erflður tími og við vorum ungar stúlkur. Þjóðverjarnir voru alls staðar og því þorðum við ekki mikið út. Þegar ég fór með strætó til Kaupmannahafnar á morgnana áttu Þjóðveijarnir það til að stöðva vagninn og spyija alla um persónuskilríki. Þegar loftvarnirnar fóru í gang streymdi fólk inn í búðina og við settum hlera fyrir gluggana. Það var lítinn mat að fá í Danmörku á þessum tíma og talsverð fátækt en við vorum aldrei svöng. Maður kvartaði ekki því að lífið var bara svona,“ segir hún. Fjölskylda Ruthar vinnur öll við Gamla bakaríið, synir hennar, dóttir og tengdadóttir en alls eru sextán starfsmenn við fyrirtækið. Gamla bakaríið er einkafyrirtæki og Ruth er forstjóri þess. Bakaríið bakar brauð fyrir ísfirðinga og sveitirnar í kring og sendir brauö og kökur til Súðavíkur og Suðureyrar. Þá streymir fólk úr sveitunum í kring í Gamla bakaríið til að kaupa brauð og frysta. Stolt af rekstrinum Eins og fram kom í DV í sumar er Ruth hæsti skattgreiðandinn á Vest- fjörðum og segist hún vera stolt af því. Fyrirtækið gangi svona vel þegar allir aðrir séu á hausnum. Fjölskyld- an öll vinni mikið en nauðsynlegt sé að vera duglegur að vinna til að vel gangi. Gamla bakaríið sé einkafyrir- tæki sitt og því sé hún og bakaríið eitt frammi fyrir skattyfirvöldum. „Við höfum mikið að gera og bök- um úr einu tonni af hveiti á dag. Við lifum rólegu lífi og kaupum ekki hlutina fyrr en við höfum efni á því. Við spekúlerum mikið í hlutunum, kaupum stórt inn og fáum afslátt. Fólk er voðalega ánægt með okkar brauð og gamlir ísfirðingar, sem eru fluttir suður, koma við í bakaríinu til að fá sér brauð og kökur þegar þeir eiga leið um ísafjörð," segir hún. Lítið atvinnuleysi Talsverður samdráttur hefur verið í atvinnulífinu á ísafirði en Ruth seg- ir þó að atvinnuleysi sé ekkert sem heitið geti í bænum. Tólf til fimmtán Bolvíkingar séu í vinnu á ísafirði auk þess sem nokkrir útlendingar sæki þar vinnu. Auðvitað sé samdráttur, bakariið finni strax fyrir því þegar lítiö sé að gera í fiskinum en hún segist samt telja að samdrátturinn fari ekki til verri vegar fyrr en á næsta ári þegar togararnir fari að sækja á önnur mið. -GHS Fyrir þá sem viljj a meira grænmeti Ef þú ert á grænmetislínunni höfum við hjá Pizza Hut pizzuna fyrir þig, því grænmetispizzan okkar er hlaðin hollu og fersku grænmeti. Þegar mikið af gæða sveppum blandast hinni frægu Pizza Hut tómatblöndu, ásamt grænni og matarmikilli papriku, bragðmiklum tómötum og ilmandi lauk, er útkoman frábær. Og þegar tvö lög af ekta osti eru komin yfir er Pizza Hut grænmetispizzan fullkomnuð. Pizza Hut — einfaldlega meira af öUu. PU.?a *Hut. Hótel Esja • 680809 • Mjódd • 682208 Frí heinisendingarþjónusta HÁRÍSETNING Hentar vel fyrir konur og karla, bæði við upphaf hárþynningar og til uppfyllingar eftir hárflutning. Eftir átta ára reynslu hefur meðferðin hlotið viðurkenningar fjölda vis- indastofnana. Nánari upplýsingar gefur Unnur hjúkrunar- fræðingur milli kl. 9 og 11 i sima 631016 og eftir kl. 19.00 i sima 611033. MEDI-HAR Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.