Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur; 1. Joanna Trollope: The Men and the Girls. 2. Michael Criphton; Jurassic Park. 3. Donna Tartt; The Secret History. 4. Danielle Steel: Jewels. 5. Maeve Binchy: The Copper Beech. 6. Colin Dexter: The Way through the Woods. 7. Patrícia D. Cornwell: All That Remains. 8. Michael Ondaatje: The Englísh Patient. 9. John Grisham: The Peiican Brief. 10. James Herbert; Portent. Rit almenns eölis; 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Nick Hornby: Fever Pitch. 3. Brían Keenan: An Evil Cradling. 4. Jean P. Sasson: Princess. 6. Christabel Bielenberg: The Road Ahead. 6. Michael Caine: What's It All about? 7. Lafði Fortescue: Perfume from Provence. 8. J. Peters & J. Nichol: Tornado Down. 9. D. Shay & J. Duncan: The Making of Jurassic Park. 10. Bill Bryson; The Lost Continent. (BYflst é The Sunday Times) Danmörk Skaldsogur: 1. Fay Weldon: Lívskraft. 2. Robert Harrís: Faadrelandet. 3. Ib Michael; Vanillepigen. 4. Herbjorg Wassmo: Dinas bog. 5. Oriana Fallaci: Inshallah. 6. Tor Nprrestranders: Mærk verden. 7. Stephen King: Morkets halvdel. (Byggt á Politiken Sondag) Með rós frá morðingia Löng hefö er fyrir því í Bandaríkjun- um aö skrifa bækur um nýleg saka- mál og kryfja þau rækilega til mergj- ar. Höfundar slíkra bóka, sem oft eru reyndir blaðamenn, fá þá aðgang aö öllum málsgögnum, ræöa við lög- reglumenn, aðstandendur fórnar- lamba sem glæpamanna, vitni, sækj- endur og verjendur og aöra þá sem varpað geta ljósi á umrætt sakamál. í sumum tilvikum eiga þeir jafnvel viðtöl við glæpamennina sjálfa. Þessar bækur eru afar vinsælar þar vestra og fara gjarnan strax á metsölulista. Kvennamorðingjar Ann Rule, höfundur þessarar bók- ar, hefur þegar skrifað nokkrar slík- ar metsölubækur. Rule var áður fyrr í lögreglunni í Seattle á Kyrrahafs- strönd Bandaríkjanna en hefur und- anfarin ár helgað sig ritstörfunum. Hún segir að mörg þeirra fjórtán hundruð morðmála sem hún' hafi skrifað um séu henni ógleymanleg, ekki síst vegna kynna sinna af fjöl- skyldum fórnarlambanna. Rule íjallar um sex morðingja í þessari bók, fimm karla og eina konu. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa myrt konur, en eru að öðru leyti af mjög ólíku sauöahúsi. Myrti til fjár ANWRUlí 11K. K 1 Vt /N&.y YOfií ftftwa \VV f ÖUSiSelliTiQ Aúttíöf cl IFYOUfíEALLY LOVCOMEmú l gVEfíYTHING \ SHEEVBR J Umsjón Fyrsta frásögnin í bókinni, og sú sem titillinn vísar til, tekur mestan hluta hennar, eða um 340 blaðsíður, Elías Snæland Jónsson og segir frá manni að nafni Randy Roth sem valdi sér eiginkonur með það í huga að myrða þær til fjár. Roth þessi kom mjög vel fyrir út á við og tókst vel að leyna sínum innra manni. Á heimilinu var hann nefni- lega mikiU harðstjóri, ekki síst gagn- vart bömunum. Hann taldi sjálfum sér og öðrum trú um að hann væri kaldur karl vegna reynslu sinnar af óhugnanlegum verkum í Víetnam. Það reyndist við rannsókn málsins tómur tilbúningur. Aðferð Roths var einíold. Hann fékk eiginkonur sínar til að fallast á háa gagnkvæma líftryggingu eins og algengt er í Bandríkjunum. Það hjón- anna sem lifir lengur fær þá dánar- bætur. Skömmu eftir að skrifað var undir tryggingarskjöhn sá Roth svo til þess að eiginkonumar létust af slysförum. Þegar gmnur vaknaði loks um að ekki væri allt með felldu fór fram ítarlega rannsókn. Roth neitaði öllu en lögreglunni tókst aö draga fram í dagsljósið nægjanleg sönnunargögn til að fá hann dæmdan fyrir eitt morðanna. Sleppt á götuna Hinar greinarnar í bókinni eru mun styttri en sumar hverjar engu minna forvitmlegar. Það á við um The Rehabilitation of a Monster sem segir frá morðingja í Oregon sem bútaði fórnarlömb sín í smáparta svo vinnubrögðin minntu lögreglumennina sem rannsökuðu máhð á sögurnar af Kobba kviðristu. Þessi sjúki morðingi var dæmdur árið 1961 fyrir eitt slíkt morð. Hann fékk reynslulausn efdr tólf ára fangavist, árið 1973, og settist þá að á sömu slóðum og fyrr. Tveimur árum síðar myrti hann aðra konu á nákvæmlega sama óhugnanlega háttinn. Það er sum sé ekki bara á íslandi sem hættulegum morðingjum er sleppt á götuna eftir fáein ár í fang- elsi. A Rose for Her Grave. Höfundur: Ann Rule. Pocket Books, 1993. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Míchael Crichton: Rising Sun. 2. John Grisham: The Firm. 3. John Grisham; The Pelican Brief. 4. John Grisham; A Time to Kill. 5. Michaei Crichton: Jurassic Park. 6. Michael Crichton: Congo 7. Michael Crichton: Sphere. 8. Anne Rivers Siddons: Colony. 9. Patricia D. Cornwelt: All That Remains. 10. Jimmy Buffett: Where Is Joe Merchant? 11. Stephen King: Gerald's Game. 12. Phyllis A. Whitney: The Ebony Swan. 13. Carol Higgins Clark: Decked- 14. Cormac McCarthy: All the Pretty Horses. 15. Terry McMillan: Waiting to Exhale. Rit almenns eðlis: 1. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 2. James Herriot: Every Living Thing. 3. Anne Ruie: A Rose for Her Grave. 4. Gaii Sheehy; The Silent Passage. 5. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 6. Peter Mayle: A Year in Provence. 7. Don Shay & Jody Duncan: The Makíng of „Jurassíc Park" 8. David McCullough: Truman. 9. Tina Turner & Karl Loder: I, Tina. 10. Deborah Tannen; You just Don't Understand. 11. Robert Fulghum: Uh-oh. 12. Peter Mayle: Toujours Provence. 13. Garry Wills: Lincoln at Gettysburg. 14. Wllliam Manchester: A World Lit only by Fire. 15. Wallace Stegner: Where the Bluebird Sings to the Lemonade Springs. (Byggt á Naw York Times Book Review) Vísindi Öfugáhrif hræðslu- áróðurs Fyrir tveimur árum hófu lækn- ar í Svíþjóð að vara foreldra barna með arfgengan galla ilung- um við að reykja. Sannaö væri að reykurmn gæti reynst börn- unum banvænn. Nú, tveimur árum síðar, var árangur áróöursins kannaður og í Ijós kom að foreldrar umræddra barna höfðu aukið reykingarnar. Ástæðan var stress vegna áróð- ursins. menn eru hassistar ísraelskir visindamenn hafa komist að því að mannslíkaminn framleiðir efni sem hefur sömu eiginleika og hass. Vanti efiiið leggjast menn i eymd og volæði. Af þessu er ályktað aö allir menn séu hassistar og líöi um í vimu frá morgni til kvölds, Geisladiskar hljóma eins í Þýskalandi hefur rannsókn leitt í Jjós að aðeíns einn af hveijum fjörutiu mönnum heyrir mun á geisladiskum og gamaidasgs hljómplötum. Til stóð aö kanna hvor gerðin hljómaði betur. Umsjón Gísli Kristjánsson Var að koma frá Afrí ku Þuríi menn að svara spurningunni um hvaðan þeir séu að koma, sem oft er, má með góðri samvisku segja: „Ég var að koma frá Afríku." Vísindamenn hafa á undanfömum árum farið um víðan völl í leit að svari við því hvaðan mannkynið sé upprunnið. Fyrst fengu menn auga- stað á Afríku því þar var að finna ríkulegar minjar um búsetu mann- skepnunnar homo sapiens. Síðar komust menn að því að upp- runa manna væri ef tíi vill að leita í flestum eða öllum heimsálfum. Mann- kynið hefði ekki þróast á einum staö heldur mörgum út frá sama stofni. Enn hafa menn séð ástæðu til að endurskoða kenningar um uppruna sinn og á nýafstaðinni ráðstefnu eríðafræðinga í Birmingham á Eng- landi voru kynntar þrjár sjálfstæðar rannsóknir á uppmna og skyldleika manna á jörðinni. Niðurstaðan var í öllum tilvikum sú sama: Upprunans er að leita í Afríku, rétt sunnan Sa- hara, fyrir um 100 þúsund árum. Þessi niðurstaða byggir á rannsókn á skyldleika manna í ýmsum heims- homum. Erfðafræðingar í Banda- ríkjunum, Bretlandi og Japan könn- uöu erföaefni úr mönnum af ólíkum kynstofnum og komust fyrst að því aö munurinn væri hverfandi lítm. Það bendir til að skammt sé liðið frá því skipting í ættkvíslir hófst. í öðm lagi birtast erföaeiginleikar manna í hinum ýmsu heimsálfum sem frávik frá eiginleikum þess fólks sem frá ómunatíð hefur búið í Afríku sunnan Sahara. Þar er því vagga mannkyns og þar búa enn á heima- slóðum afkomendur fyrstu mann- anna. í öðrum heimsálfum búa af- komendur þeirra sem fóra á flakk. Fyrir um 100 þúsund árum greip flökkunáttúra um sig meðal forfeðra mann- kyns og þeir fyrstu lögðu upp í langferð um heiminn. Evrópubúar virðast hafa hleypt heimdraganum síðastir því mun meiri skyldleiki er með íbúum Afr- íku og Evrópu en Afríkumönnum og t.d. fmmbyggjum Ástralíu. Einn erföafræðinganna, Luca Ca- valli-Sforza við Stanfordháskóla í Kalifomíu, segir að munurinn á erföaeiginleikum manna sé svo litill að í mesta lagi séu Uðin 100 þúsund ár frá því mannkyn tók að greinast upp í kynþætti. Það þykir örskamm- ur tími á mælikvaröa þróunarfræð- innar. T.d. em um 4,7 milljónir ára frá því simpansar og menn áttu sömu forfeður. Cavalh-Sforza segir að fyrir 100 þúsund áram hafi forfeður manna, nokkur þúsund einstaklingar, búiö nærri miðbiki Afríku og þaðan upp- fyllt jörðina. Á vegferð sinni um heiminn hafi þeir mætt fjarskyldum ættingjum eins og Neanderdals- mönnum en ekki blandast þeim. Teflon er misheppn- uð endur- bót á ísskáp Roy J. Plunket, efnafræðingi hjá Du Pont fyrirtækinu í Banda- ríkjunum, var falið að finna upp betri kælimiðil i ísskápa en amm- oníak. Árið 1938 gerði hann til- raunir með flúorklórsambönd en varð lítið ágengt, Þann 6. apríl mistókust tilraunimar svo herfi- lega að hann sat uppi meö tor- kennilegt duft í stað gass. Plunket ákvað að skoða mistök sín nánar og komst fljótt að raun um að duftið var annað og meira en ónýtur úrgangur. Hann sagði stjórnendum fyrirtækisins frá þessu nýja, nafnlausa efni. Að fáum dögum hðnum var það flokkað með hemaöarleyndar- málum og sýnishom af því læst inni í bankahólfum. Þaö var dýr- mætara en gull og gersemar. Nýja efnið fékk nafnið teflon og var þeim eiginleik- um gætt að viö það tolldi ekk- ert og það var sleipara en önnur þekkt efni. Teflon var fyrst notað í kjarnorkusprengjur til að hemja úraníum en árið 1948 var almenn notkun fyrst heimiiuð. Hjá Du Pont datt mönnum fyrst í hug að nota teíion til að húöa innan bökunarform. Síðar var- það notað á steikarpönnur og meö pönnunum heíúr þetta hern- aðarleyndarmál borist um heimsbyggðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.