Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Side 13
LAUGARDAGUR;28. ÁGÚST 1993 Helge Matvik og Jan Asen i tjaldi sinu á Seyðisfirði. DV-mynd PK 13 INNANHÚSS- ^ ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr still, blóm, skipulagning, nýtisku eldhús, gólflagnir,, vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi,- hús- fignaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. g óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Heimilisfang ....................................... Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark Hjólagarpar frá Noregi: ísland kom þeim áóvart Pétur Knstjánsson, DV, Seyðisfirði: Miðvikudagar á Seyðisfirði eru öðruvisi en aðrir dagar á sumrin. Þá færist gamalkunnugt alþjóðlegt and- rúmsloft yfir bæinn. Leggi maður eyrun við má heyra fólk á kvöld- göngu við Lónið tala ýmis framandi tungumál. Nú er það ekki lengur norska og danska sem er allsráðandi heldur frekar þýska, franska og enska og ekki óalgengt að heyra ít- ölsku, pólsku eða tékknesku. Margir eru að koma úr ferðalögum víðs veg- ar um landið og þónokkrir hafa kom- ið til Seyðisfjarðar áður, þ.e.a.s. þeg- ar þeir komu til landsins. Síðan kem- ur fimmtudagur og Norræna færir með sér nýja gesti og flytur þá eldri áleiðis til síns heima. Helge Matvik og Jan Asen frá Nor- egi voru hér síðastliðið miðvikudags- kvöld og ætluðu að fara með Nor- rænu heim morguninn eftir. Strák- amir tveir höföu ferðast hringinn á rútum og reiðhjólum - hjóluðu um 800 km. Þeir sögðu að það sem kom þeim mest á óvart var hversu víð- áttumikið landið væri. Landið væri öðruvísi en allt annað sem þeir hefðu kynnst - hér væru eldfjöll og jöklar nánast hhð við hlið. Það væri ólíkt Noregi að mörgu leyti þó að Austfirð- irnir minntu þá mjög á heimaslóðir. Skemmtilegast fannst þeim þó hversu vinalegir og góðir gestgjafar íslendingar væru. M.a. brotnaði ann- að hjóhð þeirra skammt frá Selfossi. Bóndi einn, sem þar kom að, tók ekki annað í mál en að láta sjóða saman brotið og sjá um að þeir kæm- ust á næsta áfangastað. Það sem þeir óskuðu að breyttist til batnaðar var að oftar væri logn og að menn keyrðu ekki sem óðir væru á vegum úti. Að lokum sögðust þeir örugglega koma hingað aftur og það fyrr en seinna. heónur íáskrift Fjármálaþjónusta fyrir ungt fólk sem vilt... VAXTALINAN FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA UNGLINGA • vera sjálfstœtt ífjármálum • létta sér skólastarfiö • frœöast um fjármálaheiminn • gera tilveruna skemmtilegri Vaxtalínan er ætluð fólki á aldrinum 13 -18 ára. Þessi þjónusta býður upp á veglega skóladagbók, fjármálanámskeið, bílprófsstyrki, hraðkort, afsláttarkort, vaxtalínuvörur og ýmislegt fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.