Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Page 14
14 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð i lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. \ Óþverrinn smitar EðUlegt er, að fólk setjist til borðs með andstæðingum sínum. Aðilar að kjaradeilum þurfa oft slíkan ramma til að leita sátta. Sama gildir um stjórnmálamenn og starfs- menn í utanríkisþjónustu, sem leita lausnar í erfiðum málum, er snerta hagsmuni hópa eða heilla þjóða. Menn setjast hins vegar ekki til borðs með morðingj- um, þótt þeir séu bara skrifborðsmorðingjar á borð við Eichmann. Menn setjast ekki til borðs með stríðsglæpa- mönnum og þeim, sem drýgja glæpi gegn mannkyni, eins og slíkir glæpir eru skilgreindir í sáttmálum þjóða. Þess vegna sezt fólk ekki til borðs með Símoni Peres, sem á þátt í morðum á nokkur hundruð börnum og margbrýtur alþjóðlega sáttmála, sem varða stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Menn dást ekki heldur að þvi, að hann sé skárri en önnur fól í stjórn ísraels. Það stríðir gegn heilbrigðum mannasiðum að setjast til borðs með fólki af tagi Peresar. Með því eru menn óbeint að samþykkja framferði þeirra og óhreinka sig af.þeim. Aðeins tilkvaddir samningamenn mega fóma sér í skítverk af tagi kvöldverðar með Símoni Peres. Miklu frekar er hægt að setjast til borðs með Yasser Arafat, þekktasta leiðtoga Palestínumanna, þótt hann sé á gráa svæðinu sem fyrrverandi hryðjuverkamaður. Á síðustu árum hefur hann sýnt bót og betrun, en stjórn- völd ísraels hafa hins vegar krumpazt meira og meira. Eftir fráfall Sovétríkjanna er miídu einfaldara en áður að fara eftir skráðum reglum í alþjóðlegum sáttmálum, þegar menn ákveða borðfélaga sína. Horfm er að mestu hin tvíhliða spenna, sem áður einkenndi heimsstjómmál- in og gerði fólum kleift að skýla sér í fylkingum. Við val á borðfélögum er ekki nauðsynlegt að stunda sagnfræði áratugi aftur í tímann. Það er nóg að forðast glæpamennina, sem em að drýgja glæpi um þessar mundir eða hafa drýgt þá á undanfömum mánuðum. Smám saman má taka 1 sátt þá, sem hættir em glæpum. Augljóst er, að ekki má setjast til borðs með ráðamönn- um Serbíu og ísraels. Ekki má heldur setjast til borðs með ráðamönnum íraks og Indónesíu. Og ekki má setj- ast til borðs með ráðamönnum Malaví og Kenýa. Einkum má þó ekki setjast til borðs með ráðamönnum Kína. Rétt er að vekja athygli á þessu síðasta, því að alþjóð- lega ólympíunefndin er að falla í þá gryfju að samþykkja ólympíuleika 1 Kína árið 2000. Með því væri nefndin að veita fjöldamorðingjum og stórglæpamönnum Kína- stjómar svipuð verðlaun og Hitler fékk árið 1936. Þeir, sem falla í slíkar gryfjur, hætta að verða húsum haefir. Ef menn vilja í raun fá ráðamenn þjóða til að fara eftir alþjóðlegum sáttmálum, mega þeir ekki reka erindi glæpamanna með óbeinum hætti. Okkur ber að refsa slíkum kvislingum með því að hafna þeim pólitískt. Það gildir um John Major, forsætisráðherra Bret- lands, sem hefur gengið fram fyrir vestræna skjöldu til að koma í veg fyrir aðstoð við Bosníu og drepa á dreif aðgerðum gegn Serbíu. Ennfremur um Francois Mitter- rand Frakklandsforseta, sem hefur stutt Major í þessu. Nóg er af valdamönnum ríkja og stofnana í heiminum, sem hvorki hafa forustu í níðingsverkum um þessar mundir né styðja þau beint eða óbeint. Af nógum er að taka, ef menn vilja bjóða þeim til sín og setjast með þeim til borðs. Ástæðulaust er að óhreinka sig á hinum. Kvöldverður með barnamorðingja frá Israel óhreinkar alla þá, sem þar sátu, meðal annarra nokkra íslenzka ráðherra og embættismenn og aftaníossa kerfisins. Jónas Kristjánsson Klerkur borinn hermdarverkasökum - skjólstæðingur CIA Síðan í febrúar í vetur hafa banda- rísk stjómvöld verið að vandræð- asf með hálfsextugan, bhndan mú- slímaklerk frá Egyptalandi, Omar Abdel Rahman, sheik að nafnbót fyrir kennimannsstöðu sína. í þeim mánuði sprakk öflug bílsprengja undir Heimsviðskiptamiðstöðinni á suðurodda Manhattaneyjar, tví- buraskýjakljúfunum sem hæstir eru í New York, með vemlegu manntjóni og gífurlegu eignatjóni. Brátt var farið að handtaka menn, granaða um hryðjuverkið, og þeir reyndust eiga sameiginleg tengsl við Omar sheik og bænahús hans í Jersey City handan Hudsonárinn- ar frá Manhattan. Kennimaðurinn var þó látinn með öllu óáreittur af hálfu lögreglu og dómsyfirvalda þangað til í júní að alríkislögreglan kunngeröi að komist hefði upp um samsæri um að sprengja í loft upp aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna, stjómar- byggingu alríkislögreglunnar, tvenn jarðgöng frá Manhattan und- ir Hudsonána og myrða að auki aðalritara SÞ og forseta Egypta- lands. Granaöir samsærismenn komu enn úr áhangendahópi Om- ars sheiks og var nú ákveðið að höfða mál til aö fá hann dæmdan til brottvísunar úr landi fyrir ranga útfyllingu umsóknar um vega- bréfsáritun fyrir þrem áram. Ekki var þó lögreglan send eftir manninum heldur var honum leyft að gefa sig fram til varðhalds. Und- irréttur dæmdi hann landrækan en vandi reyndist að finna brottvísun- arstað. Egypska stjómin hafði sótt Oman sheik til saka eftir morðið á Anvar Sadat forseta en hann var sýknaður og hefur síðan farið víða og prédikað nauðsyn þess að ryðja úr vegi núverandi valdhöfum í Kaíró sem hann telur örgustu trú- villinga. Lærisveinar Omars sheiks og hans nóta hafa síðustu misseri haldið uppi hryöjuverkaherferð í Egyptalandi með morðárásum á kristna menn af kirkju kopta, er- lent ferðafólk og embættismenn stjómarinnar. í síðustu viku slapp sjálfur innanríkisráðherrann stórslasaöur úr sprengjutilræði í Kaíró. Egyptalandsstjórn var því þvert um geö að fá Omar sheik af- hentan því réttarhöld yfir honum hefðu æst strangtrúarmenn um all- an helming. Þó lét hún um síðir undan þrábeiðni Bandaríkjastjóm- ar. Verjendur Omars sheiks sáu sér leik á borði að halda því fram að óheimilt væri að framselja hann til Egyptalands í opinn dauðann. Kom fram tilboð frá Afganistanstjórn að taka við manninum og lét hann lík- lega að þiggja það yrði sér meinuð Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson frekari landvist í Bandaríkjunum. Þegar við blasti að niöurstaða brottvisunarmáls yrði sú ein að Omar sheik fengi að leika lausum hala í Afganistan tók ákæruvald Bandaríkjastjórnar loks rögg á sig og ákærði sheikinn fyrir að hafa í þrjú ár lagt á ráð um hermdar- verkaherferð í Bandaríkjunum, þar á meðal bæði sprenginguna í febrúar og hryðjuverkin sem hald- ið er fram að hafi verið ráögerð í sumar. Skömmu eftir að Omar sheik komst í fréttimar í vetur var haft eftir Hosni Mubarak Egyptalands- forseta í blaðaviðtah að klerkur hefði haft náin tengsl við banda- rísku leyniþjónusfima CLA. Banda- rískir fréttamenn, sem fylgdu þeirri ábendingu eftir, telja sig hafa gengið úr skugga um að klerkurinn hafi skipulagt straum sjálfboðaliða frá arabalöndum til aö beijast ásamt afgönskum skæruhðum við sovétherinn í Afganistan. Af Bandaríkjanna hálfu sá CIA um tengsl við þessa starfsemi, fjár- magnaði hana, vopnaði og þjálfaði sjálíboðahðana ásamt leyniþjón- ustu Pakistanshers. Á þessum áram kom Omar sheik þrásinnis til Bandaríkjanna, og fuhyrða fréttamenn að hverju sinni hafi það verið fuhtrúar CIA í bandarískum ræðismannsskriftofum sem sáu um að hann fengi vegabréfsáritun. Óyggjandi er að sú var raunin 1990 þegar honum var veitt vegabréfsá- ritun í bandarísku ræðismanns- skrifstofunni í Khartoum, höfuð- borg Súdans. Ekki var Omar sheik búinn að dvelja lengi í Bandaríkjunum 1990 þegar ferðamannsáritun hans var breytt í varanlegt landvistarleyfi vegna kennimannsstarfs. Því lengra sem líður kemur skýr- ar í ljós að strangtrúarmenn frá ýmsum arabaríkjum hafa notað þátt sinn í styrjöldinni í Afganistan tíl að bindast samtökum um að nota féð, vopnin og þjálfunina sem þeir ööluðust þar til að heyja bar- áttu á víðara sviði. Þessir „Afgan- ar“, eins og þeir eru kallaðir, standa fyrir baráttu til að steypa stjómum Egyptalands, Túnis og Alsírs og breyta þessum löndum í strangtrúarríki. Nú virðist að koma í ljós að jafnframt hafi verið lögð á ráð að grafa undan Banda- ríkjunum innanfrá. Omar Abdel Rahman sheik. Simamynd Reuter Skoðanir aimarra Örlátur stuðningur við Rússa „Mikhvægustu hagsmunir Bandaríkjanna í fyrr- verandi Sovétríkjunum eru þeir að ábyrg og umbót- asinnuð stjóm þrífist vel í Moskvu. Þeirra hagsmuna er best gætt með því að styðja á örlátan hátt efna- hagslíf og pólitískar umbætur í Rússlandi sjálfu en ekki með því að ætla sér aö halda uppi eftirhti á róstusömum landamærum heimsveldisins." Úr forystugrein New York Times 24. ágúst. Ástæður kjósendaflóttans „Forsætisráðherrann (Poul Nyrap Rasmussen) sagði um helgina að ástæða flótta kjósenda frá ríkis- stjómarflokkunum, og þó einkum jafnaðarmönnum, væri áhyggjur manna yfir því hvernig tekið væri á málefnum flóttamanna og inflytjenda. Með oröum sínum styrkir Nyrap stöðu þeirra afla sem reyna við hvert tækifæri að gera flóttamenn og innflytjend- ur að blórabögglum fyrir öh vandamáhn sem plaga þjóðina. Við trúum ekki aö sú sé ætlun forsætisráð- herrans." Úr forystugrein Politiken 24. ágúst. Skítasamningur „Vera má aö múshmum í Bosníu hafi verið gert tílboö sem þeir geti ekki hafnað. Ef þeir neita aö skrifa undir þær thlögur um skiptingu landsins sem komu fram í Genf eiga þeir á hættu að styggja um- heiminn sem er mikið í mun að samkomulag takist mhh þrjóðarbrotanna þriggja, hvað sem það kostar. Genfaráætlunin er úrshtakostur sem er th komin vegna þreytu manna á Bosníudehunni og samkomu- lags milh Serba og Króata um að skipta herfanginu á mihi sín.“ Úr forystugrein The Observer 22. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.