Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 15 DV-mynd JAK Hinn langi mjói vegur A hverju sumri heyrir maður fréttir af ótal umferðaróhöppum á vegum landsins. Erlendir öku- menn eru þar oft aðilar að, mun oftar en hlutfall þeirra í umferðinni gefur tilefni til. Ég hef velt ástæð- unni fyrir mér og held að ég hafi í það minnsta hluta af skýringunni. Margir hafa sagt sem svo að er- lendir ökumenn séu óvanir malar- vegum; þess vegna sé þetta eðh- legt. Ég hef fram til þessa tekið þá skýringu góða og gilda. En ég geri það ekki lengur. Malarvegir eiga ef til vill einhveija sök en fjarri lagi alla. Þeir eru ekki það hættu- legasta í vegakerfi okkar. Ég hef ekki í mörg ár ferðast jafn mikið um vegi landsins og í sumar. Og í þessum ferðum mínum tel ég mig hafa uppgötvað ástæðuna fyrir tíð- um umferðaróhöppum á vegum landsins, ekki síst á vegum með bundnu shtlagi. Þingmannasök Ef frá er skilinn hluti hringvegar- ins eru vegir með bundnu sUtlagi aðeins ein og hálf akrein í stað tveggja akreina. Þegar bílar mæt- ast á slíkum vegi eru báðir í hættu ef ökumenn taka ekki fuUt tilUt til aðstæðna. Og það gera því miður ekki aUir. Verstir eru ökumenn flutningabíla og rútubíla. Þeir vikja Utt eða ekki og slá ekki af ferðinni nema í neyðartilfeUum. Þeir neyta afls og stærðarmunar þannig að fólksbUamir verða að fara út á ótryggan malarkant þegar þeir mæta risunum í umferðinni. Þá er hættan mest. Ég er sannfærður um að þessir hættulega mjóu vegir eru helsta orsök tíðra óhappa á þjóðvegunum, ekki bara hjá útlendingum heldur íslendingum líka. Ég ræddi þetta mál með mjóu vegina eitt sinn viö fyrrverandi al- þingismann og spurði hvort hann vissi af hverju akreinarnar væru ekki tvær. Hann sagði að alþingis- menn hefðu þrýst á um þetta með óbeinum hætti. Þeir krefðust þess jafnan að varanlegir vegir næðu sem lengst inn í kjördæmið, helst í gegnum það. Vegagerðin hefði ekki haft fjármagn til að leggja tveggja akrema veg jafn langt og þingmenn þrýstu á um. Þá var það tekið tíl bragðs að mjókka þá og lengja um leið. Kjördæmapot Þama er um að ræða hið dæmi- gerða íslenska kjördæmapot þing- manna. Það dugir ekki að Jón á HóU fái ekki það sama og Siggi á Brekku. Við það gætu tapast at- kvæði, jafnvel mörg atkvæði, því Jón á HóU er ættstór og höfuð sinn- ar ættar. Menn taka ekki áhættuna af því að baka sér óvinsældir hjá Jóni á HóU. Því verður vegurinn með varanlega sUtlaginu að ná fram hjá bænum hans eins og hinna. Jónar á HóU geta verið margir í hveiju kjördæmi. Kjördæmapot er og hefur lengi verið alþekkt hér á landi. Oftast kostar það bara peninga, sem mörgum þykir nógu slæmt. Mjóu vegirnir eru versta potið, það kaU- ar á umferðaróhöpp og þá fer máUð að gerast alvarlegt. Varðandi ann- að pot geta þingmenn sagt eins og stórbóndinn: Hvað munar oss bænöur um fimmtíu fjár, enda refs- ar þeim enginn fyrir bruðl með al- mannafé. Kjördæmapot hættir ekki fyrr en landið er orðið eitt kjördæmi. Að mæta bíl Vegir með varanlegu sUtlagi upp á eina og hálfa akrein eru eitthvað það hættulegasta sem gert hefur verið í umferðinni hér á landi. Þeir sem eru óvanir að aka úti á landi en sjá beinan veg með varanlegu sUtlagi halda að aUt sé í lagi. Svo kemur að því að mæta bU, hvað þá stórum bU, og þá gerast óhöppin. Menn verða að nota malarkantana og missa við það stjóm á bOnum. Og það þarf engan hraðakstur tíl þess að óhöpp af þessu tagi eigi sér stað. Ekkert er því eðUlegra en að erlendir ökutækjastjórar fari verr út úr þessu en innlendir. Þeir þekkja einfaldlega ekki þennan ófognuð. Það er aUt annað með malarveg- ina. Menn sjá einfaldlega að þeir eru komnir í torfæruakstur á því sem við köUum bUvegi og hreinlega neyðast tíl að aka samkvæmt því. Flestum þykir það vænt um nýleg- an bUinn sinn að þeir misþyrma honum ekki á íslenskum malarveg- um með hraðakstri. Auðvitað með örfáum undantekningum eins og alltaf er. Að beita á vegina Hin stóra hættan á íslensku þjóð- vegunum er búsmaU á beit í vegar- kantinum. Af einhveijum orsökum Laugardagspistill Sigurdór Sigurdórsson hafa alþingismenn aldrei þrýst á um lagasetningu þar sem bændur eru þvingaðir tU að hafa skepnur sínar innan girðingar. Ef til vUl er óttinn við atkvæðatap í næstu kosningum orsökin fyrir því. Ég hef ekið vítt og breitt um Evrópu en hvergi séð það fyrirbæri að beita búfénaði á þjóðvegi nema hér á landi. Það er ekki bara að ökumaður sé alltaf í órétti aki hann á hross eða kind á þjóðvegi, sem er auövitað fáránlegt. Hitt er miklu alvarlegra að það kemur fát á bifreiðarstjóra sem sér að hann getur ekki komið í veg fyrir að aka á Ufandi dýr. Það kemur fát á mann ef fugl verður fyrir bílnum, hvað þá kind eða hross. Ósjálfráðu viðbrögð ökumanns- ins eru þau að reyna eitthvað til bjargar. Það leiðir svo oft tíl þess að menn velta bU og valda slysi á fólki. Og aUt tjónið, meiðsU á mönnum, skemmdir á bUnum og dauður búsmaU, lendir á tryggingu bUsins. Bóndinn, sem beitti skepn- unni á vegkantinn, ber enga ábyrgð. Hann fær bara bætur fyrir gæðing eða afburða kind. Golsa hefur verið fjórlembd í mörg ár! ÆtU þetta geti ekki verið leifar af bændaveldi því sem Baldur Her- mannsson fjaUaði um í umdeUdum sjónvarpsþætti í vor? Viðurkennt beitarland Enda þótt þjóðvegir landsins séu viðurkennt beitarland fyrir hross og kindur er leyfilegur hámarks- hraði hér á landi 90 km á klukku- stund. Það er aUt of mikiU hraði miðað viö aðstæður. Að leyfa 90 km hraða á beitarlandi búsmala er út í hött. í raun ætti hraðinn ekki aö vera meiri en 30 tíl 40 km á klukku- stund ef koma ætti í veg fyrir sly s. Á hraðbrautum Evrópu, ef Þýskaland er undanskUið, er há- markshraðinn 110 til 120 km á klukkustund. Hvaö æth ökumenn í Evrópu segðu ef þeim væri gert að aka innan um hross og kindur á beit á þjóðvegum landa sinna? Hvað ætíi tryggingafélög í þessum löndum gerðu ef þeim væri gert að greiða bætur fyrir hross sem ekið væri niður á þjóðvegi? Mér býður í grun að það myndi heyrast hljóð úr homi. Og þungt yrði fyrir fæti hjá bændum þarlendum að sækja bætur fyrir arabíska gæðinginn. Á þjóðvegum íslands hefur aldrei verið ekið á annað en úrvalsgæð- inga þegar kemur að trygginga- mati. Mannréttindabrot Þaö hefur verið gert grín að þjóð- vegabeitinni hér og talað um „kjöt af úrvals vegalambi" eða „steinbar- in svið“ og fleira í þessum dúr. í raun er ekki gerandi grín að þessu máh, til þess er það of alvarlegt og slysahættan sem búfénaðurinn veldur of mikil. Ég tel að brotin séu mannréttindi á bifreiðarstjórum þegar þeir eru rukkaðir um bætur fyrir dautt lamb eða hross sem bændur beita á þjóðvegina. Tvö mál, sem íslendingar hafa farið með fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu, hafa unnist. Mér fmnst vera kominn tími til að ein- hver, sem verður fyrir því að aka á búsmala á þjóðvegum landsins, láti reyna á það fyrir Mannrétt- indadómstólnum hvort hann beri sök og þá bótaskyldu. Menn gætu þá miðaö við þjóðveg 1 með varan- legu shtlagi og leyfilegum há- markshraða 90 km á klukkustund. Hross eða kind, sem beitt er á veg- kantinn, hleypur aUt í einu þvert í veg fyrir bUinn og ekki verður komist hjá ákeyrslu. Nákvæmlega svona dæmi úr umferðinni á þjóð- vegunum eru óteljandi. Beygja og brú Þar tíl fyrir nokkrum árum var það lögmál við brúarsmíði á íslandi að vegurinn var látinn beygja að brúnni og frá henni hinum megin. GamaU vegavinnukarl á Akranesi sagði mér einu sinni að ástæðan fyrir þessu væri sú að gömlu brúar- smiðirnir hefðu verið að spara bæði fé og tíma með því að strengja mæUbönd milU næstu rafmagns- eða símastaura við brúarstæðið og smíðað brúna þar. í fæstum tilfeU- um passaði það við vegarstæðið og þá var bara sett beygja á veginn að og frá brúnni. Þaö tók marga áratugi að afnema þennan ósið. Nú Uggja vegimir í flestum tilfeUum beint á brýmar. Er ekki líka kominn tíma til að hætta að leggja hundið sUtlag á eina og hálfa akrein í stað þess að hafa þær tvær? Að atkvæðin sem Jónar á HóU ráða yfir verði ekki látin ráða breidd þjóðvega landsins. Er ekki líka kominn tími til banna bændum að beita búsmala á þjóð- vegina? Nú er mikið talað um nið- urskurð þjá bændum. Er ekki rétt að skera fyrst niður hjá þeim sem ekki telja sig geta komið upp dýra- heldum girðingum eða eiga ekki beitílönd fyrir búsmala sinn en beita honum á þjóðvegina?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.