Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Side 28
 28 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 37 ff Erflðir dagar hjá poppgoðinu Michael Jackson: Trúi ekki þessum // sögum um hann - segir Anna Mjöll Ólafsdóttir sem upplifði ævintýralega helgi ábúgarði stórstjömunnar Anna Mjöll dreifir þessari mynd f fyrirtæki þar sem hún vill koma sér á framfæri í Los Angeles. Myndin hrifur því Anna hefur fengið nokkur tilboð. Anna Mjöll og leiklistarkennari hennar, leikarinn lan Ogilvy. Sigurlaug Rósinkranz bauð önnu Mjöll i brúðkaup dóttur sinnar og þar var þessi mynd tekin af henni og Maxwell sem er borgarstjóri í Beverly Hills. „Eg trúi ekki orði af þessum sög- um. Það er búið að ráðast á Michael Jackson síðan hann var fimm ára gamall. Fólk er alltaf að búa til ein- hveijar sögur til að hafa af honum fé. Ég mundi aldrei í lífinu trúa slik- um sögum," segir Anna Mjöll Ólafs- dóttir söngkona sem 1 sumar var svo heppin að eyða heifii helgi á búgarði stórstjörnunnar Michaels Jacksons. Eflaust hefðu margar stúlkur viljað vera í hennar sporum þá daga enda segir Anna Mjöll að þetta hafi verið ógleymanlegt ævintýri. Hún féllst á að segja lesendum DV frá þessari skemmtilegu helgi. „Vinur minn, Eddie Barber, tók þátt í keppni um besta tónlistar- myndbandið á sjónvarpsstöðinni MTV en þátttakendur áttu að gera myndband um lagið Who Is It, eftir Michael Jackson. Þrír aðilar komust í úrsht og hver þeirra mátti taka með sér einn gest heim til poppgoðsins og eyða einni helgi hjá honum þegar úrshtin yrðu kynnt. Þessi vinur minn fékk ekki stundlegan frið þegar þetta fréttist þar sem ahir sem hann þekkir vhdu fá aö koma með honum. Ég var líklega eina manneskjan sem minntist ekki einu orði á þetta heim- boð.“ Hún heldur áfram með frá- sögnina: „Það var svo einn daginn að Eddie spurði mig hvort ég vhdi koma með sér til Michaels Jacksons. Ég varð auðvitað spennt en gerði mér samt ekki á þeirri stundu grein fyrir hvað þetta var gott boð. Og klukkan þrjú á fostudegi flautaði hvít hmúsína fyr- ir utan húsið hjá mér. Það tekur þrjá og hálfan klukkutíma að keyra heim til Michaels Jacksons frá heimili mínu. Þegar við vorum búin að keyra í eina klukkustund bilaði hmúsínan á hraðbrautinni og var alveg stopp. Víkingseðlið braust þá út í mér og ég rauk út til að ýta bílnum í gang. Karlmennirnir komu út á eftir og öh reyndum við að ýta. Þetta var eigin- lega svolítið fyndin byrjun á ævin- týralegri helgi. En bhhnn fór ekki í gang svo að panta varð aðra hmús- ínu. Trén eins og úrteiknimynd Við vorum komin heim th Mi- chaels rétt fyrir kvöldmat. Hann var ekki heima þegar við komum en var væntanlegur. Ráðskonan tók á móti okkur ásamt tveim öryggisvörðum og einkaljósmyndara Michaels. Hún var ofboðslega almennheg og tók á móti okkur eins og við hefðum þekkt hana lengi. Okkur var vísað á þrjú gestahús sem standa rétt utan við hús Michaels. Þar dvelur Ehsabet Taylor þegar hún kemur í heimsókn og helgina á undan okkur var Dudley Moore þar. Þetta var æðislega flott hús - minnti svohtið á skíðaskála í Ölpun- !um. Aht húsið var klætt dökkum viði. Þegar ég hafði komiö farangri mínum fyrir langaði mig aö skoða umhverfið. Fyrir utan gestahúsin er vatn þar sem eru bátar og hægt að fara á sjóskíði. Trén í garðinum eru innflutt, þau eru mjög furðuleg, eins og khppt út úr teiknimyndum. Á kvöldin eru þau upplýst eins og við þekkjum á jólunum. Þegar farið er í gegnum garðinn heyrir maður mis- munandi tónhst, á einum staðnum er söngleikjatónhst, á öðrum sinfó- níur og þess háttar. Við gengum um garðinn og fengum síðan að skoða íbúðarhús Michaels að innan, aht nema svefnálmuna hans, en tveir tindátar í fullri stærð standa þar fyr- ir framan. Ég heyrði þó að þar inni væri svohth óreiða á hlutunum og m.a. margir pokar, fullir af nýjum leikfóngum, sem hann gefur vinum sínum. Mér fannst heimihö hans mjög hlýlegt og vinalegt. Enginn „glamúr" eins og maður hefði getað haldiö. Þar er mikið af dökkum viði og mörg stór málverk af honum skreyta veggina. Eitt þeirra vakti sérstaka athygli mína. Það náði yfir hehan vegg og í miðjunni var Mi- chael að lesa úr ævintýrabók fyrir fullt af börnum við kertaljós að kvöldi til úti í skógi. í kring flögruðu ljósálfar og andhtin á þeim voru and- lit vina Michaels, s.s. Elísabetar Ta- ylor og Brooke Shields. í miðri stofunni er stórt líkan af skipinu úr „Captain Eo“. Við hhðina á því eru svo tvö borð þar sem eru myndaalbúm með myndum úr brúð- kaupi Ehsabetar Taylor og Larrys Fortenskys sem haldið var í garði Michaels. Tvö herbergi, sem ég fór inn í, voru troðfuh af ahs kyns leik- fóngum. Ég hélt að manni yrði fylgt um með öryggisvörðum en þaö var ekki. Fjölmiðlar fá ekki slíkan aðgang. Það sást best þegar sjónvarpsfólk MTV kom til að veita verðlaunin á laugardaginn. Það fékk aöeins að koma í skemmtigarðinn hjá Michael. Sá garður er eins og Disneyland rétt fyrir opnun - öh tækin í gangi en enginn í þeim. Leikið vió apana Á laugardaginn átti að upplýsa hver af þessum þremur, sem til- nefndir voru, myndi hljóta verðlaun- in. Áður en að því kom fór ég á stjá th að skoða mig um og mætti þá þjáíf- ara með tvo af öpum Michaels. Ap- arnir heita Max og Patrick Jackson. Þeir voru báðir klæddir í smekkbux- ur og stuttermaboh. Max vhdi óður leika við mig en Patrick var svo mik- ih kvennabósi að hann stakk hausn- um undir bol hjá mér og vhdi bara skoða barminn. MTV-sjónvarpsfólkið beið okkar í skemmtigarðinum því þar átti að fara aö mynda verðlaunaafhending- una. Enginn vissi hvort Michael myndi sjálfur veröa viðstaddur og menn voru því spenntir að bíða og sjá. Allt í einu var tilkynnt að alhr ættu að setjast upp í lest sem fór um svæðið og koma í hádegisverö. Ég, og Eddie, fórum hins vegar í bíósal- inn þar sem við vissum að Michael væri. Þegar við komum þar inn sáum við hvar stórstjaman stóð og var að fá sér ís úr ísvél. Við hehsuöum hon- um á frekar formlegan hátt en hann var mjög þæghegur í viðmóti. í víkingaskipi með Michael Jackson Eftir matinn lá leiðin síöan aftur út í skemmtigarðinn og ég sá hvar Michael og nokkrir krakkar héldu út í víkingaskip. Þetta voru börn bræðra hans og starfsmanna. Mi- chael er sérstaklega góður við börn. Hann kahaði th mín og bauð mér að koma með þeim í víkingaskipið sem ég þáði auðvitað. Þegar við stigum út úr víkingaskipinu kom ljósmynd- ari og tók mynd af okkur saman. Michael talaði ekki mikið við mig í þetta skiptið enda hvarf hann strax eftir ljósmyndatökuna. Ég fór hins vegar að skoða dýra- garðinn hans sem er risastór og fuh- kominn. Þar mátti sjá gíraffa, fh, hesta, lamadýr, kengúrur, fugla, kanínur, slöngur, kóngulær og ljón, svo eitthvað sé nefnt. Ég hreifst mjög aö lamadýrinu sem heitir Jingle Behs. Síðan var boðið í kvöldverð og maður vonaði náttúrlega að Michael yrði með okkur. En hann lét ekki sjá sig. Eftir matinn vhdu vinningshaf- arnir fara í kvikmyndahúsið hans og sjá Cliffhanger með Sylvester Stahone. Ég gat ekki hugsað mér að setjast inn í bíósal og horfa á kvik- mynd. Ég fór því ein aö þvælast meðan hinir fimm fóru í bíó. Það var komið myrkur svo ég fékk mér golf- bh og keyröi út í tívólíið. Þar voru tveir menn aö vinna og öh tækin í gangi. Ég fór alein í öh tækin. Starfs- mennimir spurðu hvað ég vhdi prófa næst og löbbuöu með mig um allt svæðið. Það var mjög skrítið að vera alein í tívólíi þetta kvöld. Þarna eru t.d. hraðskreiðustu klessubílar sem ég hef á ævinni prófað. Hrifinn af Jólalegum jólum Þegar ég var búin að prófa tækin fór ég í sphasahnn sem þarna er líka. Þar er fuht af tölvuspilakössum og maður ýtir bara á einn takka á veggnum og þá kviknar á öllum sph- unum. Þama inni voru fimm krakk- ar og ég fór að spha með þeim; við fórum t.d. í billjarð. Þegar ég var að labba út heyrði ég rödd sem sagði „Hæ“ og þegar ég sneri mér við stóð Michael Jackson þar í svörtum föt- um þannig að hann sást varla í myrkrinu. Hann haföi verið að horfa á okkur í sphasalnum í gegnum gluggann og við vissum ekkert af því. Hann sagði: „Takk fyrir diskinn, hann er æðislegur, ég aetla að hlusta á hann aftur í kvöld.“ Ég gaf honum plötuna Jólaleg jól fyrr um daginn og hann var búinn að hlusta á hana. Michael var að fara upp í golfbíl ásamt ungum bróðursyni sínum og bauö mér að koma með þeim í öku- ferð. Þeir óku í dýragarðinn og Mi- chael sýndi mér slöngur og tarantúl- ur. Hann tók eina tarantúluna upp, risastóra og loðna kónguló, og spurði hvort ég vhdi ekki prófa að halda á henni. Ég hefði aldrei þorað nema vegna þess að það var Michael Jack- son sem bað mig. Síðan bað ég hann að koma og skoða uppáhalds lama- dýrið mitt og hann var aldeilis th í það. Vissi ekkert um ísland Ég hef aldrei átt neitt átrúnaðargoð en sá listamaöur, sem ég hef metið mest í gegnum árin, hefur verið Mi- chael Jackson þannig að það var of- boðslega skrítin thvhjun að ég skyldi hitta hann þama. Við ræddum síðan um höfnmga og ég sagði að mér þætti þeir svo skemmtheg dýr. Þá sagðist hann eiga von á höfrungum bráðum og spurði hvort ég vhdi koma og skoða þá. Maður veit því aldrei hvernig það verður með fleiri heimboð," segir Anna Mjöh. - En vissi Michael eitthvað um ís- land? „Hann vissi ekkert um ísland og haföi reyndar í fyrstu ekki hugmynd um aö ég væri þaðan. Þegar viö vor- um að keyra um svæöið reyndi ég að segja honum aht um ísland sem ég mundi þannig að hann veit heh- mikið um landið núna. Ég gæti meira að segja trúað að hann heföi fengið áhuga á landinu. Ég sagði honum að þetta væri sérstakt land og hér væru t.d. margir góðir staðir th að taka upp tónlistarmyndbönd. Ef einhver hefur efni á að koma hingað og taka upp myndbönd þá er þaö hann og ég er viss um að hann hefur áhuga á því. Hann spurði mig hvað tæki langan tíma að fljúga hingaö og honum fannst nafnið Iceland mjög fahegt. Jarðbundinn venjulegur maður - Enhvemigkompoppgoðiðþérfyr- ir sjónir? „Hann er sá mest normal maður sem ég hef kynnst. Hann er gífurlega jarðbundinn. Og greinhega með stórt hjarta. Það sést t.d. á því aö í bíóinu hans eru tvö sérherbergi á bak við bíósalinn með stórum glugga og upp- búnum rúmum. Ég vihtist óvart þama inn og hélt fyrst að þarna væri einhver pervertgangur á ferð- inni en starfsmaöur í bíóinu sagði að herbergið væri fyrir sjúk og dauð- vona börn sem Michael býður í heim- sókn.“ Fyrsti Norðurlanda- búinn hjá Jackson Anna Mjöh veit ekki hvort hún er fyrsti Norðurlandabúinn sem kemur heim th Michaels Jacksons en ekki er ólíklegt að svo sé: „Þetta var í annað skipti sem fjölmiðlafólk kem- ur heim th hans og fékk það þó ekki að koma inn í húsið hans. Fyrra skiptið var þegar sjónvarpskonan Oprah Winfrey tók viðtal við hann.“ Myndir af Önnu Mjöh í skemmti- garði Michaels Jacksons hafa oft birst hjá sjónvarpsstöðinni MTV. Eddie, vinur hennar, sem vann reyndar keppnina, bjó th nokkurs konar „show“ í kringum þau með því að biðja Önnu Mjahar en Ameríkan- ar gera næstum aht th að koma sér á framfæri. „Á föstudagskvöldið sagði hann mér að rétta fram hönd- ina og loka augunum. Þar sem mikið er af litlum froskum í garði Micha- els, sem ég haföi verið að leika við, hélt ég að hann ætlaði að rétta mér einn slíkan. Ég fleygði honum því frá mér. Þegar ég opnaði augun sá ég hvar Eddie lá á fjórum fótum í gras- inu, eins og hann væri að leita að einhverju, og komst þá að því að það haföi ekíti verið froskur, sem ég fleygði, heldur gullhringur," segir Anna Mjöh sem hafnaði bónorðinu. Eddie var fljótur að koma þeim skha- boðum á framfæri fyrir framan sjón- varpsmyndavélarnar að stúlkan, sem hann bauð th Michaels Jack- sons, heföi neitað að giftast sér. Einn- ig sagði hann frá þessu í viðtölum við USA Today og L.A. Times. „Þetta fannst fólki mjög spennandi. Ég komst síðan að því að hann valdi mig þar sem það þykir fréttnæmt að vera meö blondínu frá íslandi sem þar að auki hryggbrýtur mann. En það er bara einn maður í heiminum í dag sem ég gæti hugsað mér að gift- ast og hann býr á íslandi. Það er leyndarmál hver hann er en það er ekki söguhetjan úr Landslaginu. Ég er búin að gera lag til hans sem ég býst við að ég sendi í Eurovision- keppnina í vetur.“ Unnið við sjónvarpsþátt - En hvemig kynntist þú Eddie? „Ég var aö syngja í klúbbi ásamt gömlum vini mínum úr Toto. Eddie kom og horföi á og bauð mér síðan út kvöldið eftir. Ég þorði ekki að sam- þykkja það enda getur maður aldrei treyst fólki þama, sama hvernig það htur út. Síöan kom í ljós að vinur minn þekkti hann vel og sagði að mér væri óhætt að fara út með hon- um. Síðan hef ég unnið nokkuð fyrir Eddie. Ég hef farið með honum í tök- ur fyrir Capitol Records þar sem ver- ið var að gera þátt um hvað gerist á bak við myndavélamar þegar búin em th tónlistarmyndbönd. Þá stóö ég við kvikmyndatökuvél í fimmtán klukkutíma. Anna Mjöh hefur verið í tónhst- amámi í Los Angeles síðasthðið ár. Hún er nú að byrja í nýjum skóla, Musicians Institute í Hohywood. Nokkrir íslendingar hafa stundað Anna Mjöll Ólafsdóttir vill ekki trúa neinum sögum um Michael Jackson. Hún kynntist stórstjörnunni er hún dvaldi heila helgi á búgarói hans i sumar. „Hann er ósköp normal maður og jarðbundinn," segir hún. DV-mynd JAK þar nám. Anna Mjöh ætlar að leggja áherslu á hljómborðsnám. Einnig hefur hún lært lagasmíðar og texta- gerð. Þá hefur hún bæði tekið söng- og leikhstartíma. Kennari hennar í leikhst er leikarinn Ian Oghvy. „Meðfram náminu hef ég tekiö að mér stúdíóvinnu og hef m.a. sungið eitt lag við kvikmynd en ekki er enn búið að taka ákvöröun um hvort það verður notað. Maður sem heitir Larry Brown, og er mjög vel þekktur lagahöfundur, bað mig að syngja lag- ið. Hann samdi m.a. lagið Tie a Yehow Ribbon á sínum tíma. Þá var ég einu sinni beðin um að vera kynn- ir á sýningu sem haldin var á The Bonaventure Hotel, sem er í miðbæ Los Angeles, og syngja eitt lag. Þetta var nokkurs konar hæfileikakeppni þar sem margir komu fram. Einnig hef ég leikiö í sjónvarpsauglýsingu fyrir líkamsræktartæki." Rík og fræg Anna Mjöh, sem er 23 ára, hefur dvahð næstum því á hveiju sumri í Los Angeles frá því hún var tíu ára gömul. Faðir hennar, Ólafur Gaukur, var þar í tónsmíðanámi að læra að semja kvikmynda- og auglýsinga- tónhst. „Mér líkaði ahtaf vel þama og þess vegna ákvað ég að faraþang- að í nám.“ Foreldrar hennar, Olafur Gaukur og Svanhhdur Jakobsdóttir, hafa síðan komið og dvahð hjá dótt- urinni. Bróðir Önnu Mjallar, Andri Gaukur, er læknir á skurðdehd sjúkrahúss í New Hampshire í Bandaríkjunum. Þau eru tvö systk- inin og Aima Mjöh segir að foreldrar hennar séu ekkert sérstaklega hrifn- ir af að hún sé í stórborginni Los Angeles enda er ekki hættulaust að vera þar. Hún segist þó þekkja vel takmörk sín og fer varlega. „Þau standa þó með mér í öhu sem ég geri. Ég hef reyndar lofað þeim að ef ég verði ekki orðin rík og fræg 25 ára komi ég heim og fari í lögfræði." Anna Mjöh var einu ári á undan í skóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 19 ára. Hún fór þá í frönskunám í Háskóla íslands í einn vetur, síðan í nám th Sorbonne í París í einn vetur og loks í sálfræði í HÍ áður en hún ákvað aö fara frekar tónhstarbrautina. Sætari en á myndum Anna Mjöh segir að ahir séu að reyna að koma sér á framfæri í Los Angeles og því sé þjóðfélagið þar frá- brugðið öðrum stöðum í Bandaríkj- unum. „Þetta er mikh gerviveröld sem menn búa í,“ segir hún. „Það má líka segja að aumingja Michael Jackson sé að vissu leyti í fangelsi. Hann verður að búa th sína eigin veröld th að lifa í. Hann safnar að sér góðu fólki th að hafa hjá sér í þessum heimi. Hann er með yndisleg hjón th að matreiða fyrir sig, þau heita Bucky og Maggie, og yfirráðs- konan hans heitir Gayle.“ - Eri hvað kom þér mest á óvart þeg- ar þú hittir Michael Jackson? „Það skrítnasta við að hitta hann var að þaö var ekkert skrítiö. Mér fannst ég hafa þekkt hann aht mitt líf. Ég þekkti röddina og hvemig hann htur út. Hann er bara ennþá sætari en á myndum þar sem hann er ahtaf svo mikiö málaður. Þama var hann ófarð- aður, með tagl í hárinu og hatt á höföi,“ segir Anna Mjöh, alsæl eftir skemmthega upplifim á búgarði Jack- sons í Neverlarid-dal, en stórsijaman leysti hana út með mörgum skemmti- legum gjöfum sem vora merktar hon- umeðabúgarðinum. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.