Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Page 32
40 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 Trimm Bjöm Baldursson sportklettaklifrari: Klettaklifur talið baeta námsárangur Klettaklifurveggir víða í skólum í Frakklandi Ég og félagi minn vorum aö klífa í Frakklandi upp 250-300 m háan vegg. Þá byggist klifiö á því aö maður klifur upp 50 m i einu og kallast hver áfangi spönn - þannig aö þama voru það 6 spannir sem þurfti til að komast upp. Við skiptumst á að klifa á meðan hinn hangir í einhvers konar tryggingu og er að tryggja þann sem klífur fyrir ofan. Þarna var gífurlegur hiti og mikil sól. Félagi minn var að tryggja mig og ég var að klifa upp. Ailt í einu fann hann einhveija dropa koma á sig og spáði ekkert í þetta fyrst og fannst þetta bara þægilegt og hallaði sér út á móti bununni. Síðan fór hann nú að spá í það hvaöan þetta kæmi. Hann sá eng- an foss og ekki var ský á hirnni. Þá áttaði hann sig á því sér til skelfingar að það var einhver klifrari að kasta af sér vatni rétt fyrirofanhann. -B.B. Trimla Hann kleif i kófi og svita og kælingu þurfti, það máttu vita! En er allt var að fara S bál og brand kom beljandi fossandi himneskt hland sú hjálp sem líknaði hita. J.B.H. greint er frá því sem er að gerast hér á landi. í íslenska alpaklúbbnum eru um 300 félagsmenn. Alpaklúbburinn stendur fyrir námskeiði á vorin í klettaklifi. Námskeiðið, sem er yfir- leitt helgamámskeið, kostar um 4000 krónur. Allir geta þannig gerst félag- ar í klúbbnum og fengið upplýsingar um það hvemig eigi að haga sér í byrjun. Aðsetur Alpaklúbbsins er í Mörkinni 6. Fundir fara þar fram á sérhverjum miðvikudegi, klukkan hálfníu. Klettaklifur á mörgum stigum Sportklettaklifur er mest stundað úti í náttúrunni. Hér heima og er- lendis em komin mjög góð klifur- svæði í klettaveggjum. Æfingaraö- staða er þó oft innanhúss og nú er yfirleitt keppt inni, á tilbúnum veggj- um, og er sums staðar mikið lagt í þá þar sem veggirnir era stórir og mikhr. Klettaklifur er hægt að stunda á mjög viðráðanlegum stigum þar sem alhr geta spreytt sig en einn- ig á erfiðari stigiun. Klifurleiðir eru gráðaðar eftir því hversu erfiðar þær eru - svokallaðar erfiðleikagráður. Þegar klifið er á hæstu erfiöleikagr- áðum er íþróttin orðin ansi erfið og margir hlutir sem þarf að spá í. Jafn- vægið þarf að vera í lagi og styrkur- inn og maður þarf að vera léttur og spá heilmikið í mataræði. Það er mikið álag á fingurna og framhand- leggina og þurfa menn að styrkja þessa líkamshluta vel. Hvar stundaö hér á landi? Það er mikið klifið í Stardal, rétt ofan við Mosfellsbæ, einnig í Vals- hamri, við Blönduós, í Vatnsdai og á Akureyri. Þá er einnig vinsælt að klífa í Öræfasveitinni, t.a.m. á Hnappavöllum. Hægt er að stunda þessa íþrótt 3-4 mánuði hér á landi yfir sumartímann. Nú er þó hægt að æfa sig yfir vetrartímann. í World Class er kominn 6 metra hár veggur og einnig er veggur í Hafnarfirði, hjá Fiskakletti. Við höfum farið fram á það við ÍTR að úbúinn verði veggur í einhverjum skóla í Reykjavík og höfum fengið jákvæð viðbrögð. Klettaveggirvíða í skólum í Frakklandi i Frakklandi er mjög vinsælt að stunda steinaklifur. Á stað sem heitir Fountain bleu, fyrir sunnan París, er gömul fjara. Þar eru margir brims- orfnir steinar, 4-6 metra háir, og ekki er óalgengt að sjá 50-60 ára kon- ur vera aö klífa upp þessa steina og þá er ekki notaður neinn öryggisbún- aður. Foreldrar koma með börnin og eru að leika sér í þessum steinum. Sandurinn er fyrir neðan og engin áhætta er tekin í raun og vera. Stein- aklifur hefur eitthvað verið stundað í Öskjuhlíðinni hér á landi. Kletta- klifur er mjög vinsæl íþrótt í Frakk- landi og í mörgum skólum í París eru klettaklifurveggir. Klettaklifur reyn- ir mjög á styrk, jafnvægi og fimi og síðast en ekki síst samhæfingu. Með klettaklifi telja Frakkar að maður örvi starfsemi beggja heilahvela sem Til að stunda klettaklifur þarf sér- staka skó, sem gefa mikið viðnám, og svokallaðan kalkpoka sem fingr- unum er dýft í til að þerra svitann. Þetta er grannbúnaður. Ef menn ætla að stunda þetta eitthvað meira þarf línu og belti og ágætt er að eign- ast slíkt í félagi við annan. Einnig er ágætt að eiga ákveðnar tryggingar. Hamar og fleyga þarf ekki í dag því mörg svæði hafa orðið ákveðnar til- búnar festingar sem komið hefur verið fyrir með vissu millibili í klett- ana, sagði viðmælandi okkar, Björn Baldursson, fremsti klettaklifrari landsins, en hann varð nýlega í öðru sæti af 50 keppendum á sænska meistaramótinu í klettaklifi. Viö ís- lendingar eigum mjög frambærilega klettaklifursmenn og er ekki óliklegt Björn Baldursson. að einhverjir fari í framtíðinni á ólympíuleikana í klettaklifi en keppt verður í fyrsta skipti í þeirri grein á vetrarólympíuleikunum í Lilleham- mer í Noregi 1994. íslenski alpaklúbburinn í íslenska alpaklúbbnum geta menn kynnt sér klettaklifur, ísklifur og fleira. Til að gerast félagi skráir maöur sig í félagiö og borgar árgjald sem er 2500 krónur. Fundir eru einu sinni í viku og klúbburinn er með myndasýningar og fyrirlestra um klettaklifur og annað klifur ásamt fjallaferðum hvers konar. Félagið gefur út blað einu sinni á ári þar sem Klettaklifur reynir á útsjónarsemi. Björn Baldursson aö klífa á Hnappavöllum. hefur síðan bætandi áhrif á námsár- angur og líkamsfærni almennt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.