Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Síða 37
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1993 45 ,Um hverja helgi verða bæði konur og karlar fyrir fólskulegum árásum ofbeldismanna Ábyrgð lambsins Um síðustu verslunarmannahelgi var mikið um líkamsárásir og nokkrum stúlkum og piltum var nauðgað á útihátíðum. Um hverja helgi verða bæði konur og karlar fyrir fólskulegum árásum ofbeldis- manna. En hvað getur einstakling- urinn tekið til bragðs? Hvemig get- ur hann minnkaö líkur á því að lenda í höndum miskunnarlausra fóla sem bæði sparka, bíta, slá, nauðgaogstinga? DæmisagaA Fyrir nokkrum mánuðum kom gildur framsóknarhreppstjóri ofan úr sveit til Reykjavíkur. Hann átti talsvert af hestum og hitti í höfuö- borginni þekktan hrossakaupmann og seldi honum graðhest einn ógur- legan og hryssu. Fyrir þessa skagf- irsku dýrgripi fékk hann liðlega milljón krónur í reiðufé. Bóndinn ákvað þá að gera sér glaðan dag. Hann fór á nokkra pöbba í miðbæ Reykjavíkur og drakk sig vel ölvað- an. Um kvöldmatarleytið fór hann ásamt tveimur kunningjum dagsins í þekktan kjallara ofarlega við Laugaveg þar sem ýmsir misindis- menn eiga sér samastað. Bóndanum var ágætlega fagnað enda átti hann nóga peninga. Bóndi lá ekki á ný- fengnum auðævum sínum heldur splæsti á nokkra splunkunýja vini sína og veifaði fimmþúsundkróna- búntum framan í þá og barþjónana. Um 10-leytið fór hann ásamt ein- hveiju fólki í partí. Stuttu síðar fannst hann í húsasundi við Lauga- veginn. Einhveijir „dánumenn" höfðu slegið hann niður og rænt öllum peningunum. Dæmisaga 2 Simbi var eitt sinn háseti á frakt- skipi sem sigldi um heimsins höf. Hann kom til New York borgar um miðj anjanúartilaðsækja eitth vert góss. Simbi átti frí fyrsta kvöldið og ákvað að gera sér glaðan dag. Hann fór á nokkra bari í Greenwich Vill- age en upp úr miðnætti ákvaö hann að skella sér á jass-klúbb í Harlem. Leigubílstjóri nokkur varaði hann við að fara einan inn í hverfl blökkumanna en Simbi skelltí. viö því skollaeyrum. „Ég er eamall Á læknavalctiimi Óttar Guðmundsson læknir austurbæingur, saguinann. „Aiar- ei óttaðist ég að fara vestur fyrir læk.“ Á jassbúllunni skar hann sig úr gestahópnum eins og Marsbúi á stjömunni Júpíter. Eftír nokkra stund fór hann út til að ná sér í bíl. Þar sátu einhveijir menn fyrir hon- um, slógu hann niður og rændu af honum veski, passa, hring og Rólex- úrifráHongKong. Dæmisaga3 Reykjavíkurmærin Lóa fór eitt sinn á ball. Hún var sætkennd og hitti þar fyrir einstaklega viðkunn- anlegan mann. Þau drukku saman nokkur glös á bar og svo fór aö hann bauð henni með sér heim. Lóa þáði það. Þegar þangað var komiö settí hann plötu á fóninn og bauö henni upp í dans. Eftir dansinn vildi hann fá vænan og blautan koss. Lóa var þá orðin afhuga frekari skemmtan með manni þessum og ákvað að fara heim. Hann meinaði henni það og gerðist bæði frekur og ágengur. Hún varðist staðfastlega en þá misstí hann alla stjóm á sér og yfirbugaði Lóu. Hann kom fram vilja sínum með ógnunum, bölvi og hótunum. Hún komst á braut eftir það. Enginn mælir ofbeldi bót í öllum þessum tilvikum verður saklaust fólk fyrir ofbeldismönnum sem virða ekki rétt einstaklingsins. Þeir beija, nauðga og ræna án nokk- urrar miskunnar. Glæpir em ávallt andstyggilegir en hver einasta manneskja verður að kunna að stýra lífsfleyi sínu framhjá ákveðn- um skeijum í innsiglingunni. Sum skerin gnæfa við himin og bjóða upp á strand og skipskaða ef fólk gætir ekki að sér. Því miður hefur um- ræða um marga glæpi einungis beinst að gerandanum og ábyrgö hans en þolandinn hefur veriö áht- inn fómarlamb geðstirðra örlaga- norna. Glæpir verða því miður framdir áfram í landinu en hver manneskja getur gert ýmislegt til að forðast að verða fyrir barðinu á misindismönnum og glæpahyski. í nauðgunarumræðu undangenginna mánaða hafa ýmsir orðið til þess að benda bæði piltum og stúlkum á þá áhættu sem tekin er með því að drekka sig mjög ölvaðan og fylgja ókunnugum mönnum heim eða vafra um velli útihátíöa meira eða minna ósjálfbjarga. Jafnharðan hef- ur þó veriö þaggað niður í slíkum röddum. En það er ábyrgðarhluti að veifa búntum af fimmþúsund- krónaseðlum framan í bargesti á ónefndum kjallara og fara einn á jassbúllu í Harlem og ungt fólk á ekki að drekka frá sér ráð og rænu. Þeir sem neita að horfa á þessar ein- földu staðreyndir eru í raun að greiða götu ofbeldismanna með því að svæfa ábyrgðarkennd verðandi fómarlamba. SKIP A SPOTTPRIS Höfum á hendinni flutningaskip, smíðað '63, ca 600 tonn. L 53 m, br. 8,66, dýpt 3,70. Skipið er nýklassað með haffærisskírteini til 4 ára. Nýleg siglingatæki og góð vél. Verð dkr. 1,7 millj. TÆKJAMIÐLUNISLANDS HF. Bíldshöfða 8 - s. 91-674727 Meiriháttar STOR-CTSALt Bjóðum ný HANKOOK sumardekk fyrir fólksbíla með 40% afslætti. Frábærir hjólbardar - einslakl lækifæri Verösýnishorn: 145R12 Kr.-3«ee-Kr. 1960 145R13 Kr. "3486— Kr. 1990 155R13 Kr. Wfr- Kr. 2260 165R13 Kr -9958- Kr. 2370 175/70R13 Kr.'4*90- Kr. 2570 185/70R13 Kr. -4088- Kr. 2790 175R14 Kr.*4960— Kr. 2970 185/70R14 Kr.tJt89- Kr. 2990 205/70R14 Kr.*8958— Kr. 3790 165R15 Kr.-4898-Kr. 2690 185/65R15 Kr. •8290— Kr. 3770 185/60R14 Kr -8060- Kr. 3490 Barðinn hf. Skútuvogi 2 - sími 683080 Á námskeiðinu verður boðið upp á eftirfarandi: 1. Fyrirlestra 2. Æfingaáætlanir 3. Þrekmælingar 4. Stöðvaþjálfun Upphitun fer fram í leikfimisal, hlaupið úti, teygjuæf- ingar og þrekhringur í sal að lokum. Kennari: Jakob Bragi Hannesson INNRITUN fer fram 6. og 7. september í síma 12992 og 14106. Kennsla hefst 8. september. Aldrei of seint að láta drauminn rætast 2S.-S7. AGÚST Alda Haraldsdóttir Anita L. Jónsdóttir Arnar Þ. Guðmundsson Aron I. Stigsson Ámi Leósson Áslauo Margrét Eiðsdóttir Áslaug Vignisdóttir Ástþór Tómasson Berglind Óskarsdóttir Björk Einarsdóttir Einar örn Ratnsson Elsa Gerður Hauksdóttir Friðþjófur Tómasson Guðmundur Rúnar Ólafsson Guðmundur Örn Guðjónsson Guðrún Elín Ingvarsdóttir Hansina Guðný Jónsdóttir Heíga Ólöf Pétursdóttir Hlynur Rafnsson Hólmfriður Þórhallsdóttir Ingi Kristinn Ingibergsson Ingunn Elsa Rafnsdóttir Johan Pauli Johansen Jón Grétar Jónsson Jón Mímir Einvarðsson Katrín Eliasdóttir Kristbjörg L. Jakobsdóttir Kristín Jóna Jónsdóttir Linda Kr. Pálsdóttir Lína Rut Olgeirsdóttir Óiína Gunnarsdóttir Páll Halldór Kristinsson Rósa Guðmundsdóttir Rúnar Þ. Magnússon S. Karl Arnarson Sigrún Gunnarsdóttir Sigrún Jónsdóttir Sigrún Mjöll Stefánsdóttir Sigrún Sveinsdóttir Sigurvin R. Leifsson Skúli Steinar Pétursson Stefán Friðrik Stefánsson Steinar Rúnarsson Torfi Sigurbjörnsson Úlfar Þ. Gunnarsson Vilhjálmur Ragnarsson Þóra Guðrún Einarsdóttir Þórdis Sólmundardóttir Þórhallur Helgason Örn Sveinbjörnsson Austurbergi 16 Húnabraut 2 Hraunbæ 178 Hásteinsvegi 7 Suðurhólum 20 Klapparbergi 23 Silakvisl 8 Smiðjustíg 2 Hraunbæ 46 Hrafnhólum 6 Hlíðarvegi 23 Hafnarbraut 28 Smiðjustíg 2 Lækjarbergi 8 Álakvísl 40 Freyvangi 14 Víðivangi 5 Hranastöðum Hlíðarvegi 23 Hraunbæ 118 Setbergi 18 Hlíðarvegi 23 Miðfossum Húnabraut 2 Frostaskjóli 13 Foldahrauni 42 Garðarsbraut 79 Álfholti 2b Vatnsholti 4c Hvammstangabraut 13 Fagrahvammi 2c Lyngholti 19 Arnarhrauni 31 Jórutúni 8 Staðarhvammi 11 Hjaltabakka 22 Stóra-Hálsi Garðabraut 41 Sílakvisl 8 Þórunnargötu 4 Ásbúð84 Böggvisbraut 25 Grundarvegi 13 Breiðvangi 4 Króktúni 19 Heiðarbraut 9a Mávabraut 90210 Jórutúni 8 Brunalandi 1 Staðarhvammi 11 Nú er búið að draga úr nöfn 450 vinningshafa í 1 þessum skemmtilega leik. Næsta vika er síðasta I vika leiksins, þannig að síðustu forvöð eru að taka þátt. | Vinningar eru afhentir í Coke-búðinni. Stuðlaháisi 1 ;a eftir hádegi alla virka daga milli kl. 13 og 17. Vinningshafar á landsbyggðinni 1á bolina senda. CÓÐA —CEiiMTWi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.