Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1993, Side 56
I ANDSSAMBAND ÍSI.. KAFYKRKTAKA Veðrið á sunnudag og mánudag: Bjart með köf lum Á sunnudag verður minnkandi norðvestanátt og dálítil súld við norðausturströndina en annars hæg breytileg átt eða hafátt og bjart með köflum, hiti 7-16 stig, hlýjast í innsveitum. Á mánudag gengur í vaxandi austanátt með rigningu um sunnanvert landið en úrkomulaust norðanlands, hiti 9-17 stig, hlýjast norðanlands. TT „ Veðnð 1 dag er a bls. 61 ÞREFALDUR 1. vinningur LOKI Þetta gæti endað meðsúrefnisskorti hjá stjórnarliðinu! Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Jóhanna Sigurðardóttir lagði á fimmtudag fram í ríkisstjóminni tillögur um húsaleigubætur. Vitaö var að þær legðust mjög þungt í ráðherra Sjálfstæðisflokksins með fjármálaráöherrann fremstan í flokki. Samkvæmt heimildum DV hefur Jóhanna ekki vísan stuðning ráðherra Alþýðuflokksins. Þinglið Álþýðuflokksins mun samkvæmt heimildum DV heldur V okki vera heilt í sinni trú. Mun ; Jóhanna ekki eiga von á að allir þingmenn flokksins fylgi henni fast eftir í þessu máli og sumir alls ekki. Engirrn þingmanna flokksins sem DV náði sambandi við í gær vildi láta hafa neitt eftir sór. Þingflokkur Sjálfstæðismanna er kloíinn í afstööu sinni. „Mér iinnst afar óliklegt að húsa- leigubætur verði samþykktar i þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagöi Árni Mathiesen einn þing- maður flokksins á Reykjanesi. „Húsaleigubætur geta Jeitt til hækkunar á húsaieigu og nýtast þá ekki. Ef þetta yrði samþykkt væri einnig verið að hverfa frá þeirri stefnu að fólk eigi sína hús- oign sjálfL Með þessu væri lika veriö að stuðla að því að fólk yrði leiguliðar hjá stórkapítalistum," sagði Árni. „Að auki hefði þetta svo : I för með sér aukin útgjöid.“ Árni Ragnar Árnason sagðist hins vera fylgjandi húsaleigubót- um í samtali við DV. Hann er einn- ig þingmaöur Sjálfstæðismanna á Reykjanesi. Sagöist hanntakaund- ir flest í rökum félagsmálaráð- herra. „Ég tel nauösynlegt að leiðréttur sé mismunur sem gerður er á kjör- um, íbúðareigenda annars vegar og íbúðarleigjenda hins vegar, í skattakerfinu," sagði Árni Ragnar. Hann sagði jafnframt líklegt að svipuð afstaða fyndist víöar í þing- flokknum. Árni R. sagðist þó ekk- ert geta sagt um hvort tiUögm-nar yrðu samþykktar í þingflokki Sjálf- stæðismanna. „Ég vil skoða þetta mál ef það getur orðið til að bæta stööu þeirra sem eru á húsaleigumarkaðnum," sagði Sturla Böðvarsson þingmað- ur Sjálfstæöísmanna. „Eg óttast hins vegar að þetta geti ieitt til hækkunar á húsaleigu. Prain- k væmdin er heidur ekki Ijós og það er ekki einfalt mál að koraa á husa- leigubótakerfi. Það á því eftir að binda marga enda áður en ég get fallistáþetta." ::: -DBE:: Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - pFeifing: S*ms SSáf §§ LAUGARDAGUR 28. AGÚST 1993. ísafjarðardjúp: Eldurí íbúðarhúsi Eldur kom upp í risherbergi á bæn- um Laugabóli við Laugafell við ísa- íjarðardjúp á fimmta tímanum í gær- dag. Heimilisfólki tókst að slökkva eld- inn áður en slökkvilið frá ísafirði kom á staðinn. Töluverðar skemmdir urðu í her- berginu og einnig skemmdir af völd- um reyks og sóts í húsinu. Enginn slasaðist i brunanum. -pp Ókútaftilað forðastslys Við stórslysi lá þegar vörubíll með malarfarm ók út af í Langadal til að forðast árekstur við bíl sem kom úr gagnstæðri átt og ætlaði fram úr öðr- um bíl. Vörubíllinn, sem talinn er ónýtur, fór í gegnum moldarbarð á tölu- verðri ferð og hálfur yfir skurð þegar hann stöðvaðist. Þegar bílstjóri fólksbílsins sá vörubílinn koma á móti sér reyndi hann að komast yfir á rétta akrein en rakst við það í bíl- inn sem hann hugðist fara fram úr. Lögregla segir að ef vörubílstjórinn hefði ekki brugðist við eins og hann gerði heföi án efa hlotist stórslys af. -PP Riffli og skot- færum stolið Brotist var inn í kjallaraíbúð við Hagamel á tólfta tímanum í dag og stohð þaðan riffli og 40 skotfærum. Auk þess var stolið þaðan geisladisk- um. -pp Mikið hefur verið sagt frá ótíð og kulda í fréttum að undanförnu. Þessi risarófa hefur þó augljóslega ekki látið fjölmiðlafárið á sig fá og mælist 30 cm í þvermál. Hún var ræktuð í garði að Höfða á Vatnsleysuströnd. Blómarós- in, sem á henni heldur, heitir Guðrún Ásta Arnardóttir. -DBE/DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.