Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1993, Side 8
8 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Vísnaþáttur Einn er að spyija sjálfan sig „Ó, æska, æska. / Þegar dagarnir komu / eins og undarlegt, heillandi / ævintýri, / og þeir báru allan fógn- uð og fegurð lífsins / í faðmi sínum. / Þegar við bömin gengum í gró- andi túninu, / og grasið og blómin / og lækimir / voru leiksystkin okkar. / Þegar rökkrið vafðist um vötnin og heiðarnar / eins og vinar- faðmur, / og vindurinn söng í sef- inu, / uns við sofnuðum. / Ó, minn- ing. I Þú hvíslar svo hljótt, svo hljótt, / að það heyrist varla.“ Þetta er kafli úr kvæðinu „Minn- ing“ eftir Stein Steinarr og óneitan- lega minnir það okkur á áhyggju- leysi æskuáranna þegar við lögð- umst þreytt til hvílu á kvöldin, oft eftir annasaman dag, og vöknuðum endumærð að morgni, nýjar manneskjur eftir værðarsvefn næturinnar, fullviss um að valda þeim verkefnum sem dagurinn myndi færa okkur. Þetta hefur breyst, bæði hvað mig og svo fjöl- marga aðra varðar, en minningar frá þessum dögum lifa í hugum okkar. Kristín Sigfúsdóttir skáldkona gerir okkur ljóst með eftirfarandi stöku sinni að það sem einu sinni var kemur aldrei aftur: Hvar þú gengur guðs á storð, gæt þess, enginn kraftur, hðinn tíma og töluð orð tekið getur aftur. Og Davíð Stefánsson, skáldið frá Fagraskógi, gerir okkur grein fyrir sambandi sínu við löngu hðinn tíma: Margt er það og margt er þaö sem minningarnar vekur. Þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. Guðjón Magnússon, fyrrum bóndi í Miðhúsum í Kollaíírði í Strandasýslu, lítur yfir hðna tíð: Ýmsar myndir á í sjóð ef ég lít th baka. Þó eldar fölni á ævislóð æskudraumar vaka. Hann hefði þó eflaust tekið undir orð Theódórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi: „Gangan um land minninganna er ungum sem öldn- um ómissandi dægradvöl". Þórarinn Sveinsson, skáldbóndi í Kílakoti í Kelduhverfi, er raunsær í mati sínu á löngu hðnum árum: Minningar. um æskuást ævi langa geymast, einkanlega ef hún brást. - En æskubrekin gleymast. En það reynist mörgum þung- bært ef dæma má af þessum vísum úr Hlíðar-Jóns rímum eftir Stein Steinarr: Bragarfóngin burtu sett, botn í söng minn sleginn, situr löngum sorgum mett sál mín öngu fegin. Brautargengi brestur mig, bót ég enga þekki, ó hve lengi þreyði ég þig, þó ég fengi ekki. Söknuðurinn er augljós í þessari stöku Ólafs Jóhanns Sigurðssonar skálds: Einn er aö spyrja sjálfan sig, svarar því hjartað fáu. - Það er víst hætt að hugsa um mig handan við fjöhin bláu. En það er geymt en ekki gleymt. Hahdór Helgason, skáldbóndi á Ásbjamarstöðum í Borgarfirði: Alltaf vakir eitthvað gott yfir fornum kynnum. - Margt er horfiö bak og brott, býr þó djúpt í minnum. Guðmundur Þ(orbjörn) Sigur- geirsson, kaupmaður og oddviti á Drangsnesi á Ströndum (1894- 1977): Ef frá striti á ég frí, unun veitir sanna, láta hugann laugast í ljósi minninganna. Sigurður Grímsson, borgarfógeti í Reykjavík (1896-1975): Marga andvökunótt hef ég unað við ylinn minningum frá. Við langelda þá varð líf mitt aö söng og að ljóði mín innsta þrá. Birna Guðrún Friðriksdóttir, húsfreyja á Melum í Svarfaðardal (f. 1924): Oft í huga blítt ég bið um bjartar stundir farnar. Ennþá nýt ég yndis við endurminningamar. Torfi Jónsson Þorskabítur (Þorbjörn Bjamarson, 1859-1933) bóndi á Breiðabólstaö í Reykholtsdal, síöast í Pembina í Norður-Dakota: Orðróm þinn að endurnýja eitthvað finn ég sem mig knýr. Við þig kynning haföi hlýja, hennar minning stendur skýr. Karl Friðriksson brúarsmiður: Oft mitt þynnir amaský og að hlynnir vonum, að lifa og finna unun í endurminningonum. Gróa Ásmundsdóttir frá Jörfa á Akranesi (f. 1910) yrkir svo um Draumalandið: Hve gott er að eiga innst í hjarta ofurhtinn reit þar sem enginn óvelkominn auga sínu leit, indælt, htið, öðrum huhð ævintýraland þar sem engu óskaskipi örlög veita grand. Já, þar er gott að geyma mega gleði þess sem var, leita þangað lífs frá stríði lifa og elska þar. Ragnheiður Magnúsdóttir frá Borg á Mýmm (f. 1913): Það er senn að koma kveld, kveður dagur heiður. Að minninganna arineld er mér vegur greiður. Sveinbjöm Beinteinsson slær botn í þáttinn þessu sinni með svo- fehdum hughreystingarorðum: Grátum ekki gengna tíð sem glatast hefur; aðrar stundir ævin gefur. Torf! Jónsson Matgæðingur vikunnar Kj ötréttu r og gerbollur „Ótrúlega margar húsmæður, sem ég hef talað við, em ragar við gerbaksturinn þó að ahur annar bakstur leiki í höndum þeirra," segir Gerður H. Jóhannsdótt- ir, hússtjórnarkennari og matgæðingur vikunnar aö þessu sinni. „Þó er gerbakstur í raun mjög auðveldur ef rétt er að farið og nokkrum grundvallaratriðum fylgt. ívætan, sem í gerbakstur á að fara, skal vera ylvolg, rétt við 37° Celcíus. Eftir að vætt er í deiginu á það að lyfta sér á hlýjum stað þar til það hefur stækk- að allt th helminga. Þá skal hnoða það vel, móta það sem baka skal og láta það svo lyfta sér aftur á plöt- unni eða í forminu í 15-20 mínútur. Gerbakstur er bakaður við ívið meiri hita en annar bakstur, allt að 225° Celcíus. Hér kemur uppskrift að gómsætum ger- bollum sem ýniist má móta stórar eða smáar eftir til- efninu." Gerbollur með hveitiklíði 2 dl heitt vatn 1 dl mjólk 7 tesk. þurrger 2 egg 5 matsk. matarolía 1/2 tesk. salt 3 tesk. púðursykur 3 matsk hveitikhð Allt þeytt léttilega saman í skál og bætt síðan í hveiti til að gera frekar lint deig sem látið er lyfta sér í skáhnni. Þegar deigið hefur lyft sér til helminga er það sett á hveitistráð borðið og hnoðað þar til hægt er að móta úr því bohur sem halda lögun sinni á plöt- unni. Bohurnar smurðar með eggi eða mjólk og brauð- fræi stráð yfir þær. Bohumar látnar lyfta sér aftur í 15-20 mínútur. Deigið passar í 32 litlar bohur eða 16 stórar. Góður kjötréttur Gerður gefur einnig uppskrift að kjötrétti sem hefur þann kost að hægt er að fullgera hann með góöum fyrirvara og bregða honum inn í heitan ofninn 15^20 mínútum áður en hann er borinn fram. Þennan rétt má einnig geyma fulltilbúinn í frysti. í hann fer: Gerður H. Jóhannsdóttir hússtjórnarkennari. 750 g kindakjöt, skorið í gúllasbita 250 g laukur 250 g sveppir 50 g beikon 1 dl hvítvín eða kjötsoð 1 dl rjómi 1 matsk raspur rifinn ostur salt, pipar og annað krydd að vhd smjörhki th aö steikja í Brúnið kjötið og sjóðið í htlu vatni ásamt kryddi þar th það er orðið um það bh meyrt. Setjið í eldfast mót, skerið beikonið smátt og steikið, síðan laukinn og svo sveppina. Setjið allt þetta yfir kjötið ásamt hvítvíni eða soðinu af kjötinu og rjómanum. Raspi og rifnum osti stráð yfir. Bregðið eldfasta mótinu inn í heitan ofn í 15-20 mínútur áður en borða skal. Gott með hrærðum kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og nýhökuðum gerbohum. Gerður skorar á Ragnheiði Matthíasdóttur grunn- skólakennara á Sauðárkróki. „Hún er af yngri kyn- slóðinni og er mjög dugleg matréiðslukona," segir Gerður. Hinhliðin_________________________________________________________ Leiðinlegast að skúra - segir Sveinn Andri Sveinsson „Það leiðinlegasta sem ég geri er að skúra, ég vann svo lengi við það á sumrin aö ég fékk ógeð á því,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður og borgarfulltrúi, sem sýnir á sér hina hhðina nú. Fullt nafn: Sveinn Andri Sveinsson. Fæðingardagur og ár: 12.8.’63 Maki: Erla Amadóttir. Börn Sveinn Alexander Sveinsson, fæddur 9.1. ’92. Bifreið: Audi 80, árgerð 1988. Starf: Lögmaður ogborgarfuhtrúi. Laun: Ágæt. Áhugamál: Stjórnmál fyrst og fremst, svo og eldamennska. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Mest 3. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Leika við strákinn minn. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Skúra. Uppáhaldsmatur: Flest sem konan mín býr th, einkum þó lambalæri eldað á franska vísu. Uppáhaldsdrykkur: Gott rauðvín. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ruud Gullit Sveinn Andri Sveinsson. eftir að Pétur Ormslev lagði skóna á hilluna. Uppáhaldstimarit: Stefnir. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Margrét Tatcher. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Mjög hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest th að hitta? Margréti Tatcher. Uppáhaldsleikari: Chnt Eastwóod. Uppáhaldsleikkona: Systir mín, sem er að læra. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Gretttir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarhðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þor- steinn Joð. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Sig- urður Hah. Uppáhaldsskemmtistaður: Ingólf- skaffi. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Aö vinna áfram við það sem ég er að gera og ná enn betri árangri. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég átti vikufrí, sem ég eyddi í sumar- bústað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.